Morgunblaðið - 09.09.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976
29
Þórður Jónsson, Látrum:
„Ekki er það valla gott,
en engan drepur það”
YFIRSKRIFTIN var stundum
svar eins háseta hér vestra áður
fyrr, er formaður sendi hann útúr
sjóbúðinni til að huga að sjóveðri,
en formaður hallaði sér útaf aftur
ef hásetinn hafði uppi þetta svar.
Af þvi réð hann að illt eða ófært
mundi til sjóferða. Mér hefir
komið þetta svar hins harðgerða
háseta oft i huga undanfarið, þeg-
ar ég morgun eftir morgun, viku
eftir viku, kem út í ausandi rign-
ingu, enda búið að rigna hér í
ágústmánuði I tæpa 300 mm svo
allt er á floti allstaðar, en I dag er
höfuðdagur og iéttir til.
Ekki ætla ég þó að skrifa um
erfiðleika bænda hér vestra af
þessu tíðarfari að þessu sinni, við
erum ýmsu vanir, en klórum jafn-
an i bakkann. Heldur ætla ég að
skrifa um sjávarútveg, eða einn
þátt þess sem þar er að gerast
varðandi hann. Það er mikið mál
að mínu mati, sem ég hugsa oft
um, eftir 40 ára samfelld tengsl
við fisk og sjó.
í Reykjavík er nú nýlega lokið
15. norrænu fiskimálaráðstefn-
unni þar sem til umræðu voru
hafréttarmál og verndun fisk-
stofna. Þetta hefir að sjálfsögðu
verið stórmerk ráðstefna, þar sem
innlendir og erlendir sérfræðing-
ar fjölluðu um þessi mikilsverðu
mál. Eftir þeim takmörkuðu frétt-
um sem okkur hér úti í fámenn-
inu hafa borizt, þá munu Islenzku
sérfræðingarnir hafa skipað vel
sín sæti að vanda svo eftir er
tekið af öðrum þjóðum, sem einn-
ig áttu sína frábæru fulltrúa.
Það fyrsta sem ég sá frá þessari
ráðstefnu var setningarræða okk-
ar ágæta sjávarútvegsráðherra
Matthíasar Bjarnasonar. En mér
féll ekki allskostar sú stefna, er
hún boðaði á sumum sviðum, og
tel það vera verra en það sem nú
gengur yfir mikinn hluta bænda-
stéttarinnar í landbúnaðinum, og
er það þó nógu vont.
Ráðherrann kemur vlða við i
ræðu sinni og rekur baráttu okk-
ar fyrir þessum mikilvægu mál-
um af kunnáttu og þekkingu.
Hann getur þess að fiskifræðing-
ar telji æskilegt að ekki verði
veiddar yfir 230 þús. lestir í ár af
þorski, og 290 þús. tonn 1977. Á
eftir segir svo ráðherrann, að
stjórnskipuð nefnd (undirstrikun
mín) telji að óhætt muni að veiða
280 þús. tonn á þessu ári, og sama
á því næsta, og mér skilst eftir því
sem síðar kemur fram i ræðunni
að það sé álit hinnar stjórnskip-
uðu nefndar sem ræður, ekki
fiskifræðinganna. Ég tel þessa
óverðskuldað vantraust á störfum
sem rannsóknum fiskifræðing-
anna, þeirra vlsindamanna okkar,
sem þjóðin er nú greinilega að fá
mjög vaxandi traust á, enda að
verðleikum. Þá segir ráðherrann
að við megum ekki setja þorsk-
stofninn í neina tvísýnu. Því er ég
hjartanlega sammála, en þau um-
mæli eru frekari undirstrikun á
vanmati vfsindamannanna. En
efnahagslegt ástand þjóðarinnar
heldur ráðherrann áfram, leyfir
ekki að við göngum eins langt og
ýtrustu óskir fiskifræðinganna
enda þótt það væri ákjósanlegast.
Þarna kemur sjávarútvegsráð-
herra að kjarna málsins, sem allt-
af hefir riðið baggamuninn um
það að rányrkja gæti haldið
áfram, og virðist sú stefna óbreytt
þrátt fyrir útfærsluna í 200 mílur.
I gegnum árin meðan við vorum
að þurrka alla flóa og firði af fiski
með dragnót og smátrollum allt
inná fjarðarbotna, þá voru alltaf
fundnar einhverjar ástæður af
mönnum á æðri stöðum fyrir því
að rányrkjan gæti haldið-áfram,
þrátt fyrir mótmæli og beiðni
fólks heima i viðkomandi héraði
um að aflétta þessu böli. Þetta
virðist áfram óbreytt stefna, því
miður, samanber skrif og mót-
mæli frá Bakkafirði nú nýlega.
1 nefndri setningarræðu minn-
ist ráðherra á niðurstöður Al-
þjóða hafrannsóknarráðsins frá
árinu 1972, en þá var talið að
draga þyrfti 50% úr sókninni I
íslenzka þorskstofninn. Ráðherr-
ann spyr svo í því sambandi
hvernig við hefðum getað brugizt
við, og hvert hægt hefði verið að
ákveða aflakvóta fyrir íslenzka
fiskimenn á meðan útlendingar
fóru ránshendi um miðin. Ég er
samþykkur því, að það hafi ekki
verið hægt, utan þáverandi lang-
helgismarka.
Nú fara útlendir menn ekki
lengur ránshendi um okkar fiski-
mið innan 200 mflna, þvl er lokið,
nema að þvl leyti sem þeim er
leyft að gera það. Ég hef ekki
heyrt annað en þeir sætti sig við
og virði lög okkar og reglur þar
um. En hvað gerist svo eftir að við
erum algjörlega búnir að fá yfir-
ráðin yfir 200 milna fiskveiðiland-
helgi I okkar hendur?
Við mjög margt hefir vel og
skynsamlega verið að verki stað-
ið, að mlnu mati, en með annað er
mjög illa og óskynsamlega á hald-
ið, eins og til dæmis það að leyfa
280 þús. lesta afla af þorskstofn-
inum á þessu ári þegar fiskifræð-
ingarnir okkar leggja til, að leyfð-
ar verði 230 þús. lestir. öllum má
ljóst vera að þessar 50 þús. lestir
umfram það sem vlsindamennirn-
ir leggja til að skynsamlegt sé að
taka, geti ráðið úrslitum með hinn
hrjáða þorskstofn. Fengju þessar
50 þús. lestir að vera óhreyfðar á
þessu ári og bæta við stofninn, þá
væri hann betur fær um að tekn-
ar væru af honum 300 þús. lestir
næsta ár en það sem gert er ráð
fyrir að taka, 280 þús. lestir.
Þessi rányrkjustefna sjávarút-
vegsráðherra og hinnar stjórn-
skipuðu nefndar fer okkur illa,
eftir öll stóru orðin um rányrkju
útlendra á miðum okkar, og öll
fögru loforðin um að vernda og
reisa við slitrin af hinum hrörn-
andi þorskstofni, aðeins ef við
fengjum tækifæri.
En það gerist fleira sem leik-
manni eins og mér finnst illa ráð-
ið og þjóðarskömm. Hvað er til
dæmis að gerast úti á okkar sér-
stæðu Halamiðum, einmitt meðan
áminnzt ráðstefna stendur yfir.
Á Halanum geta gerzt ótrú-
legustu hlutir fyrirvaralaust og
eru alltaf að gerast. Nú hefir
veðráttu verið svo háttað um
margra mánuða skeið, að mjög
hefir stuðlað að mikilli fiskgengd
á Halann, Það er langvarandi
sunnan og suðvestan átt, en þá
berst gífurlega mikið af allskonar
æti fiskanna hér norður með og
yfir landgrunnið upp úr haf-
djúpunum syðra, með hinum
heita straum að sunnan, sem er I
svo langvarandi suðlægri átt mun
sterkari en venjulega. Höfum við
eitt skemmtilegt dæmi um það frá
þessu sumri, en það er flösku-
skeytið sem rak á f jörur I Austur-
skaftafellssýslu fyrir skömmu.
Þessum smálífsreka fylgja llka
allskonar fiskar ef fyrir hendi
eru, en þegar kemur að
þverhryggnum i djúpinu fyrir
utan landgrunnið að sem er út af
Halanum, þá kemur þar á móti
kaldi straumurinn að norðan
mjög mismunandi sterkur sem
trúlega á rætur að rekja til
lægðanna. Við þennan árekstur
straumanna kemur það stundum
eða oft fyrir að þeir stefni samein-
aðir inn yfir landgrunnsbrúnina
og Halann. Þá myndast kjörhiti
og kjörlífsskilyrði fyrir flesta
fiska og oft mokafli. Kórónan á
allt þetta lffríki er svo þegar haf-
Isinn kemur upp að og yfir
Halann. Við ísröndina er fiskur-
inn venjulega I ofsalegri átveizlu
stundum vikum saman og mok-
fiskiri. Nú hefir þetta átt sér stað
og togarar fiskað vel I botnvörpu,
en þó betur I flottroll að því að
Þórður Jónsson
hermt er, og fengið ofsaleg hol,
allt upp I 50—70 lestir. Nú vitum
við að fiskurinn, sérstaklega
þorskur, er ákaflega viðkvæmt
hráefni, þegar hann er úttroðinn
af átu, einkum um þennan tíma
árs. öllum má því vera ljóst, að
þegar búið er að hnoða 50—60
lesta holi um borð I skuttogara að
þá eru miklar líkur fyrir að veru-
legur hluti af hráefninu sé orðið
stórgallað.
Af hverju eru ekki veiðar með
flottroll bannaðar útlendum sem
innlendum þegar svona stendur á.
Nú höfum við þó ráðin I okkar
höndum til að stjórna. Höfum við
ekki staglazt á því heima og
heiman, að við ætluðum að hætta
að fiska þorsk I gúanó eða gera
hann að hráefni fyrir gúanó,
heldur fá hann sem bezt hráefni I
vinnsluna svo úr verði fyrsta
flokks framleiðsla.
Hver stjórnar? Eru það ráðu-
neytin, sjávarútvegsráðherra,
stjórnskipuð nefnd, eða allir þess-
ir aðilar?. Eitt liggur þó nokkuð
ljóst fyrir, að það muni ekki vera
visindamennirnir I haffræði og
fiskifræði. Flestum, sem um þessi
mál hugsa, mun orðið það einnig
ljóst, eftir þvl sem á undan er
gengið að allt tal okkar um friðun,
verndun, og hagfræðileg not af
fiskstofnum I nútíð og framtíð
verður ekki nema kjaftháttur
einn, nema við fáum visinda-
mönnum okkar I greininni stjórn-
ina I hendur á miklu virkari hátt
en nú á sér stað, en um þetta
vantar bæði lög og reglugerðar-
ákvæði. Við megum ekki láta það
henda að allt fari í handaskolum
með stjórn á fiskveiðum innan
okkar stóru landhelgi, ekki láta
það henda að við setjum I þessum
efnum stundarhag ofar öllum
friðunaráformum, og svíkjum þar
með okkar arftaka og þær þjóðir
sem við höfum lofað friðun og
treysta okkur fyrir friðunarráð-
stöfunum. Við ættum einnig að
Framhald á bls. 25
FENWICK
Getum útvegað með
stuttum fyrirvara
notaða gaffallyftara.
Eigum fyrirliggjandi
2 stk. rafmagnslyftara
3ja og 1,5 tonn.
Kristján 0. Skagfjörð,
Hólmsgötu 4 §
IMÍK CG HAGKVAM HEIMILISSAMSTÆÐA® FYRIR VIÐRÁÐANLEGT VERÐ
HÚSGAGNAVERZLUN
KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF.
Laugavegi 13 Reykjavik simi 25870
now
Hlaut 1. verðlaun
á Japan Stereo Compo '76.
Einkasöluumboð: ...
Hafnarfirði °9 plotuverzlunum um land allt
Sími 53502