Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULI 1976
31
Drut og Garde-
rud sigruðu
Í FYRSTA sinn í 48 ár var það
ekki Bandaríkjamaður sem kom
fyrstur að marki í úrslitahlaupi
110 metra grindahlaupsins á
Ölympluleikunum, er Frakkinn
Guy Drut sigraði í þessari grein á
Ólympfuleikunum f Montreal f
gærkvöldi. Hljóp Frakkinn frá-
bærlega vel og kom f markið á
13,33 sek. 3/100 úr sekúndu á
undan Alejandro Casanas frá
Kúbu sem hlaut silfurverðlaunin.
Bronsverðlaun var þvf eina upp-
skera Bandarfkjanna í þessari
grein, sem þeir hafa oftast unnið
þrefalt á Ólympfuleikunum, og
þau féllu í hlut hinnar gamal-
kunnu kempu Willie Davenport
sem hljóp á 13,38 sek. Fjórði í
hlaupinu varð svo Bandaríkja-
maðurinn Charles Munkelt á
13,41 sek.
Austur-þýzka stúlkan Baerbel
Eckert sigraði í 200 metra hlaupi
kvenna f gærkvöldi, hljóp á 22,37
sek. og setti nýtt Ólympíumet.
Önnur f hlaupinu varð Annegret
Richter frá Vestur-Þýzkalandi á
22,39 sek. og þriðja varð Renate
Steeher frá Austur-Þýzkalandi á
22,47 sek.
Keppt var til úrslita f hástökki
kvenna f gærkvöldi og varð Rosi
Ackermann frá Austur-
Þýzkalandi sigurvegari. Önnur
varð Sara Simeoni frá ítaifu og
Yordanka Blagoeva frá Búlgaríu
varð þriðja.
Pólverjar tryggðu sér brons-
verðlaun í handknattleik karla á
Ólympfuleikunum f gærkvöldi og
Sovétmenn hlutu gullverðlaun f
handknattleik kvenna.
fxtMtw m!
Leikmenn Southampton fagna eftir sigur yfir Manchester United i úrslitaleik ensku bikarkeppninnar i vor Það
er Peter Osgood sem -heldur bikarnum góða á lofti en með honum á myndinni eru Jimmy Steele og Peter
Rodrigues
Urvalslið KSI mætir
Southamton í Laug-
ardalnum í kvöld
„Mikilvægur liður í undirbúningi
landsliðsins", segir Ellert Schram
Svfinn Anders Gárderud
sigraði f 3000 metra hindrunar-
hlaupi á Ólympfuleikunum í
Montreal í gærkvöldi og setti
glæsilegt heimsmet, hljóp á
8:08,0 mín. Sjálfur átti hann
eldra heimsmetið og var það
8:09,8 mín., sett í Stokkhólmi
fyrir rúmu ári. Silfurverðlauna-
hafi í iMontreal varð Bronislaw
Malinowski frá Póllandi og brons-
verðlaun hlaut Frank Baumgartl
frá Austur-Þýzkalandi.
Lilja Guðmundsdóttir.
— ÞESSIR leikir við Southamton
eru mjög mikilvægur liður í und-
irbúningi landsliðsins fyrir
landsleikina gegn Belgíumönn-
um og Hollendingum f haust, en
þeir leikir eru með stærstu verk-
efnum, sem íslenzkt landslið hef-
ur fengið við að glfma, sagði EU-
ert Schram, formaður Knatt-
spyrnusambands Islands, þegar
Mbl. ræddi stuttlega við hann í
gær um leikina við Southampton.
Lcikirnir tveir verða í kvöld og
annað kvöld. t kvöld mætir Sotuh-
amton úrvalsliði KSt á aðalleik-
vanginum í Laugardal klukkan 20
og annað kvöld mætir Southampt-
on öðru úrvalsliði KSt á Akureyr-
arvelli klukkan 19.30.
Ellert sagði að stjórn KSÍ og
landsliðsnefnd hefði þótt fulllítið
af verkefnum fyrir landsliðið um
mitt sumarið. Hefði verið leitað
eftir landsleikjum en erfitt hefði
verið að koma þeim á. — Við
leituðum þá eftir góðum félagslið-
um og vorum svo heppnir að fá
ensku bikarmeistarana Southamt-
on til að leika tvo leiki. KSÍ fær
allajafna ekki félagslið til Iands-
ins, til að standa ekki í samkeppni
við íslenzku félögin á þeim vett-
vangi. En okkur þótti rétt að taka
lið nú, þar sem svo lítið var um
landsleiki hér heima. í leikjunum
gegn Southamton fæst gott tæki-
færi til að líta á alla þá íslenzku
leikmenn, sem hafa staðið sig vel
í sumar en ekki hafa verið í lands-
liðshópnum. Ennfremur fæst
þarna tækifæri til að reyna leik-
aðferðir, sagði Ellert.
Að sögn Ellerts er dýrt að fá
Southamton hingað til lands og
sagðist hann treysta á að knatt-
spyrnuáhugamenn flykktust á
völlinn til að sjá skepimtilega
leiki og tryggja einnig fjárhags-
Iegan grundvöll heimsóknarinn-
ar. Ákveðið hefur verið, að ágóði
af leiknum á Akureyri skiptist á
milli liða í 2. deild, vegna kostnað-
arsamra ferðalaga í deildinni, svo
framarlega sem hann verður ein-
hver, en það byggist að sjálfsögðu
á aðsókninni.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær er valinn maður í
hverju rúmi í liði ensku bikar-
meistaranna, en nafntogaðastir
eru vafalaust kapparnir Mike
Channon og Peter Osgood. í ís-
lenzka hópnum í kvöld eru 18
leikmenn og eru það eftirtaldir:
Sigurður Dagsson Val
Árni Stefánsson Fram
Viðar Halldórsson FH
Marteinn Geirsson Fram
Ottó Guðmundsson KR
Jón Pétursson Fram
Oskar Tómasson Víkingi
Ingi Björn Albertsson Val
Ölafur Júlíusson ÍBK
Atli Eðvaldsson Val
Elmar Geirsson Trier
Hermann Gunnarsson Val
Guðmundur Þorbjörnsson Val
EFTIR slaka frammistöðu í
frjálsfþróttakeppni karla á
ölympíuleikunum í Montreal
hristu Sovétmenn heldur betur af
sér slenið er keppt var til úrslita í
sleggjukastinu á leikunum f gær.
Þrfr fyrstu menn voru allir Sovét-
menn og áður en lauk höfðu þeir
bætt Ólympíumetið sem Anatoliy
Bondarchuk setti á Ölympíuleik-
unum f Miinchen eigi sjaldnar en
fjórum sinnum. Voru það þeir
Sigurður Indriðason KR
Gísli Sigurðsson UBK
Vilhjálmur Kjartansson Val
Magnús Bergs Val
Kristinn Björnsson Val
Yuriy Sedyh og Alexey Spiri-
donov sem skiptust á að bæta met-
ið, en f sfðustu umferðinni mun-
aði minnstu að Bondarchuk bætti
það einnig sjálfur, en þá kastaði
hann 75,48 metra — aðeins 2
sentimetrum styttra en hann
gerði í Miinchen og þar með
krækti gamli maðurinn í brons-
verðlaunin, en Bondarchuk er
meðal elztu keppendanna í frjáls-
um fþróttum á ölympíuleikun-
um, tæplega 37 ára að aldri.
Þrír Sovétmenn
á verðiaunapaÉium
- gamli Bondarchuk krækti í bronsiö
Lilja stórbætti met sitt í 1500 m hlaupi
Lítið gaman að æfa með skeggjuðum og
dimmrödduðum Austur-Evrópukonum sagði hún
Frá Ágústi I. Jónssyni í
Montreal:
LILJA Guðmundsdóttir setti
glæsilegt tslandsmet f 1500 metra
hlaupi á Ólympfuleikvanginum
hér f Montreal í gærmorgun.
Hljóp Lilja vegalengdina á
4:20,27 mfn. og bætti eldra met
sitt um sex sekúndur, en það var
4:26,20 mfn., sett 19. júnf s.l. Lilja
hefur nú lokið keppni sinni hér f
Montreal og setti hún íslandsmet
bæði f 800 metra hfaupi og 1500
metra hlaupi.
— Ég er mjög ánægð með tim-
ann, sagði Lilja við fréttamann
Morgunblaðsins skömmu eftir að
hún kom í mark. — Ég vonaðist
að sjálfsögðu eftir því að bæta
metið, en bjóst ekki við að tíminn
yrði svona góður. Ég og júgóslva-
neski þjálfarinn minn i Sviþjóð
höfðum áætlað að næsta sumar
myndi ég komast niður á 4:18 i
1500 metra hlaupi og þessi bæting
núna kemur mér, og honum alveg
örugglega, mjög á óvart. Annars
er ég ekkert þreytt og hefði ég
byrjað endasprettinn fyrr þá
hefði ég örugglega farið undir
4:20 sagði Lilja.
Lilja er búin að bæta íslands-
metið í 1500 metra hlaupinu um
14 sekúndur á skömmum tíma og
persónulegan árangur sinn um
heilar 40 sekúndur á tveimur ár-
um. Lilja tekur þátt í alþjóðlegu
stórmóti í Svfþjóð 11. ágúst næst-
komandi og ætti hún ,að geta bætt
metin þá enn frefear, en and-
stæðingarnir þar verða mjög
svipaðir Lilju að getu, þannig að
um nauðsynlega keppni ætti að
verða að ræða fyrir hana. Um
slíka keppni var ekki að ræða í
hlaupinu í dag. Lilja var síðust
þegar frá upphafi, en aldrei þó
langt á eftir aðalhópnum.
Andstæðingar hennar voru
heldur ekki af verri endanum þvi
sú sem átti næstlélegastan tima í
riðlinum hafði áður hlaupið á
4:12 min.
Hlaupið var i fjórum riðlum í
undankeppninni og fékk Ludmila
Bragina frá Sovétrikjunum
beztan tima keppendanna 36 eða
4:07,11 min. Hún á sjálf Ólympiu-
metið i þessari grein frá leikun-
um I- Múnchen og er það 4:01,4
min. Norska stúlkan Greta Waitz
hljóp 1500 metrana i undan-
keppninni í gær á 4:07,20 mín og
var það fjórði bezti timinn sem
náðist í riðlunum. Eigi að siður
munaði litlu að Grete kæmist ekki
áfram i keppninni, þvi hún varð
fjórða i sinum riðli, en fjórar þær
fyrstu í hverjum riðli komust
áfram.
Svo við snúum okkur aftur að
Lilju Guðmundsdóttur, þá sagði
hún að hún myndi sennilega
dvelja í Sviþjóð a.m.k. eitt ár i
viðbót. Hvort hún myndi einbeita
sér að 800 eða 1500 metrunum
væri ekki gott um að segja. —
1500 metrarnir virðast jafnvel
liggja betur fyrir mér, en ég er þó
ekki viss um að ég eigi að einbeita
mér að þeim, — þjálfarinn minn
verður aó ákveða það með mér,
sagði Lilja.
í lokin spurðum við Lilju hvort
henni fyndist erfitt að taka þátt i
keppni eins og Ólympíuleikunum,
þar sem allar skærustu stjörnurn-
ar væru meðal keppenda. — Mér
hefur ekki fundist það erfitt þeg-
ar kemur að sjálfu hlaupinu,
sagði Lilja, — þá finn ég ekki
Framhald á bls. 18
Þeir Sedyh og Spiridonov höfðu
sett fjögur Ólympiumet eftir tvær
fyrstu umferðirnar i úrsLita-
keppninni og kastaði Sedyh 77,52
metra í annarri umferóinni.
Þannig var sýnt að erfitt yrði að
slá hann út, enda fór svo að eng-
inn komst neitt nálægt honum.
Lengi vel var heimsmethafinn,
Walter Schmidt frá Vestur-
Þýzkalandi, I þriðja sæti með
74,72 metra en i fimmtu urnferó
tókst landa hans Karl Heinz
Riehm að kasta lengra eða 75,46
metra. Þar með virtust bronsverð-
launin hans, en Bondarchuk var
hins vegar á öðru máli og það var
kraftur á karli er hann snerist i
hringnum eins og skoppara-
kringla í siðustu umferðinni og
náði geysikröftugu útkasti. Kast
hans mældist 75,48 metra — 2
sentimetrum lengra en kast
Riehm.
ÚRSLIT
Yuriy Sedyh, Sovétr. 77,52
Alexey Spiridonov, Sovétr. 76,08
Anatoliy Bondarchuk, Sovétr. 75,48
Karl Heinz Riehm, V-Þýzkal. 75,46
Walter Schmidt, V-Þýzkal. 74,72
Jochen Sachse, A-Þýzkal. 74.30
Chris Black, Bretlandi 73,18
Edwin Klein, V-Þýzkal. 71,34
Jacques Accambray, Frakkl. 70.44
Manfred Seidel, A-Þýzkal. 70,02
Shigeno Murofushi, Japan 68,88
Peter Farmer, Astrallu 68,00