Morgunblaðið - 15.09.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976
13
Viðsjár munu
enn magnast
í Suður-Afríku
Á meðan Badarlkjamenn
hafa verið önnum kafnir við að
sinna innanríkismálum sínum
undanfarna tvo mánuði, hafa
miklir atburðir átt sér stað hin-
um megin á hnettinum, og bú-
ast má við að áhrif þeirra verði
varanlegri en þeirra dægur-
mála, sem Bandaríkjamenn
hafa haft hugann bundinn við.
Hér er um að ræða óeirðir þær,
sem efnt hefur verið til í
borgarhverfum þeldökkra i
Suður-Afriku og viðbrögð
hvitra manna við þeim, en
hvort tveggja hefur geysimikla
þýðingu fyrir þróun heimsmál-
anna og mannlegt samfélag I
heild.
Blökkumenn I Suður-Afríku
hafa áður efnt til óeirða, og
skyldi engan undra, að grunnt
sé á viðsjám I landi, þar sem
rúmlega 80% ibúanna eru
dæmd til þess að vera þrælar og
þjónar vegna kynþáttar slns.
En þeir atburðir, sem átt hafa
sér stað á þessu ári, eru um
margt ólíkir fyrri árekstrum i
Suður-Afríku. Mótmælaað-
gerðir þeldökkra hafa staðið
miklu lengur en fordæmi eru
fyrir, og viðbrögð rlkisstjórnar-
innar hafa einkennzt af hiki og
hafa þau jafnvel verið ærið
mótsagnakennd.
Viðsjár magnast.
Hingað til hefur lögreglan
bælt niður með harðri hendi
allan vott af uppreisn og
andstöðu meðal þeldökka
meirihlutans I landinu. Það
hefur ekki tekizt að þessu sinni.
Viðsjár þær, sem hófust með
átökunum i Soweto 16. júni sl.
hafa magnazt og breiðzt út.
Rúmlega 250 manns hafa fallið
og um það bil 1.500 manns hafa
særzt.
Miðað við þær aðstæður, sem
blökkumenn I Suður-Afriku
búa við, er það sannkallað þrek-
virki, að þeir skuli hafa getað
haldið áfram mótmæla-
aðgerðum slnum svo lengi sem
raun ber vitni. I borgum lands-
ins er þeim gert að búa I sér-
stökum hverfum svo sem
Soweto, sem er útborg
Jóhannesarborgar. Ef til óeirða
kemur geta lögregla og her
hæglega einangrað viðkomandi
hverfi og haft hendur I hári
uppreisnarmanna. Alla mat-
Svertingjum er engin miskunn
sýnd I óeirðunum ( Suður-
Afríku.
eftir ANTHONY
LEWIS
‘ V.
Jí'eiujlorkeimcjs
Verð á gulli hefur fallið og
ýmislegt hefur farið aflaga á
innanlandsvettvangi I Suður-
Afrlku. Um 20% þekdökkra
borgarbúa eru atvinnulaus, og
þeir hafa engar atvinnuleysis-
bætur. Þeir, sem hafa atvinnu,
vilja ógjarnan hætta á að missa
hana með þvi að taka þátt I
mótmælaaðgerðum, enda þótt
þeim svlði sárt að fá aðeins
einn tíunda af launum hvítra
verkamanna og vera beittir
margs konar annarri svívirðu
negna kynþaættar sins.
En þrátt fyrir allt hefur mót-
mælaaldan ekki hjaðnað. Þegar
ég var á ferð I Suður-Afríku
fyrir ári, spáðu margir blökku-
menn þvi, að það yrði æskan,
sem snúast myndi gegn kúgun-
inni, og þeir hafa reynzt sann-
spáir. Börn og unglingar allt
niður i 13 ára hafa ekki vílað
það fyrir sér að standa and-
spænis byssustingjum, og hafa
fallið fyrir lögreglunni. Greini-
leg kynslóðaskipti hafa átt sér
stað I Suður-Afríku.
Tilslakanir
stjórnvalda.
vöru þarf að flytja sérstaklega
til þessara hverfa. Þeldökkum
mönnum er stranglega bannað
að bera vopn, og telja leiðtogar
þeirra að öryggislögreglan hafi
njósnara á meðal þeirra. Svo
virðist sem þessar grunsemdir
hafi við rök að styðjast.
Kreppir að
efnahagslega
Við þessar nöturlegu að-
stæður bætist það, að um þessar
mundir kreppir verulega að
blökkumönnum efnahagslega.
Stjórnvöld urðu fljótlega við
fyrstu kröfunni, sem náms-
menn settu fram. Þau námu úr
gildi reglugerð um, að afrikaan
eða mál Búa skyldi vera notað
til kennslu I skólum þeldökkra.
Siðan gekk ríkisstjórnin jafn-
Framhald á bls. 21
OKKUR
er ánægja að þakka frábærar móttökur. Yfir 80 manns komu og spjölluðu við okkur
og fengu kaffisopa á sunnudaginn. Símalínurnar voru bókstaflega rauðglóandi. Síðan
höfum við vart haft undan við að aðstoða fólk. Við virðumst því ætla að hljóta það
traust hjá fólki, sem við settum okkur og eins og maður einn sagði við okkur: „Þetta
er flott hjá ykkur strákar mínir, þið hafið þó báðir pappíra upp á vasann um að þið
megið reka fasteignasölu, það er sko eitthvað annað en flestir aðrir fasteignasalar,
sem hafa bara einhvern á bak við sig.”
Nú, nú við megum víst ekki veraof ánægðirmeð okkur, en auglýsum að þessu sinni eftirtaldareignir til sölu:
3ja herb. ibúð á miðhæð við Hraunbæ um 85 fm. íbúð í toppstandi með fullfrágenginni lóð. Út- borgun aðeins 5 millj. 3ja herb. jarðhæð við Njörvasund. íbúð á róleg- um stað með stórkostlegu útsýni. Verð: Tilboð. 3ja—4ra herb kjallara- íbúð í þríbýlishúsi við Miklubraut. íbúðin er mikið endurnýjuð og selst á alveg einstöku verði. Einbýlishús (Viðlagasjóðs- hús) við Ásbúð, Garðabæ. Afar skemmtilega inn- réttað hús, með gufubaði og bilgeymslu. Verð aðeins 1 3 m. Fokhelt einbýlishús við Norðurtún, Álftanesi, teiknað af ARKO, um 1 70 fm með bilskúr.
Ennfremur höfum við m.a. kaupendur að:
Sérhæð eða einbýlishús í Vesturbæ eða Seltj.nesi á ca. 1 3 millj. 2ja — 3ja herb. ibúð í, Álf- heimum eða nágrenni. Útb 4 millj. 2ja herb. íbúð i nýju eða nýlegu húsi. Útb. 4 millj. Einbýlishúsi. frekar litlu, - miðsvæðis í bænum með góðum garði. Ódýrum litlum ibúðum. Mega vera f risi eða kjallara.
Nú, eins og áður, þá vonumst
við til að þið lítið inn hjá
okkur, það gerir engum neitt
og það er alltaf heitt
á könnunni hjá okkur.
littkjarlory s/f
fasteipasala Kafnarstræti 22 s. 27133 - 27150
Páll Gudjónsson vidskiptafr. Knútur Signarsson vidskiptafr.