Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 27 Sími 50249 Spilafíflið Áhrifamikil og spennandi mynd. James Caan. Poul Sovino. Sýnd kl. 9. Veitt gullnál Evrópusam- bands eigenda ísl. hesta Sími 50184 Leigumorðinginn Hörkuspennandi og vel leikin amerisk kvikmynd með úrvals- leikurum. Aðalhlutverk: Michael Caine, Anthony Quinn, James Mason. fslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Frð Gunnarl Rytgaard, fréttaritara Mbl. I Kaupmannahöfn. Á Skandinavisku meistaramóti islenzka hestsins 1976, sem að þessu sinni var haldið I Dan- mörku I lok ágústmánaðar, var Agnari Tryggvasyni, fram- kvæmdastjóra Búvörudeildar Sambands fsl. samvinnufélaga, veitt sérstök viðurkenning. Viðurkenning þessi var gullnál, sem veitt er af Evrópusambandi eigenda íslenzkra hesta (FEIF). Dr. Ewald IsenbUgel, formaður FEIF, veitti Agnari gullnálina en auk hennar afhenti hann Agnari heiðursskjal, undirritað af dr. Ewald IsenbUgel og ritara FEIF, Gunnari Jónssyni, framkvæmda- stjóra í Kaupmannahöfn. Agnar Tryggvason er annar maður sem tekur við gullnálinni en áður hafði Gunnar Bjarnason, ráðu- nautur, sem er varaformaður FEIF, fengið gullnálina. Formaður FEIF afhenti viður- kenninguna i Fredensborg i Dan- W.Vfioi «x tvw.'uön.»j;.vx)Ky.J::vi ev.jocjr.iK.-o v.'.t *.<•>. tt«Kccv. ö/a *A<ruMuð :«er.skp/, íl.V.OIO.-'i.yjA-.A »/.vk«O.V. ÖACV. <X*jS. ubKC .J.yA 4DV Mfi zr,<4ovA-A:.c poK ■'■•í xcU.xy »yv gv»»rcv. oi-.O ð<< M..:tó.v--v-b:iö.) vyp.v»»«rcc: ,v«t wp.tbKn:* i*U:(ðoK pívoð* oyr. ao. .'oxía'»o. Kot.v.:bAp:oi; jk ••■miá :;vtð •'•>/ .vJAnð.Vitbí [.(:<ttí ijctvtoks. <o. ««4r stcfv Am-.vk •:«> ð.< »"•» .'..xc-wo :sUoápr«c;<< <..-,vr..; - WKjftwrar:p <cv.<••:•>.« :.p/A. ,'co •«/.<•,si-.-.- -. VftMPpöítOH>»:< >/U:'.»;*.»yj»^.':«^App>:«<vy-x io/ot - vj.v.v.-. b.roW.faoc. ^'Oi’l-A'io:/ <r.j:o>pp>öv.:*o p»;v >i<o. yvoUtbtioo <*>VyW.: 5c:c^./'.:« p/toíio^r. <voKð/r,; xótty».-: Agnar Tryggvason (t.h.) ræðir hér við dr. Ewald Isenbugel á Skand- inavisku meistaramóti fslenzka hestsins. »je.-<h 'a-.ö <pp*:-.«>.\OK.:. ð«r. c: io.jf*-.- •Vo. xhxcr av. íc '< Myndin sýnir heiðursskjalið, sem fylgdi gullnálinni, en f vinstra horni skjalsins má sjá mynd af nálinni. mörku. Hann ræddi um þá þyð- ingu, sem íslenzki hesturinn hef- ur í dag sem sendiherra lslands um allan heim. Til dæmis er hóp- ur islenzkra hesta á leið þvert yfir Ameríku sem þátttakendur í hóp- reið I tilefni af 200 ára afmæli Bandaríkjanna. Þarna hefur ís- lenzki hesturinn komið fyrir augu fjölmargra Bandaríkjamanna og vakið mikla athygli á heimalandi hestanna. Áður var hesturinn á lslandi eina samgöngutækið, sem lands- menn höfðu yfir að ráða. 1 dag sækir hann fram á meginlandinu og brýtur niður landamæri milli manna og landa, sagði dr. Isen- biigel. Hann tók fram að Agnar hefði í starfi sfnu haft úrslita- áhrif á útflutning islenzka hests- ins, þessa mikla sendiherra þjóð- arinnar. Dr. Isenbiigel hefur sl. 20 ár unnið sem vísindamaður við há- skólann f Ziirich f Sviss og hefur hann aflað sér mikils fróðleiks um fslenzka hestinn og ritað margt um hann. Sem viðurkenn- ingu fyrir þessi störf sfn var hon- um veitt orða frá Búnaðarfélagi Islands á aðalfundi FEIF á Hól- um i Hjaltadal 1974. Ráðstefna um sveit- arstjórnarmál Hef opnað málflutningsskrifstofu að Borgartúni 29, Reykjavík, sími 81 580. Svala Thorlacius, héraðsdómslögmaður. Lögmannsskrifstofa GYLFI THORLACIUS SVALA THORLACIUS Borgartún 29 ■ Reykjavík ■ Sími 81580 Björk 6. september Kjördæmisráð sjálfstæðisfélag- anna f Norðurlandskjördæmi eystra gekkst fyrir ráðstefnu um sveitarstjórnarmál o.fl. f Hótel Reykjahlfð um helgina. Ráðstefn- an hófst kl. 14 á laugardag með setningarræðu Halldórs Blöndals, formanns kjördæmisráðsins. Fundarstjóri var kjörinn Ásmundur Kristjánsson. Fram- söguræður fluttu alþingismenn- irnir Steinþór Gestsson, er hann nefndi „Ný viðhorf i sveitar- stjórnarmálum", og Lárus Jóns- son talaði um „Norðurlandsvirkj- un og verkefni framundan". Sið- an voru frjálsar umræður og tóku margir þátt í þeim og bar margt á góma. Á laugardagskvöld var félags- vist og dans f Hótel Reynihlið, en á sunnudagsmorgun var ráðstefn- unni haldið áfram. Þar flutti Lár- us Jónsson alþm. ræðu um stjórn- málaviðhorfið og fleiri mál. Marg- ir tóku til máls og voru umræður fjörugar. Um hádegisbilið sleit Halldór Blöndal þessari ráðstefnu og eftir að hádegisverður hafði verið snæddur í Hótel Reynihlíð var haldið noröur í Kröflu. Þar var mönnum sýnt stöðvarhúsið og fleiri mannvirki. Var sú skoðunarferð i alla staði hin fróð- legasta. Þá buðu forráðamenn Miðfells h.f. öllum þátttakendum kaffi og voru veitingar allar mjög rausnarlegar. Fullyröa má að þessi ráðstefna hafi tekizt með ágætum vel, og ber fyrst og fremst að þakka Halldóri Blöndal fyrir hans framlag, svo og öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til að vel mætti til takast. Krisiján Sambandsfrystihúsin: Svipuð fram- leiðsla og var í fyrra — MER sýnist, að framleiðslan hjá Sambandsfrystihúsunum muni á þessu ári verða svipuð og var á sl. ári, en þá varð mjög mikil framleiðsluaukning hjá okkur, eða um 20%, sagði Sigurð- ur Markússon, framkvæmdastjri sjávarafuröadeildar SlS, þegar Mbl. ræddi við hann á laugardag. Morgunblaðið hefur áður greint frá þvi, að töluverð framleiðslu- aukning hefi orðið það sem af er árinu innan Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna miðað við sama tíma f fyrra, eða sem svarar um 2 þúsund tonnum, þegar sfðast fréttist. Sigurður sagði, að framleiðslan núna væri einhvers staðar mitt á' milli þess sem hún var i fyrra og á Suðumesjatíð- indi í nýjum búningi Með 33. tölublaði 8. árgangs af Suðurnesjatiðindum breytist út- gáfa blaðsins. Kemur blaðið nú út í nýjum og stærri búningi og hálfsmánaðarlega upp frá þes«u, en frá 30. maf 1969, er blaðið kom fyrst út, hefur það komið reglu- lega einu sinni f viku. 1 33. tölublaðinu er sagt, að fækkun útkomudaga sé gerð vegna fjárhagsörðugleika, sem blaðið hafi átt við að stríða. Blaðið muni þó stækka að mun og vonast ritstjórn þess eftir að geta gert það fjölbreyttara að efni. Ritstjóri og ábyrgðamaður Suðurnesjatiðinda er Stein- grimur Lilliendahl. árinu 1974, en hins vegar væru ný frystihús nú að taka til starfa og nokkur fyrstihúsanna væru að fá ný skip. Nefndi Sigurður, að nýtt frystihús væri tekið til starfa á Þórshöfn, á Fáskrúðsfirði væri einnig nýtt frystihús að komast í gagnið og næstu daga hæfi nýja frystihúsið á Höfn í Hornafirði einnig framleiðslu, en Sigurður sagði, að þetta frystihús væri af mörgum talið eitt hið fullkomn- asta og nýtízkulegasta á Norður- löndum, og þótt víðar væri leitað. Kvaðst Sigurður því eiga von á, að framleiðslan yrði svipuð og í fyrra nú i árslok. 71.459 bifreiðar á landinu HEILDARFJÖLDI bifreiða á ár- inu 1975 jókst um 95 eða úr 71.354 bifreiðum f 71.459. Vöru- bifreiðum fækkaði um 16, en fólksbifreiðum fjölgaði um 111, eða úr 64.727 I 64.839 bifreiðar. t árslok 1975 voru 326,9 bifreiðar á hverja 1000 íbúa og er það sam- dráttur um 2,5 bifreiðar frá ára- mótunum á undan. I fréttatilkynningu frá Bil- greinasambandinu kemur fram, að fjöldi bifreiða er mjög mis- munandi eftir.árgerðum. Þannig eru um síðustu áramót aðeins 251 bifreið af árgerð 1976. Flestar bif- reiðar eru af árgerð 1974 eða 11.678, 7.331 bifreiða er af árgerð- inni 1971, 6.799 af árgerð ’72, 6.294 bifreiðar eru frá 1973, 5.293 frá árinu 1966 en 2.699 frá árinu 1975. Afskrifaðar bifreiöar eru um 2 þúsund á ári hverju á tfmabilinu 1971—73, en yfir 3 þúsund sl. tvö ár. Flestar bifreiðar sem eru af- skrifaðar eru 9—14 ára gamlar. Bifreiðir af þessum árgerðum eru nú tiltölulega margar og er gert ráð fyrir að afskráðar bifreiðar aukist f ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.