Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGUST 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. AGUST 1976 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr á mánuði innanlands í lausasölu 50,00 kr. eintakið Heimsókn Nordlis Oddvar Nordli, forsætis- ráðherra Noregs, kemur i opinbera heimsókn til Islands í dag Koma hans hingað til lands er kærkomið tækifæri til að undirstrika vaxandi þýðingu tengsla okkar við Noreg. Sam- skipti ókkar við Norðmenn hafa að sjálfsögðu verið mjög mikil vegna sameiginlegrar arfleifð- ar, en á siðustu árum hefur þróun samskipta okkar við Norðmenn orðið á þann veg, að þau hafa aukna þýðingu ekki aðeins vegna gamallar frændsemi heldur vegna sam- eiginlegra hagsmuna varðandi ýmis vandamál líðandi stundar Norðmenn eru um þessar mundir að koma fram á sjónar- sviðið, sem nýtt efnahagslegt stórveldi á norðurhveli jarðar Þeir hafa farið mjög varlega á þeirri braut, en oliuauðurínn, sem fundizt hefur á norska landgrunninu mun smátt og smátt leiða til þess, að áhrif Norðmanna fara vaxandi Þau eru þegar mikil en eiga eftir að verða meiri Hið mikla efna- hagslega bolmagn, sem Norð- menn munu búa yfir á næstu" áratugum, færir þeim aukin pólítísk áhrif og liklegt má telja, að pólitísk þungamiðja Norður- landa, sem sumpart hefur verið í Svíþjóð og að öðru leyti i Danmörku, færist smátt og smátt yfir til Noregs. Við íslendingar höfum þegar notið góðs af pólitiskum styrk Norðmanna á alþjóða vettvangi og því trausti, sem þeir njóta Framlag Norðmanna til lausnar landhelgisdeilu okkar og Breta var mikið Þáttur þeirra og þá ekki sizt Knud Frydenlund utanríkisráðherra Norðmanna í laúsn þeirrar deilu verður seint ofmetin í raun og veru var lokasigurinn i landhelgisbar- áttu okkar unnin út í Osló snemma sumars, þótt síðustu útlendu togararnir séu ekki enn horfnir af Íslandsmíðum. Þá hafa augu manna hér smátt og smátt verið að opnast fyrir nýju sameiginlegu hags- munamáli íslendinga og Norð- manna, sem er skipan öryggís- mála á Norður-Atlantshafi. ísland og Noregur hafa sérstaka hernaðarlega þýðingu Þessi tvö lönd eru útverðir hins frjálsa heims á því hafsvæði, þar sem umsvif sovézka flotans eru einna mest. Á Kolaskaga i Sovétríkjunum er einhver mesta hernaðarmið- stöð í heimi. Þaðan sigla sovézk herskip og kafbátar suð- ur i Atlantshaf milli Noregs og íslands. Þaðan fljúga lang- fleygar herflugvélar suður yfir Atlantshafið, milli Noregs og íslands. Frá Noregi og íslandi er unnt að fylgjast mjög ræki- lega með umsvifum hinnar sovézku hernaðarvélar Að þessu leyti eiga þessi tvö lönd sameiginlegra hagsmuna að gæta. En um leið eru bæði ísland og Noregur i þeirri aðstöðu, að umsvif sovézku hernaðarvélar- innar getur ógnað sjálfstæði þessara tveggja ríkja. Að þvi leyti til er staða Noregs viðkvæmari og erfiðari, að Noregur liggur að Sovétrikjun- um á löngu svæði. En af þess- um sökum hafa bæði þessi lönd talið sér nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja sjálfstæði sitt. Þess vegna halda Norðmenn uppi öflugum herafla og leggja mikið af mörkum til varna Norður-Noregs. Og þess vegna höfum við íslendingar gert varnarsamninginn við Banda- rikin. A þessu svæði eiga Norð- menn og íslendingar einnig sameiginlegra hagsmuna að gæta Þá er þess að geta, að norðursvæðin svokölluðu munu hafa vaxandi þýðingu á næstu áratugum. Talið er að á hafsbotni norður af Noregi og Sovétríkjunum sé mikil auðæfi að finna. Sovézkir visindamenn hafa jafnvel haldið því fram, að þar sé að finna um helming allra ónotaðra oliulinda heims. Fyrirsjáanlegt er, að gerð verður tilraun á næstu áratug- um til að nýta þennan auð Fari svo, er bersýnilegt, að haf- svæðið milli íslands og Noregs verðurá næstu áratugum mikið umferðarsvæði og afhygli stór- veldanna mun i sívaxandi mæli beinast að þessum auðlindum og öryggismálum á þessu svæði Einnig í þessum efnum eiga íslendingar og Norðmenn sameiginlegra hagsmuna að gæta og mikilvægt fyrir okkur að geta með samráði við Norðmenn fylgzt með fram- vindu þessara mála. Hér er um að ræða málefni, sem skipt geta sköpum um framtið íslenzku þjóðarinnar á næstu áratugum. Þess.vegna ér þýðingarmikið að við fylgjumst vel með því, sem gerist á norðursvæðunum svo- nefndu og gerum allar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi okkar og hags- muni alla Vegna gamallar frændsemí og stöðugt aukins pólitisks samstarfs milli íslands og Noregs hefur heimsókn Nordlis forsætísráðherra Noregs hingað til lands nú meiri þýðingu en gengur og gerist um slikar heimsóknir. Við hljót- um á næstu árum að leggja sérstaka rækt við samskipti okkar við Norðmenn, sem væntanlega verður báðum þjóðunum til hagsbóta ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ▲ HÉR fer á eftir greinargerð um jarðfræðilegt ástand Kröflusvæðisins og ályktanir varðandi hættu á eldgosi, sem fjórir íslenzkir jarð- vísindamenn hafa látið frá sér fara og sent stjórnvöldum og Almannavarnarráði ríkisins, svo og f jölmiðlum til birtingar: SÍÐAN í desember s.l., er smágos varð við Leirhnjúk, hefir oft- sinnis verið gefið í skyn, að búast megi við að aftur gjósi á svipuð- um slóðum. Ef svo yrði, þá gæti Kröfluvirkjun, og e.t.v. einnig þéttbýlið við Reykjahlíð og Kísil- iðjan verið i yfirvofandi hættu. Hér verður reynt að brjóta til mergjar þá þekkingu, sem fyrir liggur, og nýta má til að áætla goshættu við Kröflu eða annars staðar þar nálægt. JARÐSKJÁLFTAR: Eldgosum fylgja jafnan jarð- skjálftar og oft verður þeirra vart áður en gos hefjast. Á Kröflu- svæðinu er nú fylgzt mjög náið með jarðskjálftum og eru stöðugt i gangi þrír jarðskjálftamælar á svæðinu. Jarðskjálftar hafa verið tíðir á svæðinu siðan snemma á árinu 1975, en um þverbak keyrði eftir gosið 20. desember 1975 og allt fram í miðjan febrúar 1976. Svo virðist sem mjög tíðir jarð- skjálftar hafi hafizt um 2 klst fyrir gosið 20. desember, en eng- inn fylgdist þá með mælunum. Jarðskjálftar munu hafa fundizt á Reykjahlíðarsvæðinu um 20 mínútum fyrir gosið. Þessar upp- lýsingar geta bent til þess, að með stöðugri vakt við jarðskjálftamæl- ana megi segja fyrir með hálfrar til tveggja klst. fyrirvara ef gos er að hefjast. Álitamál er hvort nýta megi jarðskjálftamælingarnar til að segja fyrir um goshættu vikum eða mánuðum fyrir hugsanlegt gos. Sem fyrr segir dró mjög úr skjálftavirkni í febrúar 1976 og náði hún lágmarki síðari hluta marzmánaðar eða í apríl, en þá mældust að meðaltali um 15 jarð- skjálftar á dag í Reynihlíð. Síðan í apríl hefir skjálftavirkni aukizt, fyrst hægfara, en síðar með meiri hraða. Meðalfjöldi jarðskjálfta sem mældust á dag t Reynihlíð var um 20 í maí, tæplega 30 í júni og um 40 í júlí. Enn fleiri mæld- ust fyrri hluta ágústmánaðar. Þessa fjölgun jarðskjálfta má túlka sem merki um aukna gos- hættu, en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar sem nota megi tii að dæma um, hve mikil goshættan er, né hvenær helzt megi búast við að eldgos brjótist upp á yfir- borð jarðar. Þó er e.t.v. hægt að gera einhverjar ágízkanir þar að lútandi. Svo virðist sem fjöldi jarðskjálfta umfram 10 á dag hafi um það bil tvöfaldast á mánuði hverjum síðan í april. Ef svo held- ur áfram, verða jarðskjálftar orðnir mjög tiðir um næstu ára- mót, eða nokkrir tugir mælan- legra jarðskjálfta á hverri klukkustund, en slíkt er eðlilegt að túlka sem yfirvofandi hættu- ástand. Þótt vafasamt sé að jarð- skjálftamælingar verði notaðar til að áætla goshættu dögum eða vik- um fyrir gos, þá er hægt að nota þær til að áætla hvar mest hætta sé á gosi. Nú í sumar hafa iang- flestir jarðskjálftar á Mývatns- sva'ðinu verið innan hrings með miðju við Lejrhnjúk og 4 km geisla, en auk þess hafa nokkrir jarðskjálftar átt upptök á Iínu, sem liggur um það bil frá Leir- hnjúki að Bjarnarflagi. Flestir stærstu jarðskjálftarnir hafa átt upptök innan eins km fjarlægðar frá Víti. Nær allir jarðskjálftar á Kröflusvæðinu hafa átt upptök á minna en 4 km dýpi, en upptök sumra skjálfta á línunni frá Leir- hnjúk að Bjarnarflagi hafa verið nokkru dýpri, allt niður undir 10 km dýpi. Þessi dreifing jarð- skjálftaupptaka afmarkar tvö svæði þar sem goshætta virðist mest. Annars vegar næsta nágrenni Vítis, þar sem stærstu skjálftarnir eiga upptök, og hins vegar linu frá Leirhnjúk að Bjarnarflagi, þar sem dýpstu jarð- skjálftarnir verða. Þessi lína fylgir gossprungu Mývatnselda frá fyrri hluta átjándu aldar. Athuganir á jarðskjálftabylgj- um geta sýnt, hvort bylgjan hefir borizt gegnum vökva. Bylgjur frá jarðskjálftum austan Leirhnjúks og norðan stöðvarhúss Kröflu- virkjunar sýna merki um að þær hafi borizt gegnum vökva á leið til Reynihlíðar. Þessar upplýsingar gefa til kynna, að bráðin hraun- kvika sé undir svæði sem tak- markast að vestan af norður- suður linu um Leirhnjúk, en að sunnan af austur-vestur linu um stöðvarhús Kröfluvirkjunar. Dýpi á þessa hraunkviku er vart yfir 4 km, annars mundu bylgjur frá mjög grunnum skjálftum ekki berast gegnum kvikuna. KRAHA leirhnúkvr /»vfn REYKJAHUf) FIA& Afstöðuuppdráttur af Kröflusvæðinu, en flestir jarðskjálftanna hafa átt upptök sín innan hringsins sem sýndur er á kortinu. Mælingar benda til sífellt vaxandi HÆÐARMÆLINGAR OG HALLA- MÆLINGAR: Hæð fastamerka í hornum stöðvarhúss Kröfluvirkjunar hefir verið mæld nokkrum sinn- um bæði fyrir og eftir gosið í desember s.l. Fyrsta mæling eftir gosið var gerð 18. jan. 1976 og kom þá í ljós, að norðurendi hússins hafði sigið um næstum 5 cm miðað við suðurendann siðan í október 1975. Síðan seig norður- endinn enn allt fram í miðjan febrúar og hafði þá sigið 5,2 cm miðað við suðurendann. Mæling- ar fyrst í marz sýndu, að þessi þróun hafði snúizt við. Síðan hefir norðurendi hússins risið jafnt og þétt um rúmlega 4 mm á mánuði, eða samtals um 2,4 cm siðan snemma í marz, en síðasta mæling var framkvæmd 11. ágúst 1976. Mælingar þessar sýna, að með sama rishraða mun húsið hafa rétt sig við til fulls um miðjan febrúar 1977. Hæðarmælingar frá Mývatni til Kröflusvæðisins hafa verið fram- kvæmdar nokkrum sinnum síðan i marz 1976, en þá kom í ljós, að við stöðvarhús Kröfluvirkjunar hafði land sigið um rúma 2 metra miðað við Reykjahlíð. Síðan hefir land rísið við Kröflu og i byrjun ágúst 1976 var risið orðið 1 metri síðan í marz. Rishraðinn hefir verið mjög jafn, en síðasta mæling gaf til kynna minnkun rishraðans um 5 til 10%. Þessi minnkun ris- hraðans er svo lítil, að hæpið er að um raunverulega breytingu sé að ræða. Ef rishraðirin verður jafn áfram, verður hæð lands við Kröflu orðin jöfn og fyrir gos um miðjan janúar 1977. Nákvæmnishallamællingar austan Námaskarðs sýna, að þar rís land til norðurs eða norð- norðausturs, en hallabreytingar eru þar aðeins 1/18 þess sem mælist við stöðvarhúsið. Þessar halla- og hæðarmæl- ingar sýna, að siðan í marz 1976 hefir land risið á Kröflusvæðinu. Risið er í mjög góðu samræmi við það ris sem fræðilega á að eiga sér stað ef efnisauki verður á 2900 metra dýpi undir stað, sem liggur 500 til 1000 metra norðan stöðvar- hú ss Kröfluvirkjunar. Þetta verður bezt skýrt með því að bráðin kvika þrýstist að þessum stað. Aðstreymið þarf að vera um 4,25 rúmm/sek til að skýra land- risið. Dýpi á kvikuna virðist að- eins verað 2900 metrar, en þess bera að gæta, að forsendur, sem gera þarf ráð fyrir við útreikning þessa dýpis, eru ekki að fullu þekktar, svo vera má að nokkru skakki, þó vart meira en 500 metrum. Mælingar á landrisí og halla gefa ekki til kynna, hvort gos á eftir að verða, eða hvenær. Þó er augljóst að ekki getur land haldið áfram að hækka mjög lengi þar sem togspenna bergsins yfir kvikuþrónni hlýtur þá að yfir- stíga styrkleika bergsins. Þá myndast sprungur og um þær fla'ðir væntanlega upp eitthvað af þeirri hraunkviku, sem safnazt hefir saman. Það er ástæða til að hafa i huga þá staðreynd, að land við Kröflu mun ná fyrri hæð á fyrstu mánuðum ársins 1977, e.t.v. er það sá tími þegar helzt má búast við gosi. Togspenna bergsins eykst þar sem landris er mest, en það er nálægt hánorðri frá stöðvar- húsinu í 500 til 1000 metra fjar- lægð. Hæðarmælingar benda til að þar sé mest hætta á gosi. AÐRAR MÆLINGAR: Ýmsar fleirir ma'lingar og at- huganir hafa verið gerðar á Kröflusvæðinu á þessu ári, en þær gefa ennþá a.m.k. litlar eða engar vísbendingar varðandi hugsanlega goshættu. I marz varð vart mikillar aukningar á gasi i borholum við Kröflu sem bendir til þess að þá hafi nokkurt magh hraunkviku komizt í snertingu við jarðvatn svæðisins. Sennilegt er að litlu hafi munað að hraun flæddi upp á yfirborð jarðar þegar þetta skeði. goshættu við Kröflu ÁLYKTANIR: 1) Kvikuþró liggur undii all- stóru svæði við Kröflu og eru vesturmörk þróarinnar við Leir- hnjúk en suðurmörk nálægt stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar. 2) Miðja þessarar þróar er nálægt Viti, en hún nær næst yfirborði jarðar (um 3 km dýpi) skammt (0,5—1 km) norðan stöðvarhúss. 3) Inn í -þessa kvikuþró hefir steymt þunnfljótandi kvika síðan í marz 1976. Aðsteymið hefir verið jafnt, um 4,25 rúmm/sek, eða um 370.000 rúmm/dag. 4) Ekki er með vissu vitað hvaðan hraun steymir að kviku- þrónni, en líkur benda til að kvikan komi upp um sprungu þá sem gaus í Mývatnseldum á átjándu öld, en flæði til austurs úr sprungunni á um 3 km dýpi. 5) Þegar hraunkvikan tók að flæða inn í kvikuþróna við Kröflu i marz 1976, komst nokkurt magn af hrauni svo hátt í jarðskorpuna að gas úr þvi komst i jarðvatnið. Þá mun hafa legið við að gos ha'fist. 6) Nóg bráðin hraunkvika liggur á litlu dýpi undir Kröflu- svæðinu til að stórgos geti orðið. Stöðugt bætist við kvikuna, en það má túlka þannig, að mögu- leiki sé á langvarandi gosi. 7) Ekki verður sagt með neinni vissu, hvort gos hefst á Kröflu- sva'ðinu á þessu ári, eða næstu árum, og ekki hvenær slíkt gæti helzt orðið. Þó benda bæði jarð- skjálftamælingar og hæðar- mælingar til þess að goshætta fari nú sífellt vaxandi. 8) Ef svo fer að gos hefjist að nýju, þá verður það sennilega annað hvort á gossprungu er liggur frá Leirhnjúk að Bjarnar- flagi, eða í botni Hlíðardals, rétt norðan við stöðvarhús Kröfluvirkjunar. 9) Land við Kröflu mun, með núverandi rishraða, ná sömu hæð og var fyrir gosið 20. desember 1975 á fyrstu mánuðum ársins 1977. Landris umfram fyrri land- hæð má túlka sem merki um yfir- vofandi goshættu. 10) Líkur eru til að gos, ef af því verður, geri boð á undan sér með snöggri aukningu á tíðni jarð- skjálfta. Sú aukning hefst senni- lega hálfri til tveimur klukku- stundum áður en gos hefst. Vakt- menn við jarðskjálftama'la munu va'ntanlega geta sent út viðvörun áður en hugsanlegt gos hefst. 11) Frásagnir af Mývatnseldum 1724—1729 gefa til kynna, að eld- gos á þessu svæði geti verið lang- varnadi en slitrótt. 1 Mývátnseld- um liðu nær þrjú ár með slitróttri virkni unz stórgos hófst í ágúst 1727. < ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Greinargerð jarðvísinda- manna um jarðfræðilegt ástand Kröflusvæð- isins og álykt- anir varð- andi hættu a e ldgosi Verið að koma véiasamstæðu fyrir við stöðvarhúsið að Kröflu. Upphaf gossins f Leirhnjúki í desember f fyrra. Reykjavík 25. ágúst 1976. ^ Guðmundur E. Sigvaldson A KarlGrönvold Eysteinn Tryggvason ^ Páll Kinarsson ^ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.