Morgunblaðið - 02.09.1976, Page 22

Morgunblaðið - 02.09.1976, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 22 Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri: Götulýsing í Reykjavík 100 ára I DAG eru liðin 100 ár frá því að kveikt var á fyrsta götuljóskerinu í Reykjavík, en því var valinn staður við Bakarabrúna — í hjarta bæjarins. Það var 2. september 1876, sem þessi athöfn fór fram, og víst er að hún hefur markað tímamót í götulífí ba-jarins — ok orðið upphaf að auknu öryftKi bæjarbúa eftir að skyggja tekur. Þessi nýlunda mæltist vel fyrir og þótti auka á glæsibrag Reykjavíkur á þeim tfma. F'yrir þennan tíma var eina „götuljósið" sú skíma, sem barst út um húsaglugga. A miðri öldinni sem leið var hér í bæ Reykjavíkurskáld, Brynjólf- ur Oddsson bókbindari (1824—1887). Hann orti m.a. brag um Reykjavík á árinu 1850 og hreifst af mörgu í bænum, sem honum virtist benda á lærdóm og glæsibrag, enda hefir hann vegna atvínnu sinnar haft mest kynningu af lærdómsmönnum og öðrum bókelskum mönnum. Á vetrarkvöldum, er ljós höfðu verið tendruð í húsum inni og gluggatjöldin höfðu verið hengd upp eða dregin fyrir, skein birtan í gegn og ratljóst varð um göturn- ar. Segir í Reykjavíkurbrag Brynjólfs: Villuleiðar varnar neyð um vetrarkvöld, fyrir breiðir fætur öld, ljómann heiðan, gang sem greiðir, gullin ljósafjöld gegnum gluggatjöld. Þeir sem ekki þekktu annað, höfðu ekki við neinn samanburð að styðjast. Skáldinu þótti þessi götulýsing falleg og hlýleg. Upphaf götulýsingar víða um heim hefur orðið með ýmsum hætti og menn sums staðar ekki verið á eitt sáttir um ágæti götu- Ijósanna. Sagnir eru um fyrstu viðbrögð manna í sumum Evrópu- löndum á þann veg, að and- stæðingar götulýsingar hafi talið götuljósunum það m.a. til foráttu, að þau fældu hesta á götunum og stuðluðu að því, að fólk gengi síðar til náða en ella, og leiddi það til slórs og götuflækings og hvers kyns spillingar. Ut frá hinni fyrstu götulukt í Reykjavík fjölgaði ljósunum. Bakarabrekkan (nú Bankastræti) og nærliggjandi götur voru fyrst lýstar, en langt var milli luktanna og þær einkum settar við gatna- mót. Þessi fyrstu Ijósker höfðu steinolíu að Ijósmeti og höfðu ákveðnir menn, m.a. næturverðir bæjarins, þann starfa að slökkva á hverri og einni lukt. í skjala- safni Reykjavíkurborgar má t.d. sjá svohljóðandi reikning frá Jóni Olafssyni, sem dagsettur er í desember 1876 og sendur bæjar- stjórninni: „Fyrir að kveikja götuljósið á Bakarbrúnni frá 9da til 25ta nóvember þ.á., samtals 17 sinnum: 8 aurar í hvert skipti, 1 kr. 36 aurar." Skömmu eftir þetta bárust fregnir af Parísarsýningunni 1881, þar sem Edison sýndi heiminum glóþráðarlampann. Fengu ýmsir menn áhuga á notkun rafmagns til götulýsingar og má nefna, að bæði Þorlákur O. Johnson kaupmaður og Sigfús Eymundsson bóksali vöktu athygli á tilboðum brezkra fyrir- tækja í vélar og búnað til raf- lýsingar gatna. Af fjárhagsástæð- um varð þetta ekki að veruleika, og var því notazt við olíuluktirnar áfram, eða þar til Gasstöðin kom til sögunnar árið 1910. Gasluktir ruddu sér þá til rúms, enda tóku þær oiíuluktunum mjög fram. Þegar árið 1911 ritar gas- stöðvarstjóri Páli Einarssyni borgarstjóra og vekur athygli á búnaði til „fjarkveikju á götuljós- kerin" og býður „háttvirtri gas- nefnd að skoða áhöld þessi". Kröf- ur um götuljós í ytri hverfum bæjarins jukust smám saman. Þannig ritar Einar Erlendsson bæjarstjórn haustið 1914 og telur það réttlætismál, að götuljós verði sett á Laugaveginn austan Barónsstígs, en þau náðu þá ekki lengra til austurs. Þessu var þó hafnað í það skipti. Gjaldskrármál og orkuverð var til umræðu á þessum árum eins og nú. Þannig ritar borgarstjóri gasstöðvarstjóra árið 1915 og til- kynnir samþykkt bæjarstjórnar um verð á gasi til ýmissa nota. M.a. er ákveðið að hækka verðið í 3 ára fyrir hvern logtíma götu- ljósa, en jafnframt ákveðið að „slökkva skuli ljósin kl. 11 í stað kl. 12 áður“. Nokkrum árum síðar Til hægri a mynd þessari, sem mun tekin fyrir aldamot, sézt fyrsti götuljósastólpinn við Bakarabrúna. A honum var stein- olíulukt. Ljósm.: Sigfús Eymundsson ljósmvndari. Horft suður Lækjargotu. Gasluktir eru beggja vegna götunn- ar. M.vndin er Ifklega tekin um 1912. Ljósm.: Magnús Ólafsson Ijósmvndari. Götuljós 1 Bankastræti. Eftir tilkomu Rafmagnsveitu Reykja- víkur lauk götuljósahlutverki Gasstöðvarinnar fljótlega. Raf- magnsljós urðu þá alts rððandi. Mvndin ertekin á stríðsárun- um, Ifklega 1944. Ljósm.: Óskar Gíslason Ijósmvndari. segir í bréfi borgarstjóra til gas- stöðvarstjóra, að tendra beri ljós- in „ávallt nema þegar bjart er af tungli" — og að þau skuli „loga til kl. IVA að nóttu.“. Þegar Rafmagnsveita Reykja- víkur tók til starfa 1921, tók hún alla götulýsingu að sér. Það þótti mikil framför, m.a. vegna þess, að þá var hætt að slökkva Ijósin á miðnætti, en þau látin loga allar nætur nema um hásumarið. Fjöldi ljóskera á fyrsta starfsári Rafmagnsveitunnar, 1922, var rösklega 300. Þeim fjölgaði frem- ur hægt í byrjun — en voru þó orðin um 550 árið 1930. Árið 1940 voru þau tæp 1200, og eftir það fjölgar götuljósum mjög ört — og nú, þegar 100 ár eru liðin frá því að fyrsta götuljósið var tendrað við Bakarabrúna, er fjöldi þeirra kominn vel yfir 13.000. Allt fram á 5. tug þessarar aldar er götulýsing á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrst og fremst göngulýsing eða rat- lýsing. Fyrst á árunum 1940—1950 er hægt að tala um umferðarlýsingu í nútfma skilningi, sem miðast við að fullnægja kröfum sívaxandi um- ferðar bifreiða. Eingöngu voru notaðar glóþráðaperur, bil milli stólpa var langt og armar út yfir akbraut mjög stuttir. Um og eftir 1950 verða nokkur þáttaskil, þegar teknir eru í notkun nýir ljósgjafar, kvika- silfur — og natríumlampar (blá- leitir og gulleitir), en þeir gefa frá sér mun meira ljós en glóþráðarperan og endast marg- falt lengur. Með bættum lit þess- ara lampa hefur götulýsingin orð- ið enn fullkomnari. Þá eru stólparnir nú mun hærri en áður var, einkum við miklar umferðar- götur, en jafnframt hefur athygli manna beinzt meir og meir að nauðsyn þess, að ljóskerin (búnaðurinn utan um ljósgjaf- ann) komi í veg fyrir ofbirtu. Enginn vafi leikur á því, að góð götulýsing kemur í veg fyrir fjölda umferðarslysa. Einnig er víða um heim vaxandi skilningur á því, að góð götulýsing og utan- hússlýsing almennt er eitt bezta vopnið gegn ýmiss konar glæpum, sem nærast á myrkrinu. Erfitt er því að trúa því, að árlega valdi skemmdarverk á götuljósum á svæði Rafmagnsveitu Reykja- víkur tjóni, er nemur 5—10 milljónum króna. Mikilvægt er, að góð samvinna takist meðal eigenda götuljósanna, þ.e. borgaranna sjálfra, og þeirra, sem annast uppsetningu og rekstur götuljósakerfisins. Ef allir leggj- ast á eitt getum við aukið á vel- líðan og öryggi sjálfra okkar og barna okkar með því að sigrast á langmyrkri vetrardaganna. Það er von Rafmagnsveitunnar, að Reykjavíkurborg og nágranna- sveitarfélögin búi vel að götu- lýsingu hér á höfuðborgar- svæðinu — svo að neistinn, sem kveiktur var við Bakarabrúna fyrir réttum 100 árum, veiti okkur vaxandi öryggi á götum úti hér eftir sem hingað til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.