Morgunblaðið - 30.07.1976, Síða 10
10
MORGy.NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1976
.r. t -Jy/o'- -- -'' ■ ’ ' • x
ÍSLENSKU stórmeistararnir í skák, Friðrik Óiafsson og Guðmund-
ur Sigurjónsson, hafa að undanförnu tekið þátt f IBM-skákmótinu í
Hollandi. Urslit mótsins urðu, eins og áður hefur komið fram, þau
að Guðmundur hafnaði í 7.—10. sæti og Friðrik í 11.—12. sæti.
Erlendis vekur það jafnan nokkra undrun, þegar tveir stórmeistar-
ar mæta til keppni frá jafn fámennri þjóð og við tslendingar erum
og má sem dæmi nefna að í skrifum hollenskra blaða f tengslum við
IBM-mótið var á það bent að Bretar þyrftu að eiga 496 stórmeistara,
ef þeir ættu að eiga jafnmarga stórmeistara í skák og tslendingar
miðað við tölu fbúa. Bretar eiga nú aðeins einn stórmeistara, Miles.
Morgunblaðið ræddi stuttlega við þá Friðrik og Guðmund um mótið
og ýmis tfðindi, sem nú eru ofarlega á baugi í skákheiminum og
fara viðtölin hér á eftir.
Hefur telft 84 keppnis-
skákir það sem af er árinu
Rætt við Guðmund Sigurjónsson
— FRAMMISTAÐA Miles frá
Bretlandi kom skemmtilega á
óvart en hann er nýbúinn að ná
stórmeistaratitli og með ár-
angri sfnum á mótinu er hann
kominn I röð sterkustu skák-
manna í heiminum.
Árangur minn var langt frá
þvi, sem ég hafði gert mér von-
ir um. Ég byrjaði þokkalega en
í 4. umferð tapaði ég fyrir Far-
ago og upp frá þvf gekk allt
hálfbrösuglega. Þetta var mjög
sterkt mót og ef við lítum á
vinningana þá eru efstu menn-
irnir með 914 vinning og sá
lægsti með fimm vinninga,
þannig að einn vinningur getur
breytt miklu, sagði Guðmundur
Sigurjónsson, þegar blaðamað-
ur Mbl. ræddi við hann. Guð-
mundur bætti við að það sem af
væri árinu væri hann búinn að
taka þátt I 6 skákmótum og
tefla 84 skákir og ekki væri
laust við að hann væri tekinn
að þreytast auk þess sem lítill
tími hefði gefist til undirbún-
ings fyrir mótin. Þess má geta
að talið er hæfilegt fyrir einn
skákmann að tefla ekki flfeiri
en 60—80 keppnisskákir á ári.
Brottför Kortsnojs
kann að hafa
áhrif á samskipti
sovéskra
og vestrænna
skákmanna
— Sovézkir skákmenn hafa
hingað til frekar falast eftir að
tefla fyrir vestan en brottför
Kortsnojs frá Sovétríkjunum
kann að draga einhvern dilk á
eftir sér. Það eru meir en 30 ár
síðan sovézkir skákmenn hófu
að tefla á Vesturlöndum en þeir
hafa góð laun heimafyrir, þann-
ig að það er ekki ástæðan fyrir
óánægju Kortsnojs og Spasskís,
heldur hafa þeir lent I ónáð hjá
Sovézka skáksambandinu og fá
ekki að keppa erlendis. Það
sætta þeir sig ekki við. Hingað
til hafa frekar fáir sovézkir
skákmenn sagt skilið við föður-
land sitt og það hafa þá aðal-
lega verið Gyðingar, sem hafa
farið til ísraels.
— Ég hef persónulega ekki
trú á að sovétmenn sniðgangi
mót þar sem Kortsnoj verður
meðal þátttakenda I framtíð-
inni. Við höfum dæmi um skák-
mann, sem kom frá Leningrad,
Sosonko, sem var náinn vinur
Kortsnoj, áður en hann hvarf
frá Sovétríkjunum. Sovétmenn
hafa sent menn á mót, sem
hann hefur verið þátttakandi í,
s.s. í Hastings.
Dvaldi f tvo
daga ásamt
Kortsnoj
hjá enskum
skákmanni
— Kortsnoj er mjög opinskár
maður og ég kynntist honum
ekki að ráði fyrr en eftir mótið í
Hastings nú um jólin. En þá
bauð enskur skákmaður mér og
Kortsnoj að dvelja hjá sér í
nokkra daga. Þá mátti greini-
lega heyra að hann var ekki
sáttur við forráðamenn Sovézka
skáksambandsins en hann tal-
aði þá um að fara með fjöl-
skyldu sína til Israels fyrst. En
þetta hefur greinilega breyst.
Spasskí kominn með
tvö vegabréf
— Á næsta ári fer fram
keppni til að skera úr um hver
öðlast rétt til að skora á heims-
meistaraann og þar hefur
Kortsnoj þegar tryggt sér rétt
til þátttöku. Um það hver kem-
ur til með að skora á heims-
meistarann, Karpov, þori ég
ekki að spá. Enn er til að
mynda ekki Ijóst hverjir kom-
ast áfram frá millisvæðamótinu
í Sviss en þar er Larsen efstur.
— Auðvitað saknar maður
þess að sjá ekki Spasskl I hópi
þeirra, sem keppa um áskor-
endaréttinn. Ég hef ekki hitt
hann nýlega en það sem heyrist
af honum I skákheiminum, er
að hann sé kominn með tvö
vegabréf, annað franskt og hitt
rússneskt. Hann vili koma í eitt
ár til Vesturlanda og kynna sér
aðstæður en sovézk yfirvöld
eru ekki á þeim buxunum að
leyfa slfkt „frjálsræði“. Spasskí
vai^á millisvæðamótinu í Man-
illa en stóð sig mjög illa og
hafnaði í miðjum hópi. Eitt mót
segir að vísu lítið um styrkleika
manna og ég hef ekki trú á þvi
að hann se á hraðri niðurleið.
Fyrsti eiginlegi
skákþjálfarinn
— Það að fá hingað fyrsta
eiginlega skákþjálfarann,
Taimanov, er stórt spor fram á
við en hingað til hefur enginn
lærður skákkennari verið til
staðar á Islandi, og ég geri mér
vissulega vonir um að vænta
megi mikils af starfi Taimanov
hér. Við eigum margt ungt og
efnilegt skákfólk og þá nefni ég
bara Helga Ólafsson, Margeir
Pétursson og Guðlaugu Þor-
steinsdóttur. Það er ekkert
betra fyrir þetta unga fólk en
að fá góðan leiðbeinanda og
þetta segi ég I ljósi eigin
reynslu. Taimanov kemur hing-
að á vegum Skákfélagsins
Mjölnis og verður hér i 6 mán-
uði.
Góðir skákmenn
vilja ekki taka
þátt í mótum
með lágum styrkleika
— Næsta verkefni mitt er
skákmótið hér í Reykjavík sem
hefst 24. ágúst n.k. og stendur
til 12. september. Meðal kepp-
enda á mótinu verða tveir Rúss-
ar, Þeir Tukmakov og Ando-
shin.
Timman frá Hollandi verður
með og Najdorf frá Argentínu.
Annars hefur gengið nokkuð
brösótt að fá erlenda skákmenn
til að keppa á þessu móti en það
er í styrkleikaflokki 9.
IBM—mótið var i styrkleika-
flokki 11 og sterkustu mótin
eru í strykleikaflokki 15. Eftir
að farið var að reikna út styrk
skákmanna eftir stigum vilja
góðir skákmenn síður taka þátt
i mótum í lágum styrkleika-
flokkum, því fari þeir illa út úr
mótinu tapa þeir tiltölulega
fleiri stigum í þeim en í sterk-
um mótum.
Heimsmeistarakeppn-
inni í skák breytt?
Millisvæðamótin felld niður en
90 stigahæstu skákmennirnir keppi
Rætt við Friðrik Ólafsson, stórmeistara
— ÞAÐ SEM nú tekur við er
Reykjavíkurmótið í lok ágúst
og síðan höfum við Guðmundur
Sigurjónsson hug á að þiggja
boð um þátttöku í skákmóti f
Novisad rétt norðan við Bel-
grad I Júgóslavíu. Þetta verður
mót í styrkleikaflokki 10. Við
höfum ekki fengið að vita
hverjir þar keppa en mótið
verður haldið siðast I sep-
tembermánuði n.k., sagði Frið-
rik Öiafsson, þegar Morgun-
blaðsmenn heimsóttu hann á
heimili hans og ræddu við hann
um núafstaðið skákmót í Hil-
landi, sem hann og Guðmundur
Sigurjónsson tóku þátt í og
spurðum tíðinda úr skákheim-
inum.
Náði ekki að festa
hendur á stöðunni.
— Athyglisverðast við úrslit-
I IBM-mótinu er árangur
hins unga stórmeistara, Miles
hins enska og ungverjans Far-
ago, sem ekki hefur verið áber-
andi i skákheiminum en náði
góðum árangri á mótinu. Hvað
sjálfan mig snertir var frammi-
staða mfn ekki f samræmi 'við
þær vonir, sem ég hafði gert
mér fyrir mótið. Það var eins og
það bjátaði alltaf eitthvað á
þegar mikið lá við. Á mikilvæg-
um augnablikum var eins og ég
næði ekki að festa hendur á
stöðunni. Slík tímabil geta allt-
af komið og það verður bara að
vona að þetta gangi betur næst.
Kemur sér verst
fyrir Sovétmenn
sjálfa
— Eins og ég hef áður sagt
kom það mér ekki á óvart, að
Kortsnoj yfirgæfi Sovétríkin en
um það hvaða áhrif þetta hefur
á samskipti sovézkra skák-
manna við vestræna er aftur
erfiðara að segja. Þetta fer þó
allt eftir þvi hver viðbrögð
sovézkra yfirvalda verða en
þessi brottför Kortsnoj er and-
svar hans við viðbrögðum
sovézkra yfirvalda vegna um-
mæla hans í garð Skáksam-
bands Sovétrfkjanna. Það hef-
ur heyrst að Sovétmenn muni
ekki senda menn á mót þar sem
Kortsnoj keppir og það er rétt
að þeir hafa gert þetta með
einstaka skákmenn. Ég held
hins vegar að það kæmi þeim
sjálfum verst, ef þeir ætla sér
að sniðganga mót; þar sem
hann verður, því hann er talinn
þriðji besti skákmaðurinn í
heiminum, og ekki ósennilegt
að þeir sem halda mót vilji fá
hann til keppni.
— Þetta hefði verið sterkt
vopn hér áður fyrr, þegar
Sovétmenn höfðu algjöra yfir-
burði í skákinni en nú hafa
hlutföllin breyst. En skákmenn
í Sovétríkjunum verða eins og
allir aðrir íþróttamenn þar að
haga sér á vissan hátt og fylgja
ákveðnum siðum sem eru það
„rétta“. Geri þeir það ekki fell-
ur slíkt ekki í góðan jarðveg.
Kortsnoj er sjálf-
stæður og skapandi
listamaður
— Kortsnoj er mjög góður
skákmaður og ég efast um að
nokkur skákmaður í heiminum
sé jafn sjálfstæður og skapandi
listamaður hvað snertir skák-
stfl. Hann er frjáls og lætur
ekki binda sig.
Fisher er
spurningamerki
— Eg er ekki tilbúinn til að
segja um hver verður ofan á í
keppninni um áskorendarétt-
inn á heimsmeistarann en þetta
verða sterkir skákmenn, sem
keppa. Kortsnoj hefur rétt til
að keppa f áskorendakeppn-
inni, Larsen virðist í góðri að-
stöðu til að komast áfram og við
getum nefnt Petrosjan og Boris
frá Ungverjalandi. Þá má
nefna að Fisher, fyrrverandi
heimsmeistari hefur rétt til að
keppa á áskorendamótinu, þó
vafasamt sé að hann nýti sér
þann rétt.
— Fisher er ekki annað en
spurningamerki í skákheimin-
um um þessar mundir. Hann
býr f Pasadena f Kaliforníu og
lætur lftið á sér bera en banda-
rfskir skákmenn segja að hann
fylgist enn með skák og ekki
sfst trúmálum.
Misráðið að halda
Ólympfumótið
í ísrael
— Ólympíumótið i Israel í
haust er orðið bitbein manna.
Ég tók strax fram aó það væri
afstaða mín, að ég vildi ekki
tefla þar og þá ákvörðun tók ég
að ósk fjölskyldu minnar.
Ástandið í ísrael er ekki það
tryggt að hægt sé að vera þar
rólegur og ég tel það misráðið
frá upphafi að velja mótinu
stað þar þvf það var vitað fyrir
fram að deilur yrðu um staðinn.
Það að Rússar ætli ekki að taka
þátt í mótinu breytir engu um
mfna afstöðu, ég hefði hvort eð
er ekki keppt þar þó þeir hefðu
verið með.
— Það er ekki ráðið f hvaða
mótum ég tek þátt á næsta ári
en mörg mót eru í boði. Ég er
Framhald á bls. 34