Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 4
4 LOFTLESDIR sSmBÍLALEIGA FERÐABÍLAR hf. Bílaleíga. sími 81260. Fólksbilar, stationbílar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar Öllum þeim sem sýndu mér vinsemd og hlýhug á áttræðis- afmæli mínu þ. 18. ágúst s.l. sendi ég beztu kveðjur og þakk- læti. Jón Guðmundsson, Skipasundi 4 7, Reykjavík. Vkkur öllum fjær og nær, sem heiðruðu mig og sýndu mér margvíslegan sóma á sjötugsaf- mæli minu, þann 30. ágúst sl., með heimsóknum. gjöfum og skeytum, færi ég mínar alúðar þakkir. Ég bið ykkur öllum gæfu og farsældar um ókomna tíð. Guðjón B. Jónsson, Barónstíg 2 7. AUGLYSINGA- SÍMLNN ER: 22480 Palli lystaskáld: Lystaskáld- in vondu Loftfimleikamenn andans Yfirgnæfa næturgal (nocturne) mófuglsins Sem betur fer sagði prófanturinn í hámoll Tvisvar verður vöggur feginn er í helgan stein sest Ansaði sigurbaldi árnabjarnason Skýin marséruðu yfir stórlaxána Komin lángt að eins og krían og Hann Kiljan Okkar A meðan vandamenn og vinir og trosberar braga gamla Lásu vandkvæði sfn döprum rómi og lítt heimalegum Daginn fyrir samanrekstur og rúning í félagsheimilinu Innan dyra á afmæli kvenfélagsins sem einginn sýngur Nema kannski í hæstalagi sérasigvaldi í haustrokinu Vartan á þessu afgamla bólugrafna nefí Og rismiklar kartneglur halda kveðjuhljómleika: Nóttin blæs í kaun morguninn slær á lær okkur Dagurinn strýkur héðan fyrren varir Um helblá vötn ... MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 . Útvarp Reykjavlk AtlDMIKUDKGUR 8. september MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson les sögu sfna „Frændi segir frá“ (7). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: „Vor Guð er borg“, kantata eftir Bach. Agnes Gibel, Wilhelmine Mathés, Richard Lewis og Heinz Rehfuss syngja með Bachkórnum og Fflharmonfusveitinni f Amsterdam; André Vander- noot stj. Morguntónleikar kl. 11.00: Marina Slesarieva og Sinfónfuhljómsveitin f Prag leika Pfanókonsert nr. 2 f f- moll eftir Chopin; Václav Smetácek stjórnar / Sinfónfuhljómsveitin f Cleveland leikur Sinfónfu nr. 8 f F-dúr eftir Beethoven; George Szell stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónieikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkvnningar. SIÐDEGIÐ 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Leikir f fjörunni" eftir Jón Óskar. Höfundur lýkur lestrinum (10). 15.00 Miðdegistónleikar Concertgebouwhljómsveitin f Amsterdam leikur „La Mer“ eftir Debussy; Edvard van Beinum stjórnar. Konunglega hljómsveitin f Kaupmannahöfn leikur Sinfóníu nr. 1 op. 5 eftir Niels W. Gade; Johann Hye- Knudsen stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.00 Lagiðmitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna yngri en tólf ára. 17.30 Seyðfirskir hernáms- þættir eftir Hjálmar Vil- hjálmsson Geir Christensen les (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. Klukkan 21:05: Um áhrif auglýsinga í þættinum „List í nýju ljósi“, sem hefst kl. 21:05 í kvöld tekur John Berg- er til meðferðar áhrif auglýsinga og lýsir hann því hvernig þær hafa tek- ið við ákveðnu hlutverki málverksins. Þetta er síðasti þátturinn um list i nýju ljósi í þessum brezka fræðslumynda- flokki og er þýðandi Ósk- ar Ingimarsson. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.30 Island — Holland: Landsleikur f knattspyrnu á Laugardalsvelli. Jón Ásgeirs- son lýsir sfðari hálfleik. 20.15 Sumarvaka a. Nokkur handaverk á heim- ilum. Guðmundur Þorsteins- son frá Lundi flytur sfðari hluta frásögu sinnar. b. Kvæði eftir Kristján Jóns- son Guðrún Guðlaugsdóttir les. c. Með stefnu á Lyru Sigurður Ó. Pálsson skóla- stjóri flytur frásöguþátt, skráðan eftir Þórhalli Helga- syni á Ormsstöðum f Eiðaþinghá. d. Frá Eggerti Ólafssyni f Hergilsey Frásaga eftir Játvarð Jökul Júlfusson. Guðrún Svava Svavarsdóttir les fyrri hluta. e. Kórsöngur. Karlakór Reykjavfkur syngur fslenzk þjóðlög. Söngstjóri: Páll P. Pálsson. 21.30 Utvarpssagan: „Óxin“ eftir Mihail Sadoveanu Dag- ur Þorleifsson les þýðingu sfna (5). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: /Evisaga Sigurð- ar Ingjaldssonar frá Bala- skarði Indriði G. Þorsteinsson les <7). 22.40 Nútfmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskárlok. FIM41TUDKGUR 9. september MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7,00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson les sögu sfna „Frændi segir frá“ (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Fflharmonfuhljóm- sveit Berlfnar leikur forleik að óperunni ..Hollcndingn- um fljúgandi" eftir Richard Wagner; Herbert von Karajan stjórnar / Hljóm- sveit Scala-óperunnar leikur Sinfónfu nr. 5 op. 64 eftir Tsjafkovský; Guido Cantelli stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 13.00 Á frfvaktinni MÍÐVIKUDAGUR 8. september 1976 20.00 Fréttír og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Pappfrstungl Bandarfskur myndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.05 List f nýju Ijósi Breskur fræðslumynda- flokkur. Lokaþáttur. 1 þessum þætti ræðir John Berger um áhrif auglýsinga og lýsir, hvernig þær hafa tekið við ákveðnu hlutverki málverksins. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.30 Hættuleg vitneskja Breskur njósnamyndaflokk- ur f sex þáttum. Lokaþáttur. Efni fimmta þáttar: Kirby, sem hefur náð sér að nokkru eftír skotárásina, tekst Joks að fá Lauru á sitt mál, og hún fylgir honum heim til stjúpa sfns. Þar er Vincent, og hann segir, að Kirby starfi fyrir sovésku leyniþjónustuna, en Fane segir Kirby, að hann geti ekki sannað mál sitt, nema hann géfi upp nafn konunn- ar, sem talaði ínn á segul- bandið, og hann lofar jafn- framt, að henni verði ekki gert mein. Þýðandí Jón O. Edwald. 21.55 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 23.25 Dagskrárlok. Þessi mynd er frá viðureign Belga og tslendinga á Laugardalsvellinum á sunnudag. t fþróttaþætti sjón- varpsins í kvöld mun Bjarni Felixson fjalla um leikinn við Hollendinga og sýna úr honum kl. 21:55. í útvarpinu lýsir Jón Ásgeirsson seinni hálfleik og hefst lýsing hans kl. 19:30. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Grænn varstu, dalur“ eftir Richard Llewellyn Ólafur Jóh. Sigurðsson fslenzkaði. Óskar Halldórs- son byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar Fflharmonfusveit Lundúna leikur „In the South", forleik op. 50 eftir Elgar; Sir Adrian Boult stjórnar. Jascha Silberstein og La Susse Romande-hljómsveitin leika Sellókonsert f e-moll eftir Popper; Richard Bonynge stjórnar. Fflharmonfusveitin f Los Angeles leikur „Don Juan“, sinfónfskt Ijóð eftir Richard Strauss; Zubin Metha stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfminn Sigrún Björnsdóttir hefur umsjón með höndum. 17.00 Tónleikar 17.30 Seyðfirskir hernáms- þættir eftir Hjálmar Vilhjálmsson Geir Christensen les (2). 18.00 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ_____________________ 19.35 1 sjónmáli Skafti Harðarson og Stein- grfmur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Leikrit: „Rolló“ eftir Marchel Achard Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: León Rolló / Róbert Arn- finnsson Edft / Helga Bachmann Nóel Karradfn / Rúrik Haraldsson Alexa / Helga Stephensen Verónfka / Sigrfður Hagalfn Jenni / Karl Guðmundsson 22.00 Fréttir 22.15 “2.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur les (8) 22.40 A sumarkvöldi Guðmundur Jónsson kynnir tónlist um silfur og gull. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Tvær frásögur á sumarvöku A dagskrá sumarvökunnar í kvöld, sem hefst kl. 20:15, eru m. a. tvær frásögur. Sú fyrri er eftir Þórhall Helgason frá Ormsstöðum í Eiðaþinghá og nefnist. „Með stefnu á Lyru". Sigurður Ó. Pálsson, skólastjóri, skráði og hann er einnig flytjandi. Siðari frásagan er frá Egg- erti Ólafssyni í Hergilsey, miklum athafnamanni, sem uppi var seint á 18. öld Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi í Reykhólasveit, skráði en lesari er Guðrún Svava Svavarsdóttir, sem les fyrri hluta frásögunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.