Morgunblaðið - 06.08.1976, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST 1976
Mikil umferð var um aðalgötu mótsvæðisins. — Allt vatn varð að
flytja í brúsum þar sem ekkert rennandi vatn er á
svæðinu. Ljósmyndir: Sv.P.
Skátastúlkur frá Kópaskeri tálga kertastjaka úr lurkum. Var það
liður f sveitakeppni.
Bjargsig var leikið af þessum háa palli.
Skáta-
mót í
Leyn-
ings-
hólum
SKÁTAMÓT var haldið í
Leyningshólum í Eyja-
firði nú um verslunar-
mannahelgina eða frá
föstudagskvöldi til mánu-
dagskvölds. Um 340 skát-
ar frá 8 stöðum á landinu
sóttu mótið, en fjölmenn-
astir voru Akureyrar-
skátar. Mótsstjóri var
Gunnar Jónsson, en
skátafélögin á Akureyri
undirbjuggu mótið og
sáu um framkvæmd þess.
Mótið fór í alla staði hið
besta fram, og skátarnir
skemmtu sér konunglega
viö alls konar viðfangs-
efni og gamanmál. Um-
hverfi er hið fegursta í
Leyningshólum, veðrið
var eins og best varð á
kosið og skapið í stakasta
lagi. Öllum kennileitum á
mótssvæðinu voru gefin
örnefni úr himingeimn-
um og þá helst úr sólkerfi
voru. Gefið var út dag-
blað og fleira menningar-
legt uppi haft.
Margir eldri skátar
sóttu mótið og blönduð-
ust hinum ungu, og sér-
stakar búðir voru fyrir
foreldra skátanna, sem
koma vildu. Mótið fór allt
fram með hhium mesta
sóma og varð bæði skát-
unum bæði til vegsauka
og sannrar gleði.
Sv.P.
Egilsstaðaskátar voru með frumlega gestabók, hreindýrsskinn.
Þessar skátastúlkur voru að lesa á skinnið, þegar Ijósmyndarann
bar að.
Merki við einar tjaldbúðirnar.
revndist það Ijúffeng máltfð.
Frönsk tónlist í
Skálholtskirkju
UM ÞESSA helgi verða haldnir
þriðju tónleikarnir á „Sumartón-
leikum í Skálholtskirkju 1976“.
Tónleikar þessir eru kl. 4 á laug-
ardag og sunnudag. Aðgangur er
ókeypis.
Að þessu sinni verður eingöngu
flutt frönsk tónlist. Verk þau, er
flutt verða, gefa sýnishorn
franskrar tónlistar frá barokk-
tímabilinu og fram á okkar daga.
Meðal ver.ka eru einleiksverk fyr-
ir flautu, einleikssvíta fyrir klarí-
nett, dúó fyrir flautu og klarinett
og verk fyrir flautu og sembal.
Flytjendur eru Manuela Wies-
ler flautuleikari, Sigurður
Snorrason klarfnettuleikari og
Helga Ingólfsdóttir semballeik-
ari.
(Fréttatilkynning)
Maðkaða
hrökkbrauðið
ÞAÐ ER allalgengt að maðkur
finnist í alls konar innfluttum
matvælum, að sögn Asgeirs Ein-
arssonar heilbrigðisráðunautar,
en við höfðum samband við hann
í gærdag í framhaldi af frétt okk-
ar um maðkaða hrökkbrauðið.
„í stórum vöruhúsum geta flug-
ur náð að verpa í kornvöruna
meðan hún er enn óunnin og
ópökkuð," sagði Asgeir. „Þetta er
fyrst via, sem ómögulegt er að
finna, og síðan getur vían komið
fram sem lirfa, eða jafnvel fluga,
á ólíkleg'ustu stöðum. Það er erfitt
að koma í veg fyrir þetta, því
þetta kemur næstum allt erlendis
frá, en þau tilfelli, sem við höfum
fengið, höfum við látið rannsaka á
Keldum.“
Eskifjörður
Til sölu 3ja herb. íbúð í góðu steinhúsi á
Eskifirði.
Upplýsingar í síma 97-6220.
Hafnarfjörður —
Norðurbær
Til sölu tvær 4ra — 5 herb. íbúðir í fjölbýlishúsi
á góðum stað við Breiðvang í Norðurbænum.
Seljast tilbúnar undir tréverk, til afhendingar
næsta vor. Sameign fullfrágengin og malbikuð
bílastæði Suðursvalir. Bílageymslur fylgja.
Fast verð kr. 8 millj. 650 þús. með bílgeymslu.
Árni Gunn/augsson hr/.
Austurgötu 10, Hafnarfirði,
sími 50764.
Jörð til sölu
Til sölu er jörð ásamt íbúðarhúsi og útihúsum.
Jörðin er í nágrenni Selfoss. Tún eru um 20 ha.
Landstærð er um 1 20 ha.
Nánari upplýsingar gefur
Agnar Gústafsson Hr/.
Hafnarstræi 1 1.
Símar 12600 — 2 1 750.