Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULI 1976
29
VELA/AKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Bankar
matstofur?
Kona sem kemur oft í
banka i Reykjavík gerir að um-
talsefní þjónustu í þessum stofn-
unum og finnst hún ekki alltaf til
fyrirmyndar:
„Fyrir stuttu fór ég i nokkra
banka í Reykjavík og þurfti að
fara á sama deginum í 2—3
banka. Það er ekki í frásögur fær-
andi en mér datt i hug að segja
lítillega frá þeirri ferð og nefna
eitt og annað sem fyrir augu bar
og mér fannst fremur hvimleitt.
I einum bankanum kom ég að
starfstúlku þar sem hún sat að
snæðingi og var allupptekin við
það. Þetta var nú ekki á matar-
tima en konan át sinn ávöxt og ég
beið nokkra stund áður en ég
fékk afgreiðslu. Ég vann sjálf í
banka og veit að þetta er ekki
aiveg eftir reglunum að vera að
borða fyrir augunum á viðskipta-
vinum, en það eru kannski mis-
munandi reglur í bönkunum. Ég
hélt þó að yfirleitt reyndi verzlun-
arfólk að borða á öðrum stöðum
en þeim sem viðskiptavinir sjá til.
Leiðin lá í annan banka og var
nú enn lengra liðið frá matartíma
svo ekki var líklegt að ég þyrfti að
tefjast af hungruðu starfsfólki.
En þar bar hins vegar svo til að í
þann mund er ég kem inn og
hyggst fá afgreiðslu, að einhver,
sem greinilega hafði unnið í
bankanum, var í heimsókn og tók
mjög athygli starfsfólksins frá
viðskiptavinunum. Þessi fyrrver-
andi starfsmaður gekk þannig um
ýmsar deildir bankans og tafði
ekki aðeins fyrir á einum stað
heldur hafði það af að gera það
um allan afgreiðslusalinn.
Þetta eru tvö lítil og sjálfsagt
sakalaus dæmi um frekar leiðin-
lega aðkomu I hálfopinberar
stofnanir, en þau eru ekki þau
fyrstu sem ég verð vitni að. Eitt
sinn kom ég að þar sem þrír gjald-
kerar voru við afgreiðslu og stóð
hópur af fólki aðeins hjá tveim
þeirra, því sá þriðji virtist upp-
tekinn við eitthvað annað. Ég fór
því einnig í hópinn með öðrum en
brátt kom að maður sem var á
nokkurri hraðferð, því hann fór
umsvifalaust til þess, sm enginn
var hjá og bað hann sinna sér.
Gjaldkerinn var nú ekki á því en
maðurinn gaf sig ekki og fór svo
að lokum að viðskiptavinurinn
' fékk þá þjónustu sem hann
þurfti. Ekki skal ég dæma um
hvort hér var um frekju við-
skiptavinarins að ræða eða hvort
gjaldkerinn var það upptekinn
við annað að hann gæti ekki sinnt
afgreiðslu, en mér finnst ég alltof
oft sjá þess dæmi að eitt og annað
sem getur beðið er látið ganga
alltof mikið engifer í Jóns skál og
þar sem ég vissi að hann vill ekki
borða engifer fyrir svefninn,
hvað átti ég þá að gera? Ég reyndi
að ná þeim upp með skeið, en það
gekk ekki. Rauða skálin hans
Andreasar var við hliðina á og
þar voru fleiri kirsuber og minna
engifer og þess vegna ...
— bess vegna hvað ... ?
RÖdd Uhristcrs var hranaleg.
Ilún leít kvfðaful! á hann og
hvíslaði:
Þess vegna skipti ég um inni-
haldið í skálunum tveimur. Þarna
var tómt grátt glas og ég hellti
ávaxtasalati Andreasar f það og
síðan setti ég skammt Jóns í
rauða glasið. Ég skolaði svo af
gráa glasinu og þurrkaði það.
— Þér eigið sem sagt við, sagði
Christer og lagðí álierzlu á hvert
orð — að Andreas Hallmann hafi
borðað skammt Jóns. Og að Jón
Hún kinkaði kolli viti sínu fjær
að sjá.
— Já. Hann ... hann fékk
skammtínn sem upphaflega var
búinn til handa ... Andreas ...
fyrir því að sinna viðskiptavinum.
Maður hélt að bankar kappkost-
uðu um að veita góða og skjóta
þjónustu.
Ég tek fram að langflest banka-
starfsfólk er mjög lipurt og þægi-
legt og vona að þetta sem ég hef
rakið hér teljist frekar til undan-
tekninga. Við erum hvött til að
notfæra okkur þjónustu bank-
anna og það gerum við svo sann-
arlega (a.m.k. er svo að sjá ef
marka má fjölda þeirra), en hver
veit nema það minnki ef þeir
gæta þess ekki að halda uppi sem
bestri þjónustu við þá sem þangað
leita.“
• Erfittað
afgreiða
íslendinga?
Stundum hefur verið sagt
að „kúnninn" hafi alltaf rétt fyrir
sér og eflaust hafa margir unnið
eftir þeirri formúlu um árin.
Fólki finnst oft á það hallað og þá
er afgreiðslufólkið ekki alltaf
reiðubúið að samþykkja eða
kyngja ásökunum orðalaust og
vill heldur fá að svara fyrir sig.
En það geta sjálfsagt margir til-
fært svipuð dæmi og hér var gert
um ýmiss konar þjónustu, hvort
heldur er á opinberum stofnun-
um eða í einkafyrirtækjum. Þar
sem einhver samkeppni ríkir i
ákveðnum greinum er þó oftast
um góða þjónustu að ræða og fyr-
irtækin kappkosta að gera alla
sem ánægðasta til að þeir beri
þeim vel söguna og enn fleiri
komi i fyrirtækið.
Opinberum stofnunum hefur
kannski helzt verið álasað fyrir
slælega þjónustu og þá ekki sízt
varðandi opnunartíma. Sum ríkis-
fyrirtækin hafa t.d. ekki opið
nema 10—12 og 14—16 eða eitt-
hvað álíka, en þau eru líka mörg
sem hafa opið alveg frá kl. 8 eða 9
á morgnana og til 16 eða 17 á
daginn og hafa líka opið í hádeg-
inu. Það er t.d. ekkert mjög langt
síðan bankar tóku upp á því að
hafa opið i hádeginu og gera það
þó ekki allir. En þeir reyna þá að
hafa opið lengur fram á eftirmið-
daginn.
Annars hlýtur að vera fremur
leiðinlegt að afgreiða hér hjá okk-
ur þvi við kunnum t.d. varla að
fara í raðir og yfirleitt reynir
hver sem betur getur að troðast
og svindla sér fram fyrir ef þess
er nokkur kostur. Við reynum
líka að komast áfram á „klík-
unni", kalla bara i þennan eða
hinn kunningja okkar sem er í
miðri afgreiðslu og biðja hann að
gera okkur smágreiða fyrir fram-
an nefið á öllum hinum sem bíða.
Við hrósum okkur jafnvel af því
ef okkur hefur tekizt að klekkja
þannig á náunganum og verða
langt á undan honum.
HÖGNI HREKKVISI
„Má ég kynna þig fyrir Högna hrekkvísa öðrum,
Högna hrekkvisa þriðja, Högna hrekkvísa fjórða
og Högna hrekkvísa fimmta ..
Mercedes Benz '72
Sérlega vel með farinn og fallegur bill. Upplýs-
ingar í síma 31 236 í vinnutíma.
HÚSMÆÐUR
Kryddkynning í dag fimmtudag kl.
2 — 6 í versluninni Aðalstræti 9.
Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna
ýmsu kryddtegunda.
VERIÐ VELKOMIN
Matardeildin,
Aðalstræti 9.
Það passar f rá
LeeGooper