Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1976 19 BLÓM VIKUNNAR UMSJÚN: ÁB. ® Hugsum okkur að við stæðum hátt i hliðum Pyreneafjalla á landamærum Frakklands og Spánar og litum yfir hin röku mýradrög lukt gnæfandi kletta- tindum. Við sæjum þá kunnug- lega sjón. Er þó ekki fífusundið okkar heiman af Fróni komið þarna ljóslifandi; En ef betur er að gáð má sjá að það sem við héldum vera fifu úr fjarska séð eru allstór, snjóhvit blóm af sóieyjakyni sem vaxa þétt og frjálslega um alla mýrina. Og þarna er einmitt komin sú jurt sem þessum pistli er ætlað að fjalla um: SLÍÐRASÓLEY. Það er athyglisvert hve marg- ar af plöntum Pyreneafjallanna kunna vel við sig hér norður á ísa-köldú-landi. Kannske er veðráttan þar eitthvað álíka duttlungafull og hér. Slíðrasól- eyjan er þar engin undantekn- ing, hún hefur reynzt hér harð- ger vel og virðist una hag sín- um hið bezta. Gjarnan þiggur hún bjartan og frekar rakan stað i garðinum eins og kjör- lendi hennar bendir til. Þetta er gullfalleg jurt um 20—25 cm á hæð, með allbreiðum grá- grænum blöðum sem lykja um stöngulinn eins og slíður og af því er nafn hennar dregið. Blómin sem venjulega sýna sig hér i maí/júní eru allstór, fann- hvit meó gula fræfla. Ljómandi vorblóm með suðræna sól í aug- um! Sliðrasóleyjan mun fyrst hafa verið flutt hingað til lands í Grasagarðinn í Laugardal árið 1962 og hefur verið hér í rækt- un á nokkrum stöðum siðan, en einhverra hluta vegna hefur hún ekki verið fáanleg í is- lenzkum garðyrkjustöðvum fram til þessa. Vera má að skýr- ingin sé sú að sáníng til hennar gengur erfiðlega svo fjölgun verður að fara fram með skipt- ingu sem heidur ekki er of auð- veld þvi rætur plöntunnar eru langar og sverar. Vonandi á þó þessi suðræna sóley eftir að festa rækilega rætur í íslenzk- um görðum. Kynblendingur á milli slíðra- sóleyjar og grassóleyjar (Ran. Gramineus) sem margir munu kannast við er hin svonefnda BLENDINGSSÓLEY (Ran.x ardensii). Þetta er einnig gull- falleg jurt með rjómagulum blómum og mjórri gulgrænum blöðum. Svipuð á stærð en blómstrar heldur seinna (júní/júli) — Hún er líka fylli- lega harðger hér á hverju sem gengur. Varðandi nánari upp- lýsingar um þessar og aðrar sól- eyjategundir I görðum vísast til greinarinnar: SÓLEYJARABB í Garðyrkjuritinu 1972. En þessar sóleyjamæðgur sem hér hefur verið rætt um eru alls góós verðar og ættu skiiið aukna athygli íslenzkra garð- eigenda — og garðyrkjustöóva. Ó.B.G. — Humar Framhald af bls. 32 ein af ástæóunum fyrir því, að smár humar væri algengur nú væri að á árunum 1971 og 1972 hefði verið um hreina ofveiði að ræða, þannig að mikið hefði verið deytt af stóru humrunum, en úr þessu mætti fara að búast við stærri humri. Hrafnkell gat þess, að humar- afli pr. togtíma myndi vera um 10% meiri í ár en i fyrra, sem benti til vaxandi stofns, en ná- kvæmar tölur varðandi þetta at- riði lægju ekki fyrir, fyrr en allar skýrslur frá bátunum hefðu bor- ist. Humarbátarnir hafa að undan- förnu haldið sig mest í Meðal- landsbugt, við Surtsey og á Sel- vogsbanka. \ — Salan svipuð Framhald af bls. 32 haustið og undanfarin ár. Sumir hefðu t.d. nú þann háttinn á að panta hurðirnar i tvennu lagi, tækju aðeins nauósynlegustu hufðir í húsið til að byrja með. Leifur Sveinsson sagði, að byggingarmeistarar sem byggðu ibúðir tii að endurseija teldu sig nú ekki geta byggt og selt fyrir það verð, sem þeir þyrftu að fá, en að visu væri það misjafnt. T.d. væru til fyrirtæki eins og á Akureyri, sem byggðu og seldu íbúðir á föstu verði, um 25% undir byggingarvisitölu. Hjá Byggingarvöruverziun Kópavogs fékk blaðið þær upp- lýsingar að salan hefði gengið allvel i sumar og betur en margir hefðu búizt vió. Salan i búðinni í sumar væri svipuð og í fyrra og þætti það þokkalegt. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Hvers vegna eru PHILIPS litsjónvarpstækin mest seldu litsjónvarpstæki Evrópu? Svar: Tæknileg fullkomnun ÞEIR SEM RANNSAKAÐ HAFA TÆKIN SEGJA M.A.: 1) í dag eru ekki fáanleg tæki með betri litmyndagæðum en „PHILIPS" {Danskt tæknitímarit, október 1975). 2) „litgæðin eru best og í heildarniðurstöðu er PHILIPS einnig hæst" (Úr prófun norrænna neytendasamtaka á 1 2 gerðum litsjónvarps- tækja). AUK ÞESS FULLYRÐUM VIÐ: 1) Algjörlega ónæm fyrir spennubreytingum (þolir 1 65 — 260 volt án þess að myndin breytist). 2) Fullkomin varahlutaþjónusta og BEST menntuðu viðgerðarmenn hér á landi. 3) Bilanatíðni minni en ein á 3ja ára fresti. 4) Hentugasta uppbygging tækis (modules)- auðveldar viðhald. PHILIPS litsjónvarpstækin eru byggð fyrir fram- tiðina, því að við þau má tengja myndsegul- bandstæki, VCR (Fáanleg í dag) og myndplötu- spilara, VPL (kemur á markað 1977). Hvor- tveggja auðvitað PHILIPS uppfinningar. SKOÐIÐ PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKIN í VERSLUNUM OKKAR (í Hafnarstræti 3 höfum við tæki tengt myndsegulbandstæki). PHILIPS MYNDGÆÐI EÐLILEGUSTU LITIRNIR PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI Hafnarstræti 3 — Sætúni8 PHIUPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.