Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNl 1976 19 Sigurður Bjarnason forstöðumaður: Endurkoma Jesú Krists Á hverju ári heldur hinn kristni heimur jólin hátíðleg til að minnast fæðingar frelsara mannanna, Jesú Krists, l þennan heim. Spámenn Guðs höfðu sagt fyrir um komu hans í heiminn. í 1 Mósebók, sem rituð var um 1500 árum fyrir Krists burð, í 3. kafla bókarinnar og 1 5. versi er fyrsta spádóm að finna um hlutverk frels- arans á meðal manna. Þar er sagt frá sæði konunnar, Kristi, sem átti að vinna það stórvirki að merja höfuð Satans óvinar Guðs og manna Siðan má finna hvern spádóminn eftir annan um fyrri komu Krists — fæðingu hans (Jes 9,6), fæðingarstað (Míka 5,1), boðskap (Jes. 61,1), þjáningar (22. Davíðssálmur; Jes. 53) o.fl Spádómarnir um fyrri komu Krists rættust af mikilli nákvæmni og flestum mönnum er vel kunnugt um helstu atburði í lífi Krists hér á jörðunni. En getur verið að kristnum mönnum sé ekki eins vel kunnugt um fyrirheitin um endurkomu Krists? Þó er síðari koma Krists sögð vera nefnd yfir 1 500 sinnum í Bibiíunni eða átta sinnum oftar en fyrri koma Krists. Sumir nefna endurkomufyrirheitin því rauða þráðinn í Biblíunni. Samt höfum við enga hátíð til að minna okkur á þennan höfuðatburð sögunnar, sem Biblían telur að sé fyrir dyrum Hvers vegna er svo sjaldan á hann minnst? GAMLA TESTAMENTIÐ Spámenn Guðs til forna fengu ekki aðeins yfirsýn yfir fyrri komu Krists, heldur einnig endurkomu hans við endi aldanna og endurreisn allra hluta. ,,Og hann sendi Krist, sem yður var fyrir- hugaður, Jesúm. Við honum á himinninn að taka allt til endurreisnar- tíma allra hluta, sem Guð hefir talað um fyrir munn sinna heilögu spámanna frá upphafi.” (Post. / 3,20.21). Hér er okkur sagt, að allir spámenn Guðs hafi fyrir hugljómum Anda Drottins gert sér grein fyrir endurkomu Krists til jarðarinnar eða éndurreisn allra hluta. í Júdasarbréfi, næstsíðustu bók Nýja testamentisins, er getið um fyrsta spá- manninn, er prédikaði um endurkomu Krists. „En um þessa menn spáði líka Enok, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: „Sjá, Drottinn er kominn með sínum heilögu tíþúsundum til að halda dóm yfir öllum (Júd 14,15). Minnir þessi spádómur Enoks að mörgu leyti á lýsingar Jóhannesar postula í síðustu bók Biblíunnar, Opin- berunarbókinni. Svo var það Job Hann var menningarfrömuður á sinni tíð, virtur maður, áhrifamikill og efnaður Þegar kippt var skyndilega stoðum undan efnahag hans og velmegun og hann stóð eftir sjúkur og yfirgefinn, sagði hann: „En ég veit, að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. Og eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér, mun ég líta Guð ' Job. 19,25.26 í Davíðs sálmi er þetta að finna: „Frá Zíon, ímynd fegurðarinnar, birtist Guð í geisladýrð Guð vor kemur og þegir ekki Eyðandi eldur fer fyrir honum og í kringum hann geisar stormurinn.” (50,3 — 5). Sakaría lýsir komu Krists við endi aldanna: „Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Ofíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs og þar mun verða geysivíður dalur því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs en hinn til suðurs.” Sak 1 4,4 Boðskapur Gamla testamentisins er skýr og greinilegur: „Hann kemur.” Fyrra sinni kemur hann sem barn, í lítilmótleik og smæð. Síðar kemur hann sem konungur i mætti og mikilli dýrð. BOÐSKAPUR NÝJA TESTAMENTISINS Erfitt er að bera niður í Nýja testa- mentinu án þess að rekast á umsögn um endurkomu Krists. Vegna þess hve oft Jesús talaði um endurkomu sína, komu lærisveinarnir eitt sinn til hans og spurðu hann sérstaklega um þetta efni: „Hvert er tákn komu þinnar og enda veraldar?” Síðan tók Jesús til máls og svaraði spurningunni í löngu máli. Eitt af því, sem hann sagði var þetta: „Og þá mun tákn manns- sonarins sjást á himninum og þá munu allar kynkvíslir jarðarinnar . . sjá manns-soninn komandi á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð ” Matt. 24,30 Við dómsrannsóknina hjá æðsta prestinm fáeinum stundum fyrir kross- festinguna var Jesús spurður um það, hvort hann væri sonur Guðs. í svari sínu sagði Jesús ..Upp frá þessu munuð þér sjá manns-soninn sitja til hægri handar máttarins og koma á skýjum himinsins.” Matt 26,64 Nokkrum stundum áður hafði Jesús mælt þessi hjartnæmu orð í samtali við lærisveinana: „Ég fer burt að búa yður stað Og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur." Jóh. 14,2,3. Síðan kemur vitnisburður englanna eftir uppstigninguna: „Þessi Jesús . mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.” Post 1,11. Meðan Páll postuli beið í fangelsi i Róm eftir að vera tekinn af lífi af böðlum Nerós, gleymdi hann ekki fyrir- heiti Krists Hann sagði: „Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari; en ekki einungis mér heldur öllum þeim sem elskað hafa opinberun hans.” Sagt er að á fyrstu ofsóknartimum í frumkristninni hafi kristnir menn heilsast með orðinu „Maranata,” sem þýðir: Drottinn kemur Þeir báru ekki skyn á timalengdina fram að endur- komunni, en áttu samt þessa dýrlegu von hið innra með sér. Jakob, hinn varfærni og athuguli postuli, ræddi um siðari komu Krists og sagði þá m.a: „Þreyið og þér, styrkið hörtu yðar, því að koma Drottins er i nánd.” Jak 5,8 Pétur postuli sem jafnan var fljótur til, lét Sigurður Bjarnason ekki standa á vitnisburði sínum: „En dagur Drottins mun koma sem þjófur. hversu ber yður þá að fram- ganga i heilagri beytni og guðrækni.” 2 Pét. 3,10—12. Jóhannes, kærleikspostulinn var fangi á eyjunni Patmos, er hann fékk opinberun frá Kristi um efstu daga.Orð Krists konungs hljómuðu sterk og skýr: „Sjá, ég kem skjótt og launin hef ég með mér til að gjalda hverjum einum eins og verk hans er.” Op.22,1 2. FORYSTUMENN KRISTNINNAR Sterk trú á endurkomu Jesú Krists hefur hreinsandi og göfgandi áhrif á líf manna Fullvissan um endurkomuna hefur verið „hin sæla von” allra trúaðra á öllum öldum Forystumenn kristninn- ar hafa borið þessa von í brjósti sér Marteinn Lúter sagði „Ég vona heitt og innilega að Jesús Kristur muni flýta degi komu sinnar ” John Knox ritaði þetta. „Við vitum, að hann kemur aftur ” John Wesley ritaði þetta í skýringum sinum á lokaversum Opinberunar- bókar „Komdu og gerðu að veruleika öll orð þessa spádóms ” ÞRENNTSEM GERIST, ER HANN KEMUR Hér verður nefnt þrennt af því, sem gerist, er hann kemur: Upprisa þeirra, sem dóu í trú á hjálpræði Guðs „Drottin mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni og þeir, sem dánir eru í trú á Krist. munu fyrst upp rísa.” 1 Þess. 4,1 6 Þeir viðbúnir, sem á lífi eru, hrifnir til fundar við Drottinn: „Síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir til fundar við Drott- inn í loftinu ” 1 7. vers Líkama viðbúinna manna verður breytt. „Þvi að föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frels- ara, Drottins Jesú Krists, hans sem mun breyta lægingarlíkama vorum í sömu mynd og dýrðarlikami hans hefir, eftir þeim krafti að hann og getur lagt allt undir sig LOKAORÐ Biblían er opinberun Guðs til manna og rituð af mönnum Kristur, sonur Guðs og jafnframt manns-sonurinn, er höfuðpersóna þessarar bókar. Bæði fyrri og síðari koma Krists er sögð fyrir i Bibliunni Fyrri koma Krists var sáningartími. Endurkoman er sem uppskera Við fyrri komu sina bar Kristur krossinn, en kórónu er hann kemur aftur. Við endurkomu sina mun hann „gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.” Op. 22,1 2. „Ef vér stöndum stöð- ugir, þá munum vér og með honum ríkja; ef vér afneitum honum, þá mun hann og afneita oss.” 2. Tim 2,12. Rekstur Rafafls gengur vel NVLEGA var haldinn adalfundur rafiðnaðarmanna og fyrirtækja þess, sem eru Rafafl svf. I Reykjavík og Rafafl svf. á Sauð- árkróki. Á fundinum kom fram að velta félagsins jókst verulega og félags- mönnum í rafiðnaðardeild fjölg- aði mjög á árinu. I fréttatil- kynningu frá félaginu segir: „Ljóst er því að það félags- og rekstrarform sem Rafafl byggir á nýtur vaxandi stuðnings meðal rafiðnaðarmanna. Reynslan hefur sýnt, að með þessum hætti er hægt að tryggja verkafólki betri kjör en almennt gerist og fulla aðild að ákvarðanatekt um vinnu sina.“ Þá kom fram að stofnað hefur verið þriðja fyrirtæki félagsins Rafafl svf. á Kópaskeri. Um þessar mundir er Rafafl að hefja framkvæmdir við raflagnir við Kröfluvirkjun. Já — einmitt landkynning ISLENDNINGNUM erlendis gremst oft hvað útlendingar vita lítið um landið og þjóðina hans. Enn meir gremst honum, ef það litla sem þeir vita er galið, og áhuginn enginn á að læra meira. Og þó keyrir um þverbak ef nýjar upplýsingar berast almenningi, og það að heiman, sem honum finnst að beri keim af bæði klaufaskap og illvilja. Þá verður hann vondur. Ut frá þessu sjónarmiði hef ég verið að reyna að skilja grein Páls Braga Kristjónssonar í Morgun- blaðinu 24. apríl s.I. Hann hafði séð sjónvarpsþáttinn „Islands kultur", sem norskir og sænskir sjónvarpsmenn höfðu gert sam- eiginlega, heima á tslandi, og birt- ist f sjónvarpi beggja landartna í aprílbyrjun, — og segir hvað hon- um hafi fundizt. Honum kann að hafa gengið gott eitt til, — en því miður var greinin svp full af persónulegum árásum, að maður fór að efast um að dómgreind hans væri treyst- andi. Hann virðist hafa horft á þenn- an sjónvarpsþátt eins og fjandinn les biblíuna. Eitt var nú það, að hér virtist af tilviljun hafa verið safnað saman, til viðtals, því fólki sem honum er verst við á íslandi; en hitt þó verra að hann lítur út fyrir að hafa tortryggt hvert skref sem höfundar þáttarins tóku þarna heima. Það er engu líkara en að hann álíti að þetta hafi eiginlega allt verið gert í þeim tilgangi — og flestir af íslenzkum þátttakendum gengið maður und- ir manns hönd í þeirri viðleitni — að islendingar yrðu sjálfum sér til skammar og andskotanum til athlægis, eins og Bogi gamli Ólafsson einhvern tímann komst að orði, blessuð sé minning hans. En getur það hafa farið fram hjá honum, að einmitt þessi spurning er ofarlega á baugi um öll Norðurlönd, já, út um allar jarðir: hvort kúltur Evrópuþjóða almennt og norrænna þjóða sér- staklega eigi sér nokkra framtið, á þessum siðustu og verstu tím- um. Það er skrifað um það, það er talað um það, menn eru sendir í ýmsar áttir til áð gera sjónvarps- þætti um það. — Margt má mis- jafnt um sjónvarpið segja, og mest af því hefur verið sagt, en varla verður því neitað að það getur miðlað fleirum þekkingu á umheiminum en öll blöð og tíma- rit samanlagt. Auðvitað er hægt að fara að þessu með misþjöfnum vilja til að bregða upp heiðarlegri heimildar- mynd — fara beint á sorphaugana í þjóðfélaginu sem ætlunin er að kynna fólkinu heima, eða láta kvikmyndavélina elta stútfulla unglinga út um alla móa á laugar- dagskvöldi, eins og sézt hefur gert. Það var auðvitað líka hluti af veruleikanum í því þjóðfélagi — en manni fannst ekki laust við að það væri gert af illvkittni; og það skal tekið fram, að þar voru ekki norrænir sjónvarpsmenn að verki. Og svo voru semsagt sjónvarps- menn sendir til tslands, til að þeir gætu komið heim aftur og brugðið upp mynd af íslenzku menningar- lífi í hnotskurn. Þættir frá íslandi hafa verið sýndir hér áður, frá ýmsum sviðum, misjafnlega góðir eins og gengur, en ævinlega margt fróðlegt í þeim. Norðmenn hafa, að því er ég bezt veit, mik- inn og vaxandi áhuga á frændum sínum á Fröni — þeir vita kannski, almennt, ekki svo mikið, en þetta er að koma. Þeir spyrja af einlægum áhuga ef einhver er til að svara — og ég á_bágt með að trúa því að reynslaVinar okkar i Árósum af Dönum sé öllu verri en min af Norðmönnum. Að manni alltaf finnst sérstak- lega gaman að fá hingað sjón- varpsleikrit, er sér á parti —. Mér fannst þátturinn góður. Mér fannst hann bera af þeim sem ég hef séð af sama tagi að heiman. En það kemur I þessu sambandi eiginlega ekki málinu neitt við. íslendingar erlendis vita hvernig er heima. Hins vegar langar mig til að láta sýnishorn af því hvað Norðmönnum fannst, reka lestina. Þessi blaðadómur birtist í stærsta dagblaði Norð- manna Aftenposten í Ösló: „Horfum til íslands — og lær- um af því. Island. Sagnalist *og amrísk dægurlagatónlist. Já, og raunar allt þar á milli. Samfélag sem byggir á sjávarafla. Þjóð, sem hef- ur inngróna og eðlislæga menn- ingarvitund, sem tekur fram því sem annars staðar gerist. Vegna þekkingar minnar á íslandi og íslendingum er ég þess fullviss að það er hvað sízt ástæða il að hafa áhyggjur af framtfð islenzkrar menningar. Norðmenn, Danir og Svíar eru miklu verr haldnir af þeim sjúkdómi sem er útþynning menningarlegra verðmæta. Með það í huga öðrum þræði gerðu þúsundþjalasmiðirnir Pál Bang-Hansen og Nils Petter Sundgren þessa myndrænu og efnisriku mynd, sem sýnd var í sjónvarpinu i gærkvöldi, ep að vísu full siðla kvölds. Það er nefnilega ávallt forvitnilegra að vita hvort það bezta sé á glötunar- vegi en að velta vöngum yfir því hvernig því næst versta reiðir af. Heiti myndarinnar, „Ragnarök ís- lenzkrar menningar?“, var varpað fram sem spurningu og það ágæta fólk sem á skjánum birtist svaraði henni á áhrifarikan og sannfær- andi hátt. Höfundar myndarinnar eiga líka heiður skilinn fyrir vönduð og óhlutdræg vinnubrögð. Eins og allir sáu og heyrðu (og ættu að vita) eru Islendingar ekki lifandi safngripir frá víkingaöld eins og margir Norðmenn telja sér trú um. (Halda Bandaríkja- menn ekki það sama um okkur?). Nei, Islendingum hefur tekizt að þræða hinn gullna meðalveg milli fornrar arfleifðar og amriskra áhrifa; taka hvoru tveggja með vissri varúð og m.a. vegna þess i hafa þeir getað tileinkað sér það | bezta úr báðum áttum. Við vissum það raunar. En enn einu sinni kom okkur á óvart sú menningarlega reisn sem fulltrú- ar 220.000 tslendinga sýndu þetta kvöld. Þessi sjónvarpsþáttur sýndi okkur og sannaði, að þegar islenzk menning mun eiga sín ragnarök verður við sjálfir svo langt leiddir að við munum ekki veita því athygli. Að mjög mörgu leyti eru íslend- ingar okkur jafn fremri og við Svíum i menningarlegum efnum. Við erum komnir mislangt á þeirri leið sem vegna utanaðkom- andi ómenningar liggur einkum niður á við. Um ókomna framtíð munu það verða Islendingar sem við þurfum að líta upp til. Ekki Svíar eins og við höldum gjarna. Heilsteyptur og vel gerður sjón- varpsþáttur um þjóð sem við ætt- um að hafa meiri kynni af. Til þess að læra af henni meðan tími gefst til.“ Oflof? Kannski það. En vottar i um væntumþykju, virðingu og áhuga fyrir bræðraþjóð. Eg hef þá trú að höfundur sé ekki einn um þær tilfinningar gagnvart okkur. Menning er ekki bara leiklist, hljómlist, ritlist, þekking. Menn- ing er líka hvernig menn koma fram. Og ég hef þá von að sem fæstir útlendingar hafi lesið og skilið greinina frá Árósum. Því það að Islendingar séu að senda löndum sínum tóninn á þennan hátt — það er að minnsta kosti ekki góð landkynning. Ósló, 2. maí, 1976 Dóra Haraldsdóttir Frodesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.