Morgunblaðið - 09.09.1976, Side 37

Morgunblaðið - 09.09.1976, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1976 37 VELA/AKAIMIDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Þróun ogsköpun Borizt hefur langt og mikið bréf, þar sem tekið er til meðferð- ar þetta efni — þróun og sköpun. Þar sem rúmið leyfir tæpast að allt bréfið verði birt, verður það stytt nokkuð og fellt úr þvi á einstaka stað, þar sem tilvitnanir eru i ýmsa fræðimenn. nokkrar þeirra verða þó látnar standa: „I Velvakanda birtist nýverið mikil skoðanagreinargerð gegn framþróunarkenningunni, sem raunar mætti á islenzku heita sköpunarfræði. Er mikillar virð- ingar vert, að sem flestir tjái hug sinn i þessu máli og öðrum. Svo mikið hefur mannkynið hugsað um upphaf sitt, og lögmál alls lifs, að það eitt hlýtur að hafa átt drjúgan þátt í þroska mannsins, og er raunar sterk sönnun fyrir þeirri kenningu, — og að miklu leyti vissu, — sem kennd er til þróunar. Höfundur greinargerðarinnar lýkur máli sínu með því að sækja styrk i trú sína á gömul rit biblíu- safnsins, einkum Jesaja og Sálm- ana. En það myndi vera hliðstætt þvi að leita sannana fyrir hald- leysi þróunarkenningarinnar. i hinum ágætu ljóðum Matthiasar Jochumssonar og Daviðs frá Fagraskógi. Til aðstoðar Jesaja og höfundi Sálma leiðir greinarhöfundur fram kennslubókina Líffræði I og II, bók sem boði þróun, tekur upp úr henni nokkrar efunarsetning- ar og hyggst sanna með varfærn- um ályktunum kennslubókarhöf- undarins, hversu veik séu hans rök. Nú er þess að gæta, að kennslu- bókin í Liffræði er skrifuð eins og allar aðrar vísindalegar náms- bækur fyrir sitt stig á námsbraut; þessi bók er fyrir byrjendur. Og þykir þá vitanlega ekki hlýða að kynna þeim i upphafi annað en grundvallaratriði. Með aldri, og þroska, reynslu og sifellt aukinni þekkingu vegna náms og rann- sókna, koma svo þyngri viðfangs- efni. Raunar er þessi Veisz prófess- or, höfundur kennslubókarinnar, of naumur á aó geta þess, hve langt liffræðin sé komin. Mætti t.d. í svona bók minnast alkunnra visindamanna, sem voru á sinum tíma komnir jafn langt á undan Líffræði I og II, eins og hún er nú og nemur leiðinni milli jarðar og sólar.“ Hér koma i bréfinu nokkrar til- vitnanir i fræðimenn og veróa birtar tvær þeirra: „Franskur vísindamaður, Pierre Rousseau, mælir svo: „Hvort sem andstæðingum þróun- arkenningarinnar líkar það betur eða verr, verða rök fornaldar- fræðinnar fyrir þremur þróunar- stigum mannsins ekki hrakin. Af hvaða sökum og samkvæmt hvaða náttúrulögmálum breyttist dýrið i formann, formaðurinn í frum- mann og frummaðurinn i mann? Þó að breytingar þessar hafi tekið milljónir ára, er sá ferill undri likastur, sem hefst með frumapa í liki proconsuls og endar i snill- ingu á borð við Einstein." (Þýð- ing dr. Brodda Jóhannessonar). Enskur fornleifafræðingur, Arthur Keith, hefur skrifað: „Ég öfunda þá karla og konur, er geta haldið trú sinni óskertri og óbreyttri til æviloka. Vegur þeirra er friði krýndur og von þeirra örugg. En til eru milljónir manna sem linna ekki fyrr en þeir hafa komið trú sinni i sam- ræmi við staðreyndir lífsins eða staðreyndum lífsins í samræmi við trú sina. Ég er einn þeirra manna. — Þróunin hefur reynzt hæg- fara, tímabundin sköpun til æðra og æðra lifs. Af þessu megum vér hreyknir vera. Þvi að það er ólikt hugnæmara að vera af óæðri stig- um og vita sig á uppleið, heldur en að vera annaðhvort „hrapaður engill" eða svo syndum spillt mannvera, að hún eigi sér engrar viðreisnar von, nema fyrir eitt- hvert sérstakt náðarval. En ein- mitt á síðari árum hafa komið fram raddir um þá veglegu köllun mannsins, að hann eigi nú að halda þróun sinni áfram visvit- andi, þar eða hann, auk þekking- arinnar, hafi áunnið sér það, sem hinar óæðri verur virðist skorta, samvizku og valfrelsi." (Þýð. Ágúst H. Bjarnason).“ Aðrir, sem bréfritari vitnar til, eru enskur sálarrannsóknarmað- ur, Sir Oliver Lodge, og franskur visindamaður, Lecemte du Noliy. Svo kemur að niðurlagi bréfs- ins: „Þannig mælist ýmsum merk- ustu vísindamönnum þessarar aldar. Beint framhald slíkra hug- leiðinga er, að mátturinn sem stjórnar þessari dásamlegu þró- un, gengur aldrei lengra en svo, að lifverurnar geti sjálfar tekið þátt í sköpuninni, verði eitthvað að gera sjálfar til að ná þroskan- um. Og kemur þá aó lokum aó oróum, sem einn af mörgum merkisprestum, sem Islendingar hafa átt, lét falla í ritgerð fyrir allmörgum árum. Þar stendur: „Hér er um tvennt að ræða. Að mannsandinn gefist upp við að hugsa lengra en ánamaðkur, eða að hætta á að stökkva, i þeirri trú að eitthvað fast verði undir fót- um.“ 7848-2192.“ Það var út af fyrir sig fagnaðar- efni að hann sk.vldi ekki hafa hitt hana aftur. Enn ein þrjózk og duttlunga full Ijóska — hún hefði getað verið tvíburasystir Eloise. 4. kafli. A mánudeginum hringdi Dwigth Perey. — Ég er hérna með þetta kynd- uga bréf frá yður... Jack fór með lestinni seinna þann dag. Hann skipti um lest i Stamford og sfðan tók hann leigu- bll út til heimilis útgefandans. Neðsta hæðin var þvf sem næst grafin I rhododenrunnum. Á skilti á dyrunum stóð „kom inn“ svo að hann bankaði og ark- aði slðan rakleitt inn. En hrökk til baka þegar stór og dökkur hundur kom urrandi í ljós I for- stofunni. — Hættu nú, Uap, heyrðist rödd segja einhvers staðar I fjarskan- um. Hundurinn nam staðar og gekk I áttina sem röddin kom úr, en sneri sér öðru hverju við til að fullvissa sig um að gesturinn kæmi á eftir. Hann fylgdist á þennan hátt með Jack að enda forstofunnar og inn i eins konar samhland af vinnustofu og dag- mitupa barnamatur HRAUST OG ÁNÆGÐ BÖRN KÆRA MÓÐIR Fyrir utan sjálfa móðurástina er naeringin mikilvægust til að barninu llði vel. Milupa vítamínbættur barnamatur framleiddur úr völdu hráefni er ekki aðeins hollur, heldur einnig bragðgóður og umfram allt hand- hægur og drjúgur. Milupa hefir allt fyrir börnin frá fæðingu Milumil þurrmjólk inniheldur öll nauð- synleg vítamín. Hún er seðjandi og auð- melt og fyrirbyggir meltingartruflanir. Þegar barnið er u.þ.b. 9 vikna gamalt nægir pelinn ekki lengur. Hér býður Milupa uppá fjölbreytt úrval af barna- mjöli. Miluvit hunangsmjöl. Miluvit „mit" mjólkurmjöl. 7 Korn flocken barnamjöl úr sjö korntegundum Milupa býður ennfremur upp á 1 2 teg- undir af gómsætu barnamjöli, blönduðu ferskum ávöxtum, t.d. perumiírbanönum •jírblönduðum ávöxtum tlr hnetum með súkkulaði. Úr einum pakka fást margir skammtar af úrvals ávaxtamauki á hóf- legu verði Þetta er algjör nýjung sem vert er að reyna Bragðgott, seðjandi og styrkj- andi Þér getið treyst Milupa og verið vissar um að barn yðar fær það besta sem völ er á. Milupa hálfrar aldar sérhæfing i barna- mat. Dagstimpill og leiðarvisir á hverjum pakka tryggir ferska og góða vöru. Biðjið um leiðbeiningabækling. Fæst í næstu IMA matvöruverzlun. IMA-verzlanir Arnarkjor Lækjarfit 7. GarSahr Ingólfskjör Grettisgotu 86. R. Asgeir Efstalandi 26. R. ívar S. GuSm. Njálsgötu 26. R. Ásgeirsbúð Hjallabrekku 2, Kóp. KaupgarSur h.f. SmiSjuvegi 9. Kóp. Arbaejarkjor Rofabaa 9. R. KjartansbúS Efstasundi 27. R. Birgisbúð Ránargötu 15, R. Kjörbar Þórsgötu 1 7. R. BorgarbúSin UrSarbraut 20. Kóp. Kjöt og Fiskur Seljabraut 54. R. BústaBabúSin HólmgarSi 34. R. Kópavogur Borgarholtsbr. 6. R. Drlfa HliSarvegi 53. Kóp. Langholtsval Langholtsvegi 1 74, GuSm. Guðjónsson VallargerSi 4. Kóp. Matval Þinghólsbraut 21. Kóp. GarSakjór Hraunbæ 102, R. Sólver Fjölnisvegi 2, R. Gunnarskjör Arnarhrauni 21, Hafnarf. SvalbarSi Framnesvegi 44, R. HagabúSin HjarSarhaga 47, R. SunnubúSin MávahliS 26. R. Haimakjör Sólheimum 23. R. SöivabúS Hringbr. 99. Keflavik Hraunvar ÁlfaskeiSi 115, Hafnarf. TeigabúSin Kirkjuteig 19. R. iSufell ISufelli 14. R. Þingholt Grundarstig 2, R.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.