Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULI 1976
Hættuspil
að aka á
vegum á
Snæfellsnesi
Stykkishólmi, 28. júlí.
ÞJÖÐVEGIR f kringum Stykkis-
hólm hafa verið og eru mjög
lélegir, að ekki sé meira sagt. Um
tíma voru þeir gjörsamlega ófær-
ir á kafla, en fyrir nokkrum vik-
um tók Vegagerðin sig til og fór
að bæta úr.
Vegagerðarmenn réðu 4 bila frá
Stykkishólmi og 2 annars staðar
frá til að aka efni í vegina. Þegar
bílarnir voru búnir að vera við
verkið í tvær vikur, var ákveðið
að fækka bilunum um tvo, og var
tveimur af bilunum frá Stykkis-
hólmi sagt upp vinnu. Næsta dag
mættu allir bílarnir, þvi bilstjórar
í Stykkishólmi telja að bilar
þaðan eigi mestan rétt á þessari
vinnu. —' En er hér var komið
hafði vegagerðin engin umsvif
rheldtir sagði öllum tækjunum upp
og fór á brott, síðan hefur ekki
verið átt við vegina.
Vegir hér í kring eru enn mjög
slæmir. Vegurinn fyrir Alftafjörð
keyrir þó um þverbak, því hver sá
er ekur hann á það á hættu að
stórskemma þifreið sina.
Fréltaritari.
Ekið á kyrr-
stæðan bíl
EKIÐ var í gær á bláan Citroen-
fóiksbíl, þar sem hann stóð á bif-
reiðastæðinu við Fæðingardeild-
ina milli kl. 3 og 4 i gærdag.
Vinstra frambretti og hurð bílsins
voru dælduð. svo að ljóst má vera
að áreksturinn hefur ekki getað
farið framhjá ökumanni
bifreiðarinnar sem ók á. Er nú
skorað á ökumann að gefa sig
fram við slysarannsóknadeild
lögreglunnar og jafnframt eru
þeir sem kunna að hafa orðið
vitni að þessum árekstri beðnir
um að gefa sig fram.
Loðnuverð-
inu sagt upp
LOÐNUSELJENDUR, það er sjó-
menn og útgerðarmenn, hafa sagt
upp gildandi loðnuverði frá 1.
ágúst s.l. Telja þeir að það verð,
sem nú er greitt fyrir loðnuna, sé
ekki nógu hátt miðað vió þaó
verð, er fæst nú fyrir afurðir á
erlendum mörkuðum.
Fálkarnir f jórir f búri sinu.
Fálkaungunum
slepptánœstunni
EINN fálkaunganna fimm, sem
fundust t tösku i snyrtiherbergi
á Keflavikurflugvelli, drapst
fyrir nokkru, en hinir fjórir
hafa dafnað vel og eru hinir
sprækustu. Verður fuglunum
væntanlega sleppt einhvern
næstu daga, en búið' er að
merkja þá með númeri og lit-
hringum, svo að hægt verði að
fylgjast með þeim síðar. Ung-
inn sem drapst var einn tveggja
sem teknir höfðu verið mjög
litlir úr hreiðri sinu en hinn
unginn sem einnig var mjög
ungur hefur lifað af. Fuglarnir
eru byrjaðir að éta það sem
þeim er gefið upp á ei'gin spýt-
ur og eiga brátt að verða færir
um að sjá um sig sjálfir úti i
náttúrunni.
Fálkinn er tfgulegur fugl eins og sjá má á þessari mynd sem
tekin var af einum fálkanna sem smygla átti úr landi.
Loðnuaflinn orð-
inn 22.500 lestir
NÚ mun vera búið að veiða um
22.500 lestir af loðnu frá því að
loðnuveiðar hófust í byrjun júlí.
Mestum afla er búið að landa f
Siglufirði, um 10.700 lestum, þá
kemur Neskaupstaður en þar er
búið að ianda röskum 3000 lest-
um.
Allgóð veiði var hjá loðnu-
bátunum í fyrrakvöld og fyrri-
nótt, tilkynntu þá niu skip um
afla, alls 3040 lestir. Sex skipanna
fóru til Faxaflóahafna, þar sem
bræla var austur með Norður-
landi. Að sögn Andrésar Finn-
bogasonar hjá loðnunefnd,
gengur hægt að taka á móti loðnu
hjá verksmiðjum á Norðuriandi.
Síldarverksmiðja rikisins í Siglu-
firði tekur á móti mjög tak-
mörkuðum afla sem stendur, og'
verksmiðjan á Raufarhöfn hefur
ekki enn hafið móttöku. — Ef
einhver hrota kemur skapast hálf-
gert vandræðaástand hjá bátun-
um, sagði Andrés, þeir þurfa þá
annaðhvort að sigla til Faxaflóa-
hafna eða Austfjarða, í stað þess
að geta landað sem mestu á þeim
höfnum, sem stytzt er til.
Eftirtaldir bátar tilkynntu um
afla til loónunefndar:
Gullberg 370 lestir, Súlan 500
lestir, Rauðsey 430 lestir, Hákon
260 lestir, Helga Guðmundsdóttir
280 lestir, Huginn 300 lestir, Sig-
urður 700 lestir, Svanur 100 lestir
og Bjarni Óiafsson 100 lestir.
Tvöfalt færri at-
vinnuleysisdagar
í júní í ár en í fyrra
ATVINNULEYSISDAGAR hér á landi í júní í ár voru
meir en heilmingi færri en í sama mánuði í fyrra. I fyrra
voru atvinnuleysisdagar á landinu öllu 14242 f júní en í
ár voru þeir 6672 í júní. t maí í fyrra voru atvinnuleysis-
dagar 12788 á landinu öllu en í maí f ár voru þeir 6951.
Hefur því orðið hér veruleg fækkun, sem vafalítið
orsakast af aukinni eftirspurn eftir vinnuafli og aukinni
þenslu f efnahagslffinu.
I kaupstöðum voru i fyrra í júní
alls 12102 atvinnulaysisdagar og i
maí voru slíkir dagar alls 10755 í
kaupstöðum. Sambærilegar tölur
frá árinu í ár eru 4626 í júnf og
4560 í maí. í kauptúnum með yfir
1000 íbúa voru í júní í fyrra alls
360 atvinnuleysisdagar en í ár
voru þeir 407 í júní. I öðrum
kauptúnum voru atvinnuleysis-
dagar í júní í fyrra 1780 en í ár
voru slíkir dagar 1639 í júní. Mest
fækkun atvinnuleysisdaga hefur
því orðið í kaupstöðum landsins á
þessu tímabili.
49 erlend veiði-
skip við landið
í GÆR voru 49 erlendir togarar á
veiðum eða á siglingu við landið.
Samkvæmt þeim upplysingum,
sem Morgunblaðið fékk hjá Land-
helgisgæzlunni, voru 24 brezkir
togarar að veiðum og átta v-þýzkir
togarar. Einnig voru 5 belgískir
togarar að veiðum við landið og
einn færeyskur. Þá var vitað um 4
brezka togara er voru að koma til
veiða og einn sem var að fara, sex
þýzkir togarar sáust á siglingu.
Með viðbótarföt
handa konunni
í FYRRINÓTT rakst lögreglan
1 Kópavogi á konu f hlaupum.
Lögreglumönnunum hefði
kannski ekki fundist það mjög
athyglisvert ef konan hefði
ekki verið mjög fáklædd. Lög-
reglumennirnir buðu konunni
húsaskjól á lögreglustöðinni
þar sem konan sagði þeim sögu
sfna.
Kom í Ijós að hún býr
skammt frá Reykjavfk, og hafði
hún farið ein til borgarinnar f
fyrradag. úm kvöldið fór hún á
einn af skemmtistöðum borgar-
innar og hitti þar mann sem
hún fór með heim. Er leið á
nóttina slettist eitthvað upp á
vinskapinn og hljóp konan á
brott frá manninum mjög fá-
klædd. Til að konan kæmi nú
ekki hálf nakin heim til sfn,
tóku lögreglumennirnir í Kópa-
vogi til bragðs að hringja í eig-
inmann hennar og varð hann að
gjöra svo vel að skreppa til
borgarinnar með viðbótarföt
handa konu sinni.
Ekkert sagt frá flótta Kortsnojs í rússnesk-
um fréttum, en harðorð viðbrögð út á við
Moskvu, 28. júlf — AP. Reuter.
FRÁ ÞVÍ hefur enn ekki verið skýrt í fréttum innan Rússlands,
að sovézki stórmeistarinn Kortsnoj hafi sótt um hæli sem póli-
tfskur flóttamaður f Hollandi. En f enskum yfirlýsingum sovézku
fréttastofunnar Tass eru viðbrögð á þá lund, að Kortsnoj sé með
beiðninni að reyna að koma sjálfum sér í sviðsljósið.
Kortsnoj hefur farið huldu
höfði I Amsterdam síðan fréttin
um flótta hans barst út og ekki
haft neitt samband við frétta-
miðla. Honum barst í dag. boð
frá bandarískum skákáhuga-
manni Hagler, sem var gest-
gjafi Kortsnojs, þegar hann
tefldi í Bandaríkjunum 1974.
Hagler sendi hollenzka sendi-
ráðinu í Washington skeyti, þar
sem hann segist bara vilja að
Viktor (Kortsnoj) viti, að hann
eigi vini í Bandaríkjunum.
Hagler sagði fréttamönnum þar
1 dag, að hann og Kortsnoj
hefðu orðið mjög góðir vinir og
að Kortsnoj hefði aldrei látið
nein orð um það falla að hann
hygðist yfirgefa Rússland á
þennan hátt. „Hann er fjöl-
skyldu maður,“ sagði Hagler,
„■'g get ekki ímyndað mér,
hvernig hann getur farið frá
fjölskyldu sinni.“ Kortsnoj á
eiginkonu og 17 ára gamlan son
í Rússlandi.
Kortsnoj hefur fjórum sinn-
um verið skákmeistari Sovét-
ríkjanna og árið 1974 lýsti Al-
þjóðaskáksambandið hann
þriðja bezta skákmann heims.
Hann var ávíttur af sovézka
skáksambandinu sama ár fyrir
neikvæð ummæli um skákstíl
Karpovs, eftir að hann tefldi
við hann um réttinn til að berj-
ast um heimsmeistaratitilinn.
Tass fréttastofan segir hann
hafa hlotið þá meðferð sem
sæmir stórmeistara í Sovétríkj-
unum og að hann hafi marg-
sinnis ferðazt til útlanda á
skákmót og þarfnist ekki póli-
tísks hælis annars staðar til að
geta ferðazt utan Sovétríkj-
anna. Enn fremur segir í yfir-
lýsingunni, að Kortsnoj sé yfir-
bugaður af hégómagirnd og öf-
und út I kollega sína, að hann
sé að reyna að bein athyglinni
að sjálfum sér til að ná frama,
sem honum hafi ekki tekizt sem
skákmanni. Tass segir Kortsnoj
hafa jafnvel gengið svo langt í
öfund sinni, að hann kenndi
sálfræðilegum bellibrögðum
andstæðinganna um ósigra sína
við taflborðið í stað þess að
viðurkenna yfirburði annarra.
Oftar en einu sinni ásakar Tass
Kortsnoj um óíþróttamanns-
lega framkomu sem brjóti í
bága við undirstöðuatriði al-
mennrar siðfræði.