Morgunblaðið - 27.08.1976, Page 14

Morgunblaðið - 27.08.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976 Valdimar Ólafsson sýnir hvar vélarnar lentu í árekstrinum, Guðmundur Matthíasson til hægri. (ljósm. Ól. K. Mag) Árekstur tveggja flugvéla, nauðlending, björgunarsveitir kallaðar til leitar, almanna- varnarkerfið i gang, 53 menn fundnir slasaðir, ráðstafanir gerðar á sjúkrahúsum til að taka á móti þessum stóra hópi. Þetta var það sem í stuttu máli gerðist í gærmorgun, en gerðist þó í rauninni aldrei, því að hér var aðeins um æfingu að ræða. Framhaldið af þessu er svo það, að hinir slösuðu og björgunar- raenn þeirra drukku saman kaffi og borðuðu vínarbrauð í matsölum sjúkrahúsanna, en þeir sem skipulögðu þessar að- gerðir munu hittast í dag i Keflavík og bera saman bækur sínar um þessar aðgerðir, sem að flestu leyti munu hafa tekizt vel. Það var Atlantshafsbanda- lagið sem setti á svið árekstur tveggja flugvéla norðaustur af Færeyjum. Báðar vélarnar löskuðust nokkuð, en gátu þó náð landí. Lenti önnur þeirra í Noregi en hin hélt í átt til ís- lands með 53 innanborðs, far- þega og áhöfn. Þegar starfs- ipenn Flugmálastjórnarinnar íslenzku heyrðu ekki frá vél- inni, sem var á leið til íslands, á réttum tíma, fóru þeir að grennslast fyrir um hana. Fengu þeir engar upplýsingar nema frá radarstöðvum, sem tilkynntu um ókunnar vélar sem hefðu komið inn á svæði þeirra. Hvorug vélanna svaraði kalli flugstjórnarmanna. Hættuástandi skipta flug- stjórnarmenn í þrjú tímabil, fyrst óvissuástand, síðan ótta- ástand og loks neyðarástand. Þegar óvissuástandið leið án þess að nokkuð fréttist af vél- inni, var byrjað að hafa sam- band við Flugbjörgunarsveit- ina í Reykjavík. Var það laust fyrir klukkan 10 i gærmorgun, en strax klukkan 7 fóru menn i flugturninum i Reykjavík að hafa áhyggjur af vélinni, semekki tilkynnti sig á réttum tima. Flugvélar frá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli voru sendar til að kanna hvort þær sæju nokkuð eða heyrðu til vél- arinnar. Um klukkan 10.45 hafði Flugmálastjórnin samband við Almannavarnarnefnd ríkisins og tilkynnti að flugvél væri í erfiðleikum, búið væri að kalla út leitarflokka og yrði flugvélin að nauðlenda þar sem hún væri crðin eldsneytislaus. Almanna- varnarnefnd rikisins hafði sam- band við almannavarnarnefnd- ina I Hafnarfirði, en talið var að vélin yrði að lenda á hennar skipulagssvæði. Vélin fannst mjög fljótlega eftir að hún nauðlenti við Stefánshöfða við Kleifarvatn. Kom upp eldur í vélinni þegar hún nauðlenti, en hann slokkn- aði fljótlega af sjálfu sér og var slökkvilið sem kvatt hafði verið út þvi kallað til baka áður en það kom á slysstað. Björgunar- sveitarmenn sem komu á slys- stað lýstu aðkomunni þannig að farþegar vélarinnar og áhöfn hefðu legið slasaðir, dreifðir um stórt svæði. Aðeins sex hefðu þó verið í lífshættu að því að talið var og voru þeir fluttir með þyrlu til Keflavík- ur. Hinir slösuðu voru nú færðir á sjúkrahús í Reykjavík, að þessum sex undanskildum. Almannavarnarnefnd Lands- spítalans var kölluð saman rétt fyrir klukkan 12. Komust menn þar að raun um að ekki væri nauðsynlegt að kalla út auka- starfslið, þar sem það margt fólki væri við vinnu. Ekki yrði heldur ýkja erfitt að koma fyrir um 25 manns í Landspítalan- um, en hins vegar gæti það orð- ið erfiðara ef gera þyrfti stórar aðgerðir á mörgum hinna slösuðu. Þegar til kom reyndist ekki (Ijósm. Heimir Stígsson) - þeim síðan boðið í kaffiá sjúkrahúsum Þeir, sem mest voru siasaðir, voru fluttir þyrlu frá varnarliðinu til Keflavíkur. með Lögreglumenn fylgjast með, er björgunarmenn bera hina slösuðu í bílana. vera um alvarleg slys að ræða og var „hinum slösuðu" og björgunarmönnum þeirra þvi boðið upp á kaffi og með því i matsal Landspítalans og sjálf- sagt einnig á öðrum sjúkra- húsum. En hvernig tókst svo þessi æfing? Guðjón Petersen sagði, aé svona við fyrstu athugun virtisl sér að hún hefði tekizt vel. Þc / Hlúð að hinum slösuðu á slys- stað við Kleifarvatn, Flug- björgunarsveitin og slökkviliðið kornin á staðinn. væru nokkur atriði, sem betur hefðu mátt fara, t.d. hefði upplýsingastreymið til Almannavarnarnefndar ríkis- ins ekki verið eins mikið og það hefði þurft að vera. Þá hefði einhver misskilningur orðið hjs varnarliðinu og aðeins hefði einn greiningarlæknir mætt i staðinn, en varnarliðið hefði át1 að sjá um að þeir yrðu fleiri. Þi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.