Morgunblaðið - 25.07.1976, Page 11

Morgunblaðið - 25.07.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1976 11 — Viðtal við Helga Björnsson Framhald af bls. 15 ekið á fullri ferð. í fyrstu gengu mælingarnar vel. En skyndilega hætti að fást endur- kast. — Við héidum að bilun hefði orðið í tækjunum, sagði Helgi. En þegar komið var niður á Tungnaárjökul, fengum við aftur endurkast. Við sner- um þá við til að athuga hvað ylli þessu, meðan annar billinn hélt áfram niður. Og þaó reyndist svo, að eftir að við höfðum ekið nokkurn spöl til baka, hvarf endurkastið frá botni. Kom þá i ljós, að tækið, sem við vorum með, nær ekki dýpra en 450 m. Það.tæki, sem við nú munum smiða til mælinga á jöklum á íslandi, verður öflugra og næmara. Meðan við vorum að leita að þessum galla, dróst í tímann og þegar við komum niður að Tungnaá kl. 11, var áin orðin ófær. Við urðum þvi að skilja snjóbílinn eftir og ganga langleiðina upp að Kerlingum, þar sem við gátum vaðið yfir ána og síðan komizt niður i skála í Jökulheimum. En það var smáræði miðað við það, sem ávannst við töfina. Bíllinn var svo sóttur siðla nætur, þegar minna var i ánni. — Jú, ég er mjög ánægður með ferðina og það eru brezku vísindamennirnir lika, svaraði Helgi spurningu okkar. Þeir vilja fá að koma aftur næsta sumar með endurbætt mælingatæki, til þess að sanna ennfrekar notagildi tækja sinna. Við i num skiptast á upplýsingum. Og við Raun- vísindastofnunarmenn smiðum okkar tæki. Með samvinnunni við Bretana komumst við vel af stað, en það flýtir fyrir þróun tækninnar að unnið sé að tækjasmíð á sem flestum stöð- um. Við höfum sérþarfir á þessu sviði á íslandi, sagði Helgi. Hér höfum við þessa miklu jökla, sem þarf að mæla á næsta áratug. Við þurfum aó gera tækin þannig úr garði, að við getum mælt bæði úr flugvél og úr snjóbíl. Því er mikilvægt aðokkartæknimenn byrji strax að kynna sér þessa mælitækni, sem við verðum að þróa á næstu árum. I lok samtalsins færðum við i tal aðrar mælingar, sem leiðangurinn gerði í ferðinni, þ.e. að mæla vatnshæðina í Grímsvötnum. En þau hækka, sem kunnugt er, árlega þar til vissu marki er náð og fær vatn- ið þá framrás og kemur fram sem hlaup á Skeiðarársandi. Sagði Helgi, að í Grimsvötnum hefði nú mælst 1430 m yfir sjó. — Árið 1960 og 1965 nægði sú vatnshæð til þess að hlaup yrði, sagði hann. Þegar hlaupið varð 1972 var vatnshæðin rúm- lega 1435 m. Svo að ég held að ekki geti dregizt fram yfir árið 1977 að Grímsvötn hlaupi. En margt bendir til að Skeiðarár- hlaup komi fyrri hluta árs 1977. Ég held að ég segi að gamni minu að það verði í marz 1977, sagði Helgi að lokum, þegar blaðamaðurinn gekk harðar að honum að'nefna tímann. Og nú _skulum við sjá? — E.Pá. Tvær fjörugar skákir frá Sovét Nú er nýlokið í borginni Rostov við Don miklu opnu skákmóti, þar sem 64 keppend- ur tefldu 11 umferðir eftir ein- hvers konar Mondrad-kerfi. Sigurvegarar urðu þeir A. Sacharov og V. Karasev, hlutu 9 v. hvor. Sacharov telst hins vegar einn í efsta sæti þar sem hann vann sjö skákir, tapaði 2 og gerði 4 jafntefli, en Karasev vann 6, tapaði 1 og gerði 6 jafntefli. Ekki ætla ég að telja hér upp aðra keppendur f ár- angursröð, en á þátttakenda- listanum má sjá nöfn eins og Taimanov, Savon, Podgaets, Gurgenidze, Suetin og Holmoff svo einhverjir séu nefndir. Kerfið sem teflt var eftir bauð heim stffri vinningstafl- mennsku og hér fara á eftir tvær skemmtilegar skákir frá mótinu: Hvftt: A. Michalichin Svart: A. Sacharov Spænskur leikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bh5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0-0, 8. d4 — d6, 9. c3 — Bg4, 10. d5 — Ra5, 11. Bc2 — c6, 12. h3 — Bxf3, 13. Dxf3 — cxd5, 14. exd5 — Rc4, 15. Rd2 — Rb6, 16. Rfl — Re8, 17. g4 — g6, 18. Rg3 — Bg5, 19. Khl — Bxcl, 20. Haxcl — Df6, 21. Dg2 — Kh8, 22. Hcdl — Hc8, 23. He2 — Hc7, 24. Hfl — Df4, 25. Hgl — Rg7, 26. Hdl — f5, 27. gxf5 — gxf5, 28. He3 — Dh6, 29. Hf3 — Hcf7, 30. Re2 — e4, 31. Hf4 — Rc4, 32. Hgl — Re5, 33. Bdl — Rg6, 34. Dh2 — Rh5 og hvftur gaf. Hvftt: N. Popov Svart: S. Makarichev Hollenzk vörn 1. d4 — e6, 2. Rf3 — f5, 3. Bf4 — Rf6, 4. e3 — h6, 5. Rbd2 — Bb7, 6. Bd3 — Be7, 7. h3 — 0-0, 8. c3 — Re4, 9. De2 — d6, 11. SKák eftir JÓN Þ. ÞÓR 0-0-0 — Rbd7, 11. Hhgl — Rdf6, 12. g4 — Kh8, 13. c4 — b5, 14. gxf5 — exf5, 15. Rg5 — Rxg5, 16. Bxg5 — bxc4, 17. Bxf5 — Rd5, 18. Bxe7 — Dxe7, 19. Dh5 — g6, 20. Bxg6 — c3, 21. Re4 — cxb2+, 22. Kxb2 — Hab8, 23. Kal — Rb4, 24. Rc3 — Be4!!, 25. Hd2 — Bxg6, 26. Hxg6 — Hxf2, 27. Hxf2 — Dxe3, 28. Hg8+ — Hxg8, 29. Df3 — Hgl+, 30. Kxb2 — Dxf2+ og hvftur gaf. Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu flucfélac LOFTLEIOIR /SLA\DS Nu erað velja sér vetrarfetó Jan.: 6. 9. 16. 20. 23. 27. Feb.: 3. 6. 13. 17. 20. 24. Mars: 6. 10. 13. 17. 24. 27. Apr.: 3. 7. 21. Hægt er að velja um 2ja og 3ja vikna feróir og gist- ingu í smáhýsum og íbúðum eöa á hótelum. Sért þú að hugsa um sólarfrí í skammdeginu — þá snúöu þér til okkar. Söluskrifstofur okkar, umboósmenn og ferðaskrif- stofurnar veita allar nánari upplýsingar. Feröaáætlun okkar fyrir Kanaríeyjaferðir næsta vetur liggur nú fyrir. Farnar verða 30 sólarferðir, 24 til Gran Canaría og 6 til Tenerife. Dagsetningar ferðanna eru sem hér segir: . 0-7 Nóv.: 18. Des.: 2. 9. 12. 16. 19. 29. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.