Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 3 50 skip hafa sótt um leyfi til 1 GÆR höfðu 50 útgerðir 52 hringnótaskipa sótt um leyfi til sfidveiða við tsland I haust, en samkvæmt sérstökum ákvæðum, sem sj&varútvegsráðuneytið setti á sínum tfma, fá einungis þau skip, sem leyfi hafa tii sfldveiða I Norðursjó og þau skip, sem stund- uðu sfidveiðar með hringnót við lsland f fyrra leyfi til veiðanna nú, og alls eru það 52 skip. Veið- arnar f haust hefjast 25. septem- ber. Ákveðið hefur verið að heimila veiði á 15 þúsund lestum af sfld við landið f haust. Verður hring- nótaskipunum heimilað að veiða 10 þúsund lestir og gert er ráð fyrir, að reknetabátarnir veiði um 5000 lestir, en þó hefur ekki verið settur neinn ákveðinn kvóti á veiðar þeirra. Þórður Asgeirsson skrifstofu- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins sagði f samtali við Morgunblaðið i gær, að þessum 10 þúsund tonn- um yrði skipt niður á milli skip- anna þannig að um 200 tonn kæmu í hluta hvers skips. 1 fyrra kom það fyrir, að nokkur skip fóru fram yfir þann kvóta, sem þeim var úthlutað, og verður um- frammagnið þá dregið af þeim kvóta, sem þau fá nú. Þá sagði Þórður, að sjávarút- vegsráðuneytinu hefði borizt um- sóknir frá 30 aðilum öðrum en þeim sem rétt ættu á leyfum tii sfldveiða. Væru það bæði eigend- ur nýrra og gamalla skipa og teldu þessir menn, að þeir ættu einnig rétt til veiðanna. Það væri örugglega nokkur stór hópur síldveiða manna, sem hefði sótt um, ef veið- arnar hefðu verið frjálsar öllum. Nýjar ísl. kar- töflur í verzl- anir í Reykja- vík í gær — VIÐ sendum fyrstu fs- lenzku kartöffurnar á markað f Reykjavfk f morgun og ég vona að okkur berist það mikið af kartöfium á næstu dögum, að við getum séð búðunum fyr- ir nægiiegu magni, sagði Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetisverzlunar landbún- aðarins, f samtali við Mbl. f gær. Jóhann sagðist vilja koma þeim leiðbeiningum á fram- færi við neytendur að þar sem þessar kartöflur væru nýjar væri öndun þeirra það mikil, að ekki væri hægt að pakka þeim f bréfpoka, og hefur orð- ið að grfpa til plastpoka. Þó að plastpokarnir séu gataðir, hleypa þeir ekki út öllum þeim raka, sem myndast i pokunum, og er þvf nauðsynlegt að losa þær eins fljótt og auðið er úr plastpokunum f annað flát og geyma þær á góðum stað. Þessar nýju fslenzku kartöfl- ur eru seldar sama verði og þær erlendu, sem nú eru á markaðnum, eða 5 kflóapokinn á 521 krónu. Nýtt verð á kar- töflum verður væntanlega birt um miðjan mánuðinn. GEGN LOKUN MJÓLKURBÚÐA — Stefanfa Heiðdal (t.v.), Elfsabet Sigurðardóttir, Elfsabet Bjarnadótt- ir og Lilja Kristjánsdóttir afhenta hér Stefáni Björnssyni forstjóra Mjólkursamsölunnar undirskriftalist- ana og sjást þeir fremst á myndinni. Ljósm. Mbl. Ól. K.Mag. Rúm 17 þús. skrifuðu und- ir gegn lokun mjólkurbúða FULLTRUAR starfshópsins, sem safnað hefur undirskriftum gegn lokun brauð- og mjólkurbúða f Reykjavfk afhentu f gær forstjóra Mjólkursamsölunnar Stefáni Björnssyni, undirskriftalistana og höfðu 17173 manns ritað nöfn sfn á þá. Stefán sagði, er hann tók við listunum fyrir hönd stjórnar Mjólkursamsölunnar sf., að óskir þær, sem kæmu fram á undir- skriftalistunum yrðu væntanlega ræddar á stjórnarfundi Mjólkur- samsölunnar, innan tfðar. Fulltrúar starfshópsins tóku fram f bréfi, sem þeir afhentu með listunum, að þeir óskuðu eftir svari fyrir 14. þessa mánaðar. I texta undirskriftalistans gegn lokun mjólkurbúða segir m.a., að lokun mjólkurbúða muni hafa í för með sér verri þjónustu fyrir neytendur og lakara vörueftirlit og þar með eldri og lélegri vörur. „Minna eftirlit verður einnig með hreinlæti og ekki er ósennilegt, að mjólkurverð muni hækka“. segir f texta undirskriftalistans. Tekið er fram, að 167 konur missi atvinnuna og hafi þær enga trygg- ingu fyrir annarri vinnu. Skorað er á stjórn Mjólkursamsölunnar að endurskoða afstöðu sína til lokunar búðanna og halda rekstri þeirra áfram og tryggja þannig fulla atvinnu kvenna í brauð- og mjólkurbúðum. Fram, kom, að allar starfs- stúlkur I mjólkurbúðunum söfn- uðu undirskriftunum, auk fjöl- margra neytenda, og i hópi þeirra fjögurra kvenna, sem afhentu Framhald á bls. 18 Franski há- hyrningafang- arinn kominn FRANSKI háhyrningafangarinn, sem reynt hefur að ná lifandi háhyrningi við lslandsstrendur s.l. tvö haust en án árangurs, er nú kominn á ný til Islands og hyggst gera eina tilraunina enn. Frakkinn kom til Hafnar I Hornafirði f fyrrakvöld og segist hann vera með mun betri útbún- að til að ná lifandi dýri en áður, og telur nokkurn veginn öruggt, að sér takist að ná lifandi dýri í haust. Hann ætlar sér að gera geymsluþró á Höfn fyrir háhyrn- inginn er hann kemur I land og á geymsluþróin að vera tilbúin á næstu dögum. r Ovíst um heildar- tjónið á Akranesi TJÓNASKOÐUNARMENN tryggingarfélaganna unnu að þvf f gær að meta tjónið f brunanum á Akranesi. 1 gærkvöldi var alls ekki Ijóst hve heildartjónið var mikið, né hve hátt verðmætin voru tryggð, sem brunnu, en næt- urnar t.d. voru tryggðar hjá mörg- um aðilum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunbiaðið hefur aflað sér, er alls ekki vfst hvort aliar næturnar voru tryggðar f tréhús- inu, sem brann. Taiið er, að sum- ar næturnar, sem voru tryggðar f aðalgeymsluhúsinu, en það er úr steini og slapp, hafi verið f timb- urhúsinu, og þyf ekki vfst, hvort tryggingarnar ná til bruna þar. Ennfremur er ekki vitað, hvort tryggingarnar ná til nótarinnar, sem brann á paliinum utan við húsið, þar sem nótin var ekki komin inn f hús. Mjög óhreinn fatnaöur þarf mjög gott þvottaefní... Með Afax þvottaefni verður misliti þvotturínn alveg fafn hreinn og suóuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó Meift aó pvo jafn vel meó ölium þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýir. endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn í þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax þvottaefní þýóir: gegnumhreínn þvottur meó öllum bvottakerfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.