Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 HJÓNIN í REYKJANESVITA RÆTT VIÐ VITAVARÐA- hefur kannski ekki verið sem skemmtilegust f sumar, en þó hafa verið góðir dagar á milli, og þegar vel viðrar þá er það sérlega heillandi að fara f gönguferðir um hið stórbrotna umhverfi vitans. Hér f nágrenninu höfum við svo til allt sem margbreytiieg náttúra landsins hefur upp á að bjóða; hraun, hveri, gras- ið, klettana og sjóinn, og það þarf meira en mannsaldur til að fá leið á að skoða þær fjöl- breyttu og margbrotnu myndir sem felast í nátt- úrunni hér umhverfis okkur. Þá er útsýnið héð- an á góðviðrisdögum alveg sérstakt og heill- andi og vert fyrir hvern og einn að kynnast þvf. Við góð skilyrði má sjá allan fjallahringinn allt vestan frá Látrabjargi til fjallanna á Reykjanesskaga. Þau eru mörg falleg fjöllin og mörg falleg myndin sem sjá má þar á milli. Nú svo nefna menn aldrei þennan stað án þess að í sömu andré sé minnzt á Eldey sem ætfð er jafn tignarleg hérna rétt undan, og milli hennar og Iands er hin alræmda og vel- þekkta Reykjanesröst sem í senn er sæfaranum skeinuhætt og fiskimanninum bjargvættur. Það er einnig skemmtilegt að horfa á skipin og bátana fara hér hjá. Hér undan er mikil sigling og líkist það helzt Aust- „ÉG ER nú ráðinn f þetta starf f eitt ár, en séu hafðir f huga þeir menn sem hafa farið út í vita- vörzluna þá sýnir reynsl- an að menn hætta ekki í þessu fyrr en á mjög há- um aldri, eða þá að þeir hreinlega deyja í vitan- um.“ Þetta voru orð Björns Kára Björnssonar vita- varðar í Reykjanesvita, en Morgunblaðið heim- sótti nýlega vitavarðar- hjónin á Reykjanesi. Það var f júní að Björn og kona hans, Magdalena M. Ólafsdóttir, komu til starfa að Reykjanesvita, en á undan þeim hafði Sigurjón Ólafsson gengt þar vitavarðarstörfum í alls 32 ár, Björn sagði að auðvit- að væri komin lftil reynsla á starfið en þó kynni hann afar vel við sig á Reykjanesi og væri mjög ánægður með starf- ið og staðinn, enn sem komið væri. „Veðráttan Eins og titt er um vitaverði eru þau Björn Kári Björnsson og Magda lena Ólafsdóttir í Reykjanes vita ákaflega hressilegt fólk, eins ,og þessi mynd ber með sér. í baksýn er vitavarðar bústaðurinn svo og sjálfur aðalvitinn. Guðmundur G. Þórarinsson: Hver fékk umboðslaunin? A UNDANFÖRNUM vikum og mánuðum hafa hrikalegar gróu- sögur gengið um ýmsa menn I þjóðfélaginu. — Söguburðurinn magnast, og þeir, sem fyrir verða, eiga oft af ýmsum ástæðum erfitt með varnir, þvf nær ógjörningur er að henda reiður á hvaðan sög- urnar koma. Síðastliðinn laugardag ritaði Arni Johnsen grein í Morgun- blaðið, sem hann nefnir „Um Eyjagosið og undarlegar stað- reyndir“. Grein þessi er rituð af slfku ábyrgðarleysi, að ég kemst ekki hjá þvf að fara nokkrum orðum um þau skeyti, sem þar er beint að mér og mfnu fyrirtæki. Umboðslaunin 1 greininni er látið að því liggja, að þar eð ég hafi séð um kaup innfluttra timburhúsa, hljóti ég að hafa fengið greidd umboðslaun frá hinum erlendu seljendum. Hér er auðvitað um mjög alvar- lega ásökun að ræða, ncfnilega þá, að maður, sem sér um innkaup fyrir opinberan aðila, hagi kaup- unum þannig, að hann hagnist verulega á þeim sjálfur. Að vega þannig að æru manna í fjölmiðli er saknæmt. Mér er nær að halda, að það séu smámunir að brjótast inn hjá manni og stela frá honum t.d. 50 þús. krónum miðað við það að hella yfir menn lævíslegura rógi f víðlesnum fjölmiðlum og ræna menn þannig ærunni. Bæði Arni Johnsen og Morgun- blaðið hljóta að gera sér grein fyrir þvf að þau verða að vera ábyrgð gerða sinna. Hver er mestur afbrotamaður? Það er hægara sagt en gert að komast fyrir róg, sem settur hef- ur verið af stað. Það gerðist í kaupstað hér á landi fyrir nokkrum árum, að maður nokkur gerði sér það að leik að búa til sögu um annan. Hraðar en vindurinn fór sagan um allan kaupstaðinn og allir trúðu henni og menn fóru að líta þann, er fyrir sögunni varð, horn- auga. Sá, er söguna bjó til, iðrað- ist nú gjörða sinna og fór nú að reyna að bera söguna til baka, en það reyndist gjörsamlega von- laust verk. Hann tók sig því á, fór heim til þess, sem hann hafði búið söguna til um og bað hann afsökunar, sagðist hafa komið sögunni af stað, sig hefði ekki órað fyrir af- leiðingunum og nú þætti sér þetta mjög leitt. Þeir stóðu þarna báðir á tröpp- um hússins í snörpum vindi. Sá, er fyrir sögunni varð, sagði ekki orð, en gekk inn til sín, sótti þang- að kodda og reif hann í sundur á tröppunum. Fiðrið fauk í einu vetfangi yfir allan kaupstaðinn. „Tindu þetta upp fyrir mig,“ sagði hann og gekk síðan inn. Sem leiftur skynjaði sögumað- ur, að það mundi álfka erfitt verk að tfna upp fiðrið og hnekkja söguburðinum. Hver er til- gangurinn með þessum skrifum? Auðvitað hlýtur spurning að vakna, hver sé tilgangurinn með þessum skrifum. Hvaða tilgangi þjónar það að ráðast að einstakl- ingi f þjóðfélaginu á þennan hátt, bera hann staðlausum stöfum? Er tilgangurinn sá með slíkum skrifum í einum stærsta fjölmiðli landsins að koma því inn f vitund fólks, að þessi einstaklingur sé óheiðarlegur og virði ekki leik- reglur þjóðfélagsins? Er tilgangurinn sá að koma því inn í vitund fólks, að þessum ein- staklingi sé alls ekki að treysta? Þessari jpurningu verða bæði Arni Johnsen og Morgunblaðið að svara. Greiðslu til Verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar Fyrirtæki mitt hefur um þriggja ára bil starfað nokkuð fyr- ir Viðlagasjóð. Skömmu eftir gos- ið var leitað til mín með skipu- lagningu og stjórnun þeirra miklu byggingaframkvæmda, sem fyrirsjáanlegar voru. Ég skal fúslega játa, að ég var mjög efins f, hvort ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Það var fyrir orð tveggja Vest- mannaeyinga að ég tók verkið að- mér, enda reyndust þeir mér báð- ir sem bjarg við lausn þess. Ég held, að ég hafi aldrei á ævinni unnið erfiðara verk. Um 500 hús voru byggð á yfir 20 stöð- um á landinu á stuttum tíma. Mér hefur aldrei dottið í hug, að sitt- hvað mætti ekki að þessu verki finna. Raunar hef ég ýmislegt við það að athuga sjálfur, og margt hefði mátt betur fara. En ætli það verði ekki lengst af þannig með mannanna verk. Og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, er ég hreykinn af, hversu vel tókst til, hversu ódýr húsin urðu og hversu þau ætla að reynast ágætir íverustaðir. Morgunblaðið hefur hins vegar séð ástæðu til að draga sérstak- lega fram þær greiðslur, sem Við- lagasjóður greiddi mínu fyrirtæki vegna þessa verks, og það oftar en einu sinni. Þessar greiðslur munu nema rúmlega tfunda hluta verkfræði- kostnaðar Viðlagasjóðs. Ég sé ekkert athugavert við að þessar tölur komi fram. Síður en svo. Ég hef sjálfur áður gert grein fyrir þeim í Morgunblaðinu, um- fangi verksins og mannafjölda, sem að þvf starfaði. En auðvitað vekur það spurn- ingar, hvers vegna mitt fyrirtæki er sérstaklega til umræðu f þessu sambandi. Hver er tilgangurinn? Ég rek verkfræðistofu. Til þess hef ég hlotið menntun og hef talið það eðlilegan starfa. Verkfræðistofur starfa eftir ákveðnum taxta um útselda vinnu. Um tveggja ára skeið vann ég fyrir viðlagasjóð og tók fyrir það um 50—60% af réttu tfma- gjaldi. Verulegur hluti vinnutfm- ans var að kvöldi og frameftir nóttu. Yfirvinna var aldrei reikn- uð. Hins vegar var reiknað eðli- legt tfmagjald fyrir aðra starfs- menn fyrirtækisins. Hvers vegna draga menn end- urtekið fram tölur um þessar greiðslur f Morgunblaðinu? Er verið að reyna að koma því inn hjá fólki, að greiðslur hafi verið of háar? Að ég hafi látið greiða fyrirtæki mínu fé, sem mér bar ekki með réttu? Er verið að halda því fram, vð viðskipti mín við Viðlagasjóð séu óheiðarleg? Þessari spurningu verða Árni Johnsen og Morgunblaðið að svara, og þetta er alvarlegt mál. Ef þetta er tilgangurinn, mun ég að sjálfsögðu láta þessa aðila standa skil orða sinna fyrir dóm- stólum. Gróusögur Nær ótölulegur fjöldi gróu- sagna hefur spunnist um bygg- ingu þessara innfluttu húsa. I fyrstu fundust mér þær broslegar og hló oft heilum huga, þegar mér voru sagðar þær. En þar kom, að það fóru að renna á mig tvær grímur. Nokkrir aðílar hafa ritað Við- lagasjóði og krafist svars við því, hvers vegna eingöngu hafi verið keypt hús, sem ég hefði umboð fyrir. Ég hef engin umboð og hef aldrei fengið slfkar greiðslur. Stjórn Viðlagasjóðs gerði grein fyrir málinu i dagblöðum, en eng- inn virtist taka eftir því. A fram- boðsfundi í Vestmannaeyjum komu þessi mál fram og það svo, að ég talaði f öllum þrem umferð- um fundarins til þess að reka af mér söguburð. Ég get svarið það, að ég hélt, að það hefði tekist, en fundinum var útvarpað um Eyj- arnar. Þegar ég gekk út af fundin- um, heyrði ég menn ræða málið utan hússins og einn sagði: „Og forhertur er hann, hann laug þessu öllu saman helvftis dýrið." Hvar eru eldavélarnar? Með fyrstu húsunum voru flutt- ar inn eldavélar, en nokkrir Vest- mannaeyingar bentu á, að það væri óþarfi, því flestir hefðu get- að flutt eldavélar sínar með sér frá Eyjum og gætu notað þær. Þetta varð til þess, að hætt var að kaupa eldavélar með húsunum. Þá vaknaði auðvitað meðal margra sú spurning, hvers vegna ekki væru eldavélar í öllum hús- unum. Eins og logi á akri breidd- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.