Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULI 1976 SVONA ER MARS I LIT Þetta er fyrsta litmyndin, sem barst frá Mars-ferju bandaríska geimfarsins Víkings 1, og sýnir hún um- hverfi ferjunnar þar sem hún stendur á reikistjörnunni. Vafalaust kemur myndin mörgum fslendingum kunn- ferjunnar tóku þrjár myndir gegnum litasíur, eina rauða, aðra bláa og þá þriðju græna, og sendi þær allar til jarðar, Þar tók tölva við myndunum, reiknaði út styrkleika litanná hvers fyrir sig, og setti árangurinn uglega fyrir sjónir, enda er landslagið ekki ólíkt því, sem finna má víða á öræfum hérlendis. Myndin er þannig til komin að ljósmyndavélar Mars- saman í þessa einu mynd. Vegalengdin frá Ijósmyndavélunum út að sjóndeildar- hring er um þrír kílómetrar. Þetta er samsett mynd af lending- arstað Mars-ferjunnar tekin úr Víkingsfarinu, og nær myndin yf- ir svæði sem er um 50x75 kfló- metrar að stærð. Hér sést skóflan á Mars-ferjunni, sem í gær vann það afrek að taka fyrstu sýnishornin af jarðvegi reikistjörnunnar. Pasadena. Kalifornfu, 28. júlf. — AP. Reuter. FYRSTA skóflustungan var tekin í dag á reikistjörnunni Mars eftir að vísindamenn í geimrannsóknastöðinni f Pasa- dena í Bandarfkjunum sendu Mars-ferjunni frá geimfarinu Víkingi 1 fyrirmæli um að taka sýnishorn úr jarðvegi reiki- stjörnunnar. Þriggja metra langur armur á ferjunni fór þá f gang, gróf niður f -yfirborð stjörnunnar og mokaði upp- greftrinum inn í sérstakt rann- sóknarhólf inni í ferjunni. Þar verður sýnishornið vandlega rannsakað, og gengið úr skugga um hvort nokkurt lífsmark sé eða hafi verið í jarðveginum. Skóflustungan var tekin snemma i morgun, en vísinda- menn vissu ekki í fyrstu hvort hún hefði tekizt. Urðu þeir að biða þar til sendar höfðu verið Framhald á bls. 18 Fyrsta skóflu- stungan tekin Umferð- arslys UNG stúlka slasaSist nokkuð þegar fólksbíll lenti aftan á reiðhjóli hennar á Skúlagötunni rétt fyrir kl. 1 í gærdag. Stúlkan kastaðist af hjólinu f framrúðu bflsins en lenti sfðan gangstétt- inni. Hún hlaut þó ekki alvarleg meiðsl að þvf talið var f gær en þó voru meiðsli sem hún hafi hlot- ið i bakiekki fullkönnuð Ljósm RAX Irmbrot í tvær íbúðir BROTIZT var inn í íbúð f Háa- leitishverfi f fyrrinótt meðan hús- ráðendur sváfu sem fastast. Þjófurinn klifraði upp á svalir hússins og komst inn I fbúðina um svalahurðina. Náði hann f veski húsbóndans og hafði á brott með sér um fjögur þúsund krónur, sem í veskinu voru. Inn- brot þetta var á allan hátt hlið- stætt fyrri innbrotum, sem eignuð hafa verið Náttfara. I þessu tilfelli var þó ekki farið inn i svefnherbergi húsráðanda, eins og oft hefur gerzt. Húsmóðir- inn vaknaði um nóttina við þá tilfinningu að einhver hefði verið i íbúðinni, þegar eiginmaður hennar gáði að, var þjófurinn á bak og burt en svalaburðin stóð opin. Þá var einnig brotizt inn i íbúð við Sólvallagötu I fyrrinótt, en ekki er eins ljóst að Náttfari hafi þar verið á ferð. Húsráðandi telur hugsanlegt, að hann hafi gleymt lykii sínum í útidyrahurðinni og sá sem þarna var á ferli þannig átt greiða leið inn i ibúðina. Var handtazka húsráðanda tekin en i henni voru persónuskilriki ýmiss konar og eitthvað af peningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.