Morgunblaðið - 09.09.1976, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976
STÖÐUGT er verið að vinna að þvf að gera við þær skemmdir, sem
urðu á varðskipunum f þorskastrfðinu við Breta. Eins og menn
rekur minni til voru tveir skuttogarar, Baldur og Ver, notaðir við
landhelgisgæzlu. Togararnir skemmdust mikið f árekstrinum við
freigátur og f gær var skuttogarinn Ver tekinn upp f Slippinn f
Reykjavfk, en þá var skipt um stórt stykki f stjórnborðssfðu
togarans. Smfði nýju plötunnar, sem sett er f gatið, hefur Stálvfk
h.f. f Garðabæ annazt og var hún smfðuð eftir máii, þannig að aðeins
þurfti að taka togarann f slipp á meðan skiptin fóru fram. Á
myndinni er gamla platan komin úr hlið skipsins, en hín nýjasta
liggur fremst á myndinni.
— Ljósm.: RAX.
Nýskipaður sendiherra Bandarfkjanna hr. James L. Blake afhenti f
dag forseta fslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Ölafi Jóhannes-
syni viðskiptaráðherra er gegnir störfum utanrfkisráðherra f f jarveru
Einars Agústsonar.
Síðdegis þáðu sendiherrann og kona hans boð forsetahjónanna að
Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum.
Hornfirðingar
búnir að salta
5000 tunnur
SEX HUNDRUÐ og tuttugu tunn-
ur af síld voru saltaðar á Höfn í
Hornafirði í gær og er þá búið að
salta 5000 tunnur á staðnum í
sumar og haust, sem er miklu
meira en á sama tíma í fyrra.
Jens Mikaelsson á Höfn sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að bátarnir hefðu komið með 940
tunnur af síld. Veiðin hefði verið
sæmileg hjá mörgum bátanna, en
um helmingur þeirra hefði verið
með undir 50 tunnum. Hæstu bát-
arnir voru Skógey með 141 tunnu,
Haukafell með 136 tunnur og
Steinunn SH með 112 tunnur.
Greiðslugeta hús-
byggjenda lítil
Horfur á samdrætti í byggingariðnaði
EF marka má sölu steypu
frá steypustöðvunum á
höfuðborgarsvæðinu
Sæmilegur
loðnuafli
ALLSÆMILEGUR afli er á mið-
unum, sem loðnuveiðiskipin hafa
haldið sig á að undanförnu. I gær
voru tvö skip á landleið, Gísli
Arni á leið til Reykjavfkur með
550 tonn og Reykjabogin á leið til
Siglufjarðar með 460 tonn. Alls
stunda um 10 skip þessar veiðar
enn.
Veiðisvæðið er 70 til 75 mílur í
norðnorðvestur af Straumnesi,
sem er alllangt vestur í hafi. Sem
dæmi um fjarlægðina má geta
þess að 3ja klukkustunda lengri
sigling er af svæðinu til Reykja-
víkur en til Siglufjarðar.
Sendiherra
í Portúgal
HINN 7. september 1976 afhenti
Einar Benediktsson Ramalho
Eanes, forseta Portúgals, trúnað-
arbréf sitt sem sendiherra tslands
f Portúgal.
virðist svo sem dálítill sam-
dráttur verði enn innan
byggingariðnaðarins i ár.
Að sögn Víglunds Þor-
steinssonar, framkvæmda-
stjóra BM Vallár, lítur út
fyrir að útkoman nú verði í
likingu við það sem gerist í
slöku meðalári og láta
muni nærri að salan i ár
verði um 95% sölunnar í
fyrra, sem var þó heldur
slakt ár.
Viglundur sagði þó að það sem
e.t.v. einkum einkenndi ástandið f
VIÐRÆÐUNEFNDIR Islenzka
samgönguráðuneytisins og Mikla
norræna ritsfmafélagsins sátu á
fundi I Reykjavfk f gær, en þetta
er önnur viðræðulota þessara að-
ila um tilhögun fjarskiptasam-
bands Islands við umheiminn f
næstu framtfð.
Islenzk stjórnvöld hafa sem
kunnugt er áhuga á að láta reisa
hér jarðstöð, sem gerir möguiegt
að koma fjarskiptum landsins við
umheiminn um gervihnetti, en er
hins vegar með bindandi samning
til næstu ára við Mikla norræna
ritsfmafélagið, sem á og rekur
sæsfmastrengi þá er liggja til
landsins.
byggingariðnaðinum í ár miðað
við sfðastliðið ár, væri minni
greiðslugeta kaupenda steypu en
þá var og eins virtist þrískipting
húsnæðismálastjórnarlána á eins
árs timabil í stað tvískiptingar
koma ákaflega illa út fyrir
margan húsbyggjandann.
Víglundur kvað steypu-
stöðvarnar einnig hafa þurft
nýlega að skerða lánskjör sfn til
kaupenda, og allt þetta hefði leitt
til þess að á nokkrum síðustu
mánuðum hefðu aukizt óeðlilega
útistandandi kröfur steypustöðv-
anna og innheimtur gengju mjög
erfiðlega.
Vfglundur kvaðst ekki sjá
annað en nú væri verið að skapa
verulegan húsnæðisvanda á
höfuðborgarsvæðinu með skert-
um lánskjörum og fjármagns-
fyrirgreiðslu og allt stefndi í það
horf sem hér hefði verið í kring-
um 1971.
Að sögn Brynjólfs Ingólfssonar
ráðuneytisstjóra f samgönguráðu-
neytinu fóru viðræðurnar í gær
vinsamlega af stað, en fimm
manna viðræðunefnd er hingað
komin frá Danmörku á vegum
Mikla norræna ritsfmafélagsins.
Brynjólfur kvaðst eiga von á þvi,
að á fundum næstu daga þreifuðu
aðilar fyrir sér um möguleikana á
því að ná samkomulagi og sætta
ólík sjónarmið, en ráð hefði verið
fyrir því gert i fyrri viðræðulot-
unni í Kaupmannahöfn i vor, að á
fundinum hér yrði reynt að kom-
ast til botns í þessu máli. Kvaðst
Brynjólfur allt eins eiga von á
þvf, að fundir gætu staðið fram til
föstudags."
Þreifmgar á fundunum
með Mikla norræna
Áfram strangt aðhald
í útlánum bankanna
SEÐLABANKINN og viðskipta-
bankarnir hafa ákveðið að halda
áfram þvi stranga aðhaldi I útián-
um, sem sett var á I september
síðastliðnum og framlengt var til
þriggja mánaða i maf. Utláns-
aukningin hefur þrátt fyrír þetta
samkomulag verið meiri en að
var stefnt og fyrstu átta mánuði
ársins hefur útlánsaukningin orð-
ið rúmlega 20% en samkvæmt
samkomulaginu mátti hún ekki
verða umfram það hiutfall.
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri sagði f viðtali við Mbl. í gær,
að hafa yrði i huga, að bankarnir
hafi þrátt fyrir þetta til útlána þá
nettóaukningu, sem kann að
verða á innlánum, auk þess sem
þeir geta lánað það fé, sem inn
kemur vegna útistandandi lána.
Stefnt sé hins vegar að þvf að
heildarútlán standi i stað fram til
áramóta.
Talsverðar árstiðabreytingar
eru í útlánum. A haustin eins og
einmitt nú er mikið um að lánað
sé af afurðalánum út ásauðfjáraf-
urðir, en um leið greiðast einnig
önnur lán til landbúnaðarins, lán
til bænda og verzlunar sem skipt-
ir við bændur, sem þeir aðilar
hafa fengið til annarra hluta.
Seðlabankinn sendi i gær frá
sér fréttatilkynningu vegna hins
nýja samkomulags, sem hann hef-
Hverjir eru eig-
endur þýfisins?
RANNSÓKNARLÖG REGLAN
hefur beðið Morgunblaðið að aug-
lýsa eftir eigendum að nokkrum
hlutum, sem komu i leitirnar
vegna rannsóknar á þjófnuðum,
er nýlega upplýstust.
I febrúar var tekið útvarpstæki
úr fólksbíl, þar sem hann stóð á
móts við Æsufell 2, og telja þeir
sem tækið tóku, að bfllinn hafi
verið rauður Ffat.
Um jólaleytið var einnig tekið
útvarpstæki úr Volkswagen bfl,
þar sem hann stóð i Artúnshöfða,
og sl. vetur var tekin málningar-
sprauta úr skúr í Ártúnshöfða.
Þá var i vetur eða snemma í vor
tekín rauð handlukt úr Austin
Gipsy, þar sem billinn stóð f Heið-
mörk.
Eigendur eru beðnir að vitja
þessara hluta hjá rannsóknarlög-
reglunni.
ur gert við viðskiptabankana.
Fréttatilkynningin er svohljóð-
andi:
„Eins og skýrt var frá á sfnum
tíma, gerðu Seðlabankinn og við-
skiptabankarnir með sér sam-
komulag i upphafi þessa árs um
hámark útlánaaukningar við-
skiptabankanna á árinu. Var sam-
komulagið f samræmi við láns-
fjáráætlun rikisstjórnarinnar,
sem lögð var fram i desember sl.
Samkomulag þetta var endur-
skoðað f mai sl. með hliðsjón af
almennri verðlagsþróun frá ára-
mótum. Var þá ákveðið að stefna
að þvi, að aukning annarra útlána
en endurseljanlegra birgðalána
til atvinnuveganna og reglulegra
viðbótarlána til sömu greina yrði
ekki meiri en 16% á árinu. Að
meðtöldum birgðalánum til at-
vinnuveganna skyldi útlánaaukn-
ingin ekki verða meiri en 20%.
Formaður Sambands islenzkra
sparisjóða tók þátt í fundum
Seðlabankans og viðskiptabank-
anna og Seðlabankinn beindi
þeim tilmælum til allra spari-
sjóða, að þeir fylgdu þeirri út-
lánastefnu, sem að framan grein-
ir.
Utlánaaukning bæði viðskipta-
banka og sparisjóða hefur, það
sem af er árinu, verið verulega
meiri en að var stefnt með fram-
angreindu samkomulagi. Sú þró-
un hefur að nokkru ráðizt af árs-
tiðabundinni aukningu útlána yf-
ir sumarmánuðina, en Ijóst er þó
orðið, að gera þarf mikið átak I
stjórn útlánamála til að takast
megi að ná settu marki í þessum
efnum á árinu.
Samkvæmt tölum, sem nú
Framhald á bls. 22
Yfirlýsing frá ritstjóra
Morgunblaðsins
VESTUR-þýzki rannsóknarlög-
reglumaðurinn Karl Schiitz
hefur gert athugasemd við
birtingu tveggja teikninga eftir
Sigmund í Morgunblaðinu hinn
8. ágúst og 2. september sl. með
yfirlýsingu, sem birt var hér í
blaðinu sl. þriðjudag og kæru
til sakadóms.
Af þessu tilefni vill Morgun-
blaðið taka fram, að það var
hvorki ætlun blaðsins né Sig-
munds að gefa i skyn, að Karl
Schiitz hefði átt aðild að þýzka
nazistaflokknum eða leynilög-
reglu nazista, Gestapó, eða
valda honum sársauka og óþæg-
indum. Morgunblaðið biður því
Karl Schíitz afsökunar á
birtingu þessara teikninga.
Bæði Morgunblaðið og Sig-
mund telja það miklu skipta að
svo reyndur rannsóknarlög-
reglumaður hefur fengizt til
starfa hér og óska honum far-
sældar f þeim störfum.
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri.