Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 Kirkjan ( Höfnum er sennilega tignarlegasta byggingin I þorp- inu, en á vindhananum stendur ártalið 1861 og er hún þvf komin nokkuð til ára sinna þðtt útlitið bendi þó ekki beint til þess að svo sé. skerjum sem eru f innsigling- unni f Hafnir. En það hefur löngum verið útgerð í Höfnum og því hefur það ekki verið minna vanda- verk að leita hafnar þar á fyrri tímum þegar engin siglingar- tæki voru til staðar og skip knú- in áfram af mannsafli eða segl- um. Þannig segir í Sögu ^Meyj- ar-Hjalta að sjósókn frá Höfn- um hafi verið erfið og hættuleg þar sem útræðið sé fyrir opnu hafi og því oft ófært að komast fram eða að lenda vegna brims. Á dögum Eldeyjar-Hjalta var sjávaraflinn aðalbjargræði íbúa í Höfnum en þó höfðu sumir nokkrar kýr og allir áttu sauðfé. Sá búskapur hefur þó takmarkast af því að ekkert var útgengið í Höfnum heldur að- eins góð fjörubeit. Eldeyjar- Hjalti segir að milli tlu og tuttugu býli hafi verið í Höfn- um þegar hann kom þangað. Yfirleitt voru menn þarna held- ur fátækir, að hans sögn, en þó komust menn af án hjálpar. Einhver er nú öldin önnur I dag enda liðin um 80 ár síðan Eldeyjar-Hjalti kom fyrst til Hafnar. fleira fólk... Ljósmynd Fridþjófur Jósef sveitarstjóri sagði okk- ur að frá Höfnum væru gerðir út 10—12 bátar, og væri stærð þeirra frá 3 og upp I 15 tonn. Aflann leggja bátar þessir að mestu inn hjá söltunarstöð Egg- erts Ólafssonar, en nokkrum fiski er þó ekið til annarra staða. Það hefur verið fremur lítill afli hjá bátunum í sumar, en þeir róa svo til eingöngu með línu og handfæri. „Bátarnir héðan sækja svo til eingöngu í Reykjanesröstina og á Eldeyjarsvæðið, en þó gekk fiskur grunnt með landinu hérna í kring í sumar. Sjómenn i þessu þorpi eru mjög óhressir með þá ákvörðun sjávarútvegs- ráðuneytisins að leyfa veiðar Jósef Borgarsson, sveitarstjóri „Komdu hérna lagsmaður.** Þessi athafnasjómaður handleikur einn vænan sem hann hafði fest ( út undir Eldey. Stelírað við í HÖFNll Tveir minnisvarðar um athafnalif fyrri tíma I Höfnum. Það hefur sennilega margur dugmikill sjó- maðurinn dvalið (verbúðinni fyrr á tlmum, og þá hefur margur aflinn fengið far ( hjólbörunum. með snurvoð á okkar hefð- bundnu miðum, en snurvoðin var um árabil hinn mesti ófögn- uður hér útaf. Við stöndum I þeirri meiningu að þetta veiðar- færi sópi hættulega miklu af fiski upp úr sjónum og að eftir nokkurn tíma verði lítið eftir. Miðin þarf að nýta á gáfulegri hátt,“ sagði Jósef. Jósef tjáði okkur að það væru helzt húsmæður og unglingar sem ynnu við fiskvinnslu í landi og þegar ekki væri róið væri þetta fólk því gjarnan at- vinnulaust. Karlmennirnir stunda fjölbreytta vinnu að sögn Jósefs. Nokkrir vinna á vegum varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, þótt þeim fari reyndar fækkandi, en aðrir sem ekki stunda sjómennsku, eru við ýmsa atvinnu í nágrenninu. Það hefur verið smáaukning I smábátaútgerðinni undanfarið og virtist Jósef sem heimamenn væru betur og betur að bindast þeirri atvinnugrein. Sé litið í tölur yfir mann- fjölda í Höfnum kemur fram að íbúafjöldinn I hreppnum (lög- heimili) hafi 1910 verið 200 manns, en ekki nema 144 árið 1940. Með tilkomu varnarliðs- ins fjölgar upp úr því og á árinu 1950 eru fbúarnir 186 og 1960 eru þeir 250. Sennilega hafa þeir verið fleiri rétt fyrir 1960 þvi á þessum tíma voru reist hús I Njarðvík fyrir marga starfsmenn Keflavíkurflugvall- ar og þvi var um eiginlega fólksfækkun að ræða i Hafnar- hreppi um 1960. Eftir 1960 hef- ur fólki fækkað stöðugt I hreppnum eins og sjá má af eftirfarandi tölum: 1960 250 ibúar 1965 187 —1970 182— 1975 134— „Ibúafækkunin síðustu árin endurspeglar sennilega óörygg- ið sem rikt hefur hér með út- gerðina, en vonandi sjáum við fram á bjartari tíma í þeim efn- um,“ sagði Jósef. Hann sagðist vona að með vaxandi trilluút- gerð yrði meira atvinnuöryggi, og að þróun síðustu ára snerist við. „Við lítum nokkuð bjartari augum til framtíðarinnar og í þvi sambandi eru ýmis verkefni Framhald á bls. 23 Þessir heiðursmenn, sem um dag- ana hafa sjálfsagt lagt góðan skerf til verðmætaöflunar þjóðar- búsins, nutu sjaldgæfrar veður- blfðu þegar Ijósmyndari Mbl. var á ferð I Höfnum fyrir skömmu. # „Ég get ekki séð fram á að atvinnulíf hér f Höfnum verði nokkurn tfma með eðlilegum hætti nema unnt sé að reka frystihúsið. Það hef- ur verið mikið basl að hafda því gangandi og sfðustu tvö árin hefur ekkert verið unnið í því þar sem reksturinn fðr upp í loft.“ Eitthvað á þessa leið fðrust Jðsef Bogasyni, sveitarstjðra Hafnarhrepps orð, þegar Mbl. ræddi nýverið við hann um mannlff og at- vinnulff í Höfnum. Það var þokuloft og regn- ævur í Höfnum þegar við stöld- ruðum þar við. Hafrótið lék al- kunnugt stef við fjöruklettana og bryggjusporðinn af miklum krafti og mátti heyra niðinn um langan veg. Það var okkur sagt að ekki væri róið til fiskjar í slíkri tíð, og skal engan undra því innsigling í höfnina er erfið, og ekki nema á færi dug- mikílla og hraustra manna að stýra fleyi framhjá boðum og Helzt vantar okknr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.