Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 15

Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 15 ið af honum: „Við skulum taka þessu með rósemi hugans og sofa á þvi f nótt,“ hefir Kristján oft sagt, þegar vandamál hafa steðjað að og hefir þurft að taka ákvörð- un í samskiptum við vaxandi fjölda starfsfólks, sem nálgast nú tvö þúsund. Þá hefir góðmennska 'og réttsýni Kristjáns leitt málin á rétta braut. Sem formaður stjórnar Loft- leiða hefir Kristján öðlast slíka hylli starfsmanna, að ekki get ég ímyndað mér einn einasta þeirra, hérlendis og erlendis, sem þekkir til stjórnarformannsins, að hann beri honum ekki lof. Kristján hefir fyrir löngu fært það í tal við mig, að tími sé kom- inn til að hann viki úr fluginu fyrir sér yngri mönnum, og snúi sér aftur að skáldskap og ritstörf- um. Fyrir beiðni okkar nánustu samstarfsmanna hans I Loftleið- um hefir hann haldið áfram. Árin ein segja ekki til um aldur manna, það er starfsorkan, reynslan og glöggskyggni, sem þessi vinur okkar býr yfir. Ég veit að við verðum ekki von- sviknir er við óskum að Kristján verði sem lengst I okkar hópi. Á undanförnum árum hefir Kristján unað sér við trjá- og gróðurrækt uppi I Rauðhólum við Elliðavatn. Merkin sýna verkin. Nú er þarna uppvaxinn skrúð- garður, með háum trjám, fjöl- skrúðugri flóru og fuglalffi. Kristján nýtur þess oft að skreppa um helgar og að lokinni vinnu í þennan unaðsreit sinn. Vel gæti ég trúað að eitthvert ljóðið leyndist, sem skáldinu væri innblásið á þessum stað. Eiginkonu Kristjáns, frú Berg- þóru Brynjólfsdóttur, og allri hans fjölskyldu þakka ég þann stuðning, sem þau hafa sýnt flug- málum. Ennfremur þakka ég þeim öllum góð kynni. Garðabæ 9. september 1976 Álfreð Elíasson. Við vissum að Kristján Guð- laugsson var úr röðum virtustu lögmanna landsins; við vissum að Kristján hafði verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins og gegnt þar veigamiklum og margháttuðum trúnaðarstörfum um árabil; við vissum að hann hafði verið ske- leggur blaðamaður og ritstjóri — og skáld. Miklu meira vissum við ekki um formann okkar, er hann kynnti sig fyrir nokkrum ungum starfsmönnum Loftleiða fyrir rúmum tuttugu árum. Kristján hafði þá fyrir nokkru tekið hönd- um saman við nokkra unga, at- orkusama flugmenn og fleiri bjartsýnismenn, sem brátt urðu landskunnir athafnamenn, um að blása nýju lifi I Loftleiðir og hefja til nýs vegs og voru I óða önn að leggja grundvöllinn að þeim al- þjóðlegu umsvifum, sem síðar urðu og alþjóð eru kunn. Það var lff og fjör, er þeir með Kristján í broddi fylkingar drógu upp flugáætlanir, hugsuðu upp hernaðaráætlanir i bardaganum um Atlantshafsflugið, sem þá var i algleymingi; lögðu nótt við dag I elju sinni. Nokkru eftir formannskjörið 1953 gerðist Kristján jafnframt starfsmaður Loftleiða og hefur verið það allar götur siðan, og er hann þvf einn þeirra manna, sem hvað stærstan skerf hafa Iagt til viðgangs islenzkra flugmála sið- asta aldarfjórðung. Það vakti fljótt athygli okkar starfsmannanna, hve samvirka og samhæfða forystu Kristján veitti i stjórnarstörfum sinum. Hygg ég, að það sé nær einsdæmi meðal islenzkra fyrirtækja, hve virkan þátt stjórn Loftleiða tók i rekstri og áætlunargerð félagsins. Ekki ætla ég mér þá dul að tíunda þátt Kristjáns í stjórnarstörfum Loft- leiða, þar um vita þeir gerst, sem með honum störfuðu. Hitt hygg ég, að hann hafi frekar hvatt en latt, frekar ýtt undir en dregið úr þeirri djörfung, áræðni og fyrir- hyggju, er einkenndu störf Loft- leiðaforystunnar. Þor og þraut- seigja og baráttugleði er Kristjáni í blóð borin, og þegar mest á reyn- ir, er hann hvað sterkastur. Þessi eðliseinkenni hans speglast svo ljóslega í ljóðum hans, þar sem kveður m.a.: „Þótt fái ég andbyr, það ekki sakar“ og „Við hlæjum þegar báran rís bratt og brjótumst áfram, þótt gangi ei hratt við siglum í sólarátt þó“. Kristján hefur um aldarfjórð- ung helgað Loftleiðum og nú síð- ast Flugleiðum alla starfskrafta sína. Hann hefur tekið þátt i mik- ilvægum samningaviðræðum og átt merka hlutdeild I ákvarðana- töku, sem skipt hefur sköpum fyr- ir félagið og starfslið þess. Menn kynnu að ætla, að í krafti starfs sins og forystuhlutverks lokkuðu hann fjarlæg lönd og hann væri á ferð og flugi; því fer viðs fjarri, því tiðast situr formað- urinn í skrifstofu sinni, les, hugsar, igrundar og leggur á ráð- in um framvindu Islenzkra flug- mála. Hann er eljumaður, sem ann sér nær aldrei hvildar. Þá sjaldan hann heldur utan, fer hann jafn- an til sama staðar — i gömlu Evrópu, þar sem hann gengur „út í grænan skóg í gleði og fugla- söng“, ella eyðir hann næðis- stundunum i sumarlandi sinu I Rauðhólum. A kyrrum stundum leikur Kristján á als oddi. Þá vikur flug- málafrömuðurinn fyrir húmanist- anum, sem reyndar er aðal Kristjáns. Þá lætur hann fjúka i kviðlingum, segir sögur skemmti- legar en aðrir menn og fer með latnesk ljóð. Þáttur Kristjáns Guðlaugssonar I íslenzkum atvinnumálum og is- lenzkum flugmálum er svo rikur, að hann verður ekki rakinn i stuttri kveðju sem þessari. Það verður verkefni sagnfræðinga sið- ar að skýra og skilgreina þann þátt. Ég hefi átt þvi láni að fagna að kynnast Kristjáni náið og þvi meir sem ég kynnist honum, því betur kann ég að meta mannkosti hans. Við starfsmenn Loftleiða og síðar Flugleiða eigum Kristjáni Guðlaugssyni mikið upp að unna fyrir þann skerf, sem hann hefur lagt fram við uppbyggingu stærstu einkafyrirtækja þjóðar- innar og ekki siður sökum velvilja hans, drengskapar og hjálpfýsi. I krafti gáfna sinna og mann- Framhald á bls. 22 gallavesti í stærðum frá 4— 16 Flauelsbuxur Kassabuxur Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar sem fyrst. Ágúst Ármann hf. SUNDABORG, SÍMI 86677. Pálmason hf. flytur Við erum flutt í nýtt húsnæði að Dugguvegi 23f sími 82466 Elliðavogur Verið velkomin Ný og bætt þjónusta I. PALMASON HF. Dugguvogi 23f Reykjavík sími 82466 Dugguvogur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.