Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1976 fhefur viðlegubúnaðinn og veiðistöngina í sumarleyfið Tjöld, svefnpoka, bakpoka grill, vindsængur, tjaldstóla, kælitöskur, gastæki pottasett. Útivistartöskur frá kr. 2639.- Tjaldborð með fjórum stólum. * Stangaveiðitæki fyrir lax og silung í miklu úrvali. Verslið þar sem hagkvæmast er úrvalið er mest. PÓSTSENDUM Laugavegi 13 Sími 13508 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU KOMIÐ að marki I 800 metra stökki. — Knapinn með hjálminn á miðri myndinni er Guðrún Fjeldsted á Þjálfa, sem sigraði I 800 metra stökkinu. Vinstra megin við Þjálfa er Vinur og til hægri er Geysir. Ljósm. KJ. Skógarhólamót: Fyrst og fremst mót hestamanna SKÖGARHÓLAMÓT, sameigin- legt hestamannamót n(u hesta- mannafélaga á Suðvesturlandi var haldið um helgina. Alls komu um þúsund áhorfendur á mótið og fór það I alla staði vel fram, en eins og einn forráðamanna móts- ins orðaði það, þá var þetta mót fyrst og fremst fyrir hestamenn enda var þar næsta fátt ung- menna, sem komin voru I þeim tilgangi einum að skemmta sér I fylgd með Bakkusi. Væri óskandi að þau yrðu fleiri hestamanna- mótin I framtfðinni, sem fengju þennan dóm. Mótið hófst á laugardag meó dómum gæðinga en síðar um dag- inn fóru fram úrslit kappreiða. Á sunnudag riðu hestamenn úr þeim félögum, sem að mótinu stóðu, í hópreið inn á mótssvæðið. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson á Hvanneyri annaðist helgistund og Albert Jóhannsson, formaður LH, setti mótið. Lýst var dómum gæðinga og fram fóru úrslit kapp- reiða. Af gæðingum í A-flokki, alhliða gæðinga, stóð efstur Ljúfur Harð- ar G. Albertssonar Reykjavík. Annar varð Gýmir Sigurbjörns Bárðarsonar, Reykjavík, og þriðji Fálki Ingigerðar Karlsdóttur, Reykjavík. í flokki klárhesta með tölti stóð efstur Kjarni Maríu Þórarinsdóttur, Hveragerði og annar varð Neisti Sveins Guð- mundssonar á Reykjum í Mos- fellssveit. Þriðji varð Stigur Sigriðar Benediktsdóttur, Kópa- vogi. I 250 m skeiði sigraði Vafi, Eriings Sigurðssonar á 24,1 sek. Annar varð Hofstaðajarpur, eigandi Ragnar Tómasson og knapi Jóhann Þorsteinsson, á 24,2 og í þriðja sæti varð Ljúfur, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Sigurbjörn Bárðarson, á 24,4. Ljúfur hafði sama tíma og Framhald á bls. 20 VEGNA GIFURLEGRA VINSÆLDA OG EFTIRSPURNAR: AUKA-AUKA FERÐ TIL IBIZA BROTTFÖR ÞANN 18. AGÚST 3 VIKNA FERÐ SOLARFERÐ A BESTA TIMA ARSINS Ferðaskrifstofan Úrval hefur sent 500 farþega til Ibiza á þessu sumri. Ibizaferðirnar hafa þótt sérstaklega góðar, enda eru allar áætlunarferðir þangað fullbókaðar. Þess vegna bjóðum við nú auka-aukaferð til Ibiza. Úrvals gististaðir, þjónusta og fyrirgreiðsla. Komdu með til IBIZfl FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 70 fórust í flugslysi Prag, 28. júlí. NTB—Reuter. ÓTTAST er að 70 manns hafi Játið lífið þegar tékkóslóvakísk farþegaflugvél hrapaði skammt fyrir utan borgina Bratislava síðdegis i dag. 75 farþegar og flugliðar voru með vélinni og komust 5 af en eru mikið slasaðir. Þotan var af gerðinni Ilyushin 18 og varð slysið er flugstjórinn var að reyna nauðlendingu á útivist- arsvæði skammt fyrir utan borgina. Vélin var að koma frá Prag. Aeroflot ákært New York, 28. júli. Reuter. RANNSÓKNARKVIÐDÓM UR í New York hefur lagt fram ákæru á hendur sovézka flug- félaginu Aeroflot fyrir að hafa lækkað ólöglega fargjöld milli Parísar og Washington. Er ákæran í 11 liðum fyrir að hafa selt ólöglega miða milli Parisar og Washington fram og til baka 50% undir lágmarks- verði: Angóla lokað út- lendingum Belgrad 28. júli. Reuter JUGÓSLAVNESKA fréttastof- an Tanjug skýrði frá þvi í dag að yfirvöld í Angóla hefðu bannað útlendingum að koma til landsins í bráð. Sagði frétta- stofan að Lopo do Nascimento forsætisráðherra Angóla hefði sagt að þessar ráðagerðir væru nauðsynlegar vegna glfurlegs straums Angólabúa frá Portú- gal, sem höfðu flúið þangað meðan á stríðinu þar stóó. Straumur þessi kom í kjölfar tilkynningar fyrir skömmu um aó samkomulag hefði náðst milli stjórnar Angóla og Portúgals um að 60 þúsund flóttamönnum yrði leyft að snúa heim frá Portúgal. Nascimento sagði að þessi til- kynning hefði ekki haft við rök að styðjast. Marseilles, Frakklandi, 28. júlí. Reuter. 22 ÁRA gamali maður var í dag tekinn af lífi með fallöx- inni I Marseilles fyrir að hafa rænt og myrt 8 ára telpu 1974. Talið er að aftaka Christians Ranuccis muni leiða til mikilla umræðna um dauðarefsingu i Frakklandi. Hann er fyrsti maðurinn, sem Iíflátinn er þar I landi frá því að Valery Gis- card D’Estaing núverandi for- seti tók við völdum. Síðasta aftakan fór fram 1973 og var það einnig barnamórðingi sem þá var tekinn af lífi. Forsetinn er yfirlýstur andstæðingur dauðarefsingar. Reyna að eyða gasinu Seveso, 28. júlí. AP. TVEIR brezkir sérfræðingar eru væntanlegir til ltalíu í dag til að aðstoða yfirvöld I bænum Seveso við að eyða eiturgasinu, sem liggur þar yfir eftir leka úr efnaverksmiðju, sém er vió bæinn. Um 200 manns hafa verið fiuttir á brott frá bænum og 30 manns veikst af gaseitr- un, enginn þó alvarlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.