Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 18 — Skák „SA GAMLI BÝSNA SEIGUR“ Við tókum nokkra áhorfend- ur tali til að fá álit þeirra á viðureign Friðriks og Najdorfs. Fyrstur á vegi okkar varð Jón Þorsteinsson fyrrum alþingis- maður og skákmeistari Norð- urlanda, en hann var um árabil einn fremsti skákmaður lands- ins og teflir enn. „Friðrik hefur örlítið betri stöðu, en hvort það dugir veit maður ekki að svo stöddu, en auðvitað vonar mað- ur að hann vinni. Sá gamli er þó býsna seigur og gefst ekki upp fyrr en I fulla hnefana,“ sagði Jón f Hagaskólanum í gær- kvöldi. Jón sagði okkur um skák Guðmundar og Tukmakovs, að staðan þar væri nokkuð flókin með möguleikum á báða bóga. Að vísu væri í henni ákaflega mikið jafnvægi og kæmi það honum þvi ekkert á óvart, þótt úr yrði jafntefli (því má skjóta hér inn, að hálfri klst. eftir samtal okkar sömdu þeir stór- meistararnir um jafntefli). „ÉG VIL MONRAD- KERFI A SVONA MÓT“ „Það er ómögulegt að segja nokkuð um þetta núna, en mér sýnist þetta þó jafnteflislegt, — það kemur I ljós," sagði hin aldna kempa Benóný Bene- diktsson, er við ræddum við hann á mótstað. Benóný fannst þó sem Friðrik tefldi ekkert vel, hvorki í þessari skák né öðrum í þessu móti. Honum fannst hann t.d. alltof oft lenda I tfmahraki og vera of gjarn á að semja um jafntefli. „Islend- ingarnir tefla allir illa. Það eru alltaf valdið sömu mennirnir til að taka þátt í þessum mótum og þeir tapa alltaf flestir. Þó er þetta lélegasta mót, sem hér hefur verið haldið í langan tíma. Þetta er lélegra heldur en þegar þeir Tal, Tajmanov, Smyslov, Bronstein, Matuluvic, Byrne, o.fl. voru að heimsækja okkur. Ég held svei meir þá að þetta sé með þvf lakasta. Það er mikið um afleitar skákir hér, en þó er Najdorf beztur, svo og Ingi af íslendingunum. Það er alltof mikið um stórmeistara- jafntefli og er það óþolandi. Það á að afnema þau og i því sambandi vildí ég fá Monrad- kerfið á svona móti. Ef Monrad- kerfið væri notað, yrðu þeir beztu að tefla til þrautar og jafnteflin yrðu þeim sjálfum verst. Þannig yrðu þeir þving- aðir til að tefla upp á vinning," sagði Benóný þegar við tókum hann tali. Benóný sagðist lítið tefla nú. Það væri þó helzt að hann tefldi við sjálfan sig. „GAMALDAGS SKAK“ Næstan tókum við tali Hregg- við Jónsson. Honum fannst skák þeirra Friðriks og Naj- dorfs frekar jafnteflisleg fram- an af, en síðan væri eins og Friðrik hefði náð frumkvæðinu um tíma. „Najdorf bauð upp á líflegan leik, þegar hann lék f-peðinu fram og rauf það þann- ig úr tengslum við hin peðin. Með þessu bauð hann upp á skiptamun, sem Friðrik tók, en erfitt er um það að segja eða spá, hvort honum takist að nýta það. Það eru möguleikar, cii þó sýnist mér skákin jafnteflis- leg,“ sagði Hreggviður. Hann sagði ennfremur: „Skákin er gamaldags þ.e. hún er tefld eft- ir gömlum hefðbundnum leið- um, en ekki samkvæmt nýrri aðferðum þessa afbrigðis." HELDUR MEÐ HUSBÓNDANUM Mörgum, er til mótsins koma, verður starsýnt á miðaldra konu, sem alltaf situr á sama stað í horni setustofunnar, framan við skáksalinn, þegar tefldar eru umferðir i Reykja- víkurskákmótinu. Það er Adela Najdorf, eiginkona gömlu kempunnar, en meðan skákir eru tefldar situr hún og prjónar úr íslenzkum lopa. Adela sagði tíðindamanni, að hún væri nú að prjóna þriðju peysuna sína síðan hún kom til landsins. Taldi hún þær liklega verða fjórar áður en yfir lyki. Frúin var nokkuð ánægð með tafl- mennsku húsbónda síns, en hún sagði þó að „Ólafsson" væri mjög sterkur skákmaður og þyrði hún því engu um úrslit að spá. Adela sagði okkur þetta vera í fyrsta sinn sem hún kæmi til tslands. Var hún afar ánægð með kynni sin af landi og þjóð, en hér væri allt ólikt þvi sem gerðist heima I Argentinu. SKATTARNIR TlMAFREKIR" Það eru menn af öllum stig- um, sem leggja leið sina í Haga- skólann til að fylgjast með skákunum. Þetta kvöld var staddur þar Björn Fr. Björns- son, sýslumaður þeirra Rangæ- inga, en hann sagðist hafa skot- izt í bæinn til að sjá þessa skák, og einnig til að sjá landsleikinn í fórbolta við Hollendinga. Björn sagði okkur þó, að erfitt hefði verið að finna tíma aflögu til að fylgjast með skákunum, því skattarnir væru afar tima- frekir þessa dagana. „Ég tefldi nokkuð í TR í gamla daga og væru því miklu oftar hér ef það væru ekki skattarnir sem tækju upp allar stundir þessa dag- ana“, sagði Björn. „Skákin hjá Friðrik og Najdorf er skemmti- leg og fjörug, en þó sýnist mér hún jafnteflisleg. Það má þó segja, að Friðrik hafi liprari stöðu, en erfitt að eigna honum sigur að svo stöddu,“ sagði Björn. _____*-*-•_____ — Kissinger Framhald af bls 1 stuttri lokayfirlýsingu segir, að leiðtogarnir fimm hafi orðið ásátt- ir um að herða hernað gegn stjórn hvitra manna I Zambabwe (Rhódesiu). I dag féll í Jóhannesarborg blakkur maður úr hópi mótmæl- enda i skothrið, en i Höfðaborg féll kynblendingur fyrir kúlum lögreglunnar. — 300 kennarar Framhald af bls. 32 en að honum meðtöldum væru ráðnir kennarar við skólann að- eins 4, og samt væri hann betur staddur en margir aðrir skóla- stjórar. Þá sagði Hjörtur, að hann gæti fmyndað sér, að 40% kenn- ara væru nú án kennaraprófs og vissi hann ekki hvort forsvaran- legt væri að reka jafnstóran skóla og að Kleppjárnsreykjum með jafnfáa kennara og raun bæri vitni. — Gísla saga Framhald af bls. 32 gripi úr einkasafni Egils Ólafs- sonar á Hnjóti i Rauðasands- hreppi sem leikmuni. Svíarnir hafa verið I sambandi við ýmsa aðila hér heima i sumar, en Hállen kom aftur til landsins nú nýlega til að undirbúa jarðveg- inn frekar. Hann ræddi þá m.a. við Vigdísi Finnbogadóttur leik- hússtjóra Leikfélags Reykjavík- ur, og í samtali við Morgunblaðið sagði hún, að Hállen hefði þá fengið að ganga I myndasafn L.R. til að kynna sér leikara félagsins því að hann hefði í hyggju að nota íslenzka leikara I ýmis aukahlut- verk. Að sögn Vigdisar hefur Hállen sjálfur gert handritið að myndinni og hefði hann sýnt það ýmsum hér heima. Kvað Vigdis það vera samdóma álit flestra, sem handritiö hefðu lesið, að það væri fagmannlega unnið. — Bretland Framhald af bls 1 vera tregur til að gangast inn á sllkar ráðsafanir nú þegar efna- hagsástand þjóðarinnar er heldur bágborið. Bankarnir fjórir, sem um ræðir eru National Westminster, Barclays, Midland og Lloyds. Tryggingafélögin nefnast Commercial Union, Royal, Prudential, Guardian Royal Exchange, General Accident, Sun Alliance og London and Legal and General. 1 skýrslunni segir að grundvallarskilyrði raunhæfrar efnahagsstjórnunar séu veruleg félagsleg eign I banka- og trygg- ingakerfinu. Bankarnir sem þjóð- nýttir yrðu , myndu áfram verða aðskildir en féllu hins vegar beínt undir stjórn Englandsbanka. Grundvallarbreyting verði einnig að verða á hlutverki Englands- banka. „I framtiðinni verður at- vinnumálastefna ríkisstjórnar- innar og einnig heildarstefna hennar i efnahagsmálum að njóta stuðnings hinna gríðarlegu áhrifa hans (Englandsbanka)." — Kostar Framhald af bls. 2. vildi samt ekkert um kostnaðar- hliðina segja að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær mun meðal- yfirvinnustund kennara, þ.e. greiðsla fyrir aukavinnu, vera um 1.000 krónur á klukkustund. Gerð stundaskrár fer venjulegast fram I ágústmánuði, en það er sá tími, sem myndi teljast til aukavinnu meðal kennara, en starfstimi þeirra hefst ekki fyrr en 1. september. Þvi er ekki fjarri lagi að áætla stundaskrárgerðina við Flensborgarskólann á hálfa milljón króna. Verið getur að það sé þó ivið há upphæð, þvi að yfir- kennari og skólastjóri fá ekki yfirvinnu fyrir slíka vinnu. Þeirra vinnutími er allt árið. Fræðslustjórinn í Reykjavik, Kristján J. Gunnarsson, sagði í viðtali við Mbl. i gær, að geysi- mikil vinna lægi að baki stundar- skrárgerðarinnar á hverju hausti. Skrárgerðin yrði mun flóknari með þeirri kerfisbreytingu, sem orðið hefði á skólunum. Val- greinar og áfangaskipti væru ekki það eina sem flæktu töflugerðina, heldur og einnig námshraðinn. I síðasta bekk grunnskóla 9. bekk, er töflugerðin orðin talsvert flókin og erfiðust er hún í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og jafnvel erfiðari en i menntaskóla þar sem I honum eru einnig iðn- greinar. Ekki er enn unnt að fullyrða neitt um endanlegan kostnað við töflugerð. Kröfur hafa verið lagðar fram, en eftir er að taka tillit til þeirra. Forvinnan undir skólaár — sagði Kristján að væri mikil og þegar skólarnir stækkuðu sagði hann ógerning annað en vinna hana í tölvu. Um kostnaðinn er Mbl. nefndi hálfu milljónina frá Hafnarfirði sagði Kristján að hérværi um smámuni að ræða. Menn skyldu hafa það hugfast að rikið greiddi I skólana 10 til 20 milljarða króna á ári og sé kerfisbreytingin til bóta er lítið við þessu áð segja. Hann kvað stjórnun innan skólakerfisins ekki það sem kvarta þyrfti undan að væri of mikil eða of kostnaðar- söm. — Belenko Framhald af bls 1 hann til að fallast á það.“ Að sögn japönsku lögreglunnar hefur Belenko nú verið fluttur til leynilegs dvalarstaðar í út- jaðri Tókýó og í kvöld mun hann eiga fyrsta fund sinn með fulltrúum bandariska sendi- ráðsins. Kiichi Miyazawa utanríkis- ráðherra Japans sagði i dag, að MIG-25 þotunni yrði ekki að svo stöddu shúið heim til Sovét- ríkjanna. „Flugvélin hefur brotið lofthelgi Japans, og stjórnvöld verða því að ljúka rannsókn sinni áður en til mála getur komið að senda vélina til baka.“ Sambúð Japana og Sovétmanna hefur verið stirð, þótt stjórnmálasamband hafi verið þeirra í milli frá árinu 1956. Þetta markast fyrst og fremst af því að Sovétmenn hafa neitað að skila aftur fjór- um smáeyjum sem teknar voru af Japönum við lok síðari heim- styrjaldarinnar. Reynt hefur verið að koma á heimsókn Brezhnevs flokksleiðtoga til Japans til að reyna að koma sambúðinni í eðlilegra horf. Hópur japanskra hernaðar- sérfræðinga fór í dag frá Tókýó til eyjunnar Hokkaido I Norður-Japan, þar sem Belenko lenti vélinni til að rannsaka hana, en talið er að vestrænir sérfræðingar i þessum efnum hafi með flótta Belenkos fengið kærkomið tækifæri til að kynnast þessu mikla leynivopni Sovétmanna. Einn slíkur sagði í dag, að sérstakan áhuga vekti sá hæfileiki sem MIG-25 er sögð gædd, að „blinda“ flugvélar andstæðinga með rafeinda- tækjum. MIG-25 er sögð geta flogið meir en 1600 milur á klukku- stund en hámarkshraði F-15 Arnarþotna B: ndaríkjahers er sagður vera a.m.k. 1432 mílur. Bandariski flugherinn hefur ekki viljað gefa upp nákvæma tölu. F-14 Tomcatvél Banda- ríkjamanna fer aðeins hægar er Örninn, en er snúningsliprari. Hins vegar eru þessar vélar þrjár sagðar af svipaðri stærð og líkum vopnum búnar. — Gegn lokun Framhald af bls. 3 listana, voru 3 fulltrúar starfs- stúlknanna og 1 af hálfu neyt- enda. Aðspurðar um, hvers vegna jafn fáar konur hefðu leitað til atvinnumiðlunar Kaupmanna- samtakanna, sögðu starfs- stúlkurnar, að þær litu á hana sem „blöff", þvi að kaupmenn væru ekki bundnir við að ráða frekar þær konur, sem leituðu til miðlunarinnar en aðrar, er óskuðu eftir vinnu hjá þeim. Stefán Björnsson var að því spurður hvort mjólkurbúðirnar hefðu verið reknar með hagnaði, en hann sagði að i því sambandi væri ekki hægt að tala um tap né gróða. Dreifing Mjólkursam- sölunnar færi fram með eins litlum tilkostnaði og hægt væri, en þó innan þess ramma, sem lög ákveða, að neytendur eigi þess kost að kaupa mjólk, án þess að sækja hana um langan veg. Sex- mannanefnd fengi I hendur yfirit um dreifingarkostnaðinn og m.a. með hliðsjón af honum væri verð mjólkur ákveðið. Það sem færi fram yfir áætlaðan dreifingar- kostnað kæmi niður á hlut bændanna og á síðasta ári vantaði um 1,70 krónur upp á að bændur fengju fullt verð fyrir hvern mjólkurlítra. — Enginn mjólkurskortur Framhald af bls. 2. útflutnings og birgðaaukningar, þannig að það er ekki upp á mikið áð hlaupa. Við þetta bætist að yfir sumarmánuðina sex eru fram- leidd 62% af ársframleiðslunni en 32% yfir vetrarmánuðina sex. Vandamálið er því að jafna þessu milli árstiða og það er gert með framleiðslu á undanrennudufti, sem yfir vetrarmánuðina er notað til framleiðslu á mjólkurvörum, s.s. skyri og súrmjólk. Mjólkurframleiðslan nú er áþekk þvi sem hún var á sama tima i fyrra, auk þess sem birgðir af smjöri eru um 200 tonnum meiri um mánaðamótin ágúst — september en um þessi sömu mánaðamót I fyrra. Þá er til meira af undanrennudufti nú en í fyrra- haust og mánuðina maí, júní og júlí i sumar hefur sala á mjólk á sölusvæði Mjólkursamsölunnar dregizt saman um 5% eða um 365 þúsund lítra þessa þrjá mánuði. Til mjólkurskorts ætti því ekki.að koma í vetur nema að verulega mörgum nautgripum verði slátrað í haust og dragi úr mjólkurfram- leiðslunni af þeim sökum, sagði Pétur að lokum. — Bráðabirgða- lög Framhald af bls. 32 leysa þetta mál á milli sín inn- byrðis, og væri útgáfa laganna því bæði ótímabær og óheppileg. Kvaðst Jón gera ráð fyrir því að útgáfu laganna yrði mótmælt af sjómannasamtökunum í heild eins og áður segir. Kristjáns Ragnarsson, formað- ur Landssambands ísl. útvegs- manna, sagði, að á hverjum tíma væri æskilegast að kjarasamning- ar væru gerðir af samtökum laun- þega og vinnuveitenda. „Það ástand getur hins vegar skapazt eins og nú, að nauðsynlegt sé að taka fram fyrir hendur á þessum aðilum. Samninganefndir sjó- manna og útvegsmanna hafa nú setið á fundum i marga mánuði og reynt að finna lausn, sem báðir aðilar geti við unað, og hafa samn- inganefndir tvisvar undirritað kjarasamning. Það alvarlega ástand hefur hins vegar skapazt í samtökum sjómanna, að veruleg- ur hluti þeirra hefur ekki viljað hlíta þvi, sem forustumenn þeirra hafa skrifað undir. Þátttaka í at- kvæðagreiðslu hefur þó verið mjög lítil. Bráðabirgðalög þessi jafna aðstöðu sjómanna á þann veg, að hliðstæð kjör gilda fyrir þá, hvort heldur þeir hafa sam- þykkt eða fellt samningana, og þeim sem samþykktu samningana í upphafi, er veitt sú kjarabót, sem fólst í síðast undirritaða samningnum, er byggðist á miðl- unartillögu frá sáttanefnd. Kjara- samningar þessir voru óvenju- flóknir vegna hinnar umfangs- miklu sjóðakerfisbreytingar sem gerð var um miðjan febrúar og e.t.v. hefur ekki tekizt að gera sjómönnum nægilega grein fyrir því, í hverju þessar flóknu breyt- ingar voru fólgnar. Tel ég, að það geti verið megin ástæðan fyrir því, að mörg félög sjómanna felldu samningana og það meira að segja tvívegis,“ sagði Kristján. Bráðabirgðalögin eru svohljóð- andi: 1. gr. Samningar þeir, sem samninga- nefndir sjómanna og útvegs- manna undirrituðu 29. febrúar 1976, 1. og 27. mars 1976, 14. maí 1976 og 28. júlí 1976 og prentaðir eru á fylgiskjölum I.—X. með lög- um þessum skulu gilda um kaup og kjör sjómanna um land allt eftir því sem við á fyrir hvert félag sem aðild átti að þeim og fyrir það timabil, sem samning- arnir kveða á um. Fyrir þau félög sjómanna, sem ekki áttu neina aðild að samningum þessum skulu þeir einnig ákveða kaup og kjör, eftir því sem við getur átt og með þeim hætti, sem tíðkast hef- ur. Samningurinn frá 28. júlí 1976 skal einnig gilda eftir því sem við á fyrir þau félög sjómanna, sem ekki áttu aðild að honum. 2. gr. Verkbönn og verkföll, þar á meðal samúðarverkföll, eða aðrar aðgerðir í því skyni að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða eru óheimil, sbr. 17. gr. laga nr. 88 frá 1938 um stéttar- félög og vinnudeilur. Þó er samn- ingsaðilum sbr. 1. grein heimilt að koma sér saman um breytingar á þar greindum samningum, en eigi má knýja þær breytingar fram með vinnustöðvun. 3. gr. Með brot á lögum þessum skal fara að hætti opinberra mála og varða brot sektum. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gíldi, en falla að fullu og öllu úr gildi 15. maí 1977. — Fiskveiði- samskipti Framhald af bls. 17 Nemendafélags Hamrahlíðar- skólans siðastliðinn vetur og við spyrjum hann í lokin, hvernig honum finnist að hoppa beint af skólabekknum og i framkvæmda- stjórastarf hjá fiskverkunarfyrir- tæki í heimabyggð sinni á Barða- strönd, en Sigurður er frá Litlu- Hlíð á Barðaströnd, eins og áður sagði. — Það er vissulega gaman að vasast I þessu, segir Sigurður, og ,ég hef trú á þessu fyrirtæki, þar sem svo margir heimamenn hérna eiga I rauninni fyrirtækið. Fram- tið þess stendur þó og fellur með þvi hvort við fáum hafnaraðstöðu eða ekki. Fyrirtækið er byggt á þeim grundvelli að við getum tekið á móti fiski hér á staðnum. Ég reikna með að klára stúdents- prófið I haust, en verða siðan með aðra löppina að minnsta kosti hér heima I vetur, hvað svo verður um áframhaldandi skólagöngu veit ég ekki enn þá, sagði Sigurður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.