Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 16
r 16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JU.NÍ 1976 Útgefandi Framk væmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Arið 1956 leiddi svo- kölluð „brauðupp- reisn“ í Poznan i Póllandi til þess aö Wladyslaw Gom- ulka, sem rekinn hafði ver- ió úr kommúnistaflokkn- um árið 1949 og setið hafði í fangelsi á árunum 1951—1954, var tekinn í sátt og gerður að flokks- leiðtoga. Gomulka sat síðan við völd í 14 ár, unz verð- lagsmál leiddu til nýrra uppþota á árinu 1970, er urðu honum að falli, en fleyttu Edward Gierek upp í valdasessinn sem frægt varð á sinni tíð. Uppþotin í Gdansk, Gdynia og Szcz- ecin, sem áöur hét Stettin, árið 1970, áttu m.a. rætur að rekja til uppskerubrests á korni, sem síðan leiddi til verulegrar fækkunar bú- stofns vegna fóðurskorts, en hvorttveggja hafði mjög alvarleg áhrif á efnahag landsins, sem flytur m.a. út kjötvörur, og stuðlaði að ákvörðun stjórnvalda um verðhækkanir matvæla. Óeirðirnar, sem komu í kjölfar þessara verðhækk- ana, skyldu eftir 44 fallna og hundruð særðra, og af- sögn Gomulka. Þannig sviptu hliðstæðir atburðir hann völdum og þeir, sem fjórtán árum fyrr færðu hann svo að segja úr fang- elsi á hefðartind hagkerfis sósialismans í Póllandi. Þessir atburðir koma í hugann nú, er enn kemur til alvarlegra uppþota í Póllandi út af verðlagsmál- um helztu lífsnauðsynja al- mennings. Það, sem eink- um vekur athygli, er, að almenningsálitið í Pól- landi, sem einkum brýzt upp á yfirborðið af tilefn- um af þessu tagi, hefur sýnileg áhrif á ákvörðunar- töku stjórnvalda. Þessa verður þó ekki titt vart í stjórnarfari A-Evrópu- ríkja. Yfirvöld í Póllandi höfðu uppi áform um verð- hækkanir á landbúnaðaraf- urðum, sem leiða áttu til 60% meðalhækkunar til neytenda, og allt upp í tvö- földun verðs á tilteknum vörum. Þessar ákvarðanir vóru studdar þeim rökum af þarlendum stjórnvöld- um, að þær myndu hamla gegn biðröðum við mat- vöruverzlanir og svarta- markaðsbraski með kjöt- og fóðurvörur, sem við- gengist í landinu, og stuðla að því að eyðsla almenn- ings beindist frekar að iðn- aðarvörum en matvælum. Niðurgreiðslur á matvæl- um í Póllandi eru taldar hafa numið allt að 750 milljörðum íslenzkra króna á ári, undanfarin ár, og hafa hindrað mjög fram- kvæmdagetu ríkissjóðs í landinu. Uppþotin í Póllandi nú mættu mun vægari mótað- gerðum stjórnvalda en árið 1970 og lögreglumenn höfóu sig mun minna í frammi. Stjórnvöld til- kynntu, að verðhækkunum yrði slegið á frest í nokkra mánuði, meðan mál yrðu skoðuð betur, en forsvars- menn verkamanna höfðu tjáð sig til viðræðu um 10% verðhækkun að meðaltali í stað 60%. Þessi frestun er síðan talin stuðla að því, að bændur seinki eða tef ji afgreiðslu á framleiðslu sinni, en þeim hafði verið heitið 20 til 50% hækkun á þeirra hlut í verði landbúnaðarafurða og sérstakri þóknun eða bónus fyrir framleiðslu- aukningu. Þetta skapar aukinn vanda fyrir stjórn- völd, þar eð þróunin hefur verið sú, að bilið milli greiðslugetu þess opinbera og einkaaðila hefur farið vaxandi, og mikill hluti matvælaframleiðslunnar af þeim sökum leitað á svartan markað. Viðbrögð almennings í Pollandi hafa sagt til sín í stjórnarákvörðun, er verð- hækkunum hefur verið slegið á frest, veróhækkun- um, sem dagblað pólska kommúnistaflokksins, Try- buna Ludu, sagði, að hefðu haft þann megintilgang að ná fram réttlátari skipt- ingu innan efnahagskerfis- ins. Blaðið skoraði á verka- menn að stuðla að jafnari og öruggari framleiðslu. Hins vegar væri ekki hægt að halda þjóðfélaginu gangandi nema fólkió héldi áfram að vinna og stuðla að verðmætasköpun í þjóðar- búinu. Þessi atburðarás, sem hefur tilhneigingu til að Hagkerfi sósíalismans í pólskri kynningu endurtaka sig, eins og dæmin sanna í Póllandi, sýnir ljóslega, að þjóðfélag sósíalismans býður upp á verulegar verðsveiflur á lífsnauðsynjum almenn- ings; að matvælaskortur, biðraðir og svartur mark- aður ekki einungis stað- reynd, sem bitnar á þjóðfé- lagsþegnunum við slíka þjóðfélagshætti, heldur beinlínis viðurkennt af dagblaði kommúnista- flokksins og notað sem rök- semd fyrir verðhækkunum á helztu lífsnauðsynjum al- mennings um hvorki meira né minna en 60% að meðal- tali á einu bretti. Hitt kann þó að vekja enn meiri at- hygli og ekki síður spurn- ingar um styrk stjórnar og stjórnarhátta, hve skjótt var beygt af leið, er bólaði á almannamótmælum. Þar er án efa stuðzt við tiltæka reynslu frá 1956 og 1970, sem leiddi til frama og síð- ar falls Wladyslaw Go- mulka. Það kann líka að benda til þess, að stjórn- völd telji rétt að fara með löndum um sinn vegna veikrar eigin stööu í hug- um hinna almennu þegna þjóðfélagsins. 1 öllu falli eru efnahagsleg vandamál ekki síður erfið viðfangs- efni í hagkerfi sósíalismans en hins frjálsa markaðs- kerfis, og leiða jafnvel til örþrifaráða almennings, þrátt fyrir alræði eins flokks, einhliða túlkun f jöl- miðla og skorður lögreglu- rikisins við frjálsri skoð- anamyndun og tjáningu. Stöðugar merkjasendingar frá jörðu út í geiminn: En er einhver á hleri? Stjörnuklasi. Fjarlægð: 10.000 ljósár. £ MEÐ útvarpi, sjón- varpi og þó einkum með aflmikium tækjum eins og loftvarnarratsjá senda jarðarbúar nú stöðugan straum af boðum út í geiminn til annarra stjarna, og einn góðan veðurdag kann sú stund að renna upp að við fáum svar um hæl, að því er segir í grein eftir George Moneyhun í biaðinu Dail.v American nýlega. Dr. William G. Donald- son, sérfræðingur í fjar- skiptum, telur engan veginn ósennilegt að ein- hvern tíma muni vits- munaverur á öðrum hnöttum svara fyrir sig. Hann er einn fjölmargra vísindamanna sem draga ekki lengur í efa að há- þróuð menningarsam- félög þrífist á einhverj- um þeim 100 milljörðum stjarna sem eru í okkar sólkerfi. Hins vegar telur hann nú spurninguna vera þá, hvernig jarðar- búar geti talað á móti og skilið boð utan úr geimn- um. Dr. Donaldson, sem átti þátt i gerð svokallaðs Distant Early Warning System (DEW) og er umhverfis norðurheimskautið, segir að i meir en sex klukku- stundir á dag séu merkja- sendingar frá jörðu út í sólkerf- ið. Við snúning jarðar fara sendingar ratsjárstöðva, sem staðsettar eru meðfram belti DEW-kerfisins með 100 milna millibili, beint gegnum miðju Vetrarbrautarinnar. „Við höfum sent slík merki í 20 ár,“ segir hann, og telur víst að þeirra hafi orðið vart á öðr- um býggðum stjörnum, sem geta verið í 10 til 12 ljósára fjarlægð frá jörðu. „Ein eða fleiri kunna að hafa móttekið þessi merki og eru jafnvel þeg- ar farnar að svara þeim. Það er mögulegt, og verður raunar æ sennilegra, að svo sé. En við vitum það ekki vegna þess að við reynum ekki að hlusta eftir því“, segir dr. Donaldson. Hann hefur því gert það að tillögu sinni að gert verði alþjóðlegt átak til að koma 10 gríðarmikl- um loftnetum á sporbaug um- hverfis jörðu eða á tunglið til þess að gera kerfisbundna leit að merkjasendingum frá öðrum stjörnum. Eftir að yfirstandandi geim- ferðaáætlun hefur verið fram- kvæmd munu Bandaríkin geta byggt slíka samskiptastöð, sem dr. Donaldson telur að muni kosta um fimm milljarða doll- ara og verða fimm ár í byggingu. Dr. Donaldson var meðal þeirra vísindamanna sem þátt tóku í umræðufundum í tengsl- um við 13. geimvísindaþingið í Florida, þar sem rætt var um hvert yrði næsta stóra skrefið í geimkönnun af hálfu Banda- ríkjanna. M.a. ræddu vísinda- mennirnir um líkur á byggingu varanlegrar geimstöðvar fyrir árið 1985 sem gæti leitt til framleiðslustarfsemi I himin- geimnum og námuvinnslu á tunglinu. Dr. Gerard O’Neill, eðlis- fræðiprófessor við Princeton- háskóla, sem einnig var meðal þátttakenda, spáir því að geim- nýlendur, byggðar allt að 10.000 ibúum, gætu verið til staðar eftir u.þ.b. tvo áratugi. Helzta hindrunin fyrir því að slíku takmarki verði náð segja sérfræðingarnir vera áhuga- leysi af hálfu almennings og stjórnvalda. Dr. Donaldson heldur því fram að tillaga hans um bygg- ingu samskiptastöðvar í geimn- um gæti leitt til þess að sam- band næðist við aðra reiki- stjörnu. Þegar slíkt samband hefði náðst einu sinni yrði það nóg til að áhugi á geimkönnun vaknaði að nýju svo um munaði, að því er hann telur. Hvers vegna ætti veröld sem berst við hungur, orkuskort og önnur jarðbundin vandamál að eyða háum upphæðum til geim- könnunar? Dr. Donaldson svar- ar því til að það kunni að velta á sambandinu við vitsmunaver- ur á öðrum stjörnum hvort mannkynið fær lifað til lang- frama af á jörðinni. Hann segir að önnur háþróuð menningar- sanifélög gætu, ef þau væru vinsamleg, veitt okkur upp- lýsingar og aðstoð við að þrauka á jörðinni. Hann bendir á að tækniþróun sé enn á byrjunarstigum á jörðinni og gizkar á að um 10 milljónir stjarna gætu haft lifverur á jafn háu eða hærra plani en eru á jörðu. í byrjun gæti samband við aðra stjörnu aðeins byggzt á því að merki sem sent hefur frá jörðu yrði sent til baka. Síðar yrði svo unnt að koma upp sér- stöku samskiptamáli, segir dr. Donaldson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.