Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 „LÍFSSTÍLL ÚT AF FYRIR SIG“ „Hvað heitið þið gæzkurnar" spurði ég tvær ungar frystihúspl- ur fyrir utan frystihúsið á Höfn í Hornafirði sólardag s.l. föstudag. Þær sátu þar á bryggjunni á síldartunnum og klktu út í heiminn. „Má ekki bara segja einhverjar fiskifælur," svaraði önnur og brosti kankvlslega. ,3enny Valgeirsdóttir“, svaraði hin, „af hverju spyrðu að því? Viltu sfmann lika?“ „Benny þó“, sagði sú kankvisa og bætti við, „Ég heiti Helga Hansen". „Aðkomnar," spurði ég. „Við erum báðar úr bænum, en erum hér til þess að vinna í fiski og ná í peninga, fiska þá,“ svaraði Helga, „og við erum búnar að vera hér í þrjár vikur og ætlum að vera þrjár í viðbót“. „Hvað þá?“ „Ég held áfram námi á öðrum vetri í Myndlista- og handíða- skólanum", svaraði Benny. „Ég er að hugsa um sömu spor og hún i vetur að feta í spor þin og vera til fyrirmyndar", svaraði stalla hennar og gaut til hennar auga. „Eruð þið borgarbörn á lands- byggðarreisu?" spurði ég. Helga: „Við erum borgarbörn, en þar getur maður ekki þénað peninga á eins stuttum tíma og hér.“ Benný: „Ég var hér i fyrra á sama tíma, jafn lengi." Helga: „Svo þetta er endurtekið æviskeið hjá þér. Hér er bara vinna, svefn, vinna og svefn, etið á málum og ekkert annað. Obbo- lítið þó að skoða sjóinn, sólina og bátana, kannski 10 minútur, og svo ekkert annað. “ Benny: „Allavega ekki fyrir okkur.“ Helga: „Fyrir okkur er það svona, allt annað fyrir Horn- firðinga, þetta er þeirra hvers- dagur, ævintýri fyrir okkur þótt það sé ef til vill ekki mikilsháttar menningartilþrif, en það verður víst að hugsa um brauðstritið einnig. Hérna miðast flest við vinnu og böll hjá unga fólkinu. Hitt er svo að hér er mjög ljúft fólk, mikið vinalegra en i bænum, það er forvitnara og auðveldara að kynnast því. Þetta er þrengri hópur hér og allt á hægagangin- um í mannlífinu. Það er náttúr- lega lífsstill út af fyrir sig. Hvers vegna að vera að flýta sér, það er bara eitt kaupfélag hér og þykir alveg nóg. Lifið hér hja'okkur er freðinn fiskur og síld, jú, og fjallasýnin." Benny: „Fjöllin eru hrikaleg á kvöldin, svo dimm.“ Helga: „Dökkfjólublá." Blm: „Ekkert myrkfælnar undir fjöllunum?" Benny: „Svolítið myrkfælnar á Lundinum þar sem við búum. Það er sjóarastrákur sem geng'ur þar aftur. Ég sá hann einn daginn. Það voru allir farnir á ball eitt kvöldið. Ég var ein í húsinu og fór að sofa. Allt i einu vakna ég við það, að ég fínn að það er horft á mig og þegar ég gæti að, sé ég að það stendur maður við rúm- gaflinn hjá mér og ég varð alveg brjáluð úr hræðslu og byrjaði að arga. En þegar hann sá, hvað ég var hrædd, hvarf hann á braut, BRYGGJUSPJALL Á HÖFN í HORNAFIRÐI: GREIN OG MYNDIR: ÁRNI JOHNSEN beint i gegnum lokaða hurðina.Ég hélt fyrst að þetta hefði verið draumur, en gerði mér grein fyrir því, að svo var ekki. Siðar frétti ég, að fleiri hefðu séð manninn í húsinu. Hann er ágætur, gerir engum mein, en ég hef aldrei séð áður þótt ég hafi fundið fyrir þvi.“ Blm: „Nokkur sérstök áhuga- mál hér?“ Helga: „Mig langar að lesa og mála, en mér finnst maður vera orðinn hænuhaus allt í einu, ég er óvön svona vinnutörn, frá 8 að morgni fram undir miðnætti 6 daga vikunnar takk.“ Jens Mikaetsson verkstjóri í frystihúsinu. Garðar Sigurjónsson hafnar- vörður. Benny: „Ég vissi að hverju ég gekk, þetta er gott til að þéna. Annars veit ég ekki, hvað það er betra að vera í bænum en hér. Ég var í búð þar með lítið kaup og svo helv. flandrið I strætis- vögnunum daginn út og daginn inn. Hér er maður streytulaus, svo einfalt og þægilegt líf.“ Helga: „Ég hef verið hér heima á Islandi f þrjá mánuði, en áður var ég I rúmlega eitt ár í Frakk- landi f frönskunámi. Það er miklu betra að vera hér heima heldur en f Frakklandi. Þar er maður í raun- inni ekki neitt f samfélaginu, fólk vill ekki kynnast manni. Eftir þrjá mánuði hér heima finnst mér næstum að ég þekki alla Islendinga." Benny: „Víst er gott að vera hérna heima, en við þurfum að vinna betur okkar hráefni, það er svo vitlaust að fullvinna ekki okkar hráefni f stað þess að láta gera það vfða ytra.“ Helga: „Já, það er alveg satt. Við seljum t.d. þorskhrogn til Frakklands fyrir lftið verð, síðan pakka þeir hráefninu í glæsilegar umbúðir og selja það dýrum dóm- um í Frakklandi og utan þess. Þetta er ekki hægt, og það á sama tfma og við óttumst um það fisk- magn, sem við getum veitt. Við verðum að takaþessu alvarlegar." Blm.:„Ætlið þið í róður hér?“ Helga: „Okkur langar það og stefnum að því áður en við förum aftur í bæinn.“ Benny: „Það er sjálfsagt að reyna að kynnast þessu eins vel og mögulegt er frá flestum hlið- um.“ Elvar Kristinsson vélstjóri á Steinunni SH frá Ólafsvík og skipsfélagi hans, Þór Kristmundsson, voru að leika sér að þvf a8 veiða murta I vfrkörfu við bryggjuna á meðan þeir biðu eftir þvf að löndun hæfist. Lfnudallarnir teknir um borð. „ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA HELV... GOTT“ Aftur á dekki á Steinunni SH, frá Ólafsvík, sátu nokkrir skip- verja og voru að bíða löndunar. Þeir voru að leika sér strákarnir að þvi að veiða murta f vfrkörfu, sökktu körfunni f bandi og rykktu henni svo með miklu offorsi upp og það brást ekki að 10—20 murtar sprikluðu eins og þeir ættu lífið að leysa og þeir áttu það reyndar, en Steinunnarstrákarnir slepptu greyjunum í sjóinn um hæl, enda meiri framtíðarvon í aflanum með því móti. Mest fengu þeir með því að hafa körf- una sem næst útfalli úr úrgangs- leiðslum frá frystihúsinu, en áhorfendur ráku upp mikil hlátrasköll þegar það sem Þóv- bergur kallaði svo kurteislega kukk kom f einu halinu. Þá hættu þeir veiðum og sneru sér að silfri hafsins sem flóði út úr lestinni hjá þeim. Við tókum tali Elvar Kristins- son vélstjóra á Steinunni, en Elvar er frá Rifi, eini utanbæjar- maðurinn áSteinunni. — Við erum búnir að vera hér f hálfan mánuð og þetta er búið að vera helv... gott. Við erum búnir að fá um 900 tunnur, en liklega er ekki nema vika eftir af þessu enn- þá með góðu móti því háhyrningurinn er farinn að láta sjá sig. Hann gerir allt vitlaust, reif allt hjá Halldóri Jónssyni SH f dag, 40 net af 50, -og liklega verða þeir að hætta að sinni því þeir geta ekki útvegað ser net. Peyjarnir láta sig aldrei vanta á bryggjurnar I sjávarþorpunum Úr sal gamla frystihússins á Höfn, en það verður mikill munur á vinnuaðstöðunni í nýja frystihúsinu, sem verður tekið formlega I notkun fyrir næstu vetrarvertlð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.