Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚLI 1976 23 Utgerðarfyrirtæki Har- alds Böðvarssonar 70 ára Höggmynd af hjónunum Ingunni Sveinsdóttur og Haraldi Böðvarssyni -sett upp á Akranesi Akranesi, 27. júlí. Á ÞESSU ári á útgerðarfyrirtæk- ið Haraldur Böðvarsson & Co á Akranesi sjötugsafmæli. Fyrir- tækið hefur starfað óslitið frá stofndegi 17. nóvember 1906. Mjór er mikils vísir. I byrjun var fyrirtækið smátt í sniðum, en það varð með árunum eitt hið stærsta og bezt búna útgerðar- fyrirtæki landsins, sem kunnugt er, og heimabyggð, Akranesi, stór og mikil lyftistöng margvislega og þjóðarbúinu i heild. Haraldur Böðvarsson var fram- sýnn maður og stjórnaði fyrirtæki sinu með festu og miklum hygg- indum. Að Haraldi látnum fór fyrirtækið að öllu yfir á hendur Sturlaugs, sonar hans, sem veitti því forstöðu af forsjálni og með myndarbrag til þess er hann lézt mjög fyrir aldur fram 14. maí s.l., frábær drengskaparmaður og öll- um harmdauði, er hann þekktu. Nú hefur Haraldur, sonur hans, tekið við merkinu úr höndum föð- ur síns með stuðningi traustra og tryggra manna, sem unnið hafa hjá fyrirtækinu um langt árabil, nokkrir um eða yfir 50 ár. Hefur fyrirtækið fyrr og siðar notið mik- iis trausts innan lands sem utan. Haraldur Böðvarsson og Ing- unn Sveinsdóttir, kona hans, voru bæði miklum kostum búin og settu sterkan svip á byggð sina og bæ meðan lifðu. Þau voru mjög samhent í þvi að láta æskustöðvar sinar, Akranes, njóta ávaxta iðju sinnar, sem m.a. kom fram i höfð- ingsskap og rausn með stórgjöf- um til bæjarfélags sins, kirkju sinnar og annarra stofnana. Oftast ódýrara að keyra Ijósa- vél en fá raf- magn úr landi NEMENDUR 3. stigs við Vélskóla íslands gerðu i vor könnun á raf- aflsnotkun skipa sem lágu i höfn i Reykjavík og Hafnarfirði. Kom i ljós að ef skip nota meiri raforku en 24 KW á sólarhring er hag- kvæmara fyrir skipið að nota eig- in ljósavél i stað þess að fá raf- magnstengingu úr landi og verð- ur sparnaður við notkun eigin afls hlutfallslega meiri eftir þvi sem rafaflsnotkun eykst. I frétta- tilkynningu frá vélskóianemum er nefnt til dæmis að stór togari spari 18.560 krónur á sólarhring með þvi að nota eigin ljósavél til rafmagnsframleiðslu í stað þess að kaupa rafmágn úr landi. Telja vélskólanemar að verð árafmagni til skipa sé of hátt og að bæta mætti þjónustu rafveitna við skip í höfnum. Könnun vélskólanema, sem var gerð i apríl var skipulögð og undir umsjón rafmagnsfræði- kennaranna Einars H. Ágústsson- ar og Guðjóns Jónssonar. Sturlaugur Haraldsson hafði, ásamt konu sinni, frú Rannveigu, gengið svo frá, að gerðar voru höggmyndir af foreldrum hans og með því m.a. minnzt 70 ára afmæl- is útgerðarfyrirtækisins. Mynd- unum hefur verið komið fyrir á flötinni við hið failega hús, er Haraldu-r lét reisa á sinum tíma, við Vesturgötu nr. 32, og þau hjónin, hann og frú Ingunn, bjuggu lengst í og síðar Sturlaug- ur og frú Rannveig. Listakona af Akranesi, Gyða L. Jónsdóttir frá Kirkjuhvoli dóttir Frú Lilju og Séra Jóns M. Guðjónssonar gerði myndirnar. Eru þær hin mesta bæjarprýði. Júiíus, — Höggmyndin af hjónunum Ingunni Sveinsdóttur og Haraldi Böðvars- syni, sem komið hefur verið upp á Akranesi. Ljósm. Mbl. Sigtr. Verzlunin Lín á Ólafsfirði opnar að nýju eftir bruna Ólafsfirði, 27. júli. I DAG opnaði verzlunin Lin, Aðalgötu 8, Ólafsfirði, eftir gagn- gerða breytingu sem gerð hefur verið á húsinu eftir skemmdir sem urðu vegna bruna á siðast- liðnu vori. Hefur húsið allt verið innréttað að nýju og er verzlunin öll hin glæsilegasta. Trésmiða- verkstæðið Akkur sá um allt tré- verk og uppsetningu á innrétting- um. Mæðgurnar Ragna H. Páls- dóttir og Elín Haraldsdóttir reka verzlunina og eru þær jafnframt aðaleigendur. Aðalvörur verzlunarinnar eru vefnaðar- og snyrtivörur og tilbúinn fatnaður. Jakob. Faco er svariö fyrir verslunarmannahelgina, glæsilegt úrval af allskyns fatnaöi. Dömur: Blússur, bolir og peysur, Stuttir og síðir denim jakkar, hvítir jakkar, denim vesti, buxnapjls og demm kjólar. „Buxnapilssamfestingar”. Herrar: Skyrtur, bolir, peysur og mittisjakkar. Léttir frakkar, leðurjakkar stuttir og síöir. Cowboy (leður) stígvél. Sokkar o.rn.fi. Glæsilegt úrval af gallabuxum frá Inega og Kobi. Levi’s, Levi’s í öllum númerum. 6 ára og upp úr. laugavegi 89-37 hafnarstræti 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.