Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULl 1976 Sumarnámskeið í íslenzku máli og bókmenntum FVRIR nokkrum dögum hófst við Háskóla íslands fimm vikna sum- arnámskeió í íslenzku máli og bókmenntum. Námskeið þetta er haidið á vegum sumarnámskeiða- nefndar Háskóla Islands og er liður f norrænu samstarfi um kennslu Norðurlandamála í hveru einstöku landi. Hliðstæó námskeið eru haldin í ár f Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og sækja þau m.a. íslenzk- ir stúdentar. 1 fréttatilkynningu frá Háskóla islands segir, að námskeiðið á ís- landi sækí 35 stúdentar: 8 frá Danmörku, 8 frá Svíþjóð, 7 frá Finnlandi, 7 frá Noregi, 2 frá Færeyjum og sem gestir 1 stúdent frá Astraliu, 1 frá Englandi og einn frá Frakklandi. A námskeið- inu er 50 kennslustundum varið tiJ málfræðináms og 30 til bók- menntanáms. Auk beinnar kennslu verða fluttir 10 fyrir- lestrar um ýmis efni við nám- skeiðið, ferðazt um söguslóðir og farnar stuttar kynnisferðir um Reykjavik og næsta nágrenni. — íþróttir Framhald af bls. 31 fyrir kviða og reyni bara að bæta tima minn og hanga í hinum, þó mér hafi að visu fundizt fyrir 1500 metra hlaupið að mér myndi ekki takast að bæta metið. Hins vegar finnst mér það ekki sérlega spennandi að vera að æfa með sterkustu hlaupurunum frá Austur-Evrópu. Þær eru jafnvel fúlskeggjaðar og tala með karl- mannsrödd. Það er vitað mál að þessar „stelpur" éta á hverjum degi mikið magn af alls konar pillum og engum finnst neitt athugavert við það. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendihréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vél- ritaðar og með góðu Ifnubili. — Nýr sjómanna samningur Framhald af bls. 32 kastinu út á land, en þeim félög- um sem hefðu ekki átt fulltrúa i samninganefndinni nú, yrði send- ur samningurinn í dag. — Það sem náðist fram í þess- um samningum, umfram síðustu kjarasamninga okkar, kemur einnig til þeirra félaga er sam- þykktu samningana eftir 1. marz, þ.e. ef þau kæra sig um. Það er ófært að vera með marga samn- inga í gildi og nú verður að takast að samræma þá. Það var líka ófært að hafa engan gildan samn- ing á flestum stöðum á landinu. Reyndar er það svo að útgerðar- menn um allt land hafa að undan- förnu gert upp eftir þeim samn- ingum sem voru undirritaðir 1. marz. Um sjálfa samningana, sem voru undirritaðir i gærkvöldi, sagði Jón að nokkur leiðrétting hefði fengist, og viðbótaratriði sem sjómenn hefðu óskað eftir, hefðu náð fram að ganga. Þá sagði hann að nýi samningurinn gerði ráð fyrir prósentuhækkun á kaup- tryggingu og ennfremur væri gert ráð fyrir hækkaðri hlutaprósentu í einstaka tilfellum. r — Tóku Israelar Framhald af bls. 1 Ísraelsk yfirvöld hafa neitað þVi að skæruliöar hafi verið handteknir i árásinni á Ent- ebbe, en Stevenson heldur fast við sitt, og sagði i viðtali við fréttamann Reuters: „Mínar heimildir herma að þeir hafi tekið þrjá fanga. Hvað við þá var gert veit ég ekki.“ Bók Stevensons er byggð á viðtölum við ráðamenn og tals- menn hersins í ísrael, og var rituð á aðeins þremur vikum. — Fyrsta skóflustungan Framhald af bls. 3 ljósmyndir frá ferjunni af verksummerkjum. Þegar þær bárust mátti greinilega sjá á þeim farið eftir gröfuna og smá-skurð, sem skóflan hafði skilið eftir. Jarðvegssýnishornið verður nú rannsakað í sjálfvirkri rann- sóknarstöð um borð í ferjunni, og segja vísindamenn að nokkr- ar vikur geti liðið áður en nið- urstaðan liggur fyrir. Fleiri sýni verða tekin til að gjör- kanna jarðveginn. Þótt endanleg úrslit þessarar jarðvegskönnunar berist ekki næstu vikurnar, er vonazt til þess að upplýsingar um það hvort nokkur lífræn efni séu í jarðveginum berist strax á föstudag. Fást þær upplýsingar með því að baða sýnishornið í ljósi, sem líkist sólarljósi, og mæla hvort það tekur til sín köfnunarefni á svipaðan hátt og plöntur jarðar. Vísindamenn segja að lend- ing Mars-ferjunnar hafi mark- að tímamót í sögu geimrann- sókna, en að þessi fyrsta skóflu- stunga sé ekki síður þýðingar- mikil, því nú hafi vísindin í fyrsta sinn grafið sig niður í yfirborð annarrar stjörnu til að leita að lífi. — Bretar slíta Framhald af bls. 1 hefur okkar á milli.“ Bað Cros- land þingmenn um að spara gffuryrðin í umræðum um Ug- anda vegna þeirra 200 Breta, sem enn búa i Uganda. Eru það aðallega trúboðar og kenn- arar, sem neitað hafa að yfir- gefalandið. I umræðum um ákvörðun stjórnarinnar lýstu þeir Regin- ald Maudling fyrir hönd íhaldsflokksins og David Steel fyrir hönd Frjálslynda flokks- ins báðir yfir stuðningi við sambandsslitin. Síðast rufu Bretar stjórn- málasamband við annað riki árið 1946, og þá var það Alban- ía, sem hlut átti að máli. Samband brezku stjórnar- innar við Idi Amin forseta Ug- anda hefur lengi verið erfitt, en upp úr sauð fyrr i þessum mánuði þegar Amin vísaði James Horock sendiherra Breta úr landi. Sakaði Amin Horock um að hafa vitað fyrir- fram um árás ísraela á Ent- ebbe-flugvöll til að frelsa gisla þá, sem skæruliðar héldu á vellinum. Enn versnaði svo sambandið milli rikjanna vegna máls Doru Bloch, kon- unnar sem eftir varð í sjúkra- húsi i Kampala þegar israelar frelsuðu aðra gisla á flugvell- inum. Amin hélt þvi fram að Dora Bloch hefði farið með hinum gislunum, en Peter Chandley, ræðismaður Breta, lýsti því yfir að hann hefði séð hana i Uganda eftir að Ísrael- arnir voru á brott með gislana. Vegna þessara ummæla visaði Amin Chandley einnig úr landi, og voru þá aðeins þrír starfsmenn sendiráðsins eftir í Kampala. Franska sendiráðið i Kamp- ala hefur fallizt á að annast hagsmuni Bretlands eftir megni. — Ludvik Vacalik Framhald af bls. 1 heimsókn Waldheims stóð yfir gerðu öryggislögreglumenn húsrannsókn hjá Vaculik og gerðu upptæk nokkur handrit. Í bréfinu benti hann Waldheim m.a. á að ef hann væri dómari í Tékkóslóvakíu myndi það oft verða hans hlutskipti að dæma rithöfunda til 3 ára fangelsis i samræmi við lagagrein nr. 100 fyrir ummæli i handritum, sem tekin hefðu verið af skrifborð- um þeirra. Bréf þetta birtist i heild i Mbl. 4. janúar sl. og i niðurlagi þess segir: „Hvar endar til dæmis persónuleiki mannsins'* Fyrir ferðahelgina: Tjöld og tjaldþekjur Feröagrill og grillkol Gassuðuáhöld alls konar Svefnpokar mjög vandaöir, margar geröir GElSiPi Hingað til hefur mönnum virzt leyfilegt að brjóta heilann um hvað eina. Á maóur þá einn- ig að fá að festa hugsanir sinar á blað til að geta velt þeim betur og virt þær fyrir sér og komið meiri reglu á þær. Hér á landi er það orðið vafasamt, doktor, og ég segi þér frá þessu af því að ef þetta verður ekki kæft i fæðingu skapast ljótt evrópskt fordæmi. Annars fæ ég ekki séð að nokkur trygging sé fyrir þvi að lögreglan verði ekki ennþá árvökulli í starfi sinu að halda uppi lögum og reglu og fari ekki inn í ibúð mina um leið og ég sezt við skrifborðið og spyrji mig: „Hvað ætlarðu að fara að hugsa um núna? Komdu með okkur." Frá þessu þarf aðeins að stiga eitt skref — í hvaða landi sem er — til að koma fyrir tækjum i höfðum nýfæddra barna til að marka stefnu hugsana þeirra. Með þessum tækjum verður hægt á siðara þróunarstigi að stjórna hreyfingum þjóða úr tveimur geimförum öðru yfir austurhveli, hinu yfir vestur- hveli jarðar. Þannig verður hægt að afstýra þeirri hættu — auðvitað i þágu friðar og vin- áttu á jarðkúlu okkar — að eitthvað kunni að eima eftir af hugrekki og þjóðarsóma í fram- tiðinni." — Þrjú erlend Framhald af bls. 17 um um 250 mllur I suðvestur af landinu og er á tveggja mánaða rannsóknarferð. bíðasti viðkomu- staður skipsins var Aberdeen I Skotlandi, en næst kemur skipið i höfn f Las Paimas á Kanarfeyj- um. Rússnesku skipin tvö eru Ivan Kruzenshtern og Academic- ian Krilov, sem bæði hafa verið við rannsóknir í Norðurhöfum að undanförnu. Þau verða bæði hér f nokkra daga til að hvfla skips- hafnirnar og taka vatn og vistir. Glomar Challenger hefur verió við rannsóknir á jarðlögum i hafs- botni i Norðurhöfum allt frá árinu 1969. Það er rannsóknar- stofnun við Californíuháskóla i San Diego sem gerir skipið út, en auk Bandaríkjamanna standa straum af kostnaði við skipið aðil- ar í Bretlandi, Frakklandi, V- Þýzkalandi, Japan og Sovét- rikjunum. Um borð eru 70 skips- menn, þar af 25 vísinda- og tækni- menn. Á skipinu er risastór borturn og með bor skipsins er hægt að bora á allt að 6 kílómetra dýpi um 1,5 kílómetra niður i sjávarbotninn. Á Ivan Kruzenshtern eru á ann- að hundrað skipsmenn og svipað- ur fjöldi mun vera á Adademician Krilov. Skipin eru i þjónustu haf- rannsóknastofnunar sovézka flot- ans. — Jarðskjálftar Framhald af bls. 1 borgarbúa hafi streymt út á göt- ur, og úti við sjóndeildarhringinn hafi mátt sjá tvær miklar spreng- ingar: Whitlam rómar mjög að- hlynningu þá, sem þau fengu hjá gestgjöfunum, en hjónin voru strax flutt til Peking og þaðan til Tókíó. Hann sagði að kínversk yfirvöld hefðu skýrt frá því að mannfall hefði orðið í Tientsin, en ekki væri vitað hve margir hefðu farizt. Unnið er i Kailuan- kolanámunum allan sólarhring- inn, og voru margir námumenn þar að vinnu þegar jarðskjálftinn varð. Óttazt er að einhverjir hafi lokast þar inni. Þegar kvölda tók í Peking var skýrt frá því að flestir ibúar höfuðborgarinnar, sem eru sex milljónir, hefðu búið um sig fyrir nóttina á götum úti. Mikil rigning hefur verið þar í allan dag, og hafa sumir náð sér í tjöld, aðrir í stórar regnhlífar, og enn aðrir hafa strengt borðdúka úr plasti milli staura til að skýla sér. Erlendir íbúar borgarinnar hafa yfirgefið íbúðir sínar i háhýsum samkvæmt ráðleggingu borgaryf- irvalda, og leitað á náðir viðkom- andi sendiráða, sem flest eru í vel byggðum húsum og lágreistum. Aðrir útlendingar hafa fengið sér- stakar tjaldbúðir til umráða frá borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.