Morgunblaðið - 30.07.1976, Síða 34

Morgunblaðið - 30.07.1976, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JULI 1976 34 Ford fær mikilvægan stuðning frá foringja óháðra í Mississippi Washington, 29. júlí. AP. FORMAÐUR Repúblikanaflokks- ins f Mississippi, Clarke Reed, hefur lýst yfir stuðningi við Gerald Ford forseta f forseta- framboð. Þar með hefur keppi- nautur forsetans, Ronald Reagan, orðið fyrir fyrsta alvarlega áfall- inu sfðan hann ákvað að velja Skólarnir tæmdust Jóhannesarhorg, 29. júlí. NTB. ALLIR skólar blökkumanna í Soweto skammt frá Jóhannesar- borg tæmdust á nokkrum tfmum f dag. Kveikt var i fjórum skólunt þótt sérþjálfuð óeirðalögregla hafi verið á verði í bænum síðan skól- ar voru opnaðir að nýju fyrir einni viku. Allir starfsmenn skóla í Soweto voru fluttir burtu eftir íkveikjurnar. James Kruger dómsmálaráð- herra sagði í viðtali í dag að óeirðalögreglan yrði í Soweto þangað til friður kæmist á. Félag þeldökkra kennara vill að óeirða- lögreglan verði flutt burtu þar sem þeir telja að nemendur þori ekki að sækja skóla af ótta við hana. Richard Schweiker, frjálslynda öldungadeildarmann frá Pennsyl- vanýu, fyrir varaforsetaefni sitt. Yfirlýsing Reeds ætti að tryggja Ford stuðning flestra ef ekki allra fulltrúa Mississippi á flokksþingi repúblikana f næsta mánuði að sögn stjórnmálafréttaritara. Reed spáði Ford sigri og skoraði á repúblikana að sameinast gegn demókrötum f kosningunum í nóvember. Fulltrúar Mississippi eru 30 og óháðir. Þeir eru f jölmennasti hóp- ur óháðra fulltrúa sem Ford og Reagan hafa barizt um. Sam- kvæmt könnun AP vantar Ford 33 atkvæði af 1330 sem hann þarf að fá á flokksþinginu til að hljóta útnefninguna. „Að mfnu mati er baráttunni um útnefninguna að heita má lok- ið,“ sagði Reed, sem er einn af áhrifamestu leiðtogum repúblikana. Hann kvaðst hingað til hafa hallazt að Reagan en skipt um skoðun þegar Reagan valdi Schweiker fyrir varaforsetaefni. Ford er væntanlegur til Mississippi á föstudag og Reagan og Schweiker ætla þangað í næstu viku. Áður en Reed gaf yfir- lýsingu sína sögðu aðstoðarmenn Fords i Mississippi að forsetinn mundi fá stuðning meirihluta fulltrúa flokksins, þar en senni- lega ekki fyrr en á flokksþinginu. Jafnframt hefur Ford rætt við þingleiðtoga um val varaforseta- efnis og þeir segja að til greina komi margir ríkisstjórar, þing- menn og aðrir, þar á meðal konur. Þeir vilja ekki nefna nöfn en segja að listinn lengist stöðugt og viðurkenna að einn þeirra sem til greina komi sé John Connally, fyrrum rfkisstjóri Texas, sem lýsti yfir stuðningi við Ford i fyrradag. Frambjóðandi demókrata, Jimmy Carter, hefur rætt við George Bush, yfirmann leyni- þjónustunnar CIA í fimm og hálfa klukkustund. Carter fór fram á þennan fund þótt venja sé að CIA gefi forsetaframbjóðendum skýrslu. Á eftir sakaði Carter stjórn Nixons og Fords um að hafa valdið þjóðinni efnahags- erfiðleikum með vísvitandi og skipulögðum samdrætti sem hún hafi talið að gæti gert henni kleift að sigrast á verðbólgu. vonbrigð eða árangurs? Briissel, 29. júlf AP. EINU ári eftir undirritun Helsinki-samningsins telja sumir embættis- menn f aðalstöðvum NATO f Brússel að nokkur árangur sé að sjá dagsins ljós. Þeir segja að gagnkvæm tortryggni Rússa og vestrænna þjóða sé rótgróin og margra alda gömul og verði aðeins eitt á löngum tfma. Til marks um aukið traust benda þeir á að það sé orðin venja að ríki í austri og vestri tilkynni fyrirfram um liðsflutninga og bjóði mótaðilanum að fylgjast með heræfingum sínum. Að vísu er sagt að leyniþjónust- ur beggja aðila geti hæglega kom- izt að því hvenær heræfingar fari fram og að fulltrúarnir sem fái að fylgjast með þeim geri ekki ráð fyrir að sjá nokkuð að ráði. Hins vegar er þetta talin nokk- urs konar trygging því að ef ann- ar hvor aðilinn tilkynni ekki um — Fréttabréf frá Djúpi Framhald af bls. 3 kviku til sigurlandsins, en von er þó flestra að takast megi hrimróðurinn áður en þeir íklæð- ast næstu kosningabuxum. Þá hafa þeir Langstrendingar gert ítrekaðar tilraunir til að fá tvær talstiiðvar f hreppinn til lífs- öryggis sér og sínum, og fengið einhvern ádrátt, en á engum slík- um maskínum bólar þó ennþá. Eitt er það vcrkefni sem vega- gerðin héfur tekið sér fyrir hendur nú nýverið, að afmá hina ágætustu vegvísa sem staðið hafa hin síðari ár við neðri Langdalsár- brúna í Nauteyrarhreppi. Einn þeirra vísaði veginn yfir Þorska- fjarðarhciði, annar til hins nýja Djúpvegar, en sá þriðji að Ba-jum á Sna-fjalláströnd með kílómetra- tölu. Þetta þótti mjög til skýringar þeim sem ókunnugir eru. En nú í fyllingu hættra vega og betri samgangna að ætla ma-tti, dundaði vegagerðin við að taka þessa ága-tu vegvfsa niður, og setja aðeins einn í staðinn, sem á stendur: Snæfjallaströnd með einhverju númeri að auki. Vita ekki ókunnugir annað en þeir séu komnir útá Sna-f jallaströnd þegar komið er yfir Langadalsár- brú. Þykir þá þeim sem kunnugir eru að hcldur hafi ströndin sú arna teygst óeðlilega langt til suðurs á ekki lengri tíma. — En til glöggvunar hefur Kaldalón verið talið skipta Snæfjalla- og Langadalsströnd, og svo mun enn vera. Engin rúta frá Vestfjarðaleið hefur komið hér að Djúpi í sumar svo sem verið hefir undanfarið um tugi ára. Þykir þetta hér um slóðir stórt spor stfgið til afturfar- ar, og þá nokkurt ámæli að tryggja sér sérleyfi og plana það f leiðabók, en sinna því svo ekki frekar. Þá eru það nokkrar fréttir, að verið er að leggja nýjan veg yfir túnið á Arngerðareyri, og má segja að um það bil helmingur af túni þessa forna höfðingjaseturs fari undir veginn. Má vera að hinir þjóðlegu höfðingjar er þar áður setið hafa, — litu slíkar að- farir ekki sem hýrustu auga, ef uppúr gröfum sfnum mættu lfta. Verið er að byggja nýja brú á I.augardalsá í Ögurhreppi, um 40 metra langa. Einnig má til ný- mælis telja, að nú er í fyrsta sinn hér við Djúp — vinnuflokkur inní Langadal við að harpa möl til ofaníburðar vega. Jens f Kaldalóni. — Stórbætt Framhald af bls. 36 um 2400—2500 milljónir miðað við gengi í júnílok í ár. í júní f ár voru tekin lán að upphæð 700 milljónir króna en í fyrra í júni komu inn um 800 milljónir króna í lánurn. Hin bætta gjaldeyris- staða frá áramótum stafar að nokkru leytí af auknum lántökum en að mestu leyti af hagstseðari viðskiptaþróun, þ.e. tiltölulega meiri útflutningi vöru og þjón- ustu og minni innflutningi. — Mikil - atvinna Framhald af bls. 2 mjög duglegir í ferðalögum á vetrum, oft við afar erfiðar að- stæður, því alls staðar er yfir fjiill að fara og héraðið stórt. Almennt er fólk mjög ánægt • með skipulag heilsugæzlu hjá læknunum þrátl fyrir mjög þröngan og erfiðan húsakost. Með tilkomu nýju heilsugæzlustöðvar- innar er von til að aðstaða verði mjög góð. Allir Vestur-Barðstrendingar á milli 40 og 60 ára voru boðaðir í hjartarannsókn sl. vetur og vor og er mér sagt að almennt hafi verið vel mætt í skoðunina. Samgöngur Mikill ferðamannastraumur hefur verið hingað vestur nú í sumar og þá sérstaklega síðustu daga. Er þetta fólk hvaðanæva að af landinu. Mikil umferð hefur verið í þorpunum — eins hafa margir lagt leið sína út á Látra- bjarg, Rauðasand og fleiri staða. Tíðarfar Júnímánuður var mikill sól- skinsmánuður hér á Vestfjörðum og veður sérlega gott, en nú síð- ustu daga hefur verið mjög vot- viðrasamt og eru heyskaparhorf- ur uppvænlegar ef ekki rætist úr með veður mjög bráðlega, þar sem spretta er mjög góð á túnum og hætt er við, að gras fari að vaxa úr sér ef það verður látið vera lengi óslegið. I fyrri hluta júlí gerði hér mikla hitabylgju sem annars staðar vestan og suð-vestanlands og 9. júlí komst hitinn hér inni í fjörð- um og dölum víða upp í 30 stig í skugganum seinni hluta dagsins, og þótti þá mörgum nóg um. Ann- ars undra menn sig hér á hverju það sætir hjá Veðurstofu Islands að birta hita í innsveitum í öllum landshlutum nema Vestfjörðum. Hér heyrum við bara veðurlýs- ingu^frá Hvallátrum, Galtarvita, Æðey og Hornbjargsvita, en eng- inn fær að heyra hitastigið inn á fjörðum og dölum, þar sem jú allt fólkið býr. Páll. — Kirkju- garðurinn Framhald af bls. 2 er eftir muni ekki endast nema til 2ja næstu ára. Nokkur viðbót fékkst við Foss- vogskirkjugarðinn fyrir fáeinum árum, og er hann samtals um 21 hektari að stærð. Nú eru í kirkju- garðinum ails um 25 þúsund graf- stæði, sem þó gefur ekki alger- lega rétta mynd af fjölda leiða, þar eð töluvert er um að fólk láti taka frá grafstæði fyrir sig við hlið maka, sem þar hvílir. Yfir- leitt er reiknað með 7'A—8 fer- metra á hverja gröf en þá er þar innifalin gangstígur og gróður- reitur. — Sitthvað nýtt Framhald af bls. 3 1953. Affair With a Stranger. Tekst af tveir vilja, í þýðingu Stefáns Jökulssonar. Á laugardag 7, ágúst er rétt að vekja athygli á leikritinu Anton og Kleópatra eftir William Shakespeare. Sagði Björn Baldursson að það væri frá brezku sjónvarpsstöðinni ITC en sú stöð hefur gert fleiri myndir með leikritum Shake- speares. Textagerð annaðist Dóra Hafsteinsdóttir. — Ráðherralisti Frámhald af bls. 1 þessarar minnihlutastjórnar er gerð með stuðningi kommúnista. Verður þar með bundinn endi á stjórnarkreppuna, sem verið hefur I landinu sl. 3 mánuði. Heimildir í Róm hermdu að færri ráðherrar yrðu i stjórninni en vant hefur verið í ítölskum stjórnmálum og að meðal ráðherr- anna yrðu nokkrir tæknikratar. Miðstjórn italska kommúnista- flokksins kom saman til fundar í dag til að ræða afstöðu sina til nýju stjórnarinnar, en gert er ráð fyrir að þingmenn flokksins muni sitja hjá við atkvæðagreiðslu um traust á stjórnina og tryggja þannig að hún haldi velli. Þetta muni kommúnistar gera til að binda enda á þá óvissu, sem ríkt hefur i stjórnmálum landsins að undanförnu. Sósíalistaflokkurinn á ítaliu ákvað á miðstjórnarfundi i gærkvöldi að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu um traust á stjórn- ina eins og aðrir smáflokkar á þingi hafa ákveðið að'gera. Andreotti er 57 ára að aldri. Hann var forsætisráðherra landsins um eins árs skeið frá því i júní 1972. Hann var fjárlaga- og áætlanaráðherra i minnihluta- stjórn Aldo Moros, sem fór frá í apríl sl. er þing var rofið og boðað til nýrra kosningar. — Amin Frarnhald af bls. 1 hann segði af sér. Þessir tveir ættbálkar ásamt her landsins eru hornsteinninn undir valdastóli Amins. Amin er af Kakwaætt- bálknum og er hann komst til valda í janúar 1971 skipaði hann menn úr þessum tveimur ættbálk- um i lykilstöður innan hersins. Herma heimildirnar að nefndar- menn hafi sagt við Amin að óhjákvæmilegt væri að hann segði af sér þar sem efnahag landsins væri mikil hætta búinn. — Rannsóknir Framhald af bls. 1 yfir þessu svæði. Tyrkneska utan- rikisráðuneytið sagði að ekki hefði orðið vart við nein grísk herskip á þessum slóðum, en ótt- azt hafði verið að Grikkir beittu valdi til að hindra leiðangurs- menn í störfum þeirra. Heimildir í Ankara, höfuðborg Tyrklands, herma að viðræður milli Grikkja og Tyrkja um þetta mál hafi farið fram að tjaldabaki og að báðir aðilar vildu komast hjá átökum. Verkefni Sismik I i þessum fyrsta leiðangri er að kortleggja hafsbotninn í NA-hluta Eyjahafs, en ekki er ráðgert að skipið fari inn á mjög viðkvæm og umdeild svæði á Eyjahafi i þessum leið- angri, sem eru suður og austúr af Limnos, vestur af Lesbos og í grennd við Rhodos. — Friðrik Framhald af bls. 10 þó búinn að þiggja boð um þátt- töku í Wejk an Zee mótinu í janúar en ég sigraði á þessu móti í ár. Þá er annað mót í Hollandi, Tilpulgr. Þetta er nýtt mót sem stálverksmiðjur þar í landi gangast fyrir og verður í styrkleikaflokki 13. 90 stigahæstu skákmennirnir keppi á 6 mótum — Á síðustu árum hefur nokkuð verið rætt um að breyta fyrirkomulagi heimsmeistara- keppninnar en nú þurfa menn að bíða f þrjú ár eftir að geta átt möguleika á ný, falli þeir úr á millisvæðamótunum. Nú hefur FIDE, Alþjóða skáksambandið komið fram með tillögu, sem styttir þennan tíma niður í tvö ár. Samkvæmt henni á að sleppa svæðamótum, eins og nú stendur yfir í Sviss en þess f stað á að skipta 90 stigahæstu mönnunum f heiminum niður á 6 mót og af þessum 6 mótum komast siðan 2 af hverju móti f áskorendakeppnina. Þetta er að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.