Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 7 Verkalýðs- i foringjar — iMenntamenn Á sjöunda áratugnum einkenndist klofningurinn I Alþýðubandalaginu af ítökum milli þeirra tveggja hópa, sem stóðu að myndun þess. þ.e. milli Sóslalistaflokksins og Málfundafélags jafnaðar- manna, en ýmsir úr Sósialistaflokkunum gengu þó á þeim tima til samstarfs við þann hóp, sem kom úr Málfundafé- lagi jafnaðarmanna. Þess- um átökum lauk með klofningnum i Alþýðu- bandalaginu haustið 1968. Siðan hefur smátt og smátt komið upp ann- ars konar ágreiningur inn- an Alþýðubandalagsins um grundvallarmálefni og hefur þar verið mest áber- andi á siðustu árum sá augljósi skoðanaágrein- ingur, sem uppi hefur ver- ið milli verkalýðsmanna Alþýðubandalagsins og menntamannahópa, sem þar hafa seilzt til stöðugt meiri áhrifa. Helztu for- ystumenn Alþýðubanda- lagsins i verkalýðshreyf- ingunni hafa I sivaxandi mæli tekið faglega af- stöðu til kjarabaráttu og annarra málefna verka- lýðssamtakanna. En hin pólitiska forysta Alþýðu- bandalagsins, sem hefur færzt meir og meir i hendur ýmissa hópa menntamanna, hefur hins vegar viljað beita verka- lýðshreyfingunni og áhrif- um Alþýðubandalagsins innan hennar til fram- dráttar flokkspólitiskum hagsmunum Alþýðu- bandalagsins. Ágreiningur milli þessara tveggja hópa hefur farið vaxandi á sið- ustu árum og nú er svo komið. að i raun og veru er um að ræða tvo flokka innan Alþýðubandalags- ins, sem sáralitið sam- band er á milli. Verkalýðs- foringjunum hefur smátt og smátt verið ýtt til hlið- ar innan Alþýðubanda- lagsins og menntamenn- irnir tekið þar völdin. Þessi þróun hefur orðið svo hröð, að i raun og veru er ekki lengur hægt að lita á Alþýðubandalag- ið sem verkalýðsflokk fyrst og fremst, og á þenn veg hefur það fjarlægt uppruna sinn með ná- kvæmlega sama hætti og Alþýðuflokkurinn hefur gert á undanförnum ára- tugum. Kannski er þetta alvarlegasti ágreiningur- inn, sem nú er uppi innan Alþýðubandalagsins. Landsbyggðar- menn — Reykvíkingar En jafnframt þessu hef- ur einnig á undanförnum árum gætt skoðanamunar á milli þingmanna Alþýðu bandalagsins sem kjörnir hafa verið I kjördæmum landsbyggðarinnar, og Reykvlkinga eða þeirra, sem á höfuðborgarsvæð- inu búa. Að vonum mót- ast viðhorf þingmanna Alþýðubandalagsins utan af landsbyggðinni mjog af þeim vandamálum og við- fangsefnum, sem við er að gltma út um land, og á það raunar við um lands- byggðarþingmenn I öllum flokkum. Landsbyggðar- þingmönnum Alþýðu- bandalagsins þykir greini- lega skorta á skilning flokksbræðra þeirra á höf- uðborgarsvæðinu á mál- efnum landsbyggðarinnar og þess vegna hefur smátt og smátt orðið nokkur skoðanamunur á milli þessara tveggja hópa, sem birzt hefur I ýmsum myndum og ber- sýnilegt er, að lands- byggðarþingmönnum Al- þýðubandalagsins hugn- ast ekki málflutningur flokksbræðra þeirra á suð- vesturhorni landsins. Hvert fer unga fólkið? Þá hefur það einnig komið fram á undanföm- um árum, að ungt vinstri sinnað fólk hefur ekki gengið til starfa innan Al- þýðubandalagsins. Heldur hefur það myndað ný stjómmálasamtök á vinstri vængnum, sem ganga undir ýmsum nöfn- um og ófróðir menn eiga oft erfitt með að átta sig á þeim samtökum. sem þar er um að ræða. Hitt er alveg Ijóst, að allur þorri vinstri sinnaðrar æsku leitar ekki lengur til Alþýðubandalagsins held- ur þessi samtök vinstri sinnaðra öfgamanna, sem um leið hafa til að bera ótrúlega raunsæja afstöðu til ýmissa alþjóðamála, sbr. forystugrein Stétta- baráttunar, sem birt var I þessum dálkum I gær. Innri mótsetningar skerpast Loks er svo Ijóst, að ýmsar innri mótsetningar, sem ekki hafa verið ýkja áberandi innan Alþýðu- bandalagsins á undan- förnum árum, hafa verið að skerpast síðustu miss- eri, og alveg sérstaklega eftir að stjórnaraðild flokksins lauk. Þessar mótsetningar koma fram I togstreitu. milli einstakra hópa á suð-vestur horninu og virðast bæði eiga sér persónulegar og hug- sjónalegar forsendur. Þegar þessi mynd, sem við btasir, er skoðuð, kemur I Ijós, að Alþýðu- bandalagið stendur á ný frammi fyrir meiri háttar innanflokks vandamálum, sem gera má ráð fyrir samkvæmt fenginni reynslu, að muni frekar aukast en minnka á næstu árum. SERLEGA HAGSTÆTT VERÐ V::!: Klapparstig 1 Skeifan 19. Simar 1 8430 — 85244. álnavöru markaður í GLÆSIBÆ Bútarnir eru komnir það er leikur að læra... VÉLRITUN Á abc 2002 SKÓLARITVÉLINA SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. \+:~ r * . „ Hverfisgötu 33 Simi 20560 Bambushúsgögnin komin Vörumarkaðurinnhí. Húsgagnadeild s. 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.