Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1976
"’S
Halldór Snorrason
verið hinn mesti kaupmaður og lengi í
siglingum til ýmissa landa og fært kon-
ungi gersemar. Þórir var hirðmaður Har-
alds konungs og þá mjög gamall. Þórir
kom að máli við konung og mæli: „Ég er
maður gamall sem þér vitið, og mæðist ég
mjög. Þykist ég nú eigi til fær að fylgja
hirðsiðum, minni að drekka, eða um aðra
hluti, þá sem til heyra. Mun nú annars
leita verða, þótt þetta sé best og blíðast,
að vera með yður.“ Konungur svarar:
„Þar er okkur hægt til úrræða vinur; ver
<njteð hirðinni og drekk ekki meira en þú
vilt í mínu leyfi.“ Bárður hét maður
upplenskur, góður drengur og ekki gam-
all; hann var meó Haraldi konungi í
miklum kærleikum. Voru þeir sessunaut-
ar: Bárður, Þórir og Halldór. Og eitt
kvöld, er konungur gekk þar fyrir, er
þeir sátu og drukku, gaf Halidór í því bili
Vltf>
KAff/nö
f
fc
upþ hornið. Það var dýrshorn mikið og
skyggt vel; sá gerla í gegn um, að hann
hafði drukkið vel til hálfs við Þóri; en
honum gekk seint að drekka. Þá mælti
konungur: „Seint er þó menp aö reyna,
Halldór,“ segir hann, „er þú níðist á
drykkju við gamalmenni og hleypur aó
vændiskonum á síðkveldum, en fylgir
eigi konungi þínum.“ Halldór svarar
engu, en Bárður fann, að honum mislík-
aði tal konungs. Fór Bárður þegar um
morguninn snemma á fund konungs. „Þú
ert nú árisull Bárður,“ segir konungur.
„Er ég nú kominn,“ kvað Báróur, „að
ávíta yður herra. Þér mæltuð illa og
ómaklega í gærkveld til Halldórs vinar
yðar, er þér kennduð honum, að hann
drykki sleitilega; því að það var Þóris, er
Halldór tók við og drakk fyrir hann
meira en til hálfs. Það er og hin mesta
lygi, er þér sögðuð, að hann færi til
léttlætiskvenna, en kjósa myndu vinir
hans, að hann fylgdi yður fastara." Kon-
ungur segir, að þeir Halldór mundu þetta
mál semja með sér, þá er þeir fyndust.
Bárður fór þá á fund Halldórs og sagði,
að konungur talaði góð orö til hans, —
sagði einsætt, að hann fengist ekki um,
þótt konungur kastaði slíkum orðum
fram með engri alvöru. Átti Bárður hinn
besta hlut að því að miðla málum. Leið þá
svo fram, að fæð var á meó þeim konungi
og Halldóri. . .
myndi einhvern daginn ekki
vera hægt að slökkva á því.
COSPER
Þú verd-
ur að
muna að
spýta
perlunum
þegar þú
borðar
ostrur!
Ungur maður spurði eitt
sinn Disraeli, í hvaða skóla
bezt væri fyrir sig að fara, til
þess að geta orðið góður ræðu-
maður og komast á þing.
„Er ekki grafreitur þar ná-
lægt, sem þér eigið heima?“
„Jú,“svaraði maðurinn.
„Þá,“ sagði Disraeli, „ráð-
legg ég yður að fara þangað
snemma á hverjum morgni og
halda ræður yfir legsteinun-
um.“
Eitt sinn var verið að tala
um það, að Sumner tryði ekki
því, sem stæði í Biblfunni.
Grant forseti, sem var nær-
staddur, sagði þá:
„Hvers vegna þyrfti hann
endilega að gera það, hann
skriftaði hana ekki.“
„Haldið þér að þér séuð
nógu menntaður til þess að
vinna hér á skrifstofunni?"
„Nógu menntaður, já, ég var
rekinn, þar sem ég vann sfðast,
vegna þess að forstjórinn sagði
að ég vissi of mikið.“
Prófessorinn: Ég hefi verið
rændur gömlu gulldósunum
mfnum.
Eiginkonan: En fannstu
ekki þegar farið var f vasa
þinn.
Prófessorinn: Jú en ég hélt
að það væri mfn eigin hönd.
„Hve lengi hefurðu haft
þessa vinnukonu?"
„0, hér um bil þrjá eigin-
menn.“
Hóskadraumar
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
38
Hún kastaði sfgarettustuhbnum
f arinofninn og leit pfreyg á
Christer.
— Hafði hann á réttu að
standa? Var Jón líka myrtur?
— Það er ógerlegt að kveða upp
úr um það fyrr en við höfum
niðurstöður krufningar í höndun-
um. En segið mér frá fimmfu-
dagskvöldinu. Fannst yður hann
vera eins og hann átti að sér,
þegar þér sáuð hann sfðast um
nóttina?
— Já, það hugsa ég nú.... En ef
ég á að vera hreinskilin þá hafði
ég sturtað f mig hellingi af
kampavíni og ég tók ekki eftir þvf
þegar hann fór upp ... ég býst við
það hafi verið um ellefule.vtið eða
svipað leyti og Andreas fof sjálf-
ur þvf að þegar við vorum búin að
þvo upp og drekka kaffi frammi f
eldhúsi var hann ekki með okkur.
— Hvað leið langur tfmi þangað
til þér fóruð upp?
— Ja, kannski svona klukku-
tfmi. Dyrnar á milli svefnher-
bergjanna okkar voru aldrei lok-
aðar og ég gægðist inn tíl hans, en
þá hafði hann slökkt Ijósið óg ég
sá ekki betur en hann væri stein-
sofnaður.
— <)g þér vöknuðuð ekki þegar
hann fór fram úr seinna um nótt-
ina og gekk fram í baðherbergið?
— Nei. Hún varp öndinni
mæðulega. — En ég hef sjálfsagt
sofið fastar en venjulega út af
öllu kampavfninu.
— Hvað haldið þér hann hafi
verlð að fara með demantshring-
inn?
— Já, finnst yður það ekki
skrýtið? Hann hefur sjálfsagt ver-
ið alveg út úr heiminum hlessað-
ur.
— Mér finnst ságan öll dálftið
mikið út úr heiminum. eins og
þér segið. Hvers vegna haldið þér
að hann hafi ekki afhent vður
gjöfina um morguninn?
Hún samsinnti honum kröftug-
lega.
— Haldið þér ekki að ég hafi
Ifka velt þvf fyrir mér ... svo
mikið er ég búin að hugsa um
það, að ég er orðin alveg ringiuð.
Eg var svo vonsvikin að ég átti
ekki orð, þegar hann gaf mér ekki
annað en ilmvatnsglas og þvf mið-
ur hef ég vfst látið hann finna
það, og var bæði fúl og leiðinleg
við hann — hvernig átti ég að vita
að þetta væri sfðasti ævidagur
hans...
— Var það nokkuð óvenjulegl
að þið væruð fúl og leiðinleg
hvort við annað?
Hún horfði á hann stóreygð af
uridrtm.
— Ja, það er eftir hvernig á það
er litið. Við rifumst stundum, sér-
staklega ef einhverjir fleiri voru
viðstaddír, en eiginlega vorum
við æðisiega hamingjusöm og
ofsalega skotin hvort í öðru. Það
er alveg ægilegt ... að öllu skuli
vera lokið ... og hann skuli ekki
vera hjá mér lengur. Ég reyni að
hugsa ekki um það ... en það er
allt svo óskaplega erfitt...
Hún þerraði burt fár með hand-
arbakinu, en Christer virtist ekki
snortinn og sagði blátt áfram:
— Voruð það þér sem bjugguð
tilsalatiðí kvöld?
Hún greip andann á lofti.
— Salatið? Já ... ég gerði það.
Vlvu fannst við eiga aó nota
krystalsskálatnar við þetta tæki-
færi og svo komum við okkur
saman um að við skyldum hafa
salat. Hvers vegna spyrjið þér um
það?
Eitrið sem varð Andreas Hall-
mann að bana var f salatskáiinni
hans, sagði Christer þurrlega. —
Hverjir aðrir en þér hofðu að-
stöðu til að koma nála-gt þvf sem
var f skál Andreasar?
— Skál Andreasar?
Hún endurtók orðin vantrúuð í
röddinni og þegar hún svaraði
spurningunni gerði hún það eins
og vélrænt og annars hugar:
—Ylva var frammi f eldhúsinu
allan tfmann. Kári og Björg komu
og fóru — á meðan þau voru að
bera inn matinn. Og mig minnir
að Malin kæmi fram...
Allt f einu þagnaði hún og leit á
hann skelfingin uppmáluð f and-
litinu.
— Rauða skálín hans Andreas-
ar.
•Já?
— Hún stóð á skenknum við
hliðina á borðstofunni. En þar
stóð hún líka á fímmtudaginn —
kvöldið sem Jón dó. Þér haldið þó
ekki... ?
Hún stökk allt f einu upp og
kastaði sér sfðan á kné við hæg-
indastól Christers. Hún barði
tryllingslega f handlegg hans og
hrópaði:
— Þér haldið þó ekki að það
hafi verið eitur f henni ÞA? og
það eitur hafi orðið Jóni að bana?
Christer Wijk horföi á hana og
aldrei þessu vant var henn heldur
áikulegur á svipinn.
— En góða frú iiallmann,
hvernig hefði eitur f skál Andre-
asar átt að verða manni yðar að
hana?
— Ö, þér skiljið ekkert. Skiljið
þér ekki, hvað er voðalegt að
heyra yður vera að tala um þessar
skálar. Eg vissi ekki það væri
neitt merkilegt við þær — hvern-
ig átti ég að vita það, ha? Og
þegar ég kom fram f eldhúsið á
fimmtudaginn sá ég að það var