Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 164. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 29. JUU 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gífurlegir jarðskjálft- ar í Norðaustur-Kína Vitað er um mannfall, en ekki hve mikið Peking og Tókíó, 28. júlí. — AP. Reuter. TVEIR gffurlegir jarðskjálftar urðu í Norðaustur-Kfna f morgun og í kvöld að staðartíma. Vitað er að skjálftarnir hafa valdið veru- legum skemmdum á mannvirkj- um, og að mannfall hefur orðið, en hve mikið mannfallið er veit enginn. Kínversk yfirvöld hafa það ekki fyrir venju að skýra frá mannfalli f náttúruhamförum. Einna verst úti urðu hafnar- borgin Tientsin, um 160 km fyrir suðaustan Peking, og kolanámu- borgin Tangshan, sem er nær höf- uðborginni. Skemmdir urðu einn- ig talsverðar í Peking, þar sem þúsundir borgarbúa hafast við f tjöldum á götum úti af ótta við frekari hræringar. Gough Whitlam fyrrum forsæt- isráðherra Ástralíu var staddur í Tientsin þegar fyrri skjálftinn reið yfir, en hann og kona hans eru nú komin til Tókíó. Særðist frú Whitlam lítillega þegar kom- móða í hótelherbergi þeirra hjóna kastaðist upp í rúmið þar sem hún svaf. Mao Tse-tung formaður komm- únistaflokksins og miðstjórn Tóku Isra- elar fanga á Entebbe? New York, 28. júlí. — Reuter. BANDARÍSKI rithöfundurinn William Stevenson segir i ný- útkominni bók sinni „90 mín- útur á Entebbe" að i árásinni á Entebbeflugvöll i Uganda hafi ísraelar handtekið þrjá af skæruliðunum, sem héldu rúmlega hundrað Gyðingum i gislingu. Segir höfundur að áó- ur en ákveðið var að frelsa gislana hafi komið til greina að ræna Idi Amin forseta. Sú hug- mynd var ein af mörgum, sem skutu upp kollinum, segir Stevenson, og ísraelska rikis- stjórnin hafnaði henni sam- stundis. Framhald á bls. 18 MYND þessi var tekin í Peking f gær og sýnir hún sjúkraskýli, sem komið hefur verið upp við Hsi Dan stræti f miðborginni nokkru eftir fyrsta stór-skjálftann, sem varð á þessum slóðum. flokksins í Peking gáfu út yfirlýs- ingu eftir skjálftana þar sem lýst er áhyggjum végna íbúa jarð- skjálf tasvæðisins, sem skipta milljónum. Ekki ber kínverskum og erlend- um fregnum saman um styrkleika skjálftanna. Segja kínverskir jarðskjálftafræðingar að fyrri skjálftinn hafi mælzt um 7,5 stig á Richterskvarða, en þrjár erlendar mælingastöðvar eru sammála um að hann hafi mælzt 8,2 stig, og sfðari skjálftinn, sem kom 16 klukkustundum síðar, hafi verið 7,9 stig á Richerskvarða. Er fyrri skjálftinn þá sá öflugasti, sem komið hefur í 12 ár, eða frá því 1964 þegar 8,6 stiga jarðskjálfti olli miklum skemmdum f Anchorage í Alaska. Við komuna til Tókíó í dag skýrði Gough Whitlam, sem nú er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu, frá því, að þau hjónin hefðu vaknað við það að húsgögn- in í hótelherbergi þeirra flugu um herbergið, og kommóðan og stór spegill loks hafnað í rúminu. Varð frúin að leita læknis eftir á til að láta gera að skrámum, sem hún fékk. Whitlam segir að stór sprunga hafi komið í hótelið, og þurftu þau hjónin að stökkva yfir hana til að komast að stiganum niður á jarðhæð. Hann segir að þúsundir Framhald á bls. 18 Bandaríkin efla landhelg- isgæzluna Washington, 28. júlí. — AP. GERALD Ford forseti fór fram á það í dag að bandaríska þingið veitti aukalega 95,6 milljónir doll- ara til eflingar landhelgisgæzl- unnar vegna fyrirhugaðrar út- færslu lögsögunnar úr 12 milum í 200 milur. Umsókn forsetans var lögð fyrir þingið í dag. Upphæðina á að nota til kaupa á fleiri leitarflugvélum fyrir gæzluna, og til endurbóta á öðrum tækjum hennar. Dora Bloch. Hvarf hennar í Uganda átti sinn þátt f sam- bandsslitunum. Bretar slíta sambandi við IdiAmin London og Nairobi, 28. júli. — AP, Reuter. ANTHONY Crosland utan- rfkisráðherra Bretlands skýrði frá því f Neðri málstofu brezka þingsins f dag að rfkisstjórnin hefði tekið þá einstæðu ákvörðun að slfta stjórnmála- sambandi við Uganda. Er þetta í fyrsta skipti f 30 ár, sem Bretar slfta stjórnmáiasam- bandi við annað rfki, og f fyrsta skipti í sögunni, sem þeir slfta sambandinu við rfki, sem er aðili að Brezka sam- veldinu. Crosland kvaðst harma það að hafa þurft að grfpa tii þessa ráðs, en, sagði hann. „útilokað er fyrir sendiráð okkar (f Ug- anda) að sinna skyldustörf- um.“ „Við eigum ekki i neinum útistöðum við íbúa Uganda," sagði utanrikisráðherrann, „og við munum fagna þeim degi þegar vió getum á ný tekið upþ það nána samband, sem rikt Framhald á bls. 18 Anthony Crosland: ___ Hikum ekki við ein- hliða útfærslu í 200 mílur London, 28. júlí. — Reuter. BRETAR hikuðu ekki vió að grípa til einhliða að- gerða ef yfirstandandi við- ræður á vegum Efnahags- bandalagsins um fiskveiði- lögsögu dragast óþarflega á langinn, sagði Anthony Crosland utanríkisráð- herra í ræðu á brezka þing- inu í dag. Crosland var að svara fyrirspurnum varðandi út- færslu fiskveiðilögsögunn- ar í 200 mílur, og sagði þá: „Helzt vildum við . gera þetta þegar það verður samþykkt á Alþjóða haf- réttarráðstefnunni, en engin lausn er þar í sjón- máli. Ráöherranefnd Efna- hagsbandalagsins hefur samþykkt sameiginlega Ludvik Vaculik hlýtur George Orwell-verðlaunin TÉKKÓSLÓVAKÍSKA rithöf- undinum Ludvik Vaculik hefur verið úthlutað George Orwell minningarverðlaununum, sem nú eru veitt f fyrsta sinn. Það er Penguinbókaforlagið, sem stendur að þessum verðlaun- um, en upphæðin f ár nemur 500 sterlingspundum. Ekki er gert ráð fyrir að Vaculik fái leyfi til að fara til Lundúna tíl að taka við verðiaununum, en hann er f mikilli ópáð hjá yfir- völdum f Prag og'iekkert verka hans hefur fengist útgefið frá þvf 1969 og lögreglan í Prag margoft gert handrit að verk- um hans upptæk. Vaculik á yfir höfði sér tvenn réttarhöld sak- aður um undirróðursstarfsemi. Vaculik var einn skeleggasti baráttumaðurinn í Tékkó- slóvakíu á „vordögum“ stjórnar Alexanders Dubceks og talið er að 2000 orða áskorun hans 1968 hafði verið sú átylla, sem sov- ézkir ráðamenn notuðu til aó leggja til atlögu gegn Dubcek- stjórninni. Pragstjórninni hefur ekki tekist að þagga niður i Vaculik og er rödd hans lýst sem síðustu leifum af endurbótatilraunum Tékkóslóvaka, sem fóru út um þúfur með innrás Sovétmanna 1968. Vaculik vakti mikla athygli á sl. ári fyrir hárbeitt bréf sem hann ritaði Kurt Waldheim að- alritara S.Þ. í tilefni heimsókn- ar hans til Tékkóslóvakiu, þar sem hann var sæmdur heióurs- doktorsgráðu i lögum viö Charlesháskóla. Á sama tíma og Framhald á bls. 18 stefnu varóandi útfærsl- una, og við vonum að aðildarríkin geti sameigin- lega fært út lögsöguna. Verði hins vegar einhver óþarfa dráttur á útfærsl- unni hjá Efnahagsbanda- laginu, raunum við ekki hika við einhliða útfærslu. Sem stendur erum við að undirbúa lagasetningu, sem heimilar okkur út- færsluna ef þörf krefur, sagði Anthony Crosland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.