Morgunblaðið - 29.07.1976, Blaðsíða 11
L
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1976
11
Ar abar á góðri le X 1 T ið
James Kassouf framkvæmda-
, stjóri Beirútveitingahússins í
London hefur sannarlega átt láni
að fagna það sem af er þessu ári
þótt ekki hafi oft gefist mikill
tími til hvíldar. Beirútveitinga-
húsið er nefnilega miðstöð þeirra
377 þúsund Araba, sem gert er
ráð fyrir að heimsæki Bretland á
þessu ári og eyði þar áætluðum
5oo milljónum dollara i verzlun-
um, veitingahúsum klúbbum og
fasteignasölum.
meiri en á sl. ári og sagt er að þeir
ráði nú nær algeriega fasteigna-
markaðnum i Bretlandi, a.m.k.
varðandi dýrar fasteignir. Einn af
stærstu kaupendunum, Mahdi al-
Tajir, sendiherra Sameinuðu Ar-
abafurstadæmanna i Bretlandi og
margmilljarðamæringur, keypti
nýlega Mereworthkastaiann fyrir
1,2 milljónir dollara vegna þess að
hann vantaði að sögn stað til að
hengja málverk sín upp á.
Hyde Park, sveitasetur i
Hampshire, sem hann greiddi 4.5
miiljónir dollara fyrir og verzlun-
ar- og skrifstofuhús í Mayfair.
Arabar hafa einnig verið stór-
tækir i hótelkaupum og hafa á
undanförnum mánuðum eignast
Royal Kensingtonhótelið, Park
Tower og Dorchesterhótelin,
en hið siðastnefnda keyptu
þeir fyrir 16 milljónir dollara
fyrir 6 vikum, nokkrum dögum
eftir að þvi hafði verið lýst i tima-
riti félags brezkra bifreiðaeig-
enda, sem „óviðjafnanlega
brezku“. Arabisku auðmönnun-
um hefur verið lýst þannig að
þeir aki um sveitirnar fyrir utan
London og kaupi upp landareign-
ir næstum út um gluggana á Rolls
Royce og Mrecedes Benz bifreið-
um sínum og einn fasteignasali
lét svo ummælt að nær allar eign-
ir i London, sem kosta yfir 140
þúsund dollara, færu í hendur
Araba. Viðskiptahættir þeirra eru
einnig nokkuð sérstæðir. Þeir
vilja helzt skoða eignir seint á
kvöldin, en ef þeim iýst á eitthvað
vilja þeir ganga frá hlutunum á
staðnum. Arabi nokkur, sem skoð-
aði einbýlishús við Hyde Park um
miðnætti kom kl. 4 um morgun-
inn til fasteingasalans með 320
þúsund dollara til þess að ganga
frá kaupunum. Nú er talið að
Arabar eigi fasteignir í London
fyrir um 450 milljónir doilara og
ekkert lát er á viðskiptunum.
Arabar eru alls stað-
ar i Bretlandi um þess-
ar mundir og skera sig
úr sökum klæðnaðar-
ins á helztu verziunar-
götum London. Flestir
þeirra eru frá Saudi-
Arabiu og löndunum
við Persaflóa og einn-
ig auðmenn sem hafa
flúið Libanon vegna
átakanna þar, en þau
átök eru einnig helzta
ástæðan fyrir þessum
mikla fjölda. Flestir
auðmanna Arabarikj-
anna hafa undanfarin
ár flúið til sveitasetra
sinna í svalara lofts-
lagi Líbanonfjallanna
á sumrin, en vegna
ástandsins þar kusu
þeir Bretland nú og
það sem af er er fjöldi
arabískra ferða-
manna, sem til Bret-
lands hafa komið, 77%
Arabar í skartgripadeildinni f Harrods.
Mahdi A1 Tijir fyrir utan villuna, sem hann kevpti við Hyde Park.
unglingahátíð
að úlfljótsvatní um verslunarmannahelgl
Forsala aðjjöngumiða
ogrútumíða erhafin
Með fyrstu 1000 aðgöngumiðunum
fylgja sérstök Rauðhettu-lukkutröll
Aðgöngumiðar eru seldirá eftirtöldum stöðum:
Njarðvík:
Fitjanesti
Sandgerði:
Verzlunm Aldan
Akranes:
Reykjavík:
Sölutjald I Austurstræti,
Umferðarmiðstöðin
Keflavik:
Vikurbær, hljómplötudeild,
Sjoppunni á Keflavikurflugvelli
Skátaheimilinu milli kl 19og22
Sætaferðir verða frá öllum þessum stöðum og eru
ferðirnar pantaðará sama stað.
Vegna mikillar eftirspurnar er
vissara að kaupa miða sem fyrst.
W/V
Táningaskórnir
vinsælu frá Sólveigu
Teg. 3.
Verð Kr. 4990 —
Fáanlegir í svörtu
og brúnu.
Póstsendum.
Teg. 2.
Verð Kr. 4990 —
Fáanlegir í svörtu
og brúnu.
Póstsendum