Morgunblaðið - 24.08.1976, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1976
27
kvaddur án þess að minnzt sé
heimilisins, sem hann gaf allt,
sem hans gjöfula hjarta gat veitt.
Þar fór saman hjá þeim Soffíu og
Stefáni það bezta, sem í þeim bjó.
Þess áttum við hjónin kost á að
kynnast frá upphafi. Hver stund
sem þar var dvalin, er brunnur
ljúfra endurminninga.
Blessun Guðs sé með Soffíu
minni, dætrum og öðrum ættingj-
um.
Far þú í friði, vinur.
Bjarni Björnsson.
Fráfall Stefáns kom okkur vin-
um hans mjög á óvart. Enda þótt
hann hefði kennt lasleika um
skeið, treystum við því að hann
myndi ná fullri heilsu aftur.
Kynni okkar Stefáns endurnýj-
uðust, þegar undirritaður fluttist
til Bandaríkjanna 1961 til starfa
þar. Héldust náin kynni alla tíð
síðan.
Stefán fluttist með fjölskyldu
sinni til Bandaríkjanna til starfa
fyrir íslenzkan aðila árið 1955, og
dvaldist þar tii dauðadags, eða
rúm 20 ár. Er mér kunnugt um, að
í ábyrgðarmiklu starfi innti Stef-
án skyldur sínár af hendi með
áhuga og kostgæfni, og bar hag
atvinnuveitanda síns mjög fyrir
brjósti alla tíð.
I allri umgengni var Stefán
mikið snyrtimenni, dagfarsgóður,
nærgætinn og hjálpsamur. Stefán
var tilfinningamaður og átti ríka
lund sem hann flíkaði ekki. í fé-
lagsstörfum vestra áttum við
nokkra samvinnu, og var Stefán
áhugasamur um þau mál.
Fallegt og myndarlegt heimili
þeirra Stefáns og Soffíu konu
hans var lengi miðstöð íslendinga
í New York, enda var þar oft
fjölmennt. Þar fór saman hjarta-
hlýja og frábær gestrisni þeirra
hjóna, sem lengi mun í minnum
höfð af þeim sem þar komu.
Þótt það yrði hlutskipti Stefáns
að dveljast svo lengi við störf er-
lendis sem raun varð á, var hann
ávallt með hugann á Islandi.
Fylgdist hann gerla með fram-
vindu mála hér, og sérstakan
áhuga hafði hann á pólitískri þró-
un á Islandi. 1 góðum hóp var oft
gaman að hlusta á athyglisverðar
og skarplegar íhuganir hans á
þeim málum.
Það er eftirsjá að Stefáni. Þó er
söknuðurinn mestur hjá Soffíu,
konu hans, dætrunum Þórunni,
Önnu Bergljótu og Soffíu, svo og
Jakobi Möller tengdasyni þeirra
hjóna og dóttursyni. Þeim öllum
votta ég einlæga samúð okkar
hjóna.
Sigurður Helgason.
Þann 15. ágúst lézt Stefán
frændi á sjúkrahúsi í New York.
Þar hafði hann háð harða baráttu
við sjúkdóm þann er að lokum
varð ekki ráðin bót á þrátt fyrir
mikla kunnáttu færustu Iækna og
bænir okkar allra, sem þótti vænt
um hann.
Stefán hafði um árabil búið í
New York ásamt fjölskyldu sinni
og starfað þar sem framkvæmda-
stjóri hjá tslenzkum aðalverktök-
um. Það er einnig stór hópur, sem
saknar góðs drengs, bæði starfsfé-
lagar hans og fjöldi vina, sem
hann og hans elskulega fjölskylda
hafa eignazt gegnum árin.
Ég var hreykinn af að eiga hann
fyrir frænda, þegar ég hitti fólk,
sem hafði dvalizt hjá honum og
konu hans um lengri eða skemmri
tíma og átti ekki orð yfir alla þá
rausn, hjálpsemi og kærleik er
þau hjónin sýndu. Má þar nefna
stúlkur, sem ráðnar voru til starfa
á heimilinu og nutu þar um-
hyggju, sem góðir foreldrar geta
einir veitt. Sjálfur veit ég að þetta
er allt rétt, þar sem ég hef notið
þess sama 1 þau skipti, sem ég hef
dvalizt í New York. Vil ég hér
með þakka það allt þótt seint sé;
þeirri rausn og hlýju reyni ég
ekki að lýsa, engin orð ná yfir
það.
Hugurinn reikar langt aftur í
tímann til Seyðisfjarðar þar sem
við áttum okkar bernskuár. Minn-
ingarnar hrannast upp hver af
annarri, ljúfar og bjartar.
Sagt er, að sólin skíni ekki á
Seyðisfirði stóran hluta ársins.
Samt er minning mfn þaðan mikið
sólskin og veit ég nú, að það staf-
ar frá þvf góða fólki, sem við
systkinin vorum svo lánsöm að
dveljast hjá: góðum foreldrum í
„litla húsinu“, sem áður var heim-
ili foreldra Stefáns og þvf einnig
æskuheimili hans og Bellu systur
hans. Á aðra hönd var gamla
heimilið ömmu og afa, er seinna
varð aðsetur símstöðvarinnar, en
hina „stóra húsið“ heimili ömmu
og þá einnig heimili foreldra
þeirra systkina. Þeir voru Anna,
dóttir frú Ólafiu Sigurðardóttur
hreppstjóra í Firði í Seyðisfirði
og Stefáns Th. Jónssonar kaup-
manns og útgerðarmanns þar, og
föðurbróðir okkar systkina, Ottó
sonur Elísabetar og Friðriks
Wathne. Þarna vorum við f umsjá
elskulegrar ömmu, áttum raun-
verulega tvö heimili; vernduð af
góðum foreldrum, sem við áttum
einnig tvær útgáfur af, þar sem
voru þau Anna og Ottó. Þar var
dekrað við okkur af börnum
þeirra ásamt Karen systurdóttur
pabba, sem ólst upp hjá ömmu og
afa og búum við að því æ sfðan.
Mikil tónlist var í kringum okk-
ur. Pfanó á báðum heimilum,
ásamt ýmsum strengjahljóðfær-
um og spiluðu Anna og mamma
mikið fyrir okkur og kenndu
þeim yngri. Oft fengum við góðar
gjafir, er feður okkar komu að
utan og margan góðan gripinn
smíðaði Stefán handa okkur og
einnig Ottó, sem var völundur
mikill.
Miklir blóma og trjágarðar voru
umhverfis heimilin, sem amma
byrjaði að rækta og þær yngri
tóku við að hirða um. Þar voru oft
dýrðlegar veizlur og rausnarlega
veitt og var þangað boðið vinum
okkar barna. 1 þessu umhverfi sé
ég Stefán fyrir mér, ungan, kátan,
hraustan og glæsilegan, fyrir-
mynd okkar yngri, en umfram allt
ljúfan, hjálpsaman og kurteisan
svo af bar, enda virtan og elskað-
an af öllum. Enn þann dag i dag
hitti ég oft ýmsa gamla æskuvini
hans og ber þeim öllum saman,
um að svona hafi hann verið.
Stefán fór snemma að vinna
fyrir sér, bæði til sjós og lands.
Það komst enginn hjá þvi frá
þessum heimilum, hvort sem efni
voru góð eður ei. Var hann liðtæk-
ur vel hvert svo sem starfið var.
Hann leitaði menntunar f
Menntaskólann f Reykjavik og
lauk þaðan stúdentsprófi árið
1938. Sfðar stundaði hann nám
erlendis, bæði í Þýzkalandi og
Danmörku.
6. febrúar 1943 gekk hann að
eiga eftirlifandi eiginkonu sfna
og var það hans mesta gæfa. Hún
er Soffia Guðrún, dóttir heiðurs-
hjóna mikilla, frú Þórunnar, dótt-
ur frú Láru Pétursdóttur
Havsteen amtmanns og Jóns
fræðslumálastjóra Þórarinssonar
Böðvarssonar prófasts í Görðum á
Alftanesi, og eiginmanns frú Þór-
unnar, Júlíusar sýslumanns Þing-
eyinga á Húsavík, sonar frú
Thoru f. Schwenn og etatsráðs
Jakobs V. Havsteen kaupmanns á
Akureyri.
Vel man ég, er Stefán kom á
heimili mömmu og pabba með
þessa glæsilegu stúlku í fyrsta
sinni og tilkynnti, að hana ætlaði
hann að eiga. Það duldist engum,
að hún var kyni borin, látlaus,
frjálsleg og hafði tígulega reisn
til að bera og vann strax hugi
okkar allra.
Einhverju sinni sat ég og spjall-
aði við önnu móður Stefáns. Talið
barst að liðinni tíð. Mér var kunn-
ugt um, að hún hefði átt indæla
æsku á góðu heimili ásamt fjórum
systkinum. Mótlæti hafði hún
einnig fengið að reyna. Eina syst-
ur og tvo bræður missti hún með
stuttu millibili. Þrátt fyrir það
sagði hún þessi einstaka, gæða-
kona: „Ég hef svo mikið að þakka,
ég átti góðan mann, ég á tvö börn
slík, að ekki verður á betra kosið
og ég á meira. Ég á tvö tengda-
börn, sem hafa reynzt mér svo að
engin dóttir eða sonur gætu gert
betur.“
Soffíu og Stefáni varð þriggja
dætra auðið. Þær eru Þórunn lög-
fræðingur, gift Jakobi Þ. Möller
lögfræðingi. Eiga þau einn son,
Gunnar Stefán. Anna Bélla, há-
skólastúdent, og Soffía, sem einn-
ig stundar nám og munu þau nú
komin heim ásamt/ 'Soffiu Guð-
rúnu til að kveðja þann sem þau
unnu.
Ég veit að Bella og maður henn-
ar, Geir Borg forstjóri, sem und-
anfarið hafa dvalizt hjá þeim í
New York, munu opna heimili sitt
fyrir þeim og styrkja þau á allan
hátt ásamt fjölskyldu Soffiu og
vinum.
Um leið og ég votta ykkur öllum
samúð mina, móður minnar, syst-
kina og fjölskyldna þeirra bið ég
góðan guð að gefa ykkur styrk.
Blessuð sé minning góðs drengs
og hafi hann þökk fyrir allt.
Jón Atli Wathne.
„Götu sfna gekk hann keikur,
garplegur f mannraunum.
Sá ég hann f svaðilförum
sækja móti storminum.
Niðja sinna nauðsyn rækti
nótt og dag með afbrigðum.“
Mágur minn Stefán Wathne var
einn af hinum fáu útvöldu, sem
gekk lífsbrautina vörpulegur,
fagnandi, þróttmikill og fallegur,
geðprúður og kjarkmikill. Þess-
vegna bar hann alltaf sólargeisl-
ann með sér í bæinn.
Við fögnuðum ætíð komu hans.
Þá var hátíð. Hús okkar fylltist af
gleði og yl. Þannig var það einnig
er við sóttum hann heim, Soffiu
systur og dæturnar. Vinahópur
þúsundanna mun segja sömu
sögu.
Siðustu samverustundir okkar
voru fyrir rétt rúmu hálfu ári. Ég
gleymi aldrei þeim viðræðustund-
um okkar. Hann opnaði þá hug
sinn og hjarta fyrir mér, sagði
mér umbúðalaust frá þeirri
svaðilför, er hann gengi, en
mundi sækja á móti þeim stormi
með öllu afli og því trúartrausti á
æðri máttarvöld og algóðan Guð,
sem lífið hefði gefið honum. Og
bjartsýni hans og kjarkur brást
ekki I þeim efnum fremur en öðr-
um. Hann ætlaði að sigra. Það
þurfti miklu meira til að fella
hann en flesta aðra. En svona fór
að lokum. Gatan er gengin og Guð
hefur veitt honum móttöku. Hann
taldi sig ríkan af lífshamingju en
ríkastan af Soffiu sinni. Það
reyndi hann bezt síðasta spölinn.
Hún vék aldrei frá honum.
Við þökkum allar samveru-
stundirnar, fjölskylda mín og ég.
Hann var okkur þess háttar vinur,
maður og drengur, að skarð hans
fyllir enginn. Þar kemur ekki
maður i manns stað. Við biðjum
blessunnar Soffiu og dætrunum,
tengdasyni og Gunnar Stefáni,
eftirlætinu hans. Guð mun gefa
þeim styrk i trúnni og hinni
djúpu ást til Stefáns.
Með honum
„féll grein af góóum stofni
grisjaði dauðinn meira en nóg.“
Jakob V. Hafstein.
Kristján Dýrfjörð
— Minningarorð
F. 22. júní 1892.
D. 16. ágúst 1976.
Alla þá sem eymdir þjá
eryndi að hugga.
Og lýsa þeim sem Ijósið þrá,
en lifa f skugga.
Þessar ljóðlinur komu mér i
hug, þegar ég heyrði lát Kristjáns
Dýrfjörðs, fyrrv. rafmagnseftir-
litsmanns, þessa góðviljaða
drengskaparmanns, sem öllum
vildi það bezt ég veit, gott eitt til
leggja og hafði að ævistarfi að
auka á birtu og yl þeirra er sam-
leið áttú.
Kristján var fæddur á ísafirði
22. dag júnimánaðar árið 1892, og
var því fullra 84 ára er hann lézt á
St. Jósefsspítalanum i Hafnar-
firði þann 16. þ.m.
Foreldrar Kristjáns voru
Mikkalína Friðriksdóttir og Krist-
ján Oddsson Dýrfjörð, er bjuggu á
isafirði. Kristján ólst upp hjá for-
eldrum sinum ásamt systrum
þrem, Aðalheiði, Ingibjörgu og
Sigriði og einum hálfbróður, Arn-
grími Fr. Bjarnasyni.
Sá var tiðarandinn á uppvaxtar-
árum Kristjáns, að unglingarnir
fóru fljótt að létta undir með for-
eldrunum og viðast var efnahag
þannig háttað, að ekki varð hjá
slíku komizt. Kristján var engin
undantekning i þessum efnum.
Strax eftir fermingu ræðst hann
til timburverksmiðjunnar Vík-
ings á Isafirði og var Kristjáni
fljótt, þótt ungur væri, falin gæzla
á vélum verksmiðjunnar. Þessu
hefur Kristján kunnað vel því
snemma gætti hjá honum mikils
áhuga fyrir vélum og öðrum þeim
tækniframförum, er til léttis
máttu verða í lífsbaráttunni. Einn
var þó sá hlutur þarna I verk-
smiðjunni, sem öðrum fremur
mun hafa upptekið hug Kristjáns,
að ég ætla, og beint honum inn á
það svið, sem hann síðar kaus að
starfa á ævina út. Þessi hlutur var
rafall, sem settur var upp í verk-
smiðjunni og notaður til Ijósa.
Kom það í hlut Kristjáns að gæta
þessa rafals og leggja frá honum
raflagnir um verksmiðjuna. Þetta
mun hafa verið árið 1907 og að
talið er fyrsti rafallinn til slíkra
nota á ísafirði. Þessi verk Krist-
jáns eru því unnin í frumbernsku
rafvæðingarinnar á Islandi.
Árið 1910 hættir verksmiðjan
starfsemi sinni. Réttindi sem mót-
oristi fær Kristján sama ár og
starfar næstu árin við járnsmíði
og vélgæzlu, m.a. á flóabátnum
Ásgeiri litla. Ekki varir þetta þó
lengi og á ný er það rafmagnið
sem laðar Kristján að sér. Hann
ræðst árið 1917 til Jochums
Ásgeirssonar frá Arngerðareyri,
sem þá rak rafvirkjaverkstæði á
Isafirði og hafði einnig rafvirkja-
störf á hendi víðar um land.
Þegar Jochum leggur niður
starfsemi sína, um þrem árum
síðar, ræðst Kristján í að koma á
fót eigin raftækjaverkstæði á ísa-
firði og löggildingu til rafvirkja-
starfa veitir bæjarstjórn lsafjarð-
ar honum þann 28. desember
1921.
En lengra leitar hugur Krist-
jáns, þvi ári síðar heldur hann til
Noregs til frekara náms og þjálf-
unar i starfi sinu. Kristján kemst
að hjá Siemens í Kristjaníu og er
þar við nám I II4 ár. Þarna var
Kristjáni ekki i kot visað þvi aðal-
kennari hans í Kristjaníu var Pet-
er Lobben, kunnur fræðimaður,
sem hélt þarna skóla, m.a. fyrir
rafvirkja og gaf út bækur fyrir
iðnnám.
Að þessu námi loknu hvarf
Kristján heim og nú til Sigluf jarð-
ar. Þar ræðst hann fyrst til starfa
hjá þeim þekkta athafnamanni
Þormóði Eyjólfssyni. Síðar setur
Kristján á stofn raftækjaverzlun
og verkstæði á Siglufirði og rekur
það, þar til hann gerist starfsmað-
ur Sfldarverksmiðja ríkisins, er
þær tóku til starfa og hjá þeim er
Kristján þar til hann flytur frá
Siglufirði og ræðst til rafvirkja-
og vélgæzlustarfa hjá herstöðinni
i Hvalfirði.
Til Rafveitu Hafnarfjarðar er
Framhald á bls. 31
• ^
4-
Námskeiðin heQast
að nýju mánudaginn 6. sept.
Dag- og kvöldtímar
Leikfimi — sauna — sturtur — Ijós — sápa
— shampoo og olíur innifalið í verði.
Frítt kaffi á eftir í notalegri setustofu.
Sérstök megrunarnámskeið 4 sinnum í viku. Með
verðlaunum flugferð með Flugfélagi Islands
Frábær árangur hefur náðst
á þessum megrunarnámskeiðum.
Nýjung
Nú geta konur, sem ekki geta stundað leikfimi einnig
komið í megrun í Hebu og notið þjónustu okkar.
Nudd á boðstólum eftir leikfimitímana. Einnig sérstakir
nuddtímar og nuddkúrar.
Upplýsingar og innritun er hafin.
Sími 42360 og 86178.
Pantaðir tímar óskast staöfestir.
eþa
Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360