Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 16

Morgunblaðið - 09.09.1976, Page 16
*íi£3 16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Haustsýning félags íslenzkra myndlistarmanna að Kjarvals- stöðum hefur nú staðið yfir hátt á aðra viku og um næstu helgi eru síðustu forvöð að fá yfirlit yfir margt það helzta sem ungir og aldnir á myndlistarsviðinu eru að glima við um þessar mundir. Þessar árvissu sýningar hafa oft verið, og eiga að vera, helzti myndlistarviðburður ársins og um þær á að standa nokkur styrr, þvi að annars missa þær marks og verða eftirbátar slíkra sýninga í öðrum höfuðborgum á Norður- löndum, a.m.k. að því er fjörugar og skeleggar umræður snertir um stöðu og tilgang nýlista og mynd- listar yfirleitt, þar sem leitazt er við að koma sem flestum gildum viðhorfum á framfæri og engin kynslóð annarri rétthærri í ljósi aldurs. Nútfmalist skilgreinist öll list sem gerð er á vorum dögum og gild getur talizt, þ.e. hrærir við einhverju með okkur, og ekki telst hreín og lítilsgild söluvara. Þó hafa þeir nokkuð til síns máls, sem álíta að „sýnishorn" slfkrar listar gæti átt erindi inn á haust- sýningu, eða öllu frekar að úttekt á öllu því sem sýningarnefnd hafnar mætti koma fyrir sjónir almennings á sérstakri sýningu. Slíkt þjónaði lýðræðinu og al- menningur gætí þá haft saman- burð og dæmt. Geta þess má, að slfkt hefur verið gert af óánægð- um, t.d. í Osló og Khöfn, en þar nemur tala þeirra er ekki komast að á haustsýningar allt að þúsund eða meir. En að sjálfsögðu er það megin- mark haustsýninga að ná saman sem sterkustu úrtaki og þær eiga ekki að vera neins konar mál- verkamarkaðir götunnar og þetta eiga allir að geta skilið er til þess hafa vilja. Menn verða lika að gera sér þá ljóst, að öllum sýning- arnefndum verða á einhver mis- tök, slfkt er nær óhjákvæmilegt og eru þar um ótal sagnir, hvar svo sem slfkar sýningar eru haldnar á jarðkringlunni. En það er með þessi mistök líkt og t.d. mistök læknanna, að þau eru frekar tíunduð en þeirra lofs- verðu afrek. Þeim mönnum hefur verið hafnað sem síðar urðu heimsfrægir listamenn, einnig há- lærðum prófessorum fagurlista- skóla. Alla myndlistarmenn getur hent að gera laklegar myndir, hve góðir listamenn sem þeir annars eru, söngvarar eiga sínar lægðir svo er og um aðra hljómlistar- menn. Farsælast mun þá að taka sér hvíld og athuga sinn gang. Þannig eiga nöfn manna ekki í öllum tilvikum að veita aðgang til sýningar myndverka heldur sjálf verkin. Hér vil ég taka það fram, að ég hef á hverju ári reynt að útlista tilgang haustsýninga, svo sem hann kemur mér fyrir sjónir á alþjóðavettvangi, til glöggvunar og til að reyna að koma í veg fyrir að þröng sjónarmið nái hér undir- tökum. Haustsýningar eru einmitt kjör- inn vettvangur til umræðu um myndlist, því að útilokað er að færa fram einungis einhæfa nafnaþulu um framlag einstakra, þótt það f sjálfu sér hafi einnig tilgang, mætti t.d. vera inntak for- mála sýningarskrár ásamt greinargerð, stefnumörkum og tilhögun sýningarnefndar, — auk kynningar á nýliðum. Að þessu sinni er það fyrst sem foFm sýn- ingarskrár gæti leyft slfkt fram- tak og er um framför að ræða, því að skráin á fyrst og fremst að vera skýrsla og heimild um sýninguna ásamt myndum af verkum á sýn- ingunni, allt annað heyrir til fréttaþjónustu ííðandi stundar. Þá gefur veggspjald, „plakat“, sýningarinnar alranga mynd um hana og verður að teljast fráleit Eitt af glæsilegustu verkum á Haustsýning- unni er þessi mikla mynd Ásgerðar Búa- dóttur „Skarðatungl" (117) hugdetta f ætt við hugmynda- fræðilega list, sem ekki er til stað- ar á sýningunni. Um þessi tvö atriði virðast allir þeir sammála, sem ég hef rætt við. I áratugi hafa það verið bæði skráð og óskráð lög varðandi sýn- ingar, að sýna helzt ekki eldri myndir en 5 ára, og aðalregla að sýna einungis myndir er ekki hafa verið sýndar áður á Reykja- vikursvæðinu. Reynt hefur verið að viðhalda þessari hefð svo sem kostur hefur verið, en í einstaka tilviki hefur þó orðið misbrestur hér á, en slík mistök eru fátfð og á viðkomandi myndlistarmaður jafnan sökina. Eðlilegt væri þó að gera hér undantekningu ef mynd hefur verið breytt, og mun það hafa verið gert en þó valdið mis- skilningi. I ár hefur í þessu efni orðið misbrestur, t.d. voru verk einnar listakonunnar (Marfu Ólafsdóttur) á eigin sýningu hennar i Norræna húsinu fyrir nokkrum mánuðum. Slíkt sem þetta getur ekki gengið, og lista- mennirnir ásamt sýningarnefnd hverju sinni verða að gera sér ljóst að þetta rýrir nýgildi sýning- arinnar, — gestir koma fyrst og fremst á haustsýningar til að sjá ný og fersk verk, er þeir hafa ekki borið augum áður, — allt annað telja þeir vanefndir og brot á við- tekinni reglu. Hins vegar er t.d. misskilningur að mynd Agústs Petersen, af Gylfa Gfslasyni, hafi verið sýnd áður, því hér mun um að ræða nýja útgáfu hins mynd- ræna andlits. Áberandi er hve stór og litrík verk njóta sfn vel á þessari sýn- ingu, en hin smærri iðulega sfður. Opið sýningarrými kallar á kröft- ugar myndir. Notkun skilrúma er þannig í lágmarki, og er hér illt f efni, þvf ekkert réttlætir þá álykt- un að slfkar myndir séu öðrum betri eða rétthærri. AUar myndir eiga skilyrðislaust rétt á þvf að fá að njóta sín til fulls og ég vek athygli á að mikill hluti af perlum heimslistarinnar eru í meðal- stærð og margar langt þar undir, sbr. myndir Vermeers. — Hér virðist koma fram óbein hvatning til myndlistarmanna um fram- leiðslu litrfkra risamynda, og kæmu þær þá vafalítið bezt út á næstu sýningu er roguðust inn með sem stærstar myndir og i öllum regnbogans litum! — Það hlýtur að vera jafn nauðsynlegt að sjá fyrir þörfum minni mynda eins og þeirra stóru, ef ekki skal fyrst og fremst horft til metra- máls og litagleði. Athyglisvert er einnig að sjá hvernig gallar hússins eru dregn- ir fram, t.d. lýsingin, þvf ekki minnist ég þess að hafa séð skugg- ana fara jafn hrapalega með myndir sem að þessu sinni, en trúlega á sýningarnefndin hér ekki alla sök á. Þá er tómleikinn áberandi þegar inn er komið í ganginn, og glermyndir Eyborgar Guðmundsdóttur eiga alls ekki heima í rökkrinu. Hins vegar nýt- ur kross hennar sfn ágætlega með ljósaflóð að baki. Þá gefur kassa- löguð bygging tilefni til aukinnar fjölbreytni, svo sem áður er vikið að um skort á skilrúmum. Við þurfum að sjálfsögðu að aðlaga okkur eigin aðstæðum og getum ekki ætlazt til þess, að al- menningur hér kunni að meta upphengingar lfkt og þær gerast sumstaðar erlendis, og þykir þar e.t.v. eina rétta stefnan. Er þvf vænlegast að koma, a.m.k. að ein- hverju leyti, á móts við almenn- ing með líflegri og fjölbreyttri Vatnslitamyndir Eiríks Smith hafa vakið mikla athygli einkum nr. 18, „í fjöru" Haustsýning F.Í.M. 1976

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.