Morgunblaðið - 02.09.1976, Page 34

Morgunblaðið - 02.09.1976, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976 UBK - Valur í kvöld BREIÐABLIK og Valur reyna með sér öðru sinni f undanúrslit- um bikarkeppni KSÍ á knatt- spyrnuvellinum f Kðpavogi f kvöld. Verður þá leikið til þraut- ar þannig að verði jafntefli eftir framlengdan leik kemur til vfta- spyrnukeppni. — Þetta er auðvitað mjög slæmur tími, m.a. tneð tilliti til landsleikjanna, en því miður reyndist ekki unnt að hafa leik- inn á öðrum tíma, sagði Hilmar Svavarsson, formaður mótanefnd- ar KSl, í viðtali við Morgunblaðið í gær. Og víst er að Valsmennirnir sem leika með landsliðinu eiga ekki auðvelda daga. Fyrst leikur- inn við Breiðablik i fyrrakvöld, síðan aftur í kvöld og þá taka við iandsliðsæfingar og loks lands- leikurinn. Leikurinn f kvöld hefst kl. 18.30. ÞÓR VAIMIM ÍBÍ I fyrrakvöld fór fram einn leik- ur i 2. deildar keppni Islands- mótsins í knattspyrnu. IBÍ og Þór léku á ísafirði, en leik þessum varð að fresta um síðustu helgi. Urslit urðu þau að Þór sigraði i leiknum 2—1, eftir að staðan hafði verið 1—1 í hálfleik. Þarna var um nokkuð jafna við- ureign að ræða, en heldur voru það þó heimamenn sem áttu meira í leiknum. Þeir urðu hins vegar fyrir því óhappi að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik, og gerði það gæfumuninn. Mörkin tvö sem rötuðu rétta leið skoruðu Gunnar Pétursson fyrir ísafjörð og Einar Sveinbjörnsson fyrir Þór. FA ÞRÍR GULLÚR? SVO kann að fara, að KSI verði að kaupa þrjú gullúr til að hafa handbær eftir leik tslands og Hollands á miðvikudaginn. Þrfr landsliðsmenn leika sinn 24. landsleik við Belgfumenn á sunnudaginn og verði þeir valdir í liðið á móti Hollending- um á miðvikudaginn ná þeir „gullúrsáfanganum." Þetta eru þeir Ólafur Sigurvinsson, IBV, Asgeir Elfasson, Fram, og Teit- ur Þórðarson, ÍA. Leikreyndasti maður fs- lenzka liðsins er hins vegar Matthfas Hallgrfmsson sem er nú valinn til sfns 42. landsleiks, en næstir honum komaGuðgeir Leifsson sem leikið hefur 32 landsleiki og Marteinn Geirs- son með 31 landsleik. Sá lands- liðsmannanna, sem á fæsta leiki að baki, er Guðmundur Þorbjörnsson, Val, sem mun klæðast landsliðspevsunni f f jórða sinn á sunnudaginn. Menn virðast annars óvenju- lega sammála um val íslenzka landsliðsins að þessu sinni. enda vitað að það er skipað mjög góðum knattspyrnumönn- um. Það verður síðan verkefni Tony Knapp og félaga hans að skapa liðsandann og liðsheild- ina og ef að Ifkum lætur mun það takast vel. Á blaðamannafundi þeim sé KSt hélt er landsliðið var til- kynnt var Jens Sumarliðason, formaður landsliðsnefndar að því spurður hvort Ifklegt mætti teljast að gerðar yrðu breyting- ar á liðinu f seinni leiknum, þ.e. leiknum við Hollendinga. Svaraði Jens því, að stefnt væri að þvf að gera sem minnstar breytingar á liðinu í þeim leik. — Það fer þó auðvitað eftir ýmsu, sagði Jens, — og þá ekki sfzt hvort okkar menn sleppa frá leiknum á sunnudaginn án þess að verða fyrir meiðslum. Og auðvitað kemur frammi- staða landsliðsins f leiknum á sunnudaginn, svo og einstakra leikmanna til með að ráða tölu- verðu um hvort breytingar verða gerðar. René Verhexen. Jean-Marie Pfaff. VALINN MAÐUR MARGIR leikmanna belgfska landsliðsins, sem leikur hér á sunnudaginn, eru tslendingum að góðu kunnir, en svo einkennilega hefur viljað til, að í þau tvö skipti, sem Islendingar hafa til þessa tekið þátt f undankeppni heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu, hafa Belgfumenn verið þar mótherjar okkar, og þeir voru einnig með okkur f riðli f Evrópubikarkeppni landsliða 1974—1975. Þá komu hingað nokkrir þeirra leikmanna, sem nú skipa belgfska liðið og munu menn sérstaklega minnast mark- varðarins Christian Piot, sem leikur með sama liði og Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, og Raoul Lambert hinum stórsnjalla leikmanni úr Club Brúgge. Annars er greinilegt á liðskipan Belgíumanna, að þeir eru nú að gera verulegar breytingar á liði sínu og yngja það upp. Þannig eru sex leikmenn í liðinu, sem aðeins hafa leikið einn landsleik, og auk þess einn nýliði. Hafa Belgíu- menn búið lið sitt af mikilli kost- gæfni undir leikinn á sunnudag- inn og gera sér góðar vonir um að það sigri tslendinga með nokkr- um mun, þótt þeir séu sjálfsagt minnugir úrslitanna í leik liðanna í Belgíu í fyrra, en þá marði bélg- íska liðið sigur: 1—0. Leikmenn belgíska liðsins eru eftirtaldir: LudoCoeck, Anderlecht (6) Julíen Cools, Club Brúgge (9) Paul Cournat, Club Brúgge (0) Þrír íslenzku landsliðsmannanna: Jón Pétursson, Árni Stefánsson og Guðmundur Þorbjörnsson í innbyrðis baráttu. Á sunnudaginn keppa þeir að sameiginlegu marki — að ná sem bcztum árangri í leiknum við belgísku kanttspyrnusnillingana. Ljósm. Friðþjófur. i FJÓRIR fslenzkir atvinnumenn f knattspyrnu, sem taka þátt f landsleiknum við Belgfumenn á sunnudaginn, eru væntanlegir heim f dag. Eru það þeir Mar- teinn Geirsson, Ásgeir Sigurvins- son og Guðgeir Leifsson, sem koma frá Belgfu, og Matthfas Hallgrfmsson, sem kemur frá Svf- þjóð. Eins og skýrt hefur verið frá f blaðinu kemur Jóhannes Eð- valdsson svo ekki fyrr en n.k. sunnudag, nokkrum klukku- stundum áður en leikurinn við Belgfumenn hefst. Verður Jó- hannes að fara fyrst til London og fljúga þaðan heim um hádegisbil á sunnudaginn. — Við höfum haft spurnir af Matthíasi Hallgrímssyni, og hefur honum gengið með ágætum í þeim leikjum sem hann hefur keppt í með liði sínu, Halmia, í Svíþjóð, sagði Jens Sumarliðason, formaður landsliðsnefndar KSÍ í viðtali við Morgunblaðið í gær. Þá sagði Jens ennfremur að lands- liðsnefnd hefði leitað til Elmars Geirssonar sem er atvinnumaður með þýzku liði, en Elmar hefði ekki getað komið til landsleikj- anna þar sem hann átti leik með liði sínu á sama tíma. Ellert B. Schram sagði að félag það er Marteinn Geirsson leikur með i Belgiu, Royale Union, hefði í fyrstu ekki viljað gefa hann lausan I Iandsleikinn. — Við urð- um að beita hörðu, sagði Ellert, og kvarta við belgíska knattspyrnu- Raoul Lambert. Christian Piot. I HVERJU RUMI Robert Dalving, Lokeren (1) Hervé Delsesie, Waregem (1) Eric Gerets, Standard Liege (2) Raoul Lambert, Club Brúgge (30) Maurice Martend, Molenbeek (19) Jean-Marie Pfaff, Beveren (1) Christan Piot, Standard Liege (36) Michel Rengquín, Standard Liege (1) Jacques Teugeles, Molenbeek (12) Gilbert van Binst, Anderlecht (14) Erwin Vanden Daele, Anderlecht (29) Francois van der Elst, Anderlecht (8) René Vandereycken, Club Brúgge (3) René Verheyen, Lokeren (1) Willy Wellens, Molenbeek (1) Svo sem sjá má af upptalningu þessari eru flestir leikmanna belgiska liðsins frá þremur félög- um: Standard Liege, Club Brúgge og Anderlecht. Allir eru þessir leikmenn frábærlega góðir knatt- spyrnumenn og ætla sér ekkert minna en að komast f úrslita- keppnina f Argentínu. Róðurinn verður þó sjálfsagt þungur, þar sem 1 riðlinum eru hollenzku silf- urmennirnir frá siðustu heims- meistarakeppni, auk Ira og Is- lendinga. Ekki er ótrúlegt að markahlutfall ráði úrslitum í þessum riðli, þannig að liklegt verður að teljast, að Belgíumenn- irnir freisti þess að leika sóknar- leik á móti Islendingum. sambandið yfir þeim hætti sem á var hafður er samningurinn við Martein var gerður. Það er algjör- lega ólöglegt að kaupa leikmann til liðs við sig meðan á keppnis- tímabili stendur, og fór svo að félagið varð að gefa eftir og láta í té yfirlýsingu um að það gæfi Martein lausan í þá heimsmeist- ara- og Evrópubikarleiki sem KSI óskaði eftir að hann tæki þátt í. Ásgeir Sigurvinsson hefur átt við meiðsli að strlða að undan- förnu, en ekki er vitað annað en að hann hafi náð sér það vel af þeim að hann geti leikið á sunnu- daginn. Munu þau mál skýrast betur á æfingum landsliðsins fram að leik, en fyrsta æfing liðs- ins verður í kvöld. Á morgun heldur liðið síðan austur að Þing- völlum þar sem það mun dvelja fram að leiknum á sunnudaginn. Strax að leik loknum mun liðið fara austur aftur og vera þar fram að leiknum við Hollendinga á miðvikudaginn. Sá háttur hefur verið hafður á við undirbúning landsliðsins fyrir þá leiki sem það hefur leikið hér heima undanfarin ár að liðið hef- ur dvalið á Þingvöllum við undir- búning sinn, og er ekki annað að sjá en slíkt hafi gefið góða raun. Er vonandi að svo verði einnig nú — ekki mun af öllu veita I barátt- unni við hina snjöllu leikmenn belgíska liðsins. Hvernig verður liðið skipað? I Morgunblaðinu í gær var birt val landsliðsnefndar á þeim 16 leikmönnum sem taka munu þátt I leiknum við Belgiumenn á sunnudaginn. Hins vegar verður ekki gefið upp fyrr en skömmu áður en leikurinn hefst hvaða 11 leikmenn hefja leikinn. En ekki er ósennilegt að það verði eftir- taldir: Sigurður Dagsson, Gísli Torfason, Jón Pétursson, Mart- einn Geirsson, Jóhannes Eðvalds- son, Guðgeir Leifsson, Ásgeir Sig- urvinsson, Asgeir Elíasson, Ingi Björn Albertsson, Teitur Þórðar- son og Guðmundur Þorbjörnsson. Islenzku landsliðsnefndinni og landsliðsþjálfaranum Tony Knapp er vissulega nokkur vandi á höndum við uppstillingu liðsins þar sem hollenzku landsliðsmenn- irnir og landsliðsþjálfarinn munu fylgjast með leiknum á sunnudag- inn og því sennilega nauðsynlegt aó gera breytingu á uppstillingu liðsins og leikaðferð I leiknum á miðvikudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.