Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 17 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 22480 Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 50,00 kr. eintakið. HVAR ER EFNAHAGS- STEFNA FORMANNS ALÞÝÐUFLOKKSIN S? Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins hefur gjör- samlega gefizt upp við að gera grein fyrir þvf, hvaða ráðstafanir hann hafi viljað gera f efnahags- málum á sfðastliðnum tveimur árum til þess að ná skjótari árangri í baráttunni gegn verð- bðlgu og draga hraðar úr við- skiptahallanum við útlönd og greiðsluhalla ríkissjóðs. Fyrir nokkrum dögum ritaði formaður Alþýðuf lokksins harðorða for- ystugrein f Alþýðublaðið þar sem hann skammaði rfkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks fyrir verðbólguna, við- skiptahallann og erfiða stöðu rfkissjóðs. Þá var á það bent hér f Morgunblaðinu, að rfkisstjórnin hefði átt auðveldan leik að ná skjótari árangri við lausn þessara vandamála, ef hún hefði kosið að fara sömu leið og rfkisstjórnir undir forystu jafnaðarmanna, flokksbræðra Benedikts Gröndals, f t.d. Danmörku, Þýzka- landi og Bretlandí. I öllum þess- um rfkjum völdu jafnaðarmann- stjórnir þann kostinn að efna raunverulega til geysilegs at- vinnuleysis til þess að ná skjótum árangri f baráttunni gegn verð- bólgu. Nú verandi rfkisstjórn hafnaði hins vegar þessari leið jafnaðar- manna f V-Evrópu og setti það markmið efst á blað að halda fullri atvinnú. Þetta hefur henni tekizt, en samt sem áður hefur verðbólgan minnkað um helming á valdatfma rfkisstjórnarinnar. Fyrirsjáanlegt er, að viðskipta- hallinn mun minnka um helming á þessu ári frá þvf sem verið hefur. Astæða er til að ætla að afkoma rfkissjóðs verði mun betri fár en á sfðustu tveimur árum. Þetta er umtalsverður árangur, ekki sfzt þegar haft er f huga, að full atvinna hefur rfkt f landinu og ekki hefur borið á atvinnuleysi. 1 forystugrein f Alþýðublaðinu f gær þar sem uppgjöf formanns Alþýðuflokksins birtist, segir Benedikt Gröndal það „ábyrgðar- leysi af Morgunblaðinu a* gefa f skyn, að menn óski eftir atvinnu- leysi, þótt þeir leyfi sér að gagn- rýna ráðleysi og fálm rfkisstjórn- arinnar f efnahagsmálum.“ Það er ekki við Morgunblaðið að sakast f þessum efnum, heldur við formann Alþýðuflokksins. Ef Benedikt Gröndal ætlast yfirleítt til þess, að enn verði tekið mark á honum og flokki hans, verður hann að haga málflutningi sfnum eins og ábyrgum stjórnmálafor- ingja sæmir, en ekki eins og ábyrgðarlaus gasprari. Formaður Alþýðuflokksins getur ekki f senn gagnrýnt rfkisstjórnina harkalega og með stóryrðum fyrir lélegan árangur f baráttu við verðbólgu og viðskiptahalla, bor- ið af sér það, að hann hefði viljað velja sömu leið og jafnaðar- mannastjórnir f nálægum löndum, sent þýddf srtvfnnuleysf, en gera hins vegar enga grein fyrir þvf, með hvaða hætti hann hefði viljað á annan hátt ná þeim árangri.sem hann skammar rfkis- stjórnina fyrir að hafa náð. t forystugrein sinni f Alþýðu- blaðinu f gær, leggur formaður Alþýðuflokksins á flótta frá þvf viðfangsefni að standa fyrir máli sfnu og tekur upp gagnrýni á rík- isstjórnina fyrir misrétti f launa- málum og skattamálum og segir að launamisrétti sé nú stórfelld- ara en það hafi verið, þegar nú- verandi ríkisstjórn tók við. Nú er það staðreynd, sem allir vita, lfka Benedikt Gröndal, að á sfðustu tveimur erfiðleikaárum hefur rfkisstjórn Geirs Hallgrfmssonar einmitt lagt mesta áherzlu á, að láglaunafólk fengi kjarabætur umfram aðra. Þessi stefna ætti ekki að vera Alþýðuflokknum með öllu ókunn, vegna þess að Viðreisnarstjórnin reyndi einnig á sfnum tíma að fylgja henni fram, en Viðreisnarstjórnin og núverandi stjórn, og raunar allir þeir, sem gert hafa tilraun til þess að rétta verulega hlut lág- launamanna á tslandi, reka sig á það, að hinar hærri launuðu stétt- ir innan Alþýðusambands tslands eiga ákaflega bágt með að fella sig við slfka stefnu. Þó náðist nokkur árangur f þeim efnum veturinn 1975, en væntanlega er mönnum enn f fersku minni launamisréttið, sem varð til f hin- um frægu febrúar-samningum 1974, og formaður Alþýðuflokks- ins veit það væntanlega jafn vel og aðrir, að það var fyrst og fremst hagsmunatogstreita innan verkalýðssamtakanna, sem leiddi til þess hróplega ranglætis, sem þá var f þeim samningum. Um launamisréttið ætti formaður Al- þýðuflokksins þvf fremur að tala við ritara Alþýðuflokksins en nú- verandi rfkisstjórn. Hins vegar er öllum Ijóst, að f landinu rfkir óþolandi misrétti f skattamálum, ekki aðeins nú á þessu ári, heldur hefur það rfkt um áratuga skeið án þess að lög- gjafarvaldið hafi við það ráðið, en Ifklega verður misréttið enn hróplegra nú, vegna verðbólgunn- ar, sem geisað hefur. En þess ber að vænta, að stjórnarflokkarnir og stjórnarandstöðuflokkarnir geti tekið höndum saman á þvf þingi, sem f hönd fer, um að leið- rétta þetta misrétti og koma f veg fyrir, að ákveðnir hópar í þjóðfé- laginu komist undan eðlilegum og sanngjörnum skattgreiðslum. Morgunblaðið hefur séð ástæðu til að eiga nokkur orðaskipti við formann Alþýðuflokksins um þessi mál, vegna þess að vissulega verða gerðar meiri kröfur til AI- þýðuflokksins um ábyrga stjórn- málastefnu en þeirra öfgaafla, sem sameinazt hafa f Alþýðu- bandalaginu, og vfst er um það, að Alþýðuflokkurinn eflist ekki á ný með þvf að taka upp samskonar ábyrgðarlausa hentistefnu og kommúnistar reka. „í skólanum, ÞAÐ er ýmislegt, sem minnir okkur á að sumarið sé senn að hverfa á braut og vfkja fyrir vetri konungi. Eitt af þvf er skólafólkið sem nú streymir f skólana að nýju að loknum sumarleyfum. Það er leikur að læra. Kraftmikill söngur hljómaði á móti okkur, þegar við heimsóttum Kársnesskóla í Kópavogi f gær. Við runnum á hljóðið og lentum þar f söngkennslu hjá 7 ára börnum. Þetta var fyrsti skóladagurinn þeirra og þau voru ekki alveg á einu máli um hvort skemmtilegra væri að leika sér eða vera í skólanum, en einn herramaður sameinaði skoðanir þeirra, þegar hann sagði ákveðinn: „Mér finnst skemmtilegt að læra, því það er háifgerður leikur.“ „Skemmtilegast í frímínútunum.“ Fyrir utan skólann voru fjórir kampakátir strákar sem allir eru í 10 ára bekk. Þeir heita Þorsteinn Einar, Gunnlaugur og Kristján og voru þeir allir sammála um að það væri gaman í skólanum, en þó langskemmtilegast í frímfútun- um. Þeir sögðu, að nú ættu þeir að byrja að læra dönsku og hlökkuðu þeir mikið til þess. En ensku? spurðum við. „Nei, ekki strax,“ sögðu þeir. „Annars kann ég ensku nú þegar“ sagði Kristján. „Ég lærði hana þegar ég var þriggja ára. Þá átti ég heima í Skotlandi." Gunnlaugur sagði okkur frá því, að hann hefði farið í ferðalag vestur i sumar og lent í snarbrjál- uðu veðri. „ En svo fór ég til Spánar", sagði hann, „og þar fékk ég bezta veður. Fjölskyldan gat sko ekki gengið fyrir hita.“ SKEMMTILEGRA í SKÓLA A ÍSLANDI.“ Þær Anita, Anna og Bergþóra voru að koma frá því að kaupa sér skólabækurnar þegar við hittum þær f Austurstræti í gær. „Við Fótboltaliðið „Hrollur". Skólavörubúðin var full út úr dyrum f gær og fyrir utan stóð hópur krakka, sem ætlaði að kaupa skólabækurnar. Þetta eru þau Axel, Einar Ingvar og Bryndfs, sem öll fara f 1. bekk í Réttarholtsskóla í vetur. Þau sögðu, að í vetur færi meiri tfmi en áður f skólann hjá þeim, þvf þau væru að byrja f gagnfræðaskóla. „Samt er alveg ágætt að byrja aftur,“ sagði Bryndfs, „a.m.k. svona að nokkru leyti." í skólanum...” erum f Viðistaðaskóla i Hafnar- firði og erum að fara í 6. bekk,“ sögðu þær. „Jú, okkur finnst al- veg ágætt að byrja í skólanum. Það verður byrjað að kenna á morgun og við þurfum að kaupa svolítið af bókum og svo verður það örugglega meira þegar fer að liða á veturinn". Þær sögðust ekk- ert hafa unnið í sumar, en hefðu „hjálpað til svona heima." Það kom í ljós, að Anita er nýkomin heim frá Trinidad í V- Indium, en þar hefur hún verið f eitt ár. Við spurðum hana hvort hún hefði ekkí gengið f skóla þar. „Jú,“ sagði hún, „en ég var ekki nema þrjá mánuði. Þá vildi ég ekki vera lengur, þvf kennararnir voru svo strangir. Það ,er miklu skemmtilegra að vera í skóla hér á Islandi." Ekki á einu máli I Fellaskóla f Breiðholti var kennslu lokið þennan dag en á leikvellinum hittum við stráka í fótbolta og röbbuðum við þá. Einn þeirra, sem sagðist heita Birgir, sagði, að það væri „hund- leiðinle|rt“ að vera byrjaður í skólanum, en þar voru ekki allir sammála og rifust þeir um það, þangað til við spurðum hvað þeim þætti skemmtilegast að læra. Um það virtist meiri eining og komu þeir sér saman um, að það væri náttúrufræði og móðurmál. „Það leiðinlegasta er að þurfa að læra heima," sagði einn. „Þá er svo lítill tími til að spila fótbolta, en við erum alltaf í fótbolta. sagði annar. „Við erum búnir að stofna nýtt Breiðholtslið, sem heitir Hrollur. Við höfum keppt við þrjú önnur svona strákalið hér f Breiðholti og unnið alla leikina." Við reyndum að snúa talinu aft- ur að skólanum, en það endaði alltaf f tali við fótbolta. „Við gerð- um ekkert annað í sumar en að spila fótbolta," sagði einn, er Rögnvaldur heitir. „Þegar við er- um búnir með skólann ætlum við svo að ganga i lið og verða at- vinnumenn eins og Guðgeir Leifs- son, Asgeir Sigurvinsson og Jóhannes Eðvaldsson. Þeir eru beztu mennirnir f landsliðinu." „Já, og Arni Stefánsson er beztur í markinu," sagði einn, en þá greip annar fram í fyrir honum og sagði: „Hvaða bölvuð della er þetta f þér, Sigurður Dagsson er langbeztur." Nú hófst að nýju deila og var deilt hart um hvor væri betri markmaður, Árni eða Sigurður, og hurfum við á braut án þess að blanda okkur f það mál. En þegar við ókum f burtu var greinilegt, að deilan var leyst, því leikurinn var hafinn að nýju og það siðasta, sem við heyrðum, var að einhver kallaði: „Það er útspark." Ágætt að byrja í skólanum Á Lækjartorgi hittum við vin- konurnar Sæunni og Rósu, sem báðar eru að byrja i 7. bekk f Langholtsskóla. rr1 i í Þetta eru þeir Þorsteinn, Einar, Gunnlaugur og Kistján. ,Jú, jú, það er alveg ágætt að byrja í skólanum", sögðu þær. „Það er ágæt tilbreyting frá þvi að passa og bera út blöð, eins og við gerðum f sumar. Reyndar ætl- um við nú að halda áfram að bera út Moggann i vetur með skólan- um.“ Með þeim voru tvær systur frá Patreksfirði, sem voru f heimsókn hjá Sæunni. Við spurðum þær hvort skólinn þeirra á Patreks- firði færi ekki lfka að byrja. „Ég held, að hann sé ekki byrj- aður enn,“ sagði sú eldri, sem heitir Eygló. „Ég er ekkert farin að hlakka til að byrja í skólanum, en samt vildi ég alls ekki vera í skóla hér í Reykjavík. Það er ör- ugglega miklu skemmtilegra á Patreksfirði". Systurnar Kristfn og Eygló frá Patreksfirði og vinkonurnar Sæunn og Rósa. Magnea og Erla eru f 7 ára bekk f Kársnesskóla. Þeim finnst voða gaman f skólanum og sérstaklega að læra að lesa. „Nei við erum ekki alveg læsar enn,“ svöruðu þær spuningu okkar, og brostu blftt. i F.v. Anita, Anna og Bergþóra. Anita sagðist ætla að verða læknir, en Bergþóru langaði til að verða tannlæknir, Anna vissi ekki hvað hún ætlaði að verða, cn sagði, að það væri úr nógu að velja. Fiskvinnsla Barðstrend- inga og vísir að höfn við norðanverðan Breiðafjörð — LANDBUNAÐURINN tekur tæplega við fleira fólki hérna á Barðaströndinni en það er hins vegar fjöldi fólks, sem vill setjast hér að. Það var þvf nauðsynlegt að gera eitthvað til að koma á móts við þetta fólk, þvf svo sann- arlega vilja Barðstrendingar að hér verði blómleg byggð. Við ákváðum þess vegna að koma á fót fiskverkun hér á svæðinu og hefur reksturinn gengið allvel frá þvf í maf að við tókum á móti fyrstu hrognunum. Það er þó mik- ið starf óunnið áður en hér verður góð aðstaða, en þegar hefur stöðin veitt nokkrum hópi fólks vinnu og það er óhætt að segja, að menn séu bjartsýnir á rekstur þessa fyr- irtækis. Það er Sigurður Barði Jóhanns- son frá Litlu-HIfð á Barðaströnd, sem mælir þessi orð, en þessi rétt rúmlega tvftugi Barðstrendingur er framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins Klöpp hf. á Barðaströnd. Fyr- irtækið var stofnað f júnfmánuði f fyrra og hluthafar f fyrirtækinu eru fólk af öllum bæjum á Barða- strönd, að þremur undanskildum, og þar að aukí fjórir aðilar vin- veittir Barðstrendingum frá Isa- firði, Reykjavfk og Patreksfirði. — Við tókum á móti fyrstu grá- sleppuhrögnunum 20. mal og alls voru verkuð hér 55 tonn af grá- sleppuhrognum, eða 460—470 tunnur, upplýsir Sigurður Barði fréttamann Morgunblaðsins. — Flestir bændur á Barðaströndinni eiga bát og gera út á grásleppu og dunda við handfæraveiðar, þegar gefur og tími gefst frá bústörfun- um. Áuk hrognanna höfum við verkað um 130—140 tonn í salt- fisk, en gæftaleysið hefur komið I veg fyrir, að sjórinn hafi verið sóttur eins og menn hefðu viljað. — Það sem hrjáir okkur mest hér á Klöpp er hafnleysið og við höfum þurft að keyra mestan hluta aflans ýmist frá Brjánslæk, Patreksfirði eða Blldudal. Að vlsu hefur smávegis verið landað hér fyrir framan fiskhúsið, en þar er aðstaða mjög léleg enn sem komið er. Við höfum hug á að fá bryggju hér fyrir framan og f Hauka- Sigurður Barði Jóhannsson fram- kvæmdastjóri fiskverkunarfyrir- tækis Barðstrendinga fyrir framan stálgrindahúsið sem hýst hefur starfsemi fyrirtækisins frá þvf f maf I vor, að tekið var á móti fyrstu grásleppuhrognunum. bergsvaðlinum hér fyrir innan er ágætis lægi fyrir bátana, en þar þarf að dýpka töluvert, áður en bátar geta lagzt þar. Við gerum okkur grein fyrir, að það tekur tíma að byggja upp þá aðstöðu, sem við viljum, en þingmenn kjördæmisins hafa tekið okkur vel og við treystum á fjárveitinga- valdið að það styðji við bakið á okkur I þessum málum, segir Sig- urður og bætir þvl við, að fyrir Barðstrendinga sé það stórmál að þurfa ekki að treysta eingöngu á landbúnaðinn. Með hafnarað- stöðu og fiskverkun aukist at- vinnumöguleikar og fólk þurfi ekki að hrökklast I burtu vegna atvinnuleysis'. Ef af hafnargerð yrði við KIöpp þá yrði það eina höfnin við norð- anverðan Breiðafjörð. Að vfsu er bryggja við Brjánslæk á Barða- strönd, en aðstaða er þar öll mjög erfið, auk þess sem þaðan er lengra á miðin en frá Klöpp. Fisk- hús þeirra „Klappara" er vestan við Haukabergsvaðalinn vestast á Barðaströndinni. Við Brjánslæk er einnig vogur eða vaðall, sem notaður hefur verið á sama hátt, og ber nafnið Þrælavogur. Austan við Haukabergsvaóal eru bæirnir Brekkuvellir og Haukaberg, en á fyrrnefnda staðnum fæddist og ólst upp Eiríkur Kristófersson skipherra. KOSTNAÐARSAMT FYRIRTÆKI, SEM STUÐLAR AÐ UPPBYGGINGU Að Klöpp var byrjað á þvf I vor að reisa stálgrindarhús, sænskt að gerð, og hafa nú verið lagðar um 8 milljónir króna I byggingu húss- ins, en áætlað er að það kosti um 10 milljónir fullbúið. Auk þess að koma húsinu upp þurfti fyrirtæk- ið að leggja vatns- og skolplagnir að húsinu og sagði Sigurður Barði að I sumar hefði verið unnið jafn- hliða að byggingarframkvæmd- um, þegar lítill fiskur hefði bor- izt. Þá hefur verið gerður lítill bryggjuhaus fyrir framan verk- unarhúsið og geta litlir bátar lagzt þar að, ef vel viðrar og þann- ig stendur á sjávarföllum. Er tankur sá, sem er kominn I sjóinn á melnum framan við húsið, vísir að höfn, sem Barðstrendingar vona að verði orðin myndarleg innan nokkurra ára. Að sögn kunnugra ætti afli Barðstrendinga einna á grá- sleppuvertiðinni að geta numið 800—1000 tunnum af hrognum á vori hverju. Var reyndar ætlunin I upphafi, er fyrirtækið var stofn- að, að fullvinna hrognin I Klöpp, þaðan yrði slðan sendur á mark- aðinn kavíar og annar dýrindis matúr. Að sögn Sigurðar B:rða reyndist það þó óhagkvæmt vegna „bókunar 6“ og refsitoila á sfnum tfma og því farið inn á þá braut að verka saltfisk. Sagði Sigurður að það hefði gefizt vel I sumar og sennilega yrði því haldið áfram. Nú stefndu menn að því að kaupa þurrkunarvél til að auka og bæta framleiðsluna. — Við höfum þurft að flytja mikinn hluta af aflanum, sem við höfum unnið hér I Klöpp, um langan veg frá Patreksfirði og Bíldudal, segir Sigurður Barði. — Þetta er að sjálfsögðu mjög erfitt og kostnaðarsamt, en er engan veginn vonlaust yfir sumartlm- ann. Á veturna er þetta hins veg- ar mjög erfitt I slæmum veðrum, þar sem yfir erfiða fjallvegi er að sækja. Við verðum þó örugglega að halda þessu áfram 1 vetur og vonandi gengur það vel fyrir sig. — I sumar hafa unnið hér a staðaldri 10—12 manns og fleiri ef nauðsyn hefur krafið. Það er ljóst að þetta fyrirtæki stuðlar að uppbyggingu hér á Barðaströnd, þvl þó svo að landbúnaðurinn blómstri, þá er ekki hægt að bæta við fleira fólki I þá atvinnugrein. Hér er enginn bær i eyði og til að við getum tekið við þvi fólki, sem hingað vill koma og til að unga fólkið þurfi ekki að hörkklast I burtu, þá verður að vera hægt að bjóða upp á atvinnu I öðrum greinum. — Húsnæðisskortur hefur stað- ið fjölgun íbúa í hreppnum fyrir þrifum, en nú er verið að byggja leiguíbúðir á Birkimel á vegum hreppsins. Þar er verið að byggja skóla, félagsheimili er þar og sundlaug, ákveðið hefur verið að bora þar eftir heitu vatni og segja má að þar sé kominn vísir að byggðakjarna, segir Sigurður Barði, og á þessu má ljóst vera, að þrátt fyrir að ibúar Barðastranda- hrepps séu aðeins liðlega 200, þá er mikill framkvæmdarhugur I fólki þar um slóðir. Sigurður Barði hefur stundað nám I Menntaskólanum við Hamrahlið undanfarin ár og á reyndar eftir að taka nokkra punkta i þýzku til að ljúka stúdentsprófi. Hann var formaður Framhald á bls. 18 Þessi bryggjustúfur — ef bryggju skyldi kalla — er fyrstl vlsirinn að höfninni, sem Barðstrendingar vona að eigi eftir að koma á næstu árum. Yrði það fyrsta raunverulega höfnin við norðanverðan Breiða- f jörð, og þaðan aðeins tveggja tfma stlm á fejigsæl fiskimið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.