Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 31 Matthías mætturí slaginn EINA breytingin sem gerð er á Is- lenzka landsliðinu I leiknum við Hol- lendinga I kvöld er sú, að Matthlas Hallgrlmsson kemur nú inn I liðið I stað Inga Björns Albertssonar, en sem kunnugt er gaf hann ekki kost á sér I leikinn. Matthlas Hallgrlmsson kom til landsins frá Svlþjóð I fyrradag og hélt þá rakleiðis til Þingvalla, en þar hefur Islenzka liðið dvaltð frá þvl eftir leikinn við Belglumenn á sunnu- dagskvöldið og æft á Laugarvatni. Sem kunnugt er, var Matthlas Hallgrlmsson valinn I leikinn á móti Belglumönnum, en gat þá ekki kom- ið heim, þar sem forráðamenn fé- lagsins sem hann leikur með I Svl- þjóð. Halmia, voru harðir á að veita honum ekki fararleyfi, vegna leiks sem liðið átti s.l. laugardag. Þeim leik tapaði Halmia 3—4. Ekki verður gefið upp hvernig Is- lenzka liðið sem byrjar leikinn I dag verður skipað fyrr en rétt fyrir leik- inn, en ekki er óllklegt að Tony Knapp og félagar stilli upp svo til óbreyttu liði frá leiknum við Belglu- menn á sunnudaginn. Þá byrjuðu eftirtaldir leikmenn: Árni Stefánsson, Fram Guðgeir Leifsson, Charleroi Glsli Torfason. ÍBK Jón Pétursson, Fram Marteinn Geirsson, Fram Guðmundur Þorbjömsson, Val Ólafur Sigurvinsson, ÍBV Jóhannes Eðvaldsson. Celtic Teitur Þórðarson, ÍA Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege Árni Sveinsson, ÍA. Aðrir leikmenn I landsliðshópnum eru eftirtaldir: Sigurður Dagsson, Val, Halldór Björnsson, KR, Ásgeir Ellasson, Fram Matthlas Hallgrlms- son, Halmia, Jón Gunnlaugsson, ÍA. Vel kann llka að vera að Knapp kjósi að gera einhverjar breytingar á liðinu, og llklegt verður að teljast að hann freistis til þess að breyta leik kerfi liðsins nokkuð með tilliti til þess að aðstoðarþjálfari hollenzka landsliðsins fylgdist með leiknum á sunnudaginn, og hefur sjálfsagt reynt að kortleggja Islenzka liðið að mætti. Þannig má t.d. vera að Knapp setji Matthlas Hallgrlmsson strax inn á og þá sennilega I stað Guðmundar Þorbjörnssonar. Leiki þeir Ólafur Sigurvinsson, Ás- geir Ellasson og Teitur Þórðarson með Islenzka landsliðinu I kvöld ná þeir þar með slnum 25. knattspyrnu- landsleik fyrir íslands hönd og munu hljóta sérstaka viðurkenningu frá KSÍ, gullúr, að launum. liðið hefði búið sig eftir föngum undir leikinn við Island, en þetta væri fyrsti leikur liðsins á þessu keppnistimabili, og það kynni auðvitað að hafa sitt að segja. Þegar Rensenbrink var svo að þvf spurður hvort hann teldi að Hollendingar sigruðu I þessum riðli og kæmust f úrslitakeppnina i Argentínu, sagði hann, að það væri varla efamál að Hollending- ar væru með bezta liðið í riðlinum og auðvitað stefndu allir leik- menn liðsins að sigri og þátttöku f lokakeppninni f Argentfnu. — Og það ætti að takast, sagði hann. _ stjl. Enska knattspyrnan ÓVÆNT úrslit urðu á auka- leikjum I 2. umferð ensku deildarbikarkeppninnar I gær- kvöldi. Þannig tapaði Ipswich t.d. 1:2 fyrir Brighton og Hove Albion, á útivelli að vlsu. Southampton mátti einnig bfta I það súra epli að tapa ( gær- kvöldi, þannig að saga liðsins verður ekki lengri I þessari bik- arkeppni. Southampton lék á útivelli gegn Charlton Athletic og tapaði 1:2. Þá komust Best og félagar hans I Fulham áfram ( keppninni, er liðið vann Pet- erbrough á útivelli 2:1. Guðný Guðmundsdóttir og Philip Jenkins. Sónötukvöld í Norrænakúsinu GUÐNY Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Philip Jenkins pfanó- leikari halda sónötutónleika f Norræna húsinu f kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni verða 3 verk, sónata nr. 1 í D-dúr fyrir fiðlu og pfanó, opus 12, eftir Ludvig van Beethoven, sonata fyrir fiðlu og píanó eftir Maurice Ravel og sónata nr. 1 fyrir fiðlu og pianó í G-dúr opus 78. eftir Brams. Aðgöngumiðar á tónleikana verða seldir við innganginn. Föstudaginn 10. september kl. 21 munu Guðný og Philip síðan leika f Alþýðuhúsinu á tsafirði. Tveir til- kynntu um loðnu ígær TVEIR bátar tilkynntu um afla til Loðnunefndar f gærmorgun. Voru það Hilmir SU með 470 lest- ir og Grindvfkingur GK með 640 lestir. Hilmir hélt til Siglufjarðar með aflann, en Grindvfkingur til Grindavfkur. Að því er Andrés Finnbogason starfsmaður Loðnunefndar tjáði Morgunblaðinu fengu nokkur skip til viðbótar afla i fyrrinótt, og munu sum vera komin með yfir 300 lestir og ætluðu þau skip að freista þess að fá fullfermi í nótt er leið. Aflahæsta skipið á yfirstandandi sumarloðnuvertíð er Sigurður RE með 8481 lest, þá kemur Súlan með 4472 lestir, Gísli Árni RE 4155 lestir og Grindvíkingur GK með 3911, auk aflans, sem skipið hélt með til lands í gær. Andrés benti á að aflaverðmæti loðnufarmsins, sem Grindvíking- ur var með í gær væri álfka og fyrir 2500 lestir á s.l. loðnuvertíð, þannig að ekki þyrfti að kvarta mikið þótt ekki væru um hreint mok að ræða. Alls hafa 27 skip stundað loðnu- veiðar í sumar um lengri eða skemmri tíma. Af þessum 27 skip- um hafa 15 fengið yfir 2000 lestir, sem jafngildir 6000 lestum að verðmæti á s.l. loðnuvertíð. um — verði þær seldar, með þvf að kaupa skuldabréf af bæjar- sjóði fyrir upphæð, sem svarar 20% af byggingarkostnaði. End- anlegur byggingarkostnaður ligg- ur hins vegar ekki fyrir. Af þess- um 8 fbúðum heldur Sauðár- króksbær 3, en 5 var ráðstafað til einstaklinga. Auk þessa eru á annað hundrað fbúða í smíðum á Sauðárkróki. Fjölbýlíshúsið nýja á Sauðárkróki -I.iðsm. SIefánPedersen Þessi mynd er af skálanum, sem getið er, þ.e. þeim, sem sfðastur var grafinn upp. Leiguíbúðir á Sauðárkróki UNDANFARIN þrjú sumur hefur verið unnið að uppgreftri og rannsóknum við Kópavogs- læk, þar sem taiið er að verið hafi gamli þingstaðurinn f Kópavogi. Stjórnandi verksins hefur verið Guðrún Svein- bjarnardóttir fornleifafræðing- ur. Tildrög þess að hafist var handa við að grafa á þessu svæði voru þau, að Björn Þor- steinsson prófessor, sem átti sæti í Þjóðhátiðanefnd Kópa- vogs, lagði til, að Kópavogsbær minntist 1100 afmælisins með því að láta rannsaka rústir við lækinn. Auk þess stóðu fyrir dyrum vegaframkvæmdir á svæðinu, og var ljóst, að þær myndu ná mjög nærri rústun- um. „Við byrjuðum að grafa f tóft, sem af Jónasi Hallgrímssyni og Matthiasi Þórðarsyni þjóð- minjaverði var nefnd þinghús. Þarna kom i ljós rúst, sem var rúmir 8 m á lengd og tæpir 3 m á breidd. Húsið hefur verið byggt úr torfi og grjóti með timburgafli og hefur a.m.k. tvö byggingarskeið," sagði Guðrún Sveinbjarnardóttir. „Helztu hlutir til tímasetn- ingar hússins eru leirkerjabrot og krftarpfpur, auk gosösku. Það kemur heim og saman við skriflegar heimildir á fyrri hluta 16. aldar. Undir þessu húsi var hluti af sporöskjulaga Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræðingur. stétt. Hún virðist ná út i hring- laga girðingu, sem er norðan hússins, en hvað þetta er vitum við ekki.“ Þá var einnig grafið norðan þinghússins og alveg upp að minningarsteininum, sem reist- ur var 1962 til að minnast þess, að 300 ár voru liðin frá erfða- hyllingunni. Þarna kom m.a. i ljós smiðja og lítill skáli. I smiðjunni fundust kol, gjall og kopar og svo steðji og eldstæði. Norðan og austan þessarar smiðju voru ýmsar minjar, mest þó brotkenndar, en undir þeim öllum kom fram lftill nið- urgrafinn skáli um 6 m á langd og tæpir 2 m á breidd. I honum er stórt eldstæði. Enn hefur ekki verið hægt að timasetja neitt þarna, en það verður e.t.v. hægt að fá eitthvað út úr tíma- setningu á kolunum. Það, sem fannst þarna, bendir til mann- vistar, t.d. kvarnarsteinabrot, vaðsteinar o.fl. — Það er dálitið erfitt að átta sig á innbyrðis tengslum þess- ara mannvirkja. Þinghúsið virðist yngst húsanna og gæti stéttarhringurinn undir þvf til- heyrt eldra þingstæði. Smiðjan gæti verið f tengslum við Kópa- vogsbæ, þótt hann hafi staðið töluvert sunnar. Eins gæti ver- ið um að ræða smábýli, sem ekki er þekkt af heimildum. Engar lýsingar á staðháttum er að finna í heimildum um þinghald f Kópavogi. Fyrstu skriflegu heimildirnar eru frá árinu 1523, en það er full ástæða til að halda, að þar hafi verið þingað fyrr. Staðurinn er liklega þekktastur fyrir erfða- hyllinguna 1662, en Kópavogs- þing var þó alltaf með merkari hreppaþingum. Arið 1574 kom m.a.s. til tals að flytja þangað Alþingi." Hvað verður svo um það svæði, sem þið hafið grafið upp? — „Það hefur nú ekki verið endanlega ákveðið enn sem komið er,“ sagði Guðrún. „En þinghúsið og stéttin sporöskju- laga fá a.m.k. að vera í friði.“ A SAUÐARKRÓKI er rlsið fjöl- býlishús, sem byggt var sam- kvæmt lögum um leigufbúðir sveitarfélaga, en þau voru sam- þykkt á Alþingi árið 1973. I sfð- astliðnum mánuði voru 8 Ibúðir af 14 teknar f notkun, en þær eru 2ja og 3ja herbergja og afhendast fullbúnar og dúklagðar og búnar öllum venjulegum heimilistækj- um. Smfði hússins hófst vorið 1974 og var samið við Byggingarfélagið Hlyn hf. sem aðalverktaka, en yf- irsmiður var Bragi Haraldsson. Hefur tímaáætlun byggingarinn- ar staðizt nákvæmlega með af- hendingu þeirra 8 íbúða, sem fyrr var getið — að því er segir f fréttatilkynningu frá bæjarstjór- anum á Sauðárkróki. Þær 6 íbúð- ir, sem enn er ólokið við, á að afhenda 1. desember næstkom- andi. Þeir, sem taka við fbúðunum tryggja sér leigurétt f næstu 5 ár og forkaupsrétt að þeim tíma liðn- Þinghús, smiðja og skáli Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur segir frá uppgreftrinum í Kópavogi, sem nú er lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.