Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 29 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I sima 10-100 kl- 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Um útvarpsþátt og fleira Húsmóðir skrifar: „Ég er ekki góð í grasafræðinni, en svo mikið þykist ég vita, að þistlar eru úrþvættisillgresi, sem enginn hirðumaður hefur í garð- inum sínum, Þessi þistlaþáttur i útvarpinu er svo sannarlega rétt- nefni á þeim fróðleik, sem þar er matreiddur. Þessir menningafvit- ar sem þar eru að týna þetta þá ekkisens kjarnfóður i mannskap- inn vinna alls ekki fyrir kaupinu sínu. Ef þeir endilega vilja koma svona fróðleik á framfæri þá er það það minnsta að þeir sjálfir borgi brúsann. Það getur nefnilega verið til sá fróðleikur að það er miklu betra að vita hann ekki. Hvaða gagn hefur heimurinn t.d. haft af „bók- menntum", sem skrifaðar eru eft- ir jólakökuuppskrift valdhafanna i Rússlandi. Það lítur út fyrir að almenningur í Japan sé á hærra menningarstigi en við, þar sem núna um daginn varð útvarps- stjórinn þar að gera svo vel að segja af sér af því að hann talaði við þennan Tanaka. Japanir voru fljótir að tileinka sér alla vest- ræna tækni, en kommúnismann vildu þeir ekki sjá. Þeim hefur ekki geðjazt að bragðinu. Af þeim kaleik drukku aftur á móti Kín- verjar og verði þeim svo að góðu. Húsmóðir." Þessi útvarpsþáttur sem hér um ræðir er nokkuð ræddur meðal manna hefur Velvakandi heyrt, en hann er ekki svo fróður að hafa heyrt neinn þeirra sjálfur. Eitthvað hefur litillega verið rætt um hann hér í þessum dálkum, en ekki mikið þó. Þar sem útvarps- efni er sígilt umræðuefni hér er ekki úr vegi að bjóða upp á frek- ari skoðanaskipti um téðan þátt og aðra og væri forvitnilegt að heyra fleiri raddir um það. Annað hugstætt umfjöllunar- efni hér eru skattamálin og hefur umræða um þau sennilega aldrei verið meiri en á þessu ári, að þvi er virðist a.m.k. Einn sem vill nefna sig fróðleikfúsan skatt- greiðanda liggur eftirfarandi á hjarta: • Til skatt- yfirvalda „I tilefni af skrifum „einstæðr- ar móður“ í Velvakanda 2. sept- ember viðvikjandi skattgjöldum vildi ég mælast til þess að skatt- stofa Reykjavíkur birti nokkur dæmi um skattabyrðar af launa- tekjum, t.d. tekjum karlmanns kr. 1.500.000,- og konu 1.000.000,-. stólum. En gegnt honum 1 sér- stakri hillu voru þó dávndis- bækurnar hans, fyrstu útgáfurn- ar. Hann kveikti á díktafóninum sem stóó á skrifborðinu. Þegar hundurinn heyrði rödd Percys lyfti hann höfði. En þegar honum var ljóst að húsbóndinn var ekki að ávarpa hann lét hann sig falla letilega niður aftur og lokaði augunum letiiega. — Jamie, þetta er stórgott. Þú hefur ákveðið þig, er það ekki? Eg verð að viðurkenna að þú hafðir á réttu að standa. Ef þú hefðir ekki skrifað mér um áhuga þinn á Edgar Allan Pe hefði mér aldrei dottið hann I hug. Hug- myndin er kannski hans uppruna- lega, en þú hefur algerlega tekið hana og mótað hana. Ég hefði ekki þurft að vera svona áhyggju- fullur. Hvernig gat mér dottið 1 hug að þú apaðir eftir einhverj- um öðrum? Jack leitaði árangurslaust fyrir sér hjá kunningja sfnum hjá FBI. — Við getum ekki gert neitt, sagði Ken Murtagh við hann. — Ég fæ ekki séð hvernig við 1) Sameiginlegt framtal hjóna (50% frádráttur v/konu). 2) Hve mikið vegna vinnu kon- unnar. 3) Sömu tekjur taldar fram af einstaklingum, hve mikið á hvern. 4) Sömu tekjur, hjón (50% frádr. v/konu) með 1 barn. 5) Hve mikið vegna vinnu kon- unnar. 6) Einstæð móðir með 1 barn. Með þakklæti fyrir væntanleg- ar upplýsingar. Fróðleiksfús skattgreiðandi." Hún er fleyg setningin um að útreikningur skattanna sé álika flókin og lending geimfars á Mars og manni flýgur hún i hug þegar á að fara að setjast niður og ræða hinar ýmsu hliðar á útreikningun- um. Taka þarf með í reikninginn frádrátt vegna þess og hins og svo mætti eflaust lengi telja. En frá þessum skattamálum skulum við hverfa til borgarmálefna í Reykjavik. 0 Seinar malbik- unarframkvæmdir Kona í Hlíðunum hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri fyrirspurn um malbik- unarframkvæmdir þar: „Ég bý i Drápuhlíð ofan við Lönguhlíðina þ.e. austan við hana og fyrir alllöngu voru hækkuð þar öll niðurföll og. ég geri ráð fyrir að svo hafi verið gert á fleiri götum hér. Þetta hefur orðið til HÖGNI HREKKVÍSI ^ccSQ <$> " i Ú 'i I ,Miðalaus!‘ SIGGA V/GGA £ 'í/LVtWU <oK)ÓL‘6T/tf)muZ H/NN 54Í4K 4UÍ 06 MErtTj VEVb 49 VÁ 'bÍWá A‘bíA Klapparstíg 1. Skeifan 19. Simar 18430 — 85244 ...... ... þess að þegar rignir rennur allt vatn inn á lóðirnar hjá okkur og þær liggja undir skemmdum og jafnvel húsin sjálf. Eg held að það sé komið á þriðja ár síðan þetta var gert við ræsin en ekki bólar enn á malbik- unarframkvæmdunum. Talað var um það í vor að þetta yrði gert eftir fáar vikur en nú er sumarið liðið og ekkert sést ennþá. Hve- nær skyldum við fá að sjá nýtt slitlag á götunum hér? Kona í Hlfðununi." Þessari fyrirspurn konunnar i Hlíðunum er hér með komið á framfæri við gatnamálayfirvöld i Reykjavík og í leiðinni mætti ræða þessi malbikunarmál örlitið meira. Einn af þeim sem ferðast mikið í strætisvagni um borgina vildi koma þvi á framfæri að þegar verið er að malbika einhvers stað- ar í bænum er oft ekki hirt um að láta vegfarendur vita hvaða göt- um er lokað svo hægt sé að fara aðrar leiðir. Að visu sé þetta aug- lýst i útvarpinu og það komi að sjálfsögðu mörgum á gagni en ekki svo mjög þeim sem ferðast í strætisvögnum. Það hafi komið fyrir að menn hafi beðið á biðstöð eins og venjulega en svo hafi bara alls enginn vagn komið. Það sé vegna þess að ekki sé látið vita um breytingar á ferðum strætis- vagna ef þær verða vegna ein- hverra gatnaframkvæmda. Ungbarnafatnaður í úrvali og landsins ódýrustu bleyjur. Sendum í póstkröfu Ödýrasta kennslan er sú sem sparar þér tíma Frábærir kennarar sem æfa þig í TALMÁLI Kvöldnámskeið — síðdegisnámskeið. Enskuskóli Barnanna. Einkaritaraskólinn Sími 10004 og 11109 Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4 _ . Geröu svo vel Simca 1100 GLS SIMCA 1100 GLS er tilvalinn f jölskyIdubíll. Traustur, öruggur og umfram allt sparneytinn, SIMCA 1100 GLS er með fimm hurSum og með einu handtaki má brevta honum í "station" bfl. SIMCA 1100 GLS er til afgreiðslu nú þegar. Hafið samband við umboðið. Sími 84366 - 84491 SIMCA II O' líökull hf. ÁRMÚLA 36ÍREYKJAVÍK (vttq owmimú sVlV49 $ILAW 4 994 MV4W Wi , ioizú ImVltéEK 49 ^0614 VÁÍ 5 \ L0K4 nmi H(jn/ ÍCx LÝSA VF/9 A9 Vú ‘btKT YlEVZOÁZ S-f HH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.