Morgunblaðið - 25.07.1976, Page 41

Morgunblaðið - 25.07.1976, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULÍ 1976 41 félk í fréttum Ferðin tilíslands var bezta gjöfin + UM ÞÆR mundir sem sópransöngkonan heimsfræga, Anneliese Rothenberger, sótti okkur heim á listahátfð nú ný- verið birtist grein um hana í þekktu þýzku tfmariti þar sem m.a. var fjallað um ferð hennar hingað til lands. 1 fyrirsögn greinarinnar kom fram að söngkonan hygðist halda upp á fimmtugsafmæli sitt á Islandi og f upphafi greinarinnar segir svo: „Anneliese Rothenberger mun halda upp á sinn fimmtugasta afmælisdag, 19. júlf, í landi þar sem vorið hefur enn ekki kvatt og jafnvei ekki útilokað að enn geti snjóað þótt komið sé fram í júnf, á lslandi.“ — Seinna f greininni er vitnað f viðtal við söngkonuna þar sem hún segir m.a. — „Frídögunum ætlum við að eyða eins og hverjir aðrir ferðamenn, skoða okkur um í þessu fallega landi og sjá gos- hverinn Geysi, eldfjallið Heklu og hin stórkostlegu vatnsföll, Dettifoss ogGullfoss. Síðar segir f greininni: „Söngkonan kveðst ekki vilja gjafir f tilefni dagsins. — „Ferðin sjálf er stórkostlegasta gjöf sem ég get hugsað mér“ — sagði sópransöngkonan, sem nýlega var kosin vinsælasta sjónvarpsstjarna Þýzkalands." Saman öllum stundum... + Klisabeth Taylor og sendi- herra Irans í Washington, Ardeshir Zahedi, sjást nú sam- an öllum stundum og virðast þau, að sögn kunnugra, afar hrifin hvort af öðru. Meðfylgj- andi mynd var tekin við frum- sýningu á kvikmyndinni „Blái fuglinn" og strax á eftir flugu þau skötuhjúin til Iran þar sem Þau hyggjast eyða saman nokkrum dögum í friði og ró .. Billy bróðir... + Nei, — þetta er ekki hinn síbrosandi demókrati Jimmy C'arter, sem um þessar mundir heyr harðvítuga baráttu fyrir því að verða næstu forseti Bandaríkjanna. Þetta er bróðir hans, Billy Carter, sem sér um jarðhnetubúskapinn á meðan Jimmy reynir að verða forseti. Að sögn gengur búskapurinn vel undir stjórn Billys og ný- lega seldi hann jarðhnetur fyr- ir u.þ.b. milljón dollara og að sjálfsögðu var öllum gróðanum veitt út í reksturinn á ný ... I sjötugs■ afmœti RosseUinis + Ingrid Bergman birtist nú fyrir skömmu á flugvellinum f Róm f fylgd með dætrum sfn- um Isabellu og Isottu og kom hún til að heimsækja fyrrver- andi mann sinn Roberto Rosse- lini. Roberto sem er einn af jöfrum ítalska kvikmyndaiðn- aðarins varð nefnilega sjötugur um daginn og komu þær mæðg- ur til að halda upp á þau merku tfmamót með gamla mannin- um. Til sölu barnafataverzlun á góðum stað í borginni. Mjög góður lager. Tilboð merkt: „Sjálfstæður atvinnu- rekstur — 6132" sendist Mbl. fyrir 5. ágúst. Citroen gerir hringveginn að hraðbraut! Þó erhann enn þá sami hringvegurinn og í fyrra. En við bendum á, að til er bill, sem lætur ekki mikið á sig fá hvert ástand veganna er, eða hvaða vegi honum er ekið. CITROÉN^GS Vegna hinnar óviðjafnanlegu fjöðrunar, verður akstur- inn þægilegur, jafnvel á þvottabrettum. Auk þess er hæð undir lægsta punkt stillanleg frá 1 6—26 cm óháð hleðslu. Framhjóladrif gerir bílinn stöðugan á vegi. Fjörug vél og þægileg gírskipting henta vel íslenzkum fjallvegum. Öll þessi GS þægindi kosta minna en þú e .t.v. heldur. Talið við sölumenn okkar strax. Við lofum yður góðum móttökum. G/obusn LÁGMÚLI5, SÍMI81555 k CITROÉN^ Á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.