Morgunblaðið - 02.09.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976
Hjörtur Jónsson:
Mjólkursölumál
í MÖRG ár hefur staðið yfir glíma
milli kaupmanna og neytenda
annars vegar og Mjólkursamsöl-
unnar og framleiðenda mjólkur-
afurða hins vegar um dreifingu á
mjólk, skyri og rjóma í smásölu.
Mjólkursamsalan hefur lengi ann-
azt þessa dreifingu, og komið sér
upp aðstöðu til þess um alla
Reykjavíkurborg og víðar, keypt
húsnæði og leigt og rekið þessar
búðir sérstaklega í þessu skyni,
en þó bætt við nokkrum öðrum
vörutegundum, svo sem brauði og
kökum, sælgæti og gosdrykkjum.
Samkvæmt eðli þessarar verzl-
unar, er verzlunarþunginn lang-
mestur á morgnana og verður að
hafa fullt starfslið til þess að anna
þessum toppum, enda þótt ekki sé
full þörf fyrir fólkið á öðrum tím-
um dagsins. Þetta veldur því, að
rekstur búðanna hlýtur að vera
óhagkvæmur. Kaupmenn hafa
haldið því fram að mjólkurbúð-
irnar séu margar hverjar raun-
verulega reknar með tapi. Mjólk-
ursamsalan hefur jafnan neitað
þessu, en alltaf verið ófáanleg til
þess að sýna fram á að sú staðhæf-
ing væri rétt, borið við bókhalds-
fyrirkomulagi og öðru sliku, og
kaupmenn hafa ekki sannfærzt.
Þetta eru rök af hálfu kaup-
manna til viðbótar því, að neyt-
endur geti gert öll sin matarinn-
kaup þar sem þeim hentar bezt,
og fengið vörur sendar heim ef
þeir óska.
Þegar verzlunarhættir með
matvöru fóru að breytast eftir
kröfum timans, gjörbreyttist að-
staða til þess að selja matvörur,
sem halda þurfti kældum eða
frystum. I þessum nýju verzlun-
um voru fullkomin frysti- og kæli-
borð, og fólkið valdi vörurnar að
miklu leyti sjálft, verzlanirnar
voru bjartar, hreinlegar og aðlað-
andi, fólkið gat keypt allar mat-
vörur í þessum verzlunum. Nei,
ekki allar. Það gat ekki fengið
mjólk, rjóma né skyr. Ef fólk
vantaði þessar vörur líka þá
þurfti það að fara í aðra búð,
jafnvel aðra átt, þurfti kannski að
príla upp margar tröppur inn í
lita búðarkompu, og biða þar í
halarófu eftir afgreiðslu á rjóma,
mjólk og skyri. Hvernig stóð nú á
þessu? 1 verzluninni hjá kaup-
manninum gat fólkið fengið allar
aðrar iandbúnaðarafurðir. Þar
var hægt að fá kartöflur, kjöt,
osta og smjör, en ekki mjólk,
rjóma og skyr. Já hvernig stóð á
þessu? Fólkið vildi fá svar og
kaupmenn vildu fá svar.
Svar Mjólkursamsölunnar var,
að mjólkursölumálin væru í beztu
höndum sem hugsazt gæti, þetta
hefði gegið vel svona alla tið,
breytingar hefðu bara kostnað og
áhættu í för með sér, hreinlætis
yrði kannski ekki eins vel gætt, ef
aðrir seldu mjólk, þótt í lokuðum
umbúðum væri, og húsmæður
hefðu bara gott af þvi að trítla
eftir mjólkinni aukaferð, eins og
einn aðalforsvarsmaður Mjólkur-
samsölunnar orðaði það i blaða-
grein. Og Mjólkursamsalan þráað-
ist við og sama var að segja um
aðra mjólkurdreifendur annarra
búa á landinu. Nýtízku verzlanir
kaupmanna máttu ekki selja
mjólk, rjóma né skyr, þótt aðstæð-
ur væru fullkomnar að dómi heil-
brigðisyfirvalda. Einokunarand-
inn, sem yfir þessu sveif, var svo
rótgróinn, gömlu bændakempurn-
ar, sem stjórnuðu Samsölunni
héldu víst að þær væru að missa
úr höndum sér eitthvert vald til
Reykvíkinga og kaupfélögin úti
um land sáu sér hag í því að
einoka þessa afurðasölu. Og bar-
áttan hélt áfram, landbúnaðarráð-
herrar komu og fóru og ekki gekk
rófan.
Þrýstingur almennings, kaup-
manna og ýmissa stjórnmála-
manna og stuðningur núverandi
landbúnaðarráðherra varð svo til
þess að lög voru sett á síðasta
Alþingi um mjólkursölu.
Mjólkursamsalan þurfti engin
ný lög til þess að leyfa verzlunum
að annast dreifingu mjólkur,
enda voru með harðfylgi toguð út
úr Samsölunni leyfi fyrir nokkrar
Hjörtur Jónsson.
verzlanir áður en núgildandi lög
voru sett. Lögin sem sett voru á
síðasta þingi voru bara sett til
þess að beygja afturhaldsmenn-
ina til þess að lifa í nútímanum.
Fullyrðingar Mjólkursamsölu-
manna nú um að samkvæmt lög-
unum eigi þeir aðeins að annast
heildsölu mjólkurafurða, er hin
mesta blekking. Mjólkursamsalan
hefur samkvæmt hinum nýju lög-
um fullt leyfi til þess að annast
dreifingu mjólkur í smásölu, og
ber skylda til eðli málsins sam-
kvæmt að gera það, ef kaup-
mannaverzlanir geta ekki vegna
staðsetningar sinnar, eða af öðr-
um orsökum, veitt jafngóða þjón-
ustu eða betri en nú er.
Afstaða Mjólkursamsölunnar er
barnaleg, nú vilja þeir fyrirvara-
lítið loka öllum sinum búðum
sama daginn og segja upp öllu
sínu starfsfólki, til þess eins að
vekja óánægju almennings, og
óánægju starfsmanna í búðunum,
forráðamenn Mjólkursamsölunn-
ar eru komnir í fýlu út af þvi að
einokurhringurinn er rofinn í
bili, og nú reyna þeir að koma
óvinsældum af sínum eigin þumb-
arahætti yfir á verzlunarstéttina.
Ekkert virðist þá varða um það,
þótt afstaða þeirra kunni að valda
bændum tjóni, og litla ábyrgð sýn-
ast þeir vilja bera á sínu góða
starfsfólki og högum þess.
Stjórn Mjólkursamsölunnar og
aðrir forsvarsmenn mjólkuraf-
urða ættu nú að yngja sig upp,
gleyma einokuninni og andúð-
inni, og stefna í staðinn að því að
neytendur verði sem allra ánægð-
astir með vöruna og þjónustuna,
svo bændur geti selt sem mest af
sínum afurðum. Þegar kaupmenn
fara að hafa mjólk, rjóma og skyr
í búðum sínum almennt, mun
þjónustan við neytendur stór-
batna og neyzla vafalaust aukast,
og enginn vafi er á því að dreif-
ingarkostnaður bænda mun
lækka þegar hægt er að fækka
litlu mjólkurbúðunum.
Ef það væri ágóði af rekstri
mjólkurbúðanna nú, þá væri
máske snjallast að starfsstúlkurn-
ar yfirtækju rekstur búðanna
sjálfar, en það ætti þeim að vera
algjörlega frjálst. Mjólkursamsal-
an gæti leigt þeim verzlanirnar
með góðum kjörum og rekstrarfé
þarf lítið. Vafasamt er hvort
stúlkunum lizt á þessa leiö, hvort
þær trúa á arðsemina betur en
kaupmenn, en velkomnar mundu
þær vera i stéttina af kaupmanna
■hálfu.
Ég vona að Mjólkursamsalan
hætti þessu andófi, haldi opnum
þeim verzlunum sínum, sem þörf
er á, unz betri þjónusta býðst, og
komi auga á það fyrr en síðar að
hagsmunir neytenda, bænda og
kaupmanna fara saman í þessu
máli.
Við neytendur mætti svo segja
það, að þeir eru óþarflega tómlát-
ir um jafnmikil hagsmunamál
sem mjólkurframleiðslan er.
Hvað vita neytendur um fóðrun
kúa, aðbúnað og hreinlæti í fjós-
um, mjaltir og meðferð mjólkur
frá fyrstu hendi, hve gömul
mjólkin er í raun og veru þegar
hún kemur á borðið, hvert fitu-
magn er og hvað það á að vera í
mjólk og rjóma, um skyrgerð og
áfram mætti telja. Fylgjast neyt-
endur nógu vel með allri þessari
keðju?
eftir JÓN Þ. ÞÓR
Larsen
tapaði
aftur
Það má helzt telja til tíðinda
úr 16. umferð millisvæðamóts-
ins í Biel, að Bent Larsen tapaði
nú aftur að þessu sinni fyrir
Byrne. Byrne náði yfirburða-
stöðu eftir harðar sviptingar á
drottningarvæng og vann ör-
ugglega þótt Larsen berðist
eins og ljón unz yfir lauk.
Hvítt: Byrne
Svart: Larsen
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — a6, 5. Bd3 —
Bc5, 6. Rb3 — Ba7, 7. De2 —
Rc6, 8. Be3 — Bxe3, 9. Dxe3 —
Rf6, 10. Rc3 — d6, 11. 0-0-0 —
b5, 12. Hd2 — 0-0, 13. Hhdl —
Dc7, 14. f4 — b4, 15. Re2 — e5,
16. fxe5 — dxe5, 17. Hdfl —
Rd7, 18. Rg3 — Rb6, 19. Rf5 —
f6, 20. Dc5 — Hf7, 21. Rd6 —
Rd4, 22. Dxb4 — a5, 23. Da3 —
Rxb3, 24. axb3 — a4, 25. Bc4 —
Rxc4, 26. bxc4 — Hf8, 27. b4 —
Be6, 28. c5 — Hfb8, 29. c4 —
h6, 30. Hf3 — Kh7, 31. Hc2 —
Hbd8, 32. Kb2 — Hxd6, 33. cxd6
— I)xd6, 34. Hd3 — Dc6, 35.
Hd5 — Bxd5, 36. exd5 — Dd7,
37. Dd3 — f5, 38. Ka3 — e4, 39.
Dd4 — Hae8, 40. He2 — Dd6,
41. g3 — Hb8, 42. c5 — Da6, 43.
Hel — He8, 44. c6 — h5, 45. c7
— Dd6, 46. Dc5 — Da6, 47. b5
— Da5, 48. He2 — e3, 49. c8D
— Hxc8, 50. Dxc8 — Dxb5, 51.
Dxf5 — Kh8, 52. Dc8 og Larsen
gafst upp.
Það má kalla lán í óláni fyrir
Larsen að helztu keppinautum
hans gekk ekki of vel heldur í
þessari umferð. Petrosjan gerði
jafntefli við Matanovic, Smysl-
ov við Smejkal, Tal við Anders-
son og Hiibner við Geller. Og
aumingja Portisch vill senni-
lega gleyma skák sinni úr þess-
ari umferð, ef það er þá hægt:
Hvftt: Portisch
Svart: Lombard
Drottningarbragð
1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3
— d5, 4. d4 — c6, 5. Db3 —
Rbd7, 6. Bg5 — Be7, 7. e3 —
0-0, 8. Bd3 — dxc4, 9. Dxc4 —
a6, 10. Bc2 — b5, 11. Dd3 —
Bb7, 12. e4 — g6, 13. Bh6 —
He8, 14. e5 — Rg4, 15. Bf4 —
c5, 16. Re4 — cxd4, 17. h3 —
f5!, 18. Red2 — Rc5, 19. Dfl —
d3, 20. Bdl — g5, 21. hxg4 —
gxf4, 22. Dgl — Hf8, 23. Dh2 —
Hf7, 24. gxf5 — exf5, 25. Dxf4
— Bd5, 26. Hh5 — Re6, 27.
Dg3+ — Hg7, 28. Dh2 — Bb4,
29. a3 — Da5, 30. Hh6 — He8,
31. Dh5 — H8e7, 32. Hcl —
Bxd2, 33. Rxd2 — Rf8, 34. Bf3
— Hxe5+, 35. Kdl — Bb3+ og
Portisch gafst upp.
Torfæruaksturskeppni
verður haldin á Suðurnesjum, sunnudaginn
12. september. Þátttakendur tilkynni þátttöku
sína í síma 92-2430.
Björgunarsveitin Stakkur.