Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 23 t Konan min og fósturmóðir ELÍN JÓNATANSDÓTTIR frá ísafirði verður jarðsungin frá Éóssvogskirkju kl 3 í dag, miðvikudag 8 september Bjami Gunnarsson Guðrún Gunnarsson. t Hjartanlegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem með ýmsu móti sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ALFREÐS HILMARS ÞORBJÖRNSSONAR byggingameistara Kleppsvegi 120 Kristln Hilmarsdóttir Napier Ágúst S. Hilmarsson Kristín Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð við andlát og jarðarför HELGU HÓLMFRÍOAR JÓNSDÓTTUR FRÁ Purkey Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Elli-og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir frábæra umönnun. F.h. vandamanna Margrét og Steingrfmur t Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu KRISTÍNAR HELGADÓTTUR Hjörtur Ögmundsson RagnheiSur Hjartardóttir Ása Hjartardóttir Erla Hjartardóttir Gunnar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn t Útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁGÚSTS MÁLMKVISTS JÚLÍUSSONAR Heiðargerði 23 frá Hrappsey fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 9. september kl. 1.30. Steinunn Jónasdóttir Börn, tengdabörn og barnabörn t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu MARÍU E. EYJÓLFSDÓTTUR Laugavegi 133 verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. sept. kl 1 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess Kolbrún Jónsdóttir Sólveig Vilbergs, Reynir Vilbergs Steinunn Þorsteinsdóttir Bára Vilbergs Bjami ísleifsson Alda Acre Lawrence Acre barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega auðsýnda sámúð og vináttu við andlát og ptför eiginkonu minnar. móður, tengdamóður og ömmu ÁSTU EIRÍkSDÓTTUR Leifsgötu 11 Valdimar Sv. Stefánsson Guðmundur Birgir Valdimarsson Svava GuSvarðardóttir GuSrún Ragna Valdimarsdóttir Gunnar Jónsson Sesselja Valdimarsdóttir Haraldur Gunnlaugsson Erling Valdimarsson Erla Eirlksdóttir GuSbjörg Kristin Valdimarsdóttir Sigurður Egilsson Stefán Gylfi Valdimarsson Þórdls Jakobsdóttir v og barnabörn t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginmanns mins, föður, tengdaföður, afa og bróður KJARTANS EINARSSONAR trésmlðameistara Brávallagötu 18 Sæunn Þ. Glsladóttir Margrét Kjartansdóttir Sólberg Vigfússon Glsli Kjartansson Júllana Aradóttir Svava Kjartansdóttir Ingi Adolphsson Ingibjörg Kjartansdóttir Pétur. Péturssoh barnabörn og systkini Hagerup Isaksen Minningarorð Hann hét fullu nafni Hagerup Meyer Severin Isaksen og var fæddur í Tromvik f Noregi 12. ágúst 1887 og var þvi nýorðinn 89 ára er hann lézt. Hagerup var ungur á norskum síldveiðibát hér Víð ísland og á Siglufirði kynntist hann henni, er í yfir fimmtíu ár var hans trúfasti förunautur, Margréti Markúsdótt- ur, frá Kirkjulækjarkoti í Fljóts- hlíð. Hún fylgdi honum yfir hafið og þann 29. júlf 1923 voru þau gefin saman í hjónaband i Tromsö dómkirkju. Þau hófu búskap f Noregi og þar fæddust þrjú fyrstu börnin. Fjórum árum siðar lá leiðin svo til tslands, en í Noregi áttu þau lítið leiði, þar sem hvílir fyrsta dóttirin, litli sólargeislinn Hanna, sem þau misstu unga. Á þessum árum var erfitt hjá mörgum og ekki alltaf gott fyrir útlendinga að fá vinnu. Hagerup vann við það, sem til féll, en það dugði illa til að framfleyta stóru heimili. Þá kom vel í ljós, hvflíka kjarnakonu hann átti. Hún vann úti, aðallega við fiskvinnu, sem ekki var neitt sældarbrauð I þá daga. En ekki var heimilið van- rækt og oft var vinnudagurinn Iangur hjá henni Margréti. — Barnahópurinn óx, en alltaf voru börnin vel til fara, enda allt unnið í höndunum heima og konan hinn mesti snillingur i höndunum. Henni er það lagið að breyta aum- asta lítilræði f ljúffengar krásir, og fengi hún gamla flík i hendur, sem einhver vildi ekki eiga leng- ur, þá var hún ekki lengi að um- breyta henni í fallega barnaflik. Fátæktin kennir fólki að bjarga sér og margir hafa notið góðs af því, sem þessi góðu hjón lærðu f erfiðum skóla lifsins. Árið 1932 tókst þeim að eignast tveggja herbergja ibúð í verka- mannabústöðunum vestur i bæ og þar ólu þau upp stóra barnahóp- inn sinn. Að Ásvallagötu 63, eða á Ásvallagötunni eins og það heitir hjá okkur, var oft þröngt, en allt- af voru vinir velkomnir og þar rfkti glaðværð og gáski. Á stríðs- árunum voru þar í heimili Norð- menn, sem voru innlyksa hér og þá sannaðist það sem sagt er, að þar sem hjartarúm er nóg, þar er einnig nóg húsrúm. Börnin urðu átta: Óskar, bif- reiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Margréti Sigurðardóttur; Markús, lézt árið 1969, kvæntur Hjördísi Jósepsdóttur; Hanna, lézt barn að aldri, Harald, rafvirkjameistari i Reykjavik, kvæntur Ingibjörgu Þorgrímsdóttur; Hafsteinn, véi- smiður í Ytri-Njarðvík, kvæntur Hönnu Hansdóttur, Kristinn, bif- reiðarstjóri í Garði, kvæntur Unni Þorsteinsdóttur, Esther, húsmóðir í Reykjavík, gift Bjarna Kristjánssyni; og Erla, húsmóðir i Reykjavík, gift Hinz Steinmann. Barnabörnin eru orðin mörg, svo og barnabörn og barnabarna- börn. Eftir strfðið fékk Hagerup vinnu við sérgrein sina, stein- skífulagningar á þök og við það vann hann þar til heilsan fór að bila, fyrir fáum árum. Hann var sérlega vandvirkur og góður verk- maður og þau eru mörg húsaþök- in, sem hann hefur hlaupið um. Fyrir utan ótalin húsaþök sá hann um að leggja á og halda við þök- um gamla Landspftalans, Landa- kotskirkju, Herkastalans, Stjórn- arráðsins og Skálholtskirkju. Hann var kominn fast að áttræðu, er hann var síðast upp á þaki Landakotskirkju og þótti þá mörgum nóg um. Það háði Hagerup oft, að ís- lenzkan hans varð aldrei góð, en það kom ekki f veg fyrir, að hann eignaðist vini. — Hlýja brosið hans, glettnisblikið í bláu augun- um og þétta handtakið átti greiða leið inn f allra hjörtu. Hann var sérstaklega barngóður og börnin hændust mjög að honum. Hann var vinur vina sinna og hann var gott að eiga að, er á móti blés. Okkar kynni héfust, er hann var kominn á efri ár. Margar ánægju- stundir áttum við saman við spjall og spil og iitlu Lenu þótti fátt eins gaman og að sitja á afakné og hlusta á hann raula norskar barnagælur. Hagerup var mjög trúaður og hann kvaddi þennan heim í þeirri blessuðu vissu, að hann færi til eilífðarrlkisins, eftir þrautir og erfiði þessa jarðneska lffs. Það er tómlegt á Ásvallagöt- unni hjá ömmu Isaksen. — Afi farinn úr horninu sínu, þar sem amma hjúkraði honum síðustu ár- in, hún sjálf sárþreytt og oft lasin. En nú llður afa vel og við biðjum algóðan Guð að varðveita hann og vaka yfir ömmu og styðja hana þau spor sem hún á eftir að ganga hér á jörðu. Við kveðjum góðan föður, tengdaföður og afa með söknuð í hjarta og þökkum fyrir allt. Tengdadóttir. hIrtr;rxinataL viö gluggann eftirsr. Arelíus Nielsson Zaatar nísta þvf hjarta kærleik- ans sárar en orð fái lýst. Og allt er þetta um allan heim I fjöl- miðlum skrifað á ábyrgð krist- inna raanna. Veit ég þó að allir eiga sér einhverja afsökun og allt á sinar sérstöku orsakir. Líklega er enginn hópur nær því að bera heitið „kristinn", með sæmd en „Rauði kross- inn“, jafnvel þótt þar væru margir múhameðstrúar eða „heiðingjar". Samt hefur jafn- vel þessum þjónum kærleikans verið lokuð leið til líknar særð- um, sveltandi, þyrstum og þjáð- um og deyjandi í Beirút. Og „kristnir menn“ lokuðu leið- Kristnirmenn „VANDI fylgir vegsemd hverri“. Ekki er meiri vegsemd til en sú, sem felst i orðunum „kristinn maður". Það er svo mikil vegsemd, að helzt getur enginn sagt það um sjálfan sig fyrri en eftir mikil unnin afrek i fórnarlund, fyrir- gefningu og kærleiksþjónustu. En þessar dyggðir eru helztu opinberu vitnin um kristni manna og kvenna. Fátt hefur því vakið meiri hrylling en fréttir þær, sem berast daglega af „kristnum raönnum" úti i löndum, þótt öllu sé nú sleppt, sem hér gerist á litlu regneyjunni okkar úti við Dumbshaf. Katólskur, lútherskur, mót- mælandi, jafnvel kristinn og „frelsaður" eins og sumt fólk telur nóg til að vera fylgjendur Krists, með helgisiðum, sakra- mentum og trúarjátningum, eru fögur orð. Og til eru þó þjóðir, sem treysta engu, sem kristið er nefnt vegna þeirra blekkinga og svika, sem búið er að byrgja undir þessari fögru skínandi blæju. Og nú er svo komið, að blökkumenn i Suður-Afríku krefjast þess að fundið sé upp nýtt nafn á frelsandi mátt kær- leikans, þar eð búið sé að útata og útjaska nafni Krists þannig, að enginn geti treyst því leng- ur. Einn mesti hryllingur og hræðilegustu atburðir mann- kynssögunnar eru einmitt að gerast fyrir augum og eyrum allra I tveim eða fleiri löndum, þar sem „kristnir" menn sjálf- sagt bæði skfrðir og fermdir eru nefndir til afreka í grimmd og djöfulæði. Og þetta er þeim mun sárara, að litið hefur verið til Libanon og Irlands meðal hinna bezt kristnu landa. Fyrrverandi stjórn Libanons með kristinn forseta og „íslamskan“ forsætisráðherra á vixl vakti aðdáun allra hugs- andi manna. Friður og frelsi og fullt tillit til mannréttinda virt- ist eiga þar sitt hásæti. Og Irland var og er eitt elzta land kirkjulegrar menningar í allri Evrópu vestanverðri. Barnamofðin á Irlandi og her- setan um vesalingana f Tel al inni, bönnuðu aðgang með vopnavaldi. Eru til meiri öfugmæli? Hef- ur nafni Krists verið misþyrmt á hryllilegri hátt? Hafa kristn- ar hersveitir gengið lengra í þjónustu við grimmd og mann- vonzku? Það voru raunar kristnir menn i Þýzkalandi, sem stóðu fyrir striði og fjölda- morðum. En einhvern veginn sætti maður sig betur við nafn- ið nazistar sem þá þýddi að minnsta kosti afvegaleiddir kristnir menn. Vonandi láir mér enginn, þótt ég vilji óska að íslenzku blöðin hefðu heldur notað nafnið „falangistar" en kristnir menn um stríðsaðila i Líbanon. Hvað írland snertir má segja, að allir vita að ekki er nóg að vera „mótmælandi" og „katólskur" til þess að vera kristinn maður. En allt að einu er sorglegra en orð megi lýsa það hryllingsástand sem þar rikir, kennt við kirkjudeildir. Eitt hlýtur að vekja sérstaka athygli. Styrjöldin í Libanon og morðin á írlandi hafa nú varað árum saman, án þess að kirkja Krists sem heild hafi þar i taumatekið. Hvers vegna þegir páfinn og kardinálar hans, erkibiskupar, biskupar Og prestar ög alkirkju- ráð? Hvers vegna skora ekki þessir stóru og votdugu aðilar og stofnanir á hlutaðeigendur að hætta þéssu djöfulæði? Hvers vegna taka ekki Samein- uðu þjóðirnar fram fyrir hend- ur þessum óvitum, sem þarna eru að verki og neita þvi opin- berlega, að þarna sé barizt und- ir einhverri kristilegri grimu? Safna mætti þótt ekki væri nema undirskriftum um allan heim gegn þessum hryllingi nafni kristinna manna. Konur á lrlandi, katólskar og mótmæl endur, hafa nú loks tekið stefn una hafnar yfir alla skiptingu Og ekki síður væri nú ástæða til fjársöfnunar handa þeim fáu vesalingum sem sloppið hafa lifandi og þó bæði særðir og sjúkir úr helvítinu í Tel al Zaatar, þar skiptir líklega minnstu hvaða trúarskoðanir þeir hylla eða hverrar þjóðar þeir eru. Þar gildir rödd hans sem sagði: „Allt sem þér gerið Franthald á bis. 23 —........................««■*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.