Morgunblaðið - 09.09.1976, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976
Sverrir Runólfsson:
Mun tilraun mín takast?
AÐ undanförnu hafa fjölmiðlar
rætt um tilraunakafla minn og
þær holur, sem myndazt hafa I
veginn. Því miður hafa blaða-
menn og aðrir fréttamenn ekki
ótakmarkað rúm til afnota í við-
komandi fjölmiðlum og þess-
vegna geta þeir ekki útskýrt
málavexti nema að takmörkuðu
leyti. Mér finnst að það hafi t.d.
ekki komið nægilega fram, að það
eru níu mismunandi tilraunir í
gangi á þessum 1200 metrum, sem
— Mótmæli
Framhald af bls. 1
ar gætu ekki komizt af án hinna
hvítu ibúa Suður-Afrfku.
Lögreglan í Höfðaborg lagði í
dag til atlögu gegn 200 kynblend-
ingum sem safnazt höfðu saman
til mótmælagöngu í miðborginni
undir sálmasöng. Um leið voru
haldnir mótmælafundir í mörgum
úthverfum Höfðaborgar og Jó-
hannesarborgar. Snemma I morg-
un skaut lögreglan til bana 4
manneskjur, sem tóku þátt í mót-
mælagöngu i Höfðaborg, og 2 fór-
ust þegar gistihús í Soweto fyrir
utan Jóhannesarborg brann.
Ford, Bandaríkjaforseti, sagði á
fundi með fréttamönnum á mið-
vikudag að Bandaríkin yrðu að
gera stór átak til að finna mætti
lausn á vandamálum suðurhluta
Afríku. Sagði hann að góður
árangur hefði náðst í viðræðum
Henry Kissingers, utanrikisráð-
herra, og John Vorsters um síð-
ustu helgi. Sagði hann að hann
ákvæði hvort Kissinger færi i
samningaferð til Afríku þegar
hann hefði fengið skýrslu frá að-
stoðarutanríkisráðherra sínum,
William Schaufele, sem nú á við-
ræður við afriska leiðtoga. Kissin-
ger hefur sjálfur gefið í skyn að
hann kunni að fara í slíka ferð
þegar í byrjun næstu viku.
Ford sagði að Bandarikjamenn
hefðu þrennt í huga varðandi
Suður-Afríku. I fyrsta lagi að
koma i veg fyrir að ofbeldi færð-
ist í aukana, en það gæti ógnað
öryggi Bandaríkjanna. I öðru lagi
að meiri hlutinn fengi að ráða en
að réttindi minnihlutahópa og
efnahagslegar framfarir yrðu
tryggðar. I þriðja lagi að koma í
veg fyrir hernaðarihlutun utanað-
komandi aðila I Afriku.
í Dar-es-Salaam, höfuðborg
Tanzaníu, áttu sér i dag stað við-
ræður milli Julius Nyerere, for-
seta landsins, og Schaufele, sendi-
manns Fords. Er búizt við að þess-
ar viðræður séu undanfari ferðar
Kissingers til Afriku. Ekkert hef-
ur verið látið uppi um efni við-
ræðnanna, sem stóðu í 40 mínút-
ur. Strax að þeim loknum sendi
Schaufele skýrslu til Kissingers
og sagði við fréttamenn að þeir
gætu búizt við Kissinger í Afríku
innan fárra daga. Hann sagði að
heimsókn Kissingers til Tanzaníu
þyrfti ekki að hafa i för með sér
að hann tæki að sér sáttaferðir á
milli svörtu Afríku og hvítu
minnihlutastjórnanna í Ródesíu
og Suður-Afríku.
Þá hefur það verið tilkynnt í
Salisbury, höfuðborg Ródesíu, að
Ian Smith, forsætisráðherra,
muni fara til Pretoríu til við-
ræðna við John Vorster í byrjun
næstu viku. Segir I tilkynningu
Ródesíustjórnar að viðræðurnar
muni snúast um „ný viðhorf i
suðurhluta Afríku eftir fund Kis-
singers og Vorsters".
MYNDAMÓTA
Aðalstræti 6 simi 25810
koma undirstöðunni og ræsunum
ekkert við. Ég álit að ef einn
fermetri af hverri tilraun stenzt
sé björninn unninn og ef þær
standast ekki, þá skil ég ekki
hvers vegna ráðamenn neita samt
að skrifa undir þá skuldbindingu,
að Vegagerðin fari ekki út i þessa
aðferð næstu 10 árin. Ég mun
fylgjast vel með kaflanum í vetur
og að vori, segjum ekki seinna en
I mai n.k. mun ég semja itarlega
greinargerð um þetta mál.
— Hans G.
Framhald af bls. 1
ákveðna málaflokka til með-
ferðar. Sagði hann að nú stæði
aðallega á fiskinefndinni og
umfjöllun hennar um alþjóða
hafsbotnssvæðið og á meðan
færu aðrar nefndir sér hægt.
Sagði hann að líklega verði
haldinn sérstakur fundur í
fiskinefndinni fyrir næsta fund
ráðstefnunnar.
— Jackie
Framhald af bls. 1
Núverandi sendiherra í London
er Anne Armstrong, sem er
repúblikani, en sendiherrar
leggja yfirleitt fram afsögn sína
ef forseti andstöðuflokksins nær
kjöri.
— Solzhenitsyn
Framhald á bls. 22
Núverandi aðsetur Solzhenit-
syns er I Vermont, en ekki er
vitað hvort hann muni setjast
þar endanlega að. Hann hefur
ferðast vlða um Bandarlkin og
haldið þar fyrirlestra.
Dagblað f Ziirich sagði f dag,
að rithöfundurinn hefði feng-
ið bréf á rússnesku þar sem
honum og fjölskyldu hans var
hótað öllu illu ef hann hætti
ekki áróðri sfnum gegn Sovét-
rfkjunum. Borgarfulltrúi f
Ziirich segir, að sovézka leyni-
þjónustan, KGB, hafi komið
sér upp njósnahreiðri f kring-
um heimili Solzhenitsyns þar.
— Soares veikur
Framhald af bls. 1
afl. Það myndi auka á öryggi
þeirra sem fjárfesta og fyrirtækin
gætu náð einhverjum hagnaði. En
þess háttar aðgerðir væru bein
viðurkenning á því hvað Portúgal
er háð vesturevrópsku auðvaldi,
og gætu einangrað Soares frá
vinstrisinnum í hans eigin flokki.
Þær gætu einnig komið af stað
nýjum óeirðum af hálfu þeirra
25% kjósenda, sem styðja komm-
únista eða aðra róttæka flokka.
Mið- og hægriflokkarnir eru þó
álitnir fylgjandi slíkum aðgerð-
um.
— Lands-
leikurinn
Framhald af bls. 38
fria samherja. Teitur Þórðar-
son lék sérlega vel að þessu
sinni og barðist af miklum
dugnaði allan leikinn. Matthias
Hallgrímsson stóð vel fyrir sinu
og ef nokkuð er þá hefur hon-
um farið fram þann tima, sem
hann hefur dvalið með Svium.
Ásgeir Sigurvinsson hefur oft
leikið betur, hann fann reyndar
fyrir meiðslum í gærkvöldi og
kann þvi að hafa hlift sér óaf-
vitað. Hvað um það, Ásgeir þarf
ekki að eiga stórleik á sinn
mælikvarða til að vera meðal
beztu leikmanna islenzka liðs-
ins. Marteinn Geirsson var
sterkastur islenzku varnar-
mannanna í leiknum og stað-
setningar hans mun öruggari
en áður. Gísli Torfason var
drjúgur mjög í þessum leik.
Aðrir varnarmenn íslenzka liðs-
ins sóttu sig er leið á leikinn og
á þetta ekki sizt við Árna Stef-
ánsson, sem vírkaði tauga-
óstyrkur í byrjuninni. Asgeir
Elíasson átti, laglega spretti í
leiknum, en oft hefur maður
séð hann betri.
Um hollenzka liðið er það að
segja að þar voru þeir sterkast-
ir Ari Haan (6) og þó sérstak-
lega Kuylen (8). Leikmenn
eins og Rensenbrink virtust
ekki finna sig i leiknum, enda
var hans vel gætt. Veður til að
leika knattspyrnu var mjög gott
í gærkvöldi og Laugardalsvöll-
urinn með bezta móti.
Dómari í leiknum var Pat
Mullhann frá Skotlandi og stóð
hann sig ekki eins vel og I
leiknum gegn Belgum.
LIÐ fSLANDS: Árni Stefánsson, Ólafur
Sigurvinsson, Jón Pétursson, Jóhannes
Eðvaldsson, Marteinn Geirsson, Gfsli
Torfason, Guógeir Leifsson, Ásgeir Sigur-
vinsson, Ásgeir Ellasson, Matthfas Hall-
grfmsson, Teitur Þórðarson.
LIÐ HOLLANDS: Ruiter, Kerkhof, Rijs-
bergen, Kraaji, Krol, Haan, Jansen, Kuy-
len, Kerkhof, Geels, Rensenbrink, Kist
(varamaður).
AHORFENDUR: 10.210.
— Afmæli
Framhald af bls. 15
kosta hefur Kristján ekki einasta
skilið eftir sig röst mikla í þjóð-
málum og flugmálum lands-
manna, heldur áunnið sér óskipta
hylli og vinsældir samferða-
manna sinna.
Ég er því fullviss um, að ég
mæli fyrir munn allra starfs-
manna Loftleiða og Flugleiða, er
ég flyt á þessum degi innilegar
heillaóskir hinum siunga sjötuga
jöfri islenzks framtaks og is-
lenzkra flugmála Kristjáni Guð-
laugssyni.
Jón Júllusson.
Góð, gamalgróin vinátta og
frændbönd ættmenna okkar hafa
e.t.v. fyrst orðið til þess að vekja
athygli mína á þeim ferli
Kristjáns Guðlaugsssonar, sem
fyrir löngu er nú orðinn góð-
kunnur alþjóð, og mun lengi til
jafnað, þegar leita þarf fyrir-
mynda þeim ungu, sem hvetja á
til þess að brjóta sér leið til mann-
sæmandi lifskjara og andlegrar
reisnar.
Fyrstu kynni min af Kristjáni
staðfestu raunar ekki annað en
hið alkunna, að hann var mikill
hæfileikamaður, þar sem listilega
tvinnuðust saman hinir óliku
eðlisþættir iskaldrar,
yfirvegaðrar raunhyggju og hið
óstýriláta, heita blóð þeirrar
skáldæðar, sem hann fékk i
vöggugjöf, Mer var það fljótlega
og er raunar enn mkil gáta hve
furðulega Kristjáni hefir tekizt að
sameina þetta hvort tveggja, en
það er vitanlega skýring þess, að
hann hefir stundum, að lokinni
dagsferð um refilstigu flókinna
lagakróka eða í leit að farsælustu
úrgreiðslu harðsnúinna viðskipta-
hnúta, notið með vinum sfnum að
kvöldi algleymis í faðmi þeirrar
gyðju, sem e.t.v. er unaðslegust
þar sem hún er óralengst frá arga-
þrasi brauðstrits og veraldar-
vafsturs. Þrátt fyrir þetta urðu
Kristjáni þau örlög ofin, að
forysta hans í athafnamálum
margvfslegum verður um hann
'ftirminnilegust þó að ég sé þess
fullviss, að ef hann hefði fremur
valið hinn kostinn, skáldgyðjuna,
þá myndu þau sjötíu ár, sem við
minnumst i dag, þjóinni engu
siður þykja þakkarverð en hitt,
sem ber nú hærra við himin.
Góðum vini, sem horfinn er nú
frá sviðsljósi samtiðarinnar, á ég
það að þakka hve fljótt ég
kynntist þvf í fari Kristjáns Guð-
laugssonar, sem er mér nú og
verður jafnan ógleymanlegast og
þakkarverðast alls þess, sem sér-
kennir hann. I orðræðum um
persónulegt vandamál sagði þessi
vinur minn:
„Ég væri fyrir löngu búinn að
tapa þessum leik ef ég hefði ekki
notið goðvildar Krstjáns. Þvílík-
um drengskaparmanni hef ég
aldréi kynnst. Hann er fágætur
heiðursmaður. Ég trúi þvi, að
þrátt fyrir allt muni hann enn
bregða fyrir mig skildi þó að ég
eigi það nú eflaust ekki skilið.“
Þessu bjargfasta trausti brást
Kristján ekkí, og þau sögulok,
sem þar urðu, luku upp fyrir mér
þeim skilningsdyrum að hjarta
hans, sem mér hefir alitaf þótt
bezt að vita opnar mér, og öllum
þeim öðrum sem til þeirra hafa
þurft að leita.
Þegar horft er nú til allra
þeirra mörgu ára, sem liðin eru
frá þvi er Kristján hvarf frá rit-
stjórn, lögmennsku og margs
konar öðrum störfum til þess að
helga líf sitt formennsku I stjórn
Loftleiða, þá bregður bjarma
endurminninganna á svo margt,
sem ljúft er og skylt að þakka við
þessi tímamót, að naumast verður
unnt að afráða hvar einkum beri
þar að nema staðar án þess að á
annað hilli, sem enn betra er að
mega muna.
En til þess að segja nú ekki
eitthvað af þvi, sem allir þeir, er
af Kristjáni hafa kynni, munu
strax upp telja honum til ágætist,
þá leyfi ég mér einungis að stað-
festa það nú af eigin raun, sem
vinur minn sagði mér endur fyrir
lögnu, og mér finnst nú meiru
skipta en upprifjun farsælla
áfanga, góðra mannvirðinga og
annars þess, sem flestum þykir
skylt fram að telja á tyllidögum.
„Þvílikum drengskaparmanni
hef ég aldrei kynnst. Hann er
fágætur heiðursmaður."
Fyrir það þakka ég og áreiðan-
lega við allir, gömlu samstarfs-
mennirnir og nýju hjá Loftleið-
um, sem urðum svo heppnir að
hann tók á sínum tima ákvörðun
um að gerast fyrirliði okkar.
Ég óska einnig fjölskyldu hans
til hamingju með afmælisdaginn.
Og sjalfum afmæliseigandanum
bið ég þess, að hann megi sem
allra lengst halda starfsþreki sínu
óskertu og fá að njóta i heiðríkju
efri ára þeirrar sæmdar, er hann
hefir áunnið sér á þeim sjötíu
árum, sem eru að baki i dag.
Sigurður Magnússon.
r
— Isl. hestar
Framhald af bls. 3
3000 stig eru veitt gullverðlaun,
sem telst frábær árangur.
í dag, 8. september, hafa
bæði Lothar og Klaus náð
gullverðlaununum og Max
Innhauer keppir að því að ná
gullverðlaununum og á hann
ekki langt í að ná þeim.
Hestarnir eru allir heilbrigðir
og eru fremur í framför og i
góðu formi. Dýralæknar eru
stórkostlega hrifnir yfir getu og
þreki þessara litlu hesta.
Ég hef verið með þessum
hópi alla leiðina, yfir Wyoming
og Nevada, yfir eyðimörk og
fjallahálendi. Okkar hestar
hafa staðið sig þar vel í samau-
burði við aðra hesta og ég á vart
orð til að lýsa aðdáun minni á
getu þeirra, I þessum hita og
rykmekki.
Þegar þessi hópur kemur til
Sacramento er leið hans orðin
5100 kilómetrar sem sagt er að
sé álika langt og frá Zurich til
Moskvu og til baka aftur. Þar
sem íslenzku hestarnir í Pony
express train eru í svo frábæru
formi, er þess að vænta að þeir
taki þátt í sérstakri 100 milna
keppni hér í Kaliforníu sunnu-
daginn 18. september.
I vesturhluta Bandaríkjanna
er mikill áhugi á hestum en
hver heldur sínu hestakyni
fram.
— Tónabær
Framhald af bls. 40
svínarii, hefur farið vaxandi og
hefur þetta aukizt jafnt og þétt
undanfarin tvö ár af ýmsum
ástæðum, svo sem vegna lokunar
annarra veitingastaða. Og nú er
svo komið að ekki verður lengur
við unað. Það sem vel tekst til
með innandyra er rifið niður fyrir
utan og meira en það. Síðastliðið
föstudagskvöld og reyndar næstu
helgar á undan mátti ekki mikið
út af bera til að alvarlegir at-
burðir gerðust. Ég vil ekki sem
formaður Æskulýðsráðs bera
ábyrgð á slíku öllu lengur og aðrir
ráðsmenn eru sama sinnis."
A fundi Æskulýðsráðs sl. mánu-
dag voru eftirfarandi tillaga bor-
in fram af Davíð Oddssyni og sam-
þykkt:
Æskulýðsráð samþykkir að
skipa 3 fulltrúa I vinnunefnd til
að gera tillögur um framtiðar-
rekstur Tónabæjar. Skal þá m.a.
eftirfarandi athugað:
a) Kannað verði hvort hugsan-
legt sé að breyta dansrekstri
Tónabæjar í viðunandi horf, til að
mynda með þvi að binda aldurs-
mörk alfarið við tvo árganga.
b) Dansrekstur verði lagður af í
Tónabæ. Staðnum þess í stað
breytt i félagsmiðstöð sbr. Fella-
helli, Bústaðasókn og Arbæ. Fram
þarf að koma kostnaðaráætlun í
grófum dráttum og rekstrarmögu-
leikar.
c) Kannaðir verði möguleikar á
sölu Tónabæjar með það i huga að
leggja til við borgarstjórn, að
söluandvirði verði varið til
uppbyggingar félagsmiðstöðvar,
þar sem brýnast þætti.
d) Sama og undir lið c) nema að
að þvi yrði stefnt að nýta söluand-
virði Tónabæjar til að byggja upp
Saltvík."
Jafnframt var samþykkt að loka
Tónabæ tvær næstu helgar meðan
vinnunefndin vinnur að tillögum
sínum. 1 nefndina voru skipuð
Bessi Jóhannsdóttir, Jóhannes
Long og Margrét Margeirsdóttir.
— Haustsýning
Framhald af bls. 17
Sem fagmanni þykir mér þessi
sýning í heild áhugaverð fyrir
margra hluta sakir, og um leið og
ég lýk þessari yfirferð vil ég taka
það fram, að ég vik að myndum
þeirra Kristjðns Davlðssonar og
Valtýs Péturssonar um leið og ég
rita um SEPTEM“ sýninguna.
Ég hef áður getið athyglis-
verðra framlaga þeirra Magnúsar,
Ömars og Sigurðar og vegna fram-
kominna umsagna í dagblöðum
vil ég benda á það óhjákvæmi-
lega, að allar tegundir mynda eld-
ast, og að frægustu listamenn ald-
arinnar hafa notað svipaða tækni
í bland.
— Bankarnir
Framhald af bls. 2
liggja fyrir, hafa heildarútlán við-
skiptabankanna aukizt um rúm-
lega 20% fyrstu átta mánuði árs-
ins. Eru útlán bankanna þvi þeg-
ar komin fram úr þvi hámarki,
sem sett hafði verið fyrir árið í
heild. Birgðalán til atvinnuveg-
anna munu aukast verulega sið-
ustu mánuði ársins og verða bank-
arnir þvi að draga úr öðrum út-
lánum á næstu mánuðum til að
settu marki verði náð. Strangt að-
hald I útlánamálum er jafnframt
nauðsynlegt til að bæta mjög erf-
iða lausafjárstöðu viðskiptabank-
anna.
Framangreind viðhorf hafa ver-
ið rædd síðustu daga á fundum
Seðlabankans og innlánsstofnana.
Hafa viðskiptabankarnir þar lýst
þeim ásetningi sínum að gera þær
ráðstafanir, sem tiltækar eru, til
að tryggja, að útlánin verði í árs-
lok innan þess ramma, sem mark-
aður er í lánsfjáráætlun og með
samkomulaginu við Seðlabank-
ann. Jafnframt mun Seðlabank-
inn nú ítreka tilmæli sin I þessum
efnum til einstakra sparisjóða.
Á fundum Seðlabankans og við-
skiptabankanna voru menn sam-
dóma um það, að áframhaldandi
aðhald i útlánum innlánsstofnana
sé nauðsynleg forsenda þess, að
unnt verði að ná þeim bata í við-
skiptajöfnuði, sem að hefur verið
stefnt á þessu ári. Þótt bætt við-
skiptakjör hafi þegar létt nokkuð
róðurinn I þessu efni, er enn útlit
fyrir nálægt 12 milljarða króna
viðskiptahalla á árinu. Auk þess
munu afborganir af erlendum
lánum nema rúmum 8 milljörðum
króna á árinu. Þetta hvort tveggja
verður að jafna með nýjum er-
lendum lántökum að óbreyttri
gjaldeyrisstöðu. Enn frekari bati í
viðskiptajöfnuði er þvl nauðsyn-
legur, ef stöðva á slvaxandi
skuldasöfnun við útlönd. Að
þessu marki hefur verið reynt að
stefna á þessu ári með samræmd-
um aðgerðum 1 rikisfjármálum og
peningamálum innan lánsfjár-
áætlunar. TJtlit er nú sem betur
fer fyrir bættan hag ríkissjóðs á
árinu eftir mikinn hallarekstur
undanfarin tvö ár. Til þess að sá
bati skili árangri verður stefnan í
útlánum bankanna og annarra
lánastofnana að miða að sama
markn"