Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 16
X6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULÍ 1976
JUmrpj Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson
Rítstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100 Ritstjórn og afgreiðsla
Aðalstræti 6, simi 22480. Auglýsingar
Áskriftargjald 1000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Morgunblaðið hefur um
árabil gagnrýnt þær
verðlagsreglur, sem ríkt
hafa í þjóðfélaginu. Þær
hafa slævt verðskyn hins
almenna neytenda og þær
verðlagshömlur, sem felast
í eðlilegri samkeppni sölu-
aðila um viðskipti almenn-
ings. Við eðlilegar
kringumstæður eiga hags-
munir seljanda vöru og
kaupanda á hinum al-
(njenna neyzlumarkaði að
koma sapian í hagstæðum,
ódýrum innkaupum
verzlunarinnar bæði hjá
innlendum framleiðendum
og erlendis frá. Hagstæð
innkaup söluaðila eiga að
útvega honum betri sam-
keppnisaðstöðu um hylli
kaupenda um leið og þessi
samkeppni er bezta trygg-
ingin fyrir hóflegu vöru-
verði. Eins og nú er í pott-
inn búið með verðlagsregl-
ur kemur hærri krónu-
álagning á hverju söluein-
ingu eftir því sem dýrar
eða óhagstæðar er keypt
inn. Verðlagsreglurnar ýta
því í sjálfu sér ekki undir
hagkvæmni í innkaupum
og eru því ekki sú trygging
fyrir hóflegu vöruverði,
sem þær ættu að vera.
Verðlagskerfið í núverandi
mynd er úr sér gengið, og
frá því hefur í meginatrið-
um verið horfið í hinum
vestræna heimi, m.a. á
Norðurlöndum, sem lúta
stjórn sósíaldemókrata.
Verðlagskerfið hefur og
beinlínis stuðlað að hærra
verði á opinberri þjónustu
en vera þyrfti í dag, ef
heilbrigðara verð-
myndunarkerfi hefði ráðið
ferð. Borgarstjórinn í
Reykjavík, Birgir ísleifur
Gunnarsson, ritar um þetta
efni athyglisverða grein í
Morgunblaðið í dag. Þar
rekur hann dæmi um verð-
lagningu á þjónustu einnar
borgarstofnunar, Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
Borgarstjóri segir, að
það hafi verið og sé stefna
borgarstjórnar að tekjur af
rafmagnssölu nægðu til að
greiða rekstrarkostnað
fyrirtækisins og árlegar
eðlilegar aukningar á
veitukerfinu. Á hinn bóg-
inn hafi verið talið eðlilegt
að fjármagna með erlend-
um lánum meiriháttar
framkvæmdir, sem unnar
væru í þágu alls veitu-
kerfisins. Rafmagnsveitu
Reykjavíkur hafi hinsveg-
ar á undanförnum árum
verið synjað um nauðsyn-
legar verðhækkanir raf-
magns til að standa undir
þeim kostnaðarliðum, sem
rafmagnssölunni hafi verið
ætlað að mæta. Þetta hafi
leitt til þess að fyrirtækið
hafi neyðzt til að taka
erlend lán til að rísa undir
útgjöldum sem rafmagns-
salan hefði ella borið uppi.
Ef verðlagsyfirvöld
hefðu orðið við beiónum
Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur um rafmagnsverð á
undanförnum misserum,
hefðu erlendar skuldir
fyrirtækisins um sl. áramót
numið ca 560 m. kr. í stað
1.580 m. kr., eins og þær
vóru í raun. Útgjöld vegna
erlenda lána á yfirstand-
andi ári, þ.e. afborganir og
vextir, séu áætluð 442.7 m.
kr. í stað 137.8 m. kr. ella.
Mismunurinn sé 305.5 m.
kr. á þessu eina ári. Þessar
háu erlendu skuldir hafi
síðan leitt til þess að fyrir-
tækið hafi enn neyðzt til að
taka erlend lán til þess að
geta haldið í horfinu um
eðlilegar aukningar á
rafmagnskerfinu.
Hvaða áhrif hafa þessar
miklu erlendu skuldir haft
á rafmagnsverðið í dag?
spyr borgarstjórinn í grein
sinni. Hann leiðir siðan rök
að því, að hefði Rafmagns-
veita Reykjavíkur fengið
eðlilegar hækkanir á um-
beðnum tíma, myndi raf-
orkuverðsþróunin hafa
orðið þessi: Rafmagnsverð-
ið hefði orðið 16% hærra á
árinu 1972, 22.5% hærra
1973, 12% hærra 1974, en
hinsvegar 6.5% lægra 1975
og 14 til 15% lægra á yfir-
standandi ári og svipuðu
máli gegni um næstu þrjú
árin.
Borgarstjóri segir að
þessi dæmi sýni, hve
skammsýn verðlagsyfir-
völd hafi verið í ákvörðun-
um sínum og hversu þær
hafi verið óhagstæðar raf-
orkunotendum i Reykja-
vík. Raforkuverðið hefði að
vísu orðið hærra á ákveðnu
árabili en það gæti verið
mun lægra í dag, ef stefnu
borgarstjórnar hefði verið
framfylgt í þessu efni.
Hærra raforkuverð á af-
mörkuðu árabili hefði að
vísu komið fram í vísitölu
og því haft einhver tak-
mörkuð verðbólguáhrif.
Þau verðbólguáhrif séu
hins vegar minni í raun en
stafi af erlendum lántök-
um á þenslutímum til að
standa undir eðlilegum
aukningum eða jafnvel
rekstrarhalla.
Borgarstjóri, Birgir ís-
leifur Gunnarsson, segir í
grein sinni, að fátt sýni bet-
ur skipbrot þeirrar stefnu,
sem fylgt hafi verið í verð-
lagsmálum undanfarin ár,
en þetta dæmi um Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
Hann lýkur grein sinni
með því að segja, að tími sé
til kominn að ríkisvaldið
flytji aftur til sveitarfélag-
anna verðlagsákvarðanir á
þeirri þjónustu, sem þau
reka fyrir fbúa sína. Sveit-
arstjórnir séu til þess
kjörnar að bera ábyrgð á
rekstri fyrirtækja eins og
Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur og þær þurfi að standa
kjósendum reikningsskap
gjörða sinna engu síður en
þeir, er stýri ríkisvaldinu.
Morgunblaðið hvetur les-
endur sína til að kynna sér
vel umrædda grein borgar-
stjórans i Reykjavík. Þar
eru orð í tíma töluð um þær
verðlagsreglur, sem ríkt
hafa í þjóðfélaginu, og ekki
verður lengur slegið á frest
að taka til endurskoðunar
og breytinga í ljósi tiltækr-
ar reynslu.
Endurskoðun vegakerfis
„Verðum að syngja
eftir tilfinningunni”
í DAG, fimmtudag, heldur kór
Menntaskólans vió Hamrahlíð
til Englands, þar sem kórinn
tekur þátt í evrópskri kórahátíð
I Leicester. Hátíð þessi er hald-
in þriðja hvert ár, til skiptis í
hinum ýmsu Evrópulöndum.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
kórinn tekur þátt í þessari
hátíð, en ánn íslenzkur kór
hefur áður tekið þátt í henni,
Pólýfónkórinn.
Á þriðjudagskvöld hélt kór-
inn óformlega tónleika í
Hamrahliðarskólanum, þar sem
aðstandendum kórfélaganna og
öðrum gafst kostur á að hlusta
á kórinn.
Tildrög þess, að kórinn held-
ur nú utan til þátttöku, er að
einn af frumkvöðlum þessa
móts hefur verið kennari Þor-
gerðar Ingólfsdóttur, stjórn-
anda kórsins. Hann mæltist til
þess við Þorgerði að kórinn
tæki þátt í mótinu, en I upphafi
voru menn bjartsýnir á að þetta
yrði hægt, en siðan bárust betri
boð og freistingin varð æ sterk-
ari, þannig að ákveðið var að
reyna allt, sem hægt væri til að
kórinn kæmist og einnig hafði
það mikið að segja að kórinn er
I mjög góðri þjálfun vegna ým-
íssa verkefna, sem hann hefur
staðið i.
Að sögn Þorgerðar er efnis-
skráin mjög fjölbreytt. Flutt
verður innlend og erlend tón-
list allt frá 16. öld fram á okkar
daga og verða nokkur verkanna
frumflutt þarna.
Kórinn byrjaði i smáum stíl,
eins og venjulegir skólakórar,
en síðan hafa umsvifin aukizt
mikið og hefur kórinn tekið
þátt í söngkeppnum erlendis og
haldið fjölda tónleika.
Þorgerður sagði að þetta væri
ekki samkeppni heidur sam-
vinna kóranna, því kórinn mun
glíma við stór verkefni, sem
flutt verða með öðrum kórum,
auk þess sem kórinn heldur
Hluti kórfélaganna á æfingu.
Þorgerður Ingólfsdóttir,
stjórnandi kórsins.
nokkra sjálfstæða tónleika, þar
á meðal sérfslenzka.
Við hittum nokkra kórfélaga
að máli i hléi og spurðum þá
fyrst hvernig fjár hefði verið
aflað til ferðarinnar.
„Fjármálin litu ekki vel út i
byrjun,“ sögðu þau, „þvi þessu
fylgir mikill kostnaður og tím-
inn var stuttur. Við gáfum út
auglýsingabiað, sem gaf tais-
vert af sér og einnig héidum við
tvö happdrætti, spjaldhapp-
drætti og skyndihappdrætti á
17. júní. Hins vegar reyndist
Kór Menntaskólans
við Hamrahiíð
tekur þátt í
evrópskri
kórahátíð
mjög erfitt að fá styrkí frá ríki
eða borg, en fengum við þó
75.000 króna styrk frá mennta-
málaráðuneytinu. Auk þess
hafa ýmsir einstaklingar verið
mjög hjálplegir og styrkt okkur
fjárhagsiega."
Þau sögðu að geysilegur timi
hefði farið til æfinga, því auk
þess að æfa fyrir sjálfstæðu
tónleikana, hefðu þau þurft að
undirbúa sig fyrir verkin, sem
kórarnir flytja sameiginlega.
„Við erum miklu meiri
áhugamenn en kórarnir frá
hinum löndunum," sögðu þau,
„og, þar af leiðandi fer mikiil
tími í undirbúning fyrir sam-
eiginlega flutninginn, því við
kunnum fæst að lesa nótur og
verðum að syngja mpira eftir
tilfinningunni.“
Stelpurnar munu koma fram
í upphlut, en það þótti of heitt
fyrir strákana að vera í íslenzk-
um búningi. Þau kváðust vera
dálítið taugaspennt, „en það
þarf líka að vera,“ sögðu þau,
„því annars koma tilfinning-
arnar ekki“.
Á söngskránni verða kirkju-
verk og verk eftir ýmis íslenzk
tónskáld, s.s. Jón Þórarinsson,
Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Ás-
geirsson, Gunnar Reyni Sveins-
son og Pál. P. Pálsson. Þá á
Þorsteinn Valdimarsson stóran
þátt i söngskránni, þvi hann
hefur gert marga sérlega góða
texta fyrir kórinn.
Að hátíðinni lokinni er ráð-
gert að hópurinn heimsæki
Stratford, fæðingarborg Shake-
spears, Oxford og London, en
hópurinn er væntanlegur heim
12. ágúst.