Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 207. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kissinger fer trúlega í sáttaferð til Afríku Hamborg, Dar Es Salaam, Höfðaborg 7. september NTB — Reuter. TVEIR menn að minnsta kosti biðu bana ( nýjum kynþáttaátök- um milli lögreglu og mótmæl- enda f tveimur af stærstu borgum Suður-Afríku í dag, en ( Hamborg skýrði Henry Kissinger utanrfkis- ráðherra Bandarfkjanna frá þvf, að Tansanfustjðrn hefði beðið sig að fara f diplómatfska sáttaferð til Afrfku f þeim tilgangi að reyna að koma á meirihluta stjórn blökkumanna f Rhódesfu og sjálfstæði Suðvestur-Afrfku (Namibfu). Kissinger vildi ekki staðfesta, að hann hefði tekið áskorun þessari, en bandarfskir embættismenn töldu vfst, að ferð- in yrði farin, jafnvel þegar á mánudag, ef ekki fyrr. Hins vegar sagði talsmaður Julfusar Nyerere forseta Tansanfu f Dar Es Salaam f kvöld, að Tansanfustjórn hefði ekki farið þessa á leit við Kissing- er, þótt hún fagnaðí hugmyndinni um slfka ferð. „Hann bað um að fá að koma og við sögðum „Allt f lagi, komdu bara“, sagði talsmað- Reyna að fá rigninguna í slökkviliðið Álaborg 7. september — NTB YFIRSTJÓRN slökkvistarfs við gífurlega mosabruna, sem geisað hafa á hinum viðfeðmu heiða- löndum utan við Alaborg í 13 daga samfleytt, ákvað f dag að kanna möguleika á því að fram- kalla rigningu með efnafræðileg- um aðferðum til að reyna að hefta eldana. Mosinn er á þessu svæði allt að fjögurra metra þykkur, og i dældum sem myndazt hafa, blossar eldurinn upp af miklum krafti í hvert sinn sem dugleg vindhviða fer yfir. Siðdegis f gær virtist svo sem tekizt hefði að ráða niðurlögum eldsins, en þá tók að blása og eldurinn gaus upp að nýju. urinn. Kissinger var f Hamborg til stuttra viðræðna við Helmut Schmidt, kanslara f kjölfar þriggja daga fundar þeirra John Vorsters, forsætisráðherra Suður- Afrfku f Ziirich um vandamálin f suðurhluta-Afrfku. Vorster sagði við komuna til Jóhannesarborgar f dag, að viðræður þeirra Kissing- ers hefðu verið árangursrfkar, en vissulega væru vandamálin flók- in. Virtist Vorster samþykkur þeim ummælum Kissingers, að fundurinn í Ziirich væri góður grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræður. Vorster sagði ennfrem- ur, að hann myndi hitta að máli Ian Smith forsætisráðherra Rhódeslu, en tilgreindi ekki stund eða stað. Talið var, að viðræður þeirra Kissingers og Vorsters hefðu ver- ið til umræðu á fundi leiðtoga fimm Afríkuríkja f Dar Es Salaam, en talsmaður Tansaniu- stjórnar sagði i kvöld, að þær kæmu ekkert þeim fundi við. Fundinum lauk síðdegis í dag, en i honum tóku þátt leiðtogar Tansaniu, Mozambique, Angóla, Botswana og Zambfu. Virtist svo sem honum hefði að mestu verið varið i tilraunir til að koma á sáttum innan hinnar sundruðu hreyfingar þjóðernissinna í Rhódesiu, en árangur mun ekki hafa orðið af þeirri viðleitni. 1 Framhald á bls. 18 Amerasinghe. Assad vill að Arafat sé sparkað Beirút 7. september — AP SÝRLANDSSTJÓRN hefur kraf- izt þess, að Yassir Arafat verði bolað úr hernaðarlegum og póli- tískum valdastöðum sinum innan Frelsishreyfingar Palestínu og að I hans stað komi leiðtogar, sem hlynntari séu Sýrlendingum, að því er arabfskar heimildir meðal diplómata I Beirút herma. Sam- kvæmt þessum heimildum á Hafez Assad Sýrlandsforseti að hafa persónulega krafizt afsagnar Arafats úr formannsstöðu PLO, og mun Assad vera fylgjandi þrf- eykisstjórn i hreyfingunni. Þessi krafa Assads er sögð vera einn liður í heildaráætlun forsetans til lausnar hinni blóðugu borgara- styrjöld f Libanon. FLÓTTAMAÐURINN — Sovézki flugliðsforinginn Viktor Belenko f bifreið þeirri, sem ók honum burt af flugvellinum f Hakodate, þar sem hann lenti MIG-25 þotu sinni á mánudagsmorgun. AP-sfmamynd. Belenko til USA en kröfum Rússa synjað Tókýó 7. september AP — NTB — Reuter SOVEZKI herflugmaðurinn Viktor Ivanovitsj Belenko, sem f gær lenti MIG-25 orrustuflug- vél sinni á nyrztu eyju Japans og óskar eftir hæli sem pólitfsk- ur flóttamaður f Bandarfkjun- um, mun á morgun miðviku- dag, að öllum Ifkindum verða fluttur til Bandarfkjanna, að þvf er heimildir f Japan herma. Gerald Ford Bandarfkjaforseti hefur persónulega gefið vilyrði fyrir þvf að Belenko fái hæli f Bandarfkjunum, að þvf er Hvfta húsið skýrði frá f kvöld. Það væri á hinn bóginn mál japönsku stjórnarinnar hvað gert yrði við flugvélina sovézku. Hins vegar synjaði japanska rfkisstjórnin beiðni Sovétrfkjanna um, að MIG-25 vélinni yrði þegar f stað skilað aftur þangað, en vél þessi, sem talið er að sé fullkomnasta orrustuþota Sovétmanna, hefur hingað til verið hið mesta herðnaðarleyndarmál.Þá var sovézka sendiráðinu f Tókýó meinað að senda fulltrúa sinn til viðræðna við Belenko. Talsmaður stjórnarinnar i Tókýó sagði í dag: „Belenko vildi sjálflur ekki hitta sovézku fulltrúana, og við höfum engan áhuga á því að reyna að þvinga Framhald á bls. 18 Frestur til að kanna stöðu haf- réttarráðstefnu New York 7. sept. — NTB. FUNDUR hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna f New York veitti sjálfum sér í dag vikufrest til að skera úr um framtfð ráð- stefnunnar. I næstu viku á þvf að verða Ijóst, hvort haldinn verður nýr lokafundur einhvern tfma á næsta ári og þá hvar og með hvaða hætti. Sendinefndir áttu ekki á þess- um boðskap von, er Hamilton Shirley Amerasinghe forseti ráðstefnunnar hóf umræður í dag. Amerasinghe kom flestum á óvart með þeirri tillögu sinni, að formenn þriggja meginnefnd- anna á ráðstefnunni, scm hafa nú f tæpar 30 vikur unnið að hafrétt- arvandamálunum, fái frest fram á næsta mánudag til að gera skýrslu um það starf, sem unnið hefur verið. Skýrsla þessi skai einnig verða grundvöllur að óformlegum um- ræðum ráðstefnufulltrúa. Full- trúar hafa margir hverjir lýst vonbrigðum sínum með þessa ákvörðun forseta ráðstefnunnar, og telja að þar með sé verið að ýta vandamálunum á undan sér. Tékkar mótmæla: Hætta við heim- sókn til Svíþjóðar Stokkhólmi 7. september NTB Utanrfkisráðherra Tékkósló- vakfu, Pusan Spacil, hefur aflýst opinberri heimsókn sinni til Svf- þjóðar f mótmælaskyni við ræðu, sem sænski utanrfkisráðherrann, Sven Andersson, hélt 21. ágúst, en þann dag voru átta ár liðin frá innrás Sovétmanna f Tékkó- slóvfkfu. Sendiherra Tékka í Stokk- hólmi, Pavel Dzunda, skfrskotaði til ræðu sem Andersson hélt I Umeá, þegar hann tilkynnti utan- rfkisráðuneytinu að af heimsókn- inni yrði ekki. Hún átti að vera um miðjan september. I ræðunni sagði Andersson, að sovézka inn- rásin í Tékkóslóvakiu hefði verið ósigur fyrir lýðræði og frelsi. „Innrásin sannar, að kommúnisminn er ómannúðleg- ur. Kröfum um aukin áhrif borgaranna er svarað með skrið- drekum og fangelsunum og í Tékkóslóvakfku var fólkið kúgað til þagnar,“ sagði hann. Tilgangur heimsóknar Spacils var að koma sambandi landanna tveggja i eðlilegt horf, en sam- komulagið hefur verið stirt síðan i aprfl 1975, þegar Olof Palme forsætisráðherra kallaði leitoga Tékkóslóvakíu menn handgengna einræðinu. Bretland: 4 bankar og 7 trygg- ingafélög þjóðnýtt? Callaghan London 7. september — Reuter BIRT var f dag áætlun brezka Verkamannaflokksins um þjóð- nýtingu fjögurra stærstu einka- banka landsins og sjö helztu tryggingafélagannasvoogum end urskipulagningu á verksviði seðlabanka, landsins, Englands- banka. Þessi umdeilda skýrsla sem framkvæmdastjórn flokksins undir forystu vinstri afla hefur þegar samþykkt, verður lögð fyrir ársþing Verkamannaflokksins f Blackpool á Norður-Englandi f lok þessa mánaðar. James Callag- han, forsætisráðherra, hefur þegar tilkynnt að hann Ifti ekki svo á að rfkisstjórn sfn sé bundin ákvörðun framkvæmdastjórnar- innar. Og jafnvel þótt ársþingið samþykki áætlunina telja stjórn- málaskýrendur sennilegt að Callaghan muni engu að sfður Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.