Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULl 1976
Friðrik jafntefli
—Guðmundur í bið
Skinnbáturinn Brendan í Bátanausti við EHiðavog.
Brendan sjósettur
á ný á mánudaginn
SKINNBÁTURINN Brendan
verður sjósettur á nýjan leik í
Elliðavogi á mánudaginn, en
bátsmenn hafa nú lokið við að
smyrja húðirnar, sem báturinn
er gerður úr, með feiti, og eru
nú um helgina að leggja síðustu
hönd á undirbúning ferðarinn-
ar til Grænlands. Tim Severin
leiðangursstjóri sagði í samtali
við Mbl. í gær að bátsmenn
yrðu reiðubúnir til að halda af
stað á þriðjudagskvöld, en
nokkuð ylti á veðráttu, hvenær i
þeir gætu haldið af stað. Sagði
hann að þeir þyrftu helzt að fá
hagstæðan austanbyr í 2—3
daga þegar þeir leggja af stað
til þess að komast strax vel frá
landinu. Severin sagði að dvöl
bátsmanna hér hefði verið
mjög ánægjuleg. Þeim hefði
verið boðið að Bessastöðum á
fimmtudag ásamt nokkrum Is-
lendingum, sem verið hefðu
þeim hjálplegir, og sagði Sever-
in að þeir væru forseta íslands
þakklátir fyrir gestrisni hans
og áhuga á ferð þeirra. Hann
sagði ennfremur að fjöldi ís-
Ienzkra barna hefði komið í bát-
inn til þeirra í Bátanaustum og
rétt þeim hjálparhönd og hefðu
bátsmenn haft gaman af þeim
heimsóknum. Að endingu vildi
Severin koma á framfæri þakk-
læti til forstöðumanna og
starfsmanna Bátanauts fyrir að
láta bátsmönnum endurgjalds-
laust í té aðstöðu og ýmsa að-
stoð í Bátanausti.
Mikil atvinna
á Raufarhöfn
SÍÐASTA umferðin á IBM-
skákmótinu í Hollandi var tefld f
gærmorgun. Friðrik gerði þá
jafntefli við Sax en Guðmundur á
tvísýna skák á móti Ligterink.
Önnur úrslit f sfðustu umferðinni
urðu þau, að Langeweg vann
Szabo, Ivkov og Korehnoj gerðu
jafntefli, og einnig Velimirovie
og Gipslis. Aðrar skákir fóru f
bið. Þá tapaði Guómundur skák
sinni gegn Sax í umferðinni næst
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
samþvkkt almenns fundar í Sál-
fræðingafélagi íslands vegna
kjaramála:
„Kundurinn lýsir yfir megnri
óánægju vegna úrskurðar kjara-
dóms í launamálum sálfra'ðinga.
Einnig átelur fundurinn harölega
vinnubrögð fjármálaráðuneytis í
nýafstöðnum samningum. — Sál-
fræðingafélag Islands vill einkum
beina athygli að eftírfarandi
atriðum:
I. Vilji fjármálaráðuneytis til
samninga virtist nánast enginn.
Kröfugerðum var svarað örfáum
dögum áður en málið átti að
ganga til kjaradóms. Lögðu samn-
Söngskemmtun
á Vopnafirði
Vopnafirði 24. júlí.
FYRR í sumar kom Karlakór-
inn Jökull frá Höfn í Horna-
fírði í heimsókn til Vopnafjarð-
ar og hélt söngskemmtun í fé-
lagsheimilinu Miklagarði. Var
húsið þétt setið og gerðu heima-
menn góðan róm af flutningi
kórsins, sem var hínn vandað-
asti í alia staði. Þurfti kórinn að
endurtaka mörg lög og dróst
því söngskemmtunin nokkuð á
langinn. Á eftir var stiginn
dans af miklu fjöri. Var það
samdóma álit heimamanna, að
heimsókn þessi hefði öll veríð
hin ánægjulegasta. Stjórnandí
kórsins er Sigjón Bjarnason, en
undirleikar er Máni Sigurjóns-
son.
. Gunnlaugur.
198
hvalir
á land
SAMKVÆMT upplýsíngum
frá Hvalstöðinni hafa nú .veiðzt
um 19S hvalir og skiptist veið-
in þannig að fengizt hafa 3
sandreyðar, 16 búrhveli og 179
langreyðar.
Þetta er mjög svipaður fjöldi
og var kominn á land um þetta
leyti í fyrra, en veiðin þá hóf§t
liölega hálfum mánuði seinna.
Verið hefur jöfn veiðí fram til
þessa en lélegt skyggni á mið-
unum hefur háð veiðum nokk-
uð á köflum.
á undan.
Staðan er nokkuð óljós vegna
fjölda biðskáka, en .Korchnoj er
efstur með 9V4 vinning, Sax er
með 9 vinninga, Miles með 8‘/5 og
biðskák, Velimirovic H‘/i, Szabo er
með 8 vinninga, Farago og Böhm
með 7Ví> og biðskákir, Gislis með
7H, Kurajica með 7 og biðskák,
Kriðrik og Ivkov með 7 vinninga
og Guðmundur og Ree með 6!ð og
eina biðskák hvor.
ingamenn fjármálaráðuneytis
fram tilboð, og gáfu þeir til kynna
að það væri endanlegt, enda
hefðu þetr ekki umboð til frekari
samninga.
2. Ekki verður annað séð en
kjaradómur þverbrjóti lög, þar
sem ekki virðist tekið neitt tillit
til viðmiðunar við almennan
vinnumarkað i nýföllnum dóm-
um.
3. Ekki hefur verið tekið tillit
til sjálfsagðra krafa'S. I. um feið-
réttingu á launaflokkum til sam-
ræmis við önnur aðildarfélög B.
H. M.
4. I fjölmiðlum undanfarið
hefur komið fram að heilbrigðis-
stéttir fái 1. launaflokks hækkun
nú þegar og siðan hina almennu
hækkun er koma á til fram-
kvæmda 1. jan. næstkomandi. Ut
frá einhverjum annarlegum
sjónarmiðum hefur kjaradómur
ekki fiokkað sálfræðinga ríkis-
spitalanna undir heilbrigðisstétt-
ir þessu sinni og því ekki um
neina slika hækkun að ræða til
þeirra.
Vinnubrögð fjármálaráðuneytis
og kjaradóms hafa verið slíkut
skrípaleikúr, að S. 1. telur að við
slíkt verði ekki lengur unað. Það
er þvf eindregin afstaða S. í., að
hraða þurfí mjög umræðum um
samningsréttarmál, og vínna
þurfi að fullum verkfallsrétti til
handa öllum aðildarfélögum
B.H.M
Kropp hjá
loðnuskipum
Sigurður með
700 lestir
AKLI loðnuskípanna var ekki
mikill i fyrrínótt, en þó er Morg-
unblaðinu kunnugt um 4 skip,
sem héldu til lands með góðan
afla, og nokkrir aðrir voru komnir
með allsæmilegan afla í gærmorg-
un. Sem fyrr gengur skipunum
illa að ná loðnunni og fást að
meðaltali 20—30 tonn í kasti.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið fékk hjá
Loðnunefnd i gærmorgun, var
vitað um Hákon ÞH á leið til
Vopnafjarðar með 350 lestir og
Rauðsey á leið til Akraness með
400 lestir. Ennfremur var vitað að
Sigurður RE var búinn að fá 700
lestir og ætlaði skipið með aflann
til Neskaupstaðar og Reykjaborg
var komin með 400 lestír.
Loðnuskipin voru að veiðum
um 100—120 sjómílur norður af
Siglunesi.
Mikilatvinna
á Eskifirði
Eskifirði 24. júlí.
MIKIL atvinna er hér á staðnum
um þessar mundir og smærri bát-
ar eru farnir að afla sæmilega.
T.d. kom litill bátur inn í morgun
með 11 lestir, sem fengust á
Raufarhöfn 24. júlí.
HER ER nú verið að undirbúa
Ioðnumóttöku af fullum krafti.
Unnið er að því að koma fyrir
löndunarkrönum, þar sem ekki
má lengur dæla loðnunni á land.
Ef eitthvað af loðnu berst hingað
á næstunni er Ijóst að um mann-
eklu verður að ræða á staðnum,
þar sem mikil atvinna er og hefur
verið f sumar á Raufarhöfn. Afli
smærri báta hefur glæðzt nokkuð
að undanförnu og skuttogarinn
Rauðinúpur mun vera búinn að
tveimur sólarhringum i botn-
vörpu. Þá er mjög mikið um bygg-
ingarframkvæmdir og á sumrinu
hefur verið úthlutað 19 einbýlis-
húsalóðum, einnig er fjölbýlishús
og nýr barnaskóli i byggingu.
Nýr bátur var keyptur hingað
fyrir skömmu. Heitir hann Þor-
steinn. Skipstjóri og eigandi er
Ingvi Rafn.
Fréttaritari.
landa 1500 tonn frá því um ára-
mót. Það er unnið alla daga f
frystihúsinu og stundum langt
fram á kvöld.
Miklar skipakomur hafa verið
hér í vor og sumar. Stundum hafa
verið 2—3 skip í höfninni og hef-
ur það ekki átt sér stað síðan á
síldarárunum. Ástæðan fyrir
þessu er sú, að öllum varningi,
sem á að fara til eða frá Kópa-
skeri og Axarfirði fer nú um
höfnina hér.
Nokkur ferðamannastraumur
er nú á Raufarhöfn og á hótel
Norðurljós eru yfirleitt alltaf ein-
hverjir útlendingar, sem stunda
veiði í ánum hér í kring. Annars
hefur laxveiði verið nokkuð treg
það sem af er sumrinu, en heldur
hefur hún glæðzt síðustu daga.
Virðist laxinn vera eitthvað
seinna á ferðinni en í fyrra.
Fréttaritari.
Mikið mal-
bikaðíNes-
kaupstað
Neskaupstað 24. júlí.
MIKIÐ hefur verið unnið að
gatnagerð f Neskaupstað í sumar
og er nú búið að malbika alla
strandgötu bæjarins. Þá er búið
að malbika kringum frystihús
Síldarvinnslunar og koma þar
upp grasflöt á milli. Lóð
frystihússins er því orðin glæsi-
leg á að líta. Talið er
að gatnagerðarframkvæmdirnar
kosti um 40 milljónir króna, en
það er fyrirtækið Miðfell hf., sem
sér um framkvæmdir.
Mjög gott veður var í
Neskaupstað í morgun og eins var
í gær. Tíð hefur verið góð i sumar,
þótt hún hafi ekki verið eins
afburðagóð og s.l. sumar.
Afli Norðfjarðarbáta hefur
verið frekar tregur það sem af er
sumrinu. Trillur fá lítinn sem
engan afla á grunnslóð og ef
eitthvað á að fást verður að sækja
út fyrir 12 mílurnar, bezta afla
hafa bátarnir fengið um 18
sjómílur frá landi.
fréttaritari.
Vallarsmyglið:
f
Afengismagnið
orðið 20 kassar
MEIRA áfengi hefur komið i leit-
irnar við rannsókn smyglmáls
þess á Keflavíkurflugvelli, sem
Morgunblaðið skýrði frá fyrr í
vikunni. Liggur nú nokkurn veg-
inn fyrir að um 20 kössum af
áfengi hefur verið smyglað út af
vellinum eða alls um 240 flöskum.
Grunur leikur á að einhverju hafi
I verið dreift til Reykjavikur, og er
jnú verið að kanna það frekar.
Einn maður situr í gæzluvarð-
haldi vegna þessa máls.
Lögreglu-
aðgerðin:
Jeppi
FOTUR og fit varð uppi i lög-
reglunni í gærmorgun, þegar
vökulir löggæzlumenn fundu
rússneskan jeppa, sem skilinn
hafði verið eftir á næsta ein-
kennilegum stað í borginni —
á miðjum gatnamótum Baróns-
stígs og Egilsgötu.
Löggæzlumennirnir árvök-
ulu lögðu saman tvo og tvo, og
fengu út að allt hátterni jepp-
ans þarna á horninu- benti til
þess að jeppinn væri stolinn.
Þusti nú að allmikið lögreglu-
lið og rannsóknarlögreglumað-
ur var kvaddur sérstaklega á
staðinn til að komast til botns í
þjófnaðinum.
I þann mund sem rannsókn
málsins var að hefjast kom
hins vegar hið rétta á daginn.
Aðvífandi kom kona og gat
gefið skýringar á veru jeppans
á þessum stað. Hún hafði ekið
jeppanum fyrr um morguninn,
og svo óhönduglega tekizt til
að jeppinn hafði einmitt orðið
olíulaus á þessum stað. Sjálf
hafði konan ekki krafta tíl að
ýta jeppanum fyrir hornið, og
hann þvi staðið þarna meðap
hún brá sér frá eftir aðstoð.
Sálfræðingar:
Vinna þarf að full-
um verkfallsrétti