Morgunblaðið - 24.08.1976, Page 3

Morgunblaðið - 24.08.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 3 Austfirðir: LÉLEG UNDIR- BYGGING ORSÖK GATNASKEMMDA? KOMIÐ hefur I Ijós á nokkrum stöðum austan lands, að slitlag sem þar var lagt á götur fyrir nokkrum árum, hefur ekki alls staðar enzt jafnvel og menn gerðu sér vonir um. Jóhann Clausen bæjar- stjóri á Eskifirði sagði í samtali við Mbl. í gær, að slitlagið hefði enzt vel á Eskifirði og víðar, en á sumum stöðum ekki eins vel og væri jafnvel um að ræða mismunandi endingu gatna í einum og sama bænum. Sagðist hann ekki vera í vafa um að hér væri um að kenna undir- byggingu gatnanna og hefði það sýnt sig að þar sem vel var vandað tii undirbyggingarinnar hefði olíumölin sem á var lögð enzt vel. Sagði Jóhann að norska fyrirtækið sem lagði olíumölina hefði ekki tekið neina ábyrgð á undir- byggingunni og væru skemmdirnar sem orðið hefðu á ábyrgð sveitar- félaganna sjálfra. Núna er verið að leggja oliumöl víða á austfjörðum og er unnið að endurbótum þar sem eldri olíumölin hefur skemmzt og jafnframt að nýlagningu, að sögn Jóhanns. Connally hætti við för sína hingað á síðustu stundu EINS og frá var skýrt í Mbl. á sunnudag var Reykjavíkurskákmótið: Dregið um töflu- röð í dag SJÖUNDA Reykjavfkurskákmót- ið hefst I Hagaskóla kl. fimm ( dag, en kl. 14 verður dregið um töfluröð keppenda á Hótel Holti. Keppendur eru alls 16, þar af átta erlendir skákmeistarar. Heildarverðlaun á mótinu nema samtals um 1270 þúsund krónum. bandarfski stjórnmálamað- urinn John Connally vænt- anlegur til landsins sl. laugardagskvöld til lax- veiða. Er blaðið fór í prentun eftir hádegi á láugardag var fullvist talið, að Conn- ally kæmi með kunningj- um sínum í einkaþotu Pepsi Cola fyrirtækisins og var frátekið fyrir hann herbergi á Hótel Loftleið- um. Svo fór þó, að Connally varð að hætta við för sína hingað á síðustu stundu og var hann ekki með er þotan lenti á Reykjavíkurflug- velli síðla á laugardags- kvöld, en aðrir farþegar í vélinni héldu til veiða í Laxá i Dölum á sunnudag. Góð sala í Svignaskarði SL. LAUGARDAG var haldið uppboð á hrossum f Svignaskarði f Borgarfirði. Hrossin, sem boðin voru upp, voru öll f eígu Skúla Kristjánssonar f Svignaskarði og Kjartans Jónssonar á Guðna- bakka. Að sögn Skúla komu um 600 manns á uppboðið alls staðar að af landinu og gekk salan vel. Ætlunin var að bjóða upp 36 hross en f lokin seldust 48. Flest voru þau ótamin, hryssur, trippi og folar. Á einna hæstu verði fór Hugur, ekki fulltaminn, á 200 þúsund. Hugur er undan Sörla 653 frá Sauðárkróki og Fjöður úr Svignaskarði. Af hryssunum var hæst boðið f Aldfsi, 5 vetra leirljósa úr Svignaskarði. Hún fór á 120 þús. Heldur að glæðast á loðnunni LOÐNUVEIÐIN var held- ur að glæðast i gær og þeg- ar Mbl. hafði samband við loðnunefnd höfðu fjórir bátar tilkynnt um afla, samtals 2110 tonn. Þeir bátar sem þennan afla fengu voru Sigurður með 1000 tonn, Grindvíkingur með 600 tonn, Svanur með 300 tonn og Sæberg með 210 tonn. Frá upp- hafi loðnuvertíðar f sumar hafa veiðzt um 48000 tonn. Aflahæstu skipin eru Sigurður með 6696 tonn, Súlan með 3669 tonn, Gísli Arni með 3067 tonn, Grindvíking- ur með 2992 tonn og Guðmundur með 2961 tonn. 1 þessum tölum er talinn sá afli sem loðnunefnd var kunnugt um síðdegis í gær. FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNIASalstræ,9..... M Leipzig Autumn Fair 1976 Brottför 4. sept. (Einkaumboðsmenn á íslandi) photokino Köln World Fair of Photography Hópferð Brottför 9 september 555S SP0CA ^KOLN Spoga '76 Alþjóðleg sportvörusýning Köln Hópferð Brottför 25 september Frankfurt Alþjóðleg bókasýninp Ódýru Spánarferðirnar Costa Blanca — Benidorm 2ja og 3ja vikna ferðir i allt sumar. Fjölskylduafsláttur, íslensk hjúkrunarkona og barnfóstra 30. ágúst, 6. sept. 13. sept. örfá sæti laus. nokkur sæti laus örfá sæti laus Hópferð Brottför 15 september £ Auto- mechanika 76 BHavarahlutir, tækninýjungar varðandi bílaverkstæði.bensín stöðvar o.fl. Frankfurt/M Hópferð Brottför 24. september. Frankfurt Alþjóðleg vörusýning Brottför 28. ágúst. Ódýrar Norðurlandaferðir í allt sumar. Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.