Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JULI 1976 17 Birgir ísleifur Gunnars- son borgarstjóri: ALLT frá árinu 1971 hefur ríkt svonefnd verðstöðvun, sem framkvæmd hefur verið á þann hátt, að verðlagsyfir- völd eða ríkisstjórn hafa veg- ið og metið beiðnir um hækk- anir á vörum og þjónustu og fellt sinn úrskurð þar um. Því miður hafa þeir úrskurðir oft- ast verið byggðir á skamm- tímasjónarmiðum og það eitt áhrifum þessarar tregðu verðlagsyfirvalda á núver- andi gjaldskrá er hér gert ráð fyrir, að eftirfarandi fram- kvæmdir hefðu verið fjár- magnaðar með erlendum lánum, en að öðru leyti hefði rekstur Rafmagnsveitunnar staðið undir aukningu: Eignarframlag til landsvirkj- unar, erlendur kostnaðar Skipbrot verð- lagsstefnu haft í huga að halda niðri vísitölunni, en ekki hver raunveruleg þörf hinna ýmsu aðila væri fyrir hækkunum. Eitt þeirra borgarfyrirtækja, sem staðið hefur í stappi við verðlagsyfirvöld er Raf- magnsveita Reykjavíkur. Á þessu tímabili hefur borgar- stjórn oft þurft að sækja um hækkun á rafmagnsverði, en þv! miður hefur það oft kom- ið fyrir, að afgreiðsla þeirra hækkunarbeiðna hefur dreg- izt von úr viti og að lokum ekki fengizt nema hluti þess, sem um var beðið. Þar sem nú er komin nokkuð löng reynsla á þessa stefnu verð- lagsyfirvalda gagnvart Raf- magnsveitu Reykjavíkur vil ég freista þess með þessum fáu línum að gera grein fyrir því, hver áhrif þessi stefna í raun hefur haft á fjárhag. þessa fyrirtækis og verðlags- mál þess. Meirihluti borgarstjórnar hefur haft þá meginstefnu í fjármálum R. R., að tekjur af rafmagnssölu nægðu til að greiða reksturskostnað svo og árlegar eðlilegar aukning- ar á veitukerfinu. Á hinn bóg- inn væri ekki óeðlilegt að fjármagna með erlendum lánum meiriháttar fram- kvæmdir, sem unnar væru i þágu alls veitukerfisins. Á þessum grundvelli hafa hækkunarbeiðnir borgar- stjórnar á rafmagnsverði ver- ið byggðar. En eins og fyrr segir hefur það oft komið fyrir að synjað hefur verið um umbeðnar hækkanir og af- greiðsla á hækkunarbeiðnum dregizt oft svo mánuðum skipti. Til að gera sér grein fyrir vegna spennistöðvar Korpu- virkis og hluti byggingar- kostnaðar bækistöðvar R.R. Gert er ráð fyrir, að þessi umframfjárþörf hefði verið brúuð með 10 ára erlendum lánum með 1 2% vöxtum. Erlendar skuldir Raf- magnsveitu Reykjavíkur í árslok 1975 hefðu þá verið ca. 560 millj. kr. í stað 1.580 millj. kr. eins og þær voru um s.l. áramót. Útgjöld vegna erlendra lána, þ.e. vextir og afborganir, sem áætlaðar eru 442.7 millj. kr. á árinu 1 976, hefðu þá orðið 137.8 millj. kr. eða 304.5 millj. kr. lægri. Þessar háu erlendu skuldir R R. nú eiga rætur að rekja til þess að fyrirtækið hefur neyðzt til að taka erlend lán til þess að geta haldið í horfinu með eðlilegar aukningar á raf- magnskerfinu. En hvaða áhrif hafa þessar miklu erlendu skuldir á raf- magnsverðið nú, og hvernig hefði þróun rafmagnsverðs- ins orðið á þessu timabili, ef R. R hefði fengið eðlilegar hækkanir á umbeðnum tíma. Athugun á því leiðir í Ijós, að meðalverð raforku hjá R. R. hefði verið 16% hærra árið 1972, 22.5% hærra árið 1973, 12% hærra 1974, en 6.5% lægra 1975, ef skyn- samlegri stefnu hefði verið haldið í gjaldskrármálum. Ennfremur er raforkuverð á árinu 1976 14—15% hærra en það hefði þurft að vera ef ofangreindri stefnu hefði verið haldið og sama gildir um raforkuverð næstu 3 árin. Þetta dæmi sýnir mjög glöggt hversu skamm- sýn verðlagsyfirvöld hafa verið í ákvörðunum sínum og hversu ákvarðanir þeirra hafa verið óhagstæðar raforkunot- endum i Reykjavik. Raforku- verðið hefði að vísu verið hærra á ákveðnu árabili en það gæti verið mun lægra i dag, ef stefnu borgarstjórnar hefði verið framfylgt í þessu efni. Nú kann einhver að segja að hækkun rafmagnsverðs á þessum tima hafí verið verð- bólguhvetjandi og verðbólg- an hefði vaxið örar ef verð- lagsyfirvöld hefðu ekki fram- fylgt þeirri stefnu, sem þau gerðu. Enginn vafi er á þvi, að vísitala hefði hækkað litillega vegna hækkaðs rafmagns- verðs. Á hinn bóginn er eng- inn vafi á því, að fátt er meir verðbólguhvetjandi á þenslu- tímum en að taka erlend lán til að standa undir eðlilegum aukningum eða jafnvel til að standa undir rekstrarhalla. Hinar erlendu lántökur hafa því vafalaust kynt meir undir verðbólgubálinu heldur en ef orðið hefði verið við beiðnum R. R. um eðlilegar hækkanir. Fátt sýnir betur skipbrot þeirrar stefnu, sem fylgt hef- ur verið í verðlagsmálum undanfarin ár, en þetta litla dæmi. Það er að sjáifsögðu mun eðlilegra að þeir aðilar, sem til þess eru kjörnir að bera ábyrgð á rekstri fyrir- tækis eins og R. R., fái að móta stefnuna, þvi að sveit- arstjórnir þurfa ekki siður að standa kjósendum reiknings- skap gjörða sinna en þeir sem kjörnir eru til að stýra ríkisvaldinu. Reynslan hefur og sýnt, að sveitarstjórnar- menn hafa verið ábyrgir í verðlagsmálum þeirra fyrir- tækja, sem þeir hafa stjórnað, og reynt að hafa langtímasjónarmið i huga i sinni stefnumótun. Verðlags- yfirvöld á hinn bóginn hafa verið staðin að því hvað eftir annað að hafa mjög þröng skammtímasjónarmið að veganesti, og hafa helzt ekki litið lengra en niðurfyrir tærnar á sér við hverja ein- staka verðlagsákvörðun. Það er kominn timi til þess, að ríkisvaldið flytji aftur til sveitarfélaganna verðlagn- ingarákvaðranir á þerri þjón- ustu, sem þau reka fyrir ibúa sina. Kússnesku skipin tvö Ivan Kruzenshtern og Academicián Krilov mættust við Sundahöfnina I gær. Hið sfðarnefnda kom að hryggju sfðdegis og þá færði Ivan Kruzenshtern sig út á ytri höfnina, en hann kom að landi fyrr um daginn. Þrjú erlend rannsókna- skip í Reykja- vik í gær ÞRJÚ erlend rannsóknarskip komu til Reykjavíkur f gær, tvö rússnesk og eitt bandarfskt. Bandarfska skipið Glomar Challenger kom hingað f gær- morgun með sjúkan mann og fór aftur eftir hádegið. Skipið er við rannsóknir á Reykjaneshryggn- Framhald á bls. 18 Bandarfska rannsóknaskipið Glomar Challenger f Sundahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.