Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 Börniní Bjölhibæ eftir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR Einu sinni fyrir þó nokkrum árum átti lítil, brún bjalla heima undir skáp, sem stóð i rannsóknarstofu vísindamanns. Þetta var ósköp venjuleg litil hveiti- bjalla, sem af einhverjum ástæðum hafði flækst ásamt móður sinni og bróður út úr hveitipokanum, sem hún kom í til íslands og lent þarna. Litla bjallan hafði ekki miklar áhyggjur af því, þó að hún ætti heima undir skáp, því að satt að segja hugsaði hún heldur fátt, ef hún þá hugs- aði yfirleitt. Hún læddist meðfram vegg- listanum og faldi sig í myrkrinu, því að hún var hrædd við ljósið og þorði alls ekki að fara út á gólfið. En svo vildi það til einn daginn, að litla bjallan álpaðist fram á gólf og einmitt í þeim svifum sprakk eitt litla tækið, sem vísindamaðurinn var að gera tilraunir með. Tækið gaf frá sér geisla, sem voru ósýnilegir, svo að litla bjallan vissi ekki fyrr til en það leið yfir hana. Hún vissi alls ekki, hvað geislar voru, hvað þá ósýnilegur, en það vitið þið víst öll. Allir krakkar hafa heyrt talað um sólargeisla og ísskápurinn, hrærivélin og ryksugan eru „tæki“, sem mamma notar daglega, svo að ekki sé nú minnst á saumavélina eða þvottavélina, sem þið þekkið öll. Og ósýnilegur er sá, sem ekki sést. Litla, brúna bjallan lá lengi í öngviti á gólfinu, en þegar hún raknaði við sér, var hún gjörbreytt. Hún gat bæði hugsað, talað og meira að segja sungið. Það var bæði gott og skemmtilegt, en það var annað, sem var óskemmtilegra. Hún hafði fótbrotnað. Allir vita, að fólk, sem fótbrotnar, þarf að fara til læknis og það þurfti litla, brúna bjallan líka, þó að hún væri dýr. Henni fannst, að hún yrði að heita eitthvað, ef hún hringdi til dýra- læknis, svo að hún ákvað að heita Jóa eftir þvottakonunni, sem þvoði rann- sóknarstofu vísindamannsins og Gunna eftir litlu frænku hennar. Og þar með hét hún Jóa Gunna. Það var ekki verið að halda litlu bjöllunni undir skírn og engar skírnargjafir fékk hún, en Jóa Gunna hét hún engu að síður. Haldið þið, að dýra- læknirinn hefði trúað henni, þegar hún Ég sé um að þið fáið boðsmiða á frumsýning- una. Eftir að við fluttum bðta- greiðsludeildina upp á efri hæðina, er miklu rðlegra þar. Eg vil fá skýringu á þvf hjá — Augnablik. Hvaða tðnteg- þér, hversvegna þú ert alltaf und er það nú annars? að lemja f vegginn? Sonur kaupmannsins er að læra verzlunarmáta föður sfns: — Pabbi, það er maður f búð- inni, sem vill fá að vita, hvort þessi ullarpeysa tognar eða hleypur, þegar maður fer að vera f henni. Kaupmaðurinn: Passar hún honum? Sonurinn: Nei, hún er of stðr. Kaupmaðurinn: Þá hleypur hún. Ung stúlka heimsðtti einu sinni hinn fræga pfanóleikara Rubinstein, en hann hafði lof- að að hlusta á hana leika eitt lag á slaghörpuna. — Hvað finnst yður að ég ætti að gera? spurði stulkan, þegar hún hafði lokið leik sfn- um. — Gifta yður, svaraði Rubin- stein. Hðtelgesturinn: Það eru nú ekki margir uxahalar f þessari uxahalasúpu. Þjðnninn: O-nei, en það er heldur enginn Napðleon f Napðleonsköku. Læknir sendi ekkju reikning svohfjóðandi: Greiðsla fyrir lækningu manns yðar fram að dánardægri hans. Betlarinn: Gjörið svo vel að gefa blindum manni krðnu. Vegfarandi: En þér hafið sjðn á öðru auga, maður minn. Betlarinn: Jæja, hafið þér það þá fimmtfu aura. J 16 fyrir tuttugu og fimm árum myndi öðlast sess sinn f ungum hjörtum, svo mjög. Ég veit það gerði það. En ég get ekki eignað mér sðmann af þvf. Hann fellur f skaut hetju minnar f sögunni Lons Fell.. Linnet Emries las vonsvikin áfram. Hvernig hafði henni dotlið f hug að þarna væri að fínna einhvern boðskap til hennar? Hún lagði bðkina niður f töskuna og gekk út. Hana langaði ákaflega mikið til að vita, hvað hann var að hugsa um núna. Ekki um hvað hann hafði hugsað fyrir tuttugu og fimm árum. En þarna var ekkert að finna. Skyldí hann aldrei finna til löngunar að hitta hana? Fann hann aldrei þennan napra sár- sauka gagntaka sig. Hún vonaði hann liði allar vftiskvalir sem hún hafði fundið til. — Já Vern hefur sagt mér frá þvf, sagði yfirmaður hans Tom Krug. Hann hafði loksins skotið upp kollinum á blaðinu eftir að hafa setið á fundi allan morguninn. — Eg leyfði mér nú að velta því fyrir mér hvort hann hefði ekki ýkt ofurlftið. — Ég er hræddur um hann hafi sfzt gert það. Ritstjðrinn horfði á hann upp- tendruðum augum gegnum gler- augun hvar hann sat innan um hauga og stafla af pappfrum og skjölum og blöðum. — Segðu mér nú frá öllu þvf sem fyrir bar... Þegar hann hafði heyrt alla málavöxtu sagði hann stutt og lag- gott: — Hamingjan gðða! En Jack vissi að nú voru að berjast um f honum meðaumkun- in með Everest og gleðin yfir þvf tækifæri sem virtist vera f sjðn- máli. — Þvflfk saga. Mér þættí frðð- legt að vita hvort okkur tekst að koma þvf svo f kring að við getum notað hana. Ja, það veit heilög hamingjan, við verðum að reyna allt hvað við getum til þess. Það verður þitt einkaverkefni. Nú skaltu bara hefjast handa og taka í það allan þann tfma sem þú telur þig þurfa. Bara að þú skrifir þessa grein sem þið Everest komuð ykkur saman um. — Það hef ég Ifka sannarlega hugsað mér. En ég skal segja þér hvað veldur mér nokkrum áhyggjum. Báðir varðmenn Everest heyrðu okkur tala um það, svo að þeim er kunnugt um að ég hef eitthvað f hyggju. Kannski reyna þeir að stöðva mig eða kannski er alls ekkert þarna á bak víð þegar öll kurl koma til grafar. Og þð svo ég vissi að eitt- hvað væri að baki veit ég ekki hvers ég á að leita. Segðu mér það, eftir hverju á ég að leita. — Þú dettur ofan á eitthvað, sagði Krug og brosti. — Þú hlýtur að rekast á eitt- hvað. — Já og hálsbrjðti mig kannski? hreytti Jack út úr sér. Rétti staðurinn hlaut að vera hjá forleggjara rithöfundarins Dwigth Percy. En þar gekk hann einnig á vegg. Óþolandi rödd tilkynnti honum f sfma að forleggjarinn væri ekki við. Hann væri f leyfi og hvergi væri hægt að ná sam- bandi við hann. Stútfullur af bræði og ðþolin- mæði skrifaði hann bréf og merkti það EINKAMAL og ARlÐANDI og sendi það til Mackenzie & Company, þar sem Percy var aðalforstjðri, svo að bréfið yrði að minnsta kosti sent til hans, hvar svo sem hann héldi sig. Og svo'fðr hann að veita fyrir sér, hversu lengi hann myndl þurfa að bfða eftir svari. I fimmtfu mflna fjarlægð frá New York borg sat Dwigth Percy á heimli sfnu f Connecticut og las fyrsta hlutann af hinni nýju skáldsögu James Everest. Hann hafði fengíð þrjá kafla f pðsti þann dag. Hjá honum var stðr þýzkur hundur hans, en aðrir voru ekki f sðlrfku bðkaherberg- inu hjá honum. Hann lauk lestrinum og lagði það frá sér með fegins andvarpi. Jamie var enn jafngðður, kannski betri en nokkru sinni. Dwight hafði ekki ástæðu til annars en vera hinn reifasti. Honum leið ðifkt betur f dag. Miklu betur. Eftir þvf sem lengra leið frá uppskurðinum fann hann dagamun á sér. Að vfsu tðk enn f skurðina og sérstaklega f fðtun- um, en þaðan höfðu verið teknar æðar og settar f brjðstið á honum. En það var störkostlegt hvað þess- ir sérfræðingar gátu afrekað nú til dags. Hann leit f kringum sig f þessu dáiætlsherbergi sfnu. Það hafði verið útbúið með þvf að brjðta niður vegginn milli innstu dag- stofunnar og verandarinnar. Ut um gluggana til þriggja átta sá hann út yfir fjöllin f Connecticut. Bækur voru með öllum veggjum og Iágu f stöflum á borðum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.