Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 19
Sjötugur í dag MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1976 19 Sr. Garðar Svavarsson Samtök skiptinema þinga hér á landi Þótt ótrulegt sé, er hann að hverfa úr hópi þjónandi presta nú á þessu hausti, presturinn I Laug- arnesi, sr. Garðar Svavarsson. Maður sem allir Reykvíkingar vita hver er, ótal margir borgar- búar eru persónulega kunnugir og landsmenn aliir kannast við gegnum útvarpið eins og aðra, sem messur hafa að jafnaði flutt i þeim f jölmiðli um áratuga skeið. Allir þeir, sem þann veg hafa kynnst sr. Garðari Svavarssyni, hafa sitthvað um hann að segja. En við, sem þekkjum hann best, vorum með honum i menntasköla, siðan í guðfræðideildinni, og loks samferða i þjónustu krikjunnar i áratugi og gestir á hinu fagra heimili hans og frú Vivan á Krikjuteigi 9, — við eigum á viss- an hátt erfiðara með að gera grein fyrir þeim kynnum I örfáum lín- um, fáum árnaðarorðum, sem honum eru send í tilefni af sjö- tugsafmælinu nú i dag. — En þar er skemmst af að segja, að þau kynni eru öll á einn og sama veg: glaður Qg góður félagi, einlægur vinur, uppbyggilegur samstarfs- maður, djarfur og ákveðinn boð- andi Orðsins. Sr. Garðar Svavarsson gekk I þjónustu krikjunnar 3. apríl 1933, vígður til Hofs í Álftafirði (Djúpavogs). En þótt hann sé fæddur Austfirðingur, átti Reykjavík í honum svo sterk tök, að eftir þriggja ára starf þar eystra hvarf hann hingað aftur. Hér opnuðust honum „víðar dyr og verkmiklar" er hann hóf predikunarstarf í Laugarnesi, sem var brýn þörf svo mjög sem kikjuleg skipan í Reykjavik hafði dregist aftur úr hinum öra vexti borgarinnar. En þá var skammt að bíða stórra breytinga á þvi sviði; þegar 3 ný prestaköll með 4 prestum voru stofnuð með lögum 7. maí 1940. Eitt af þeim var Laugarnes, þar sem forðum daga hafði verið annexia frá Reykja- vík, en kirkja af tekin með kon- ungsbréfi 1794. — Þar fór fram prestkosning eins og lög gera ráð fyrir. En hún var nánast forms- atriði. Allir vissu, að þar var sr. Garðar hinn sjálfkjörni sóknar- prestur. Engum datt i hug að sækja á móti honum. I fjögur ár hafði hann stundað predikunar- starf og húsvitjanir og annast guðsþjónustur I Laugarnesskóla. ÖIlu þessu var fram haldið af mikilii kostgæfni og alúð eftir að prestakallið var stofnað. Og nú bættist eitt verkefnið við, sem var mikið sameiginlegt átak prests og safnaðar, sóknarnefndar og fé- laga innan hans. í hinu nýja Laugarnespresta- kalli var fljótt hafist handa við kirkjubyggingu. Var hún vigð 18. desember 1949. Það var mikill sigur- og gleðidagur i lifi Lauga- nesprestsins. Að baki var mikið starf við stöð- uga og trúfasta uppbyggingu hins nýja safnaðar hið ytra og innra, sem raunar var hafið löngu áður en prestakallið var löglega stofn- að eins og fyrr er sagt. Og mörg- um misserum áður en sjálfur vígsludagur kirkjunnar rann upp hafði hún verið tekin í notkun til messugerðar og safnaðarstarfs með þvi að innrétta samkomusal undir kórnum. Þar er að visu lágt undir loft, en þar er viðkunnan- leg vistarvera, fallegar myndir af löngu látnum krikjuhöfðingjum prýða veggina og minna á að fyrir eina tíð var biskupssetur í Laug- arnesi. Og i þessum litla sal hefur verið mikið starfað af hálfu prests og safnaðar í góðum anda sam- vinnu og gagnkvæmrar uppörfun- ar. Hinn 18. desember 1949 verður ávallt talinn mikill dagur I sögu Laugarnesprestakalls — vigslu- dagur Laugarneskirkju. En sr. Garðar Svavarsson er ekki aðeins maður hins mikla fagnaðar, hinna stóru stunda, heldur líka hins þrotlausa starfs, hinna mörgu venjulegu helgi- daga, þegar guðsþjónustan er jafn sjálfsögð og matur og drykkur, og hvort sem margir eða fáir eru viðstaddir. Það er ávallt unnið eftir hinum ströngu en ófrávíkj- anlegu reglu trúmennskunnar og skyldurækninnar. Dr. Jón biskup Helgason ritaði eitt sinn bók um þá „sem settu svip á bæinn". Siðan hefur það orðalag oft verið notað og þykir nú eflaust orðið nokkuð slitið. Meðan Dómkirkjan við Austur- völl og Fríkirkjan við Tjörnina voru einu lúthersku helgidómarn- ir I Reykjavik voru það prestar þeirra, sem umfram aðra menn settu svip á höfuðstaðinn. Alveg á sama hátt er það áreiðanlega ekki of djarft til orða tekið að segja, að séra Garðar hafi sett svip á Laug- arnesið I 40 ár. Sem sóknarprest- ur og sálnahirðir hefur hann ver- ið trúr á verðinum, vakandi I starfi, vekjandi I boðun fagnaðar- erindisins, vinur sinna mörgu sóknarbarna, þátttakandi i gleði þeirra og á tímum reynslu og saknaðar. Þegar maður hverfur úr starfi við aldurstakmark embættis- manna er stundum svo að orði komist, að hann hafi sest i helgan stein. Ekki finnst mér eðlilegt að við- hafa það orðalag um þessi tíma- mót I lífi sr. Garðars Svavarsson- ar. Ég mun aldrei geta hugsað mér þennan opinskáa, sviphýra mann bak við lukta, kalda múra, þar sem þögnin á að hafa öll völd. Hitt er annað mál, að það er ekki nema eðlilegur gangur Hfsins, að þegar árin færast yfir, fari menn að hafa hægara um sig og draga sig I hlé og beina göngu sinni um hinar rólegri götur á lífsgöng- unni. En hvað sem um það er, sameinumst við vinir og sam- ferðamenn sr. Garðars um að óska honum hamingju og blessunar á sjötugsafmælinu þegar við því má búast að ferðum hans fari að fækka um iðutorg llfsins I Laug- arnessókn. GBr. I dag, 8. september, er séra Garðar Svavarsson sóknarprestur I Laugarnesprestakalli sjötugur. — I tilefni þessa merkisafmælis hans langar mig til að kasta kveðju á þennan góðvin minn, árna honum allra heilla og færa honum hugheilar þakkir fyrir hugljúfa kynningu og einlæga vináttu, sem ég hefi notið frá hans hendi um hartnær 20 ára skeið. — En þessir sjö áratugir virðast hafa farið mildum hönd- um um afmælisbarnið, þvl hvort sem við hlýðum á hann við emb- ættisgjörð eða við mætum honum gangandi eða hjólandi I presta- kalli slnu, virðist þar fara maður á bezta manndómsskeiði, sem I allri athöfn er fullur af áhuga og lffsþreki. Það hvarflar ekki að mér að rekja I þessum fáu línum hinn merka starfsferil séra Garðars, þó hins sé skylt að geta að allt ævi- starf hans hefur verið helgað kristindóms og siðgæðismálum, þeim meginþáttum, sem þurfa að vera leiðarljós kynslóðanna, ef ekki skal stefnt I voða. Prestsstarf séra Garðars hófst fyrir 43 árum. Þjónaði hann um fjögurra ára skeið Hofsprestakalli I Álftafirði, þá starfaði hann um þriggja ára bil á vegum Dóm- kirkjusafnaðarins hér I Reykja- vik, en frá 1941 hefdr hann verið sóknarprestur I Laugarnespresta- kalli, þar sem hann hefir yfir að líta merkasta og mikilvægasta þáttinn I lífsstarfi sínu. Öll emb- ættisstörf hans bera augljós vitni um vandvirkni hans, einlægni og skyldurækni, þótt barna- og ung- mennafræðsla og uppeldismál æskunnar hafi ávallt verið hans fyrsta og æðsta áhugamál. Á því sviði hefir hann verið „vakinn og sofinn" að varða veg hinna ungu og sinna vandamálum þeirra. Það er fögur sjón að sjá séra Garðar mæta börnum á leið sinni. Þá nemur hann staðar ávarpar börnin með glaðværð og hlýju og andlit hans ljómar af ástúð og góðvild. Þetta er mynd sem íbúar Laugarnessóknar þekkja mæta- vel. Þessa munu einnig sóknar- börn hans lengi minnast, enda mun það ekki ofmælt, að hann eigi góðvinum að fagna I hverju húsi I Laugarnessókn. Séra Garðar er kvæntur hinni ágætustu og merkustu konu, frú Vivan. Þótt hún sé af sænsku bergi brotin hefur hún fyrir löngu tekið ástfóstri við tsland og menningu vora, enda hefir hún jafnframt unnið hjörtu allra þeirra er henni hafa kynnzt. Hef- ir hún ásamt manni slnum skapað þeim hlýtt og fagurt heimili á Kirkjuteig 9, en auk þess hefir hún reynzt honum ómetanleg stoð I safnaðarmálum og kirkjulegu starfi og unnið af óskiptum áhuga að fjölmörgum mannúðar og menningarmálum innan presta- kallsins. Það er I senn mikilvægt og mannbætandi að kynnast þess- um ágætu hjónum og eiga þau að vinum, þvl þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir. Jafnhliða æskulýðsstarfinu hef- ir það verið brennandi áhugamál séra Garðars að koma upp safnað- arheimili I prestakallinu, þar sem ungmenni, ekki síður en börn inn- an fermingaraldurs, ættu athvarf og gætu notið heilbrigðra skemmtana og stundað nytsama tómstundaiðju. Nú mun þessu máli loks ráðið til farsællegra lykta, svo að framkvæmdir munu geta hafizt innan tlðar. Þá skal þess getið, að séra Garðar hefir frá upphafi verið llfið og sálin I Bræðrafélagi sem starfað hefir I sókninni um margra ára skeið. Það mun afráðið, að séra Garð- ar hverfi frá starfi nú á þessu hausti, samkvæmt lögum um starfsaldur Islenzkra embættis- manna. Virðist Islenzka rikið ekki ráðdeildarsamt I þessum efnum, sem I ýmsu öðru, að notfæra sér ekki betur þekkingu og starfs- hæfni margra þeirra, sem láta af embætti, með óskertu þreki, bæði andlega og líkamlega. Þegar séra Garðar hættir starfi munu vinir hans og sóknarbörn kveðja hann með einlægum þakk- arhug og djúpum söknuði og minnast jafnframt hins ástúðlega viðmóts og hinnar hlýju sívakandi umhyggju hans, fyrir hinum ungu, sem eiga að erfa landið og standa vörð um menningu vora og siðgæði á komandi tlð. Við vinir þessara ágætu hjóna þökkum þeim ástúðlega kynningu og heillarlkt starf og óskum þeim og ástvinum þeirra allrar blessun- ar I nútíð og framtíð og við biðj- um þess, að ókomnu árin færi þeim sólbros, hjartafrið og fögn- uð. DAGANA 8.—10. september verð- ur haldin hér á landi Evrópuráð- stefna AFS, alþjóðlegra skipti- nemasamtaka. Þetta er I fyrsta skipti, sem samtökin þinga hér á landi, en ráðstefnuna sítur 31 fulltrúi auk 13 áheyrnarfulltrúa. Megin umfjöllunarefni ráð- stefnunnar verða nemendaskipti milli Evrópulanda og þá m.a. rætt um nýjar aðferðir, tengsl AFS við opinberar stofnanir I Evrópu s.s. E.B.E., Evrópuráðið o.fl. og þá fer einnig fram undirbúningur um- ræðna um námskeið fyrir þá, sem stjórna nemendaskiptunum. AFS hefur starfað hér á landi frá árinu 1957 og er hlutverk sam- takanna að vinna að auknum skilningi þjóða á milli með alþjóð- legum nemendaskiptum unglinga á aldrinum 16—18 ára. Frá upp- hafi hafa 273 íslenzkir nemendur hlotið námsstyrk til ársdvalar I Bandaríkjunum og Evrópulönd- um, en hingað hafa komið 67 bandarlskir unglingar. Stjórn AFS á Islandi skipa Kristján Gíslason, Erlendur Magnússon, Þórður M. Þórðarson, Jenný Einarsdóttir, Arnbjörg Jóhannsdóttir og Gerður Pálma- dóttir. Góðar síld- arsölur í Danmörku ÞRJU Islenzk slldveiðiskip seldu stld I Hirtshals I Danmörku I gær og fengu gott verð fyrir slldina eða rétt um 72 kr. fyrir kflóið. Hrafn GK seldi 55 lestir fyrir 3.9 millj. kr. og fékk 71.98 í með- alverð, Jón Finnsson GK seldi 60.1 lest fyrir 4.3 millj. kr. og var meðalverðið kr. 71.92 og Helga 2. RE seldi 83.4 lestir fyrir 6 millj. kr„ meðalverðið var kr. 72. Amerísk HRÍSGRJÓN (Kiviaiia) RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm þau eru, sérstaklega i grauta. RIVIANA býður nú einnig: AUNT CAROLINE hrisgrjón, sem eru vitamínrik, drjúg, laus í sér, einnig eftir suðu og sérstaklega falleg á borði. SUCCESS hrisgrjón koma hálfsoðin i poka, tilbúin i pottinn. RIVER brún hýðishrisgrjón holl og góð. Enilched Kice i Retain Vitamins > Not Rinse Before Drain After loking. 2IBS) 907 GRA^S Þorsteinn Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.